Fróði - 29.04.1885, Blaðsíða 2

Fróði - 29.04.1885, Blaðsíða 2
158. bl. F R 6 Ð 1. 1885. 88 Ef þingmenn vorir halda fund með kjósendum sínum, áður enn peir fara á þing í sumar, sem peir sjálfsagt gera pá vonum vjer, að pessu máli verði hreyft á peim fundi og að pingmenn vorir taki pað að sjer til öflugs flutnings, pegar á ping kemur. „Möðruvallabrjefið4. (Eptir Ouðmund Rjaltason.) (Niðurl.) Jeg vil eins og fleiri, að alpýðu- skólar bæði banda piltum og stúlkum væri til í sýslu hverri, og ef rjett lag væri á öllu, tel jeg rjett að Möðruvalla- skóli yrði einskonar yfirskóli norðlenzku sýsluskólanna, svo peir er mikilli mennt vildu ná gætu fengið hana par Síðan gætu peir er verið hefðu á sýsluskólan- um brúkað vetrarfrítímana og sunnu- dagana til að segja peim fátæklingum til, er ekki gætu komist á verulega skóla. f>á verða hjúin menntuð! j^að mega pau gjarnan — pá bjóða pau byrginn! Ekki lengi, pví af eínhverju verða pau að lifa. Ekki geta margir orðið tómir barnakennarar, búðarmenn og gert tóm „fín verk“. jþeir mega pá til að vinna hjá bændum að sömu verk- um og áður. Sjálfstæðistilfinning sú er menntun vekur, lætur peim pykja minnk- un að leti og bleyðuhætti í hverju einu. Gleðin yfir pví sem peir hafa numið, gleðin yfir fegurð og fjölbreytni náttúr- unnar styttir peim margar leiðinda stundir og Ijettir peim vinnuna. Eje- lagsfýsnin og fjelagsástin sem pekking mannfjelags og pjóðfjelags vekur hjá peim, lætur pá hafa gleði af að vinna fyrir sig og fjelag pað sem peir lifa í. Og siðprýðis og fegurðartilfinning sú er umgengni við menntaða menn vekur, hjálpar peim til að bæta og prýða margt á heimilunum pegar peir sjálfir verða húsbændur. jpessi von mín um gagn lýðmenntunarinnar er nú byggð á reynslu. Hún er byggð á reynslu peirri, sem jeg hefi af menntuðu vinnufólki á Jótlandi sem jeg hefi verið í vinnu með. Hún er byggð á reynslu peirri, að jeg, eptir að hafa ferðast og menntast í 6 ár er- lendis í borgum og sveitum, pó hefi eins mikla já ennpá meiri ánægju enn áður af að’ vinna vor, sumar og haust í mold, mykju og grjóti í bættum fötum og á trjeskóm! Svfia* til Guðmundar Hjaltasonar Herra ritstjóri Fróða. Guðmundur Hjaltason hefir beinzt að Möðruvallaskólanum og mjer sökum greina nokkurra, er staðið bafa í blaði yðar frá „Gjaldþegni í Eyjafirði“. Jeg get að vísu eigi sjeð, í hverju sambandi það stendur við Möðruvaliaskólann, er rGjaIdþegninn“ skrifar. Málefnið er liln.enningsmál og á að dæmast í efni 89 sínu en ekki eptir persónum. Jeg skal þó gera Guðmundi það til vilja að lýsa yfir því að jeg er alveg samdóma „Gjaldþegninum“. Almenningur á fulla heimtingu á því, að sýnt sje og sann- að, að fje því sje varið til gagns, sem hann leggur fram. í þessu liggur ein- niitt frelsi og rjettindi gjaldþegna, að þeir hafi ráð yfir, hvernig því fje er varið, sem þeir eru skyldir að gjalda. Hitt er aptur talið ófrelsi í þeim lönduro, er menn þekkja frelsi, að almenningur sje skyldur til að leggja fram íje, en verði að láta sjer nægja umroæli þeirra, cr við taka, að því sje þarflega varið. Þótt dæini sje til þessf öðrutn löndum, að þessa sje ekki gætt, þá eru þau dæmi til varúðar og ekki til eptirbreytni. Vilji Guðmundur Hjaltason, að gjaldend- ur láti sjer nægja, skýrslur þær, er hon- um þóknast að gefa, þá verður hann að láta sjer nægja, að fje gjaldenda verði eigi fengið honum f hendur. Jeg sje að skoðanir okkar Guð- tnundar fara mjög í tvær áttir, þegar um gagnsemi skóla er að ræða. Hann miðar hana við höfðatöluna, sem á skólanum er. Það geri jeg ekki. Jeg miða gagnsemi hvers skóla við það, hvernig þoir reynast, sem með sóma fara frá skólanum ; ekki tniða jeg það við burtfararprófið eitt, heldur öllu fremur við það, hvernig þeir reynast í hverri þeirri stöðu, sem þeir komast f, er þeir eru farnir frá skólanum. Enn fremur miðar Guðinundur gagnsemi skóla við tölu lærdóntsgreina þeirra, er kennd- ar eru. En jeg miða hana ekki við tölu lærdómsgreinanna, heldur við það, h vern i