Fróði - 14.01.1887, Qupperneq 4

Fróði - 14.01.1887, Qupperneq 4
20. og 21. bl. F R Ó Ð I. 1887. 219 eða skuldlitlir við umboðsmenn sína á Englandi, i stað þess sem það í fyrra var i stór skuld, enda bafa þeir í ár haft hagnað af því að senda ull og sauði. Ný- lega hjelt kaupfjshgið fund i Múla og var þar ákveðið að skrifa eptir gufuskipi sem koma skyldi með kornvöru i marz eða apríl. Er það haf't eptir skipstjór a Clausen á Frey að hann væri fús til að koma aptur í vetur með vörur íyrir jpingeyinga á Húsavík, enda hvað Clausen vera sjógargur mikill og fulihugi. |>að voru engin gleðitiðindi fyrir bæjarbúa að kaffið væii stígið um fuilan þriðjung erlendis frá því í sumar, því margir þykj- ast ekki geta án þess veiið iremur eD Bergijót gamla á Skúmstöðum, einkum þeir sem í þurrabúð lifa, som eru flestir þeir fátækari. Málaferli eru hjer engin fremui en vant er, Laxdal verzlunarstjóri var sýkn dæmdur í máli er höfðað var gegn honum fyrir ummæli um Gránufjelagið og „Fróði“ gat um í sumar, en ekki íjekk hann 1000 kr. sem hann krafðist fyrir áreitnina. Hvert fjeiagið hefii borgað málskostnað hef jeg ekki heyrt eða hvort málinu er áfríað Skuggasveinn hefir tvisvar verið leikinn en mjög dræmt hafa inngöogu- miðar selzt einkum í síðara skipti, raun- ar er það ekki furða, því allflestir sem á annaðborð á sjónleiki fara, hafa áður sjeð leik þennan er opt áðar hefir ver- ið leikinn hjer, það má óhætt segja að Sveinn hafi nú, einkum seinna kvöldið, verið leikinn hjer eins vel, að tveimur eða þremur persónum undanskildum og bezt hefir áður verið. Sveinn sjálfur (Páll Magnússon) hefir ef til vill aldrei verið eins vel leikinn hjer, eða Sigurður í Dal (Davíð Sigurðsson). Eins og íyrri geng- ur mönnum betur að leika skrípalætin en það alvarlega og göfuga, og til þess síðara er það einkum sem vandi er að velja leikendur. Goodtemplarar hjeldu þriggja ára af- mæli reglunnar 10. þ. m., og buðu til þess embættismönnum bæjarins, verzlun- arstjórum og nokkrum fleiri. Skemmtu menn sjer frá náttmálum til miðnættis með ræðum og söng, og var söngfjelag bæjarins til staðar. Enginn skortur var á ræðumönuum og fyrir mörgu mynni var þar skörulega.mælt, þó talaði enginn með jafnmíkilli snilld og Guðmundur Hjalta- son, sem var einn af heiðursgestunum- Jakob Björnsson, stúkufulltrúi, bauð heið- ursgestina velkomna, og þakkaði embættis- mönnunum og helztu borgurum bæjarins fyrir alla þá velvild er þeir hefðu sýnt Goodtemplarsreglunni frá því fyrsta að hún var stofnuð hjer. Frb. Steinsson stórstúkuembættimaður skýrði frá út- breiðslu og framförum reglunnar uro und- anfarin 3 ár og sjerstaklega næstliðið ár, en dróg þó enga dul á að eigi hefðu æ- tíð verið heiðskærir sólkinnsdagar fýrir fjelaginu. Siðar var mælt fyrir mynni hvers og eins af heiðursgestunum og að 220 síðustu fyrir raynni nokkurra fyrverandi drykkjumanna, sem nærstaddir voru, og höfðu haft manndóm og þrek til þess al- gjörlega að hætt víð Bacus. þetta var nú allt gott og gleðilegt og efastjegekki um að margui hafi af heilum hug árnað fjelaginu heilla og vilji þvi vel enda raundi þess öll þörf að alúð sje lögð við reglu þessa eigi hún að geta haldist við. það hefir verið sagt í Fróða, ogjeg er alveg á sömu skoðun um regluna að eigi þurfi minni lipurð og iægni ti! að halda hermi við en að stofnað hana í fyrstu, og jegvil bæta við að hana þurfien rneiri, því það er erfiðara að halda fram Hjaðningavígum viðBakkusár eptir ár, en að fylkja mót bonum í fyrstu. J>að þótti rajer vanta að nýtt kvæði væri sungið fyrir minni Beglunnar, áhún þó að minnsta kosti eitt skáld í stúk- unni hjer (Pál Jónsson). •VEDUR í nóvembermánuði.' Hiti. Hæstur hinn 25. -j- 10,10 — Lægstur — 30. 