Fróði - 07.07.1887, Blaðsíða 2

Fróði - 07.07.1887, Blaðsíða 2
F R Ó Ð I. 19 20 arnir og börnin, þangað til börnin fara að koma til gagns. En pað gjöra pau ekki að fullu, fyr en þau eru komin yfir fermingu. Fyrir pví viljum vjer ekk1 leggja prestgjald á yngri menn enn 15 ára. Eptir síðasta fólkstali mun láta nærri, að nú sje á landi voru 48,000 manns eldri en 15 ára; og yrði pá prestgjaldið, 1 kr. 38 au. á mann. En vjer vilj- um heldur miða gjaldið við landaura, pví að eptir verði peirra fer mikið gjaldpol manna og parfir presta. Vjer stingum uppá, að gjaldið sje 3 álnir á lands- vísu eptir meðalverði allra meðalverða. Með pví að ákveða gjaldið pannig er pað engum skaði að setjast að í sveit, par sem búið hafa tóniir efnamenn, áður en breyting pessi kemst á, par sem fáar tíund- friar jarðir liafa verið og allir haft grasnyt, pví að hin persónuleg gjöld eru nú sjálfsagt mest í peim sveitum. Aptur má gjöra ráð fyrir, að í kaupstöðum og í sjóporpum, par sem efnaðir útvegsbændur búa, sje lítil tíund og fá lambsfóður en fólkstala mikil- Mcð pessu væri unn'ð að fá fast ákveðið gjald, sem væri jafní á öllum, hvar sem hver byggi, sem enginn pyrfti að efast uin, hve hátt væri; pað væri óbreyti- legt fvrir gjaldendur, nema eptir pví sem landaurar hækkaði og lækkaði í verði. Sanngjarut er og að gjaldið breytist eptir pví. Aptur á móti yxi gjaldið eða minkaði fyrir prestinn eptir pví sem sem fólks- fjöldinn ykizt eða minkaði í prestakallinu, en eptir pví má líka búast við, að embættisannir iians fari, og er pví sanngjarnt, að tekjur hans fari nokkuð eptir pví. Nefndinni dylst pað eigi, að pessi fyrirhugaða gjaldbreyting muni sumstaðar gjöra nokkurn mun á tekjupphæð brauða frá pví, sem nú er. Yjer búumst við, að hún rýrni dálítið í sumum sveitabrauðum. Aptur mun hún vaxa talsvert í kaupstaðabrauðuin og peim brauðum, par sem veiðistöður eru. Til að jafna pennan mismun ætti að setja nefnd milli pinga, er safnaði sundurliðuðum skýrslum úr öllum prestaköll- um landsins um tekjugreinir pær, sem stungið er upu á að afnema, og fólkstj lda pann, sem prestgjaldi á af að svara, eptir meðaltali síðustu 5 ára. þessi nefnd ætti að gjöra uppástungur um, hvernig laga skuli mismuninn á tekjum hinna beztu brauða og hinna rýrustu. Vjer leyfum oss að benda til pess, að bezt mundi fara að leggja kirkjujarðir frá einu brauði til