g þær lærdómsgreinir eru kennd- ar, sem kenna á, og hverjum framförum ncmendurnir taka í þessum greinuin, því að undir þessu er komin andleg famför og andlegur þroski nemendanna, en ekki undir tölu lærdómsgeinanna. Jeg þykist nú viss um, að minn mælikvarði við námsstofnanir sje rjctt- ari enn Gnðmundar. Jeg vildi óska, að almenningur vildi dæma námsstofn- anir eptir honnm, en ekki eptir höfða tölu eða námsgreina tölu, þótt það sje að miklum inun auðveldara. Alinenn- ingi er að vísu nokkur vorkunn, þótt hann dæmi eptir þessum tölum, þang- að til menntunin er orðin almennri enn bún nú er. f’eim, sein senda börn sín á hvern skóla sem er, eða þeim, sem fara þangað af eigin efnum, er alveg nauðsynlegt að reyna að fá leyzt úr spuringunni: Hvernig er kennt og hvað læra menn á skólanum? en hin spurningin er þeim miklu ónauðsynlegri. Hvað eru margir á skólanum ? Af þessu geta menn sjeð, að rnjer muni ekki mjög gremjast tölu saman- burður Guðinundar. Að sumu leyti skil jeg ekki vel í honum. Guðmund- ur segir; »1884 —1885 hafði jeg alls 25 pilta og voru 18 þeirra allan veturinn en 3 fram yfir nýár, 2 að þorralokum, 1 frá nýári og fram úr... Eu nú(15. apríl) eru jafnmargir piltar á báðum skólum þessum*. Á Möðruvalla- skólanum eru nú (17. apr.) 25 piltar. Jeg 90 kem nú ekki þessum tölum saman; enda þykir mjer það ekki miklu máli skipta. Eptir mfnum mælikvarða og vitn- isburði annara þykizt jeg hafa ástæðu til að vera ánægður með það, hvernig piltar hafa reynzt, er hjeðan hafa íarið með sóma frá skólanum; jeg vil, t. a. m., benda Guðmundi á 3 menn frá honum, sem nú eru á Akureyri og Odd- eyri; hann þekkir þá, og veit, hvernig þeir hafa reynzt. Jeg gæti talið marga fleiri, ef mjer þætti þess þörf. En að því leiti er jeg ekki ánægður með Möðruvallaskólann, að mjer þykja náms- greinarnar ofmargar, sem tilteknar eru í lögunum, og námsárin of fá, til þess að nemendur verði svo menntaðir, sem mjer finnst, að allur þorri bænda þurfi að vera. Jeg vil fá velmenntaða bænd- ur, en jeg vil ekki láta þá hafa eitt- hvert menntunar kák, og telja þeiin svo trú um, að þeir sje öllum þjóðum menntaðri. Meðan reglulegir alþýðu- skólar eru ekki komnir á fót, álít jeg betra og kostnaðarminna fyrir pilta að koma óundirbúna, heldur enn að heimta svo eða svo mikið við inntökupróf, og að þeir þyrfti þá að fá undirbúning- inn einhversstaðar annarstaðar. Að öðru Ieyti hefir rnjer aldrei dottið í hug að bera saman skóla Guð- mundar og Möðruvallaskólann. i’að væri ekki sanngjarnt. En jeg skal segja Guðmundi álit mitt á hans skóla. Það ei þá í stuttu máli það, að skóiahald hans sje ein- tóint kák, og að þaö sje of dýrt að kaupa það með 8 kr., hvað þá með 800. Jeg tala aðeins um almennings fje því að mjer og öðrum er það óvið- komandi, hvernig einstakir menn verja fje sínu, í*etta álit byggi jeg nú á því, 1. Að námstíminn er svo stuttur. Mjer er kunnugt, hvað menn læra á 5-6 mánuðum, þegar námi þeirra á að vera lokið á þeim tíma. þeir læra einhvern graut, sem síðar verð- ur þeitn að engn gagni. Jeg veit, hve skammt margir eru komnir cpt- ir einn vetur hjer á skólanurn. 2. Að bæði eru kennslugreinarnar of margar, og svo er ofmikið borið á neinendurna, til þess að þeir bæði geti fest það í minni og melt það. Það er ekkert áhlaupaverk, hvorki að kenna njelærasvo að gagni sje. Það þarf að taka það, sem læra á, upp apt- ur og aptur íyrir nemandanum og hann þarf að hafa það svart á hvítu, svo hann geti glöggvað sig á þvf, ef það á að geta orðið fóður fyrir hans andlega líkama. Að öðrum kosti ryður það, sem nemandanum er sagt í dag, burtu því sem hon- um var sagt í gær. Vjer getum ímyndað oss, hvernig kristindóms- þekking yrði hjá börnum, ef þau lærði ekki annað í þeim íræðum, en þau gæti numið af ræðum presta. En þetta væri líkt kennsluaðferð Guðmundar. 3. Að jeg hefi haft þrjá pilta á Möðru- vallaskólanum, sem verið hafa vetur hjá Guðinundi; og það er víst, að

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.