Fróði - 26.05.1887, Page 4
P R Ó Ð I.
i
Norðurljósinu siðan nm nýár, pá er það auðsjeð aðj
liann er ekki i því ástandi, að hann geti skilið skyn-
semi eða röksemdir. Svo verður hverjum að svara
sem við hann á, og „heimskingjanum eptir hans
heimsku“, svo sem Salomon segir, þetta hefir Fróði
gjört við ræfils „Ritstjórann“ og getur hann ekki
kennt sjer um, hve mjög hann kann að ærast af því.
Vjer skulum nú lofa aumingja „Ritstjóranunt" að
g^ma við draugsa sinn, sem hann kallar „ritstjóra
Fróða“, og skulum vjer gjarnan lofa honum að kalla
lmnn svo, þótt vjer þekkjum ekki þessa persónu. En
það mun öllum þykja eðlilegt, að vjer álítum mark-
leysu eina það, er hann segir, hvort sem það er
gott eða illt, svo lengi sem hann er i þessu æðisgengis
ástandi. Enda mun „Fróði“ ekki jafnaðarlega gjöra
lesendur sína leiða á því að lesa svör til hans, þang-
að til að hann er búinn að færa þær sannanir, sem
„Fróða“ þykja nægjanlegar, fyrir því, að liann sje
orðinn heill heilsu og hafi fengið vitið aptur.
F r j e 11 i r.
Akureyri, 27. maí 1887.
Hinn 17. þ. m. kom skonnertan „Rúsa“ hingað,
fermd vörum til tíránufjelagsins. I hríðargarðinum
um sumardaginn fyrsta varð hún að hleypa undan ís
inn á Loðmundarfjörð, og lá þar inni kreppt, þar til
hann í suð-vestan veðrunum, frá 8.—16. þ. m. lónaði
lítið eitt frá, svo hún með naumindum gat slopp-
ið hingað undan ísnum. sem þá var aptur á uppreki
og fyllti jafnskjótt Eyjafjörð; svo engar líkur eru til
að meiri sigling koini hingað hráðlega. Skip voru
kömin á Seyðisfjörð fyrir sumarmál, en um það leyti
er áaistan-póstur lagði af stað, náði ísinn suður fyrir
Sevðisfjörð svo þjettur, að livorki varð komizt út eð-
ur inn, og „Miacca“ skip capt. Watnes varð að liggja
fyrir utan. „Rósa“ sagði ísinn hafa legið austanvert
fyrir öllu Norðurlandi og niður að Skaga.
Með ísnum hefir komið mikið af höfrungi hjer
inn á Eyjafjörð, sem bæði hefir verið skotinn og
eins skutlaður i vökum. Olafur skipstjóri Ólafsson á
Syðri-Bakka, hefir þannig í einni vök skutlað uin 40
og ýmsir fieiri hafa fengið talsvert.
Til margra ára hefir útlit manna á meðal hjer á;
Norðurlandi eigi verið jafn ískyggilegt og nú, bæði
til lands og sjávar. Hákarlsafti hefir með öllu brugð-
izt, sem aldrei fyrr, tvö þilskip hafa strandað og til
eins hefir ekki spurzt með vissu, frá því í hríðar-
garðinum á sumardaginn fyrsta, að það lileypti vest-
ur undir Strandir. Hjer á firðiuum er bæði fiski-
laust og síldarlaust, og hákarlaskipin þau sem eptir
eru, liggja lijer og hvar upp við land, umgirt af is.
í Eyjafjarðar- Skagafjarðar- og Húnvatns-sýslu
eru skepnuhöld afarill, að sögn uokkrn skárri í
þingeyjarsýslu. í öllum þessum sýslum mun fellir á
fje vera orðinn til muna og eigi enn útsjeð um hve-
nær það mun staðar nema.
Frá 17. þ. m. og allc að þessu hefir verið meiri
og minni hríð og froststormar á norð-austan, það litla
sem farið var að slá í jörð, hefir kulnað mikið út og
eigi örgrant um, að fje — sem allvíðast er mjög
magurt — hafi hrokkið upp af hjer og þar.
JMenn nýkomnir úr Skagafirði sögðu, að þar hefði
komið, frá 17. -21. þ. m., svo mikill snjór, að mjög
margt fje hefði fent og á stöku stöðum einnig hestar.
8
J>eir sögðu lítt farandi með hest bæja á milli úti í sveit-
inni. J>essi frjett er samt sem áður of ógreinileg-
til þess að sagt verði til hlýtar um afleiðingarnar af
hretinu í þessu blaði.
Hjer á Akureyri og víða í Evjafjarðarsýslu hafa
margir dáið úr lungnabólgu.
A Norðurlandi hefir nú frá því árið 1882 einlægt
verið meira og minna harðæri og opt talað um harð-
índi, bæði af ís, grasleysi og illurn nytjum af skepn-
um og á hoyi, og þó hafa Norðlendingar, í öll þossi
samfieyttu harðinda ár, aldrei jetið eitt eyrisvirði,
sem hallærislán, úr landsjóði, þrátt fyrir það þótt
Norðurland eitt, megi með rjettu lic.ita Island og
þurfi að bera alla þá óáran sem af isnum stafar, allt
utan frá sjávarströndum og fram á heiðar.
En nú er árið 1887 óliðið til loka, þetta ár í
harðærishlekknum, er enn þá sem komið er, hefir
sýnt mönnum hið versta af öllu vondu, og sýnir þó
fram á enn þá lakara, ef mögulegt er. Norðlend-
ingar eru harðmæltari en allir aðrir landsmenn, og
að öllum líkum einnig harðskeyttari, og eingöngu
sakir hins siðarnefnda, er eigi ómögulegt, að þeir,
án landsjóðs- og allra annarra hjálpar, geti
hrundið af sjer og yfirstigið það glötunar-sainsæri
náttúrukraptanna, er mundi öllum öðrum hafa áknje
kornið. Og að svo megi verða og verði, undir það
er jeg viss um að hver ærlegur Norðlendingur tekur
og mun vilja vinua að af fremsta mætti og fram í
síðustu lög.
— Yerðlag á ýmsum vörum við Gránufjelagsverzl- un á Oddeyri:
Rúgur 100 pd. . . 8,00
Bbygg 100 — . . . 12,00
Baunir 100 — . . . 11,00
Rúgmjöl 100 — með poka 9,25
Hrisgrjón 100 — . 12,50
Kaffl 1 — . 0,85
Kandis 1 — . 0,35
Hvítur sykur í toppum, 1 pd. 0,30
smærri vog 1 pd. 0,32
Hveitibrauð 1 — . .' 0,22
Export kaffi 1 — 0,45
Fernis olia 1 — 0,45—0,50
Zinkhvíta og Blýhvíta 0,45
Munntóbak 1 pd. 2,00
Rjól 1 pd. . . . . . _ 1,50
Hellulitur 1 pd. 0,50
Yfir höfuð er öll vara nenia en hefir verið. kaffi, ódýrari nú
Auglýsing.
J>riðjudag þ. 12. júli næstkomandi, kl. 12 á hádegi,
verður á þinghúsinu hér í bænum haldið opiubert
uppboð til að selja prentsmiðju þá með tilheyrandi,
er Björn sál. Jóusson, ritstjóri „Norðauíara“ brúkaði,
og tilheyrir hlutabiéfafélagi nokkru. Söluskilmálar
auglýsast við uppbuðið.
Bæjarfógetinn á Akureyri 20. april 1687.
S. Tliórarenseii.
Útgejandi: Fjelag í Egjafirtfi.
Ábyrgðarmaður og prentari: B. Jónsson.