4- 7,06 Meðaltal allan mánuðinn + 0,09 Loptþyngd: Hæst hinn 24. 30,26 Lægst — 3. 28,26 Meðaltal allan mánuðinn 29,39 Áttir: N. 3 d.; NA. 4 d.; SA. 4 d.; S. 10. d.; SY. 6 d.; NY. 3 d. Vindur: Hyassir d. 9. Hæglætisd. 8. Lognd. 13. Urkoma: Snjór 12 d. Kigning 8 d. Úrkomu- lausir dagar 10. Lopt: Heiðríkisd. 1. þykkviðri meira eða minna 29 daga. Sól: Sól 16 dag Sólarlausir dagur 14. Möðruvöllum í Hörgárdal 1. des. 1886. Jön A. Hjnltalín. Veður í desembermánuði: Hiti: Mestur hiti hinn 30. -f 5,55 OeJsius, Minnstur — — 14. + 16,00----- Meðaltal allan mánuðinn 6,90------- Loptþyngd: Hæst hinn 7. 30,52 Ensk. þml. Lægst — 31. 28,46 ---- Meðaltal allan máuuðinn 29,63 ---- Áttir: N. 1 d.; A. 3 d.; S. 17 d.; SV. 5 d.; V. 1. d.; NY. 4. d. Vindur: Hvassir dágar 7; hæglætis dagar 8; logndagar 16. Úrkoma: Snjór 12 daga; regn 2 daga; úrkomu- lausir dagar 17. Lopt: Heiðríkis dagar 5; þykkviðri meira eða minna 26 daga. Möðruvöllum í Hörgárdal 1. janúar 1887. Jón A. Hjaltalín. Auglýsingar. Takið eptir! Yegna undanfarínna óskila á vaxta- greiðslu til sparisjóðsius í Siglufirði til kynnist hjer með skuldunautum nefnds sjóðs, að hjer eptir verður afdráttarlaust framfylgt ákvæðum skuldabrjefanna og skuldiruar innkallaðar án frekari upp- sagnar, hjá þeim, sem ekki borga vext- ina á rjettum tíma. Siglufirði 8. nóvember 1886. Christinn Havsteen. (gjaldkerí). 221 LÍFSÁBYRGÐ. „Leiðarvísir til að nota lifsábyrgðar og framfærslustofnunina frá 1871“, eða leiðbeiningar og töluskrár um það, hvern- ig maður getur fengið ábyrgð á lífi sínu og þannig átt visa fjárupphæð handa erfingjum sínum, eða tryggt skuldunaut- um skilríka borgun á skuldum sínum, 0. s. frv., eða keypt sjer eða vandamönnum sínum lífeyri eða uppeldis tyrk á elliár- unum —- fæst hjá dr. med. J. Jónassen í Beykiavík og öllum hjeraðslæknum landsins, svo og hjá ritstjórunum. — Hji dr. Jónassen og hjeraðslæknunum fást einuig eyðublöð, sem gerð eru handa þeirn er kaupa sjer lífsábyrgð. og þurfa menn hjer á iandi eigi annað en að fylla þau út og senda þau síðan dr. j. Jónas- sen, ásamt hinu fyrsta tryggingargjaldi. Dr. J. Jónassen veitir hverjum sem óskar, allar nauðsynlegar upplýsingar áhrærandi lífsábyrgð. — Hálft íbúðarhús er til sölu á Odd- eyri. Björn prentari Jónsson vísar á seljandann. — Eptirfygljandi lýsing á seldum ó- skilakindum í Keldunesbreppi vil jeg biðja yður, herra ritstjóri, að ljá rúm í blaði yðar: 1. Yeturgamall hrútur, hvítur, mark. blaðstýft framan hægra, hvatt vinstra. 2. Hvít gimbur veturgömul, mark: fjöð- ur aptan hægra, sýlt vinstra. 3. Hvít lambgimbur, mark: sneiðrifað framan hægra, sýlt vinstra. Lóni 10. nóv. 1886. Árni Kristjánsson. — í síðastliðnum júlímánuði bar app á Presthólareka ræfil af hrút með brenni- marki A. þ. Eigandinn er beðinn að gefa sig fram. Presthólum * 1 2 3 * 5,/ir 86. Halldór Bjarnarson. — Seldar óskilakindur í Skriðuhrepp haustið 1886. 1. Hvíthornótt ær, veturgömul, mark: gagufjaðrað hægra, tvístýft apt., fjöð- ur framan vinstra. 2. Hvítur lambhrútur, mark: biti fr., fjöður aptan hægra. 3. Svört lambgimbur, mark: hamarskor- ið hægra, hófbiti aptan vinstra. 4. Hvítur lambhrútur, mark: blaðstýft fr., biti apt. hægra, vaglskorið ofar, fjöður neðar aptan vinstra. 5. Hvít lambgimbur, mark: sýlt. fjöður apt. hægra, blaðstýft apt. vinstra. 6. Hvít lambgimbur, mark: sneitt aptan hægra, stýft og 2 fjaðrir apt. vinstra. 7. Hvít lambgimbur mark: blaðstýft fr. hófur aptan hægra, sneitt fr. vinstra. Hrauni, 10. nóv. 1886. Jónas Jónatansson. — Með þessu blaði fylgir 1 örk af sögunni „Skin eptir skúr“ og telst því sem 2 númer. Útgefandi: Fjelag í Eyjafirði. Ábyrgðarmaður og prentari: Björn Jónsson.

x

Fróði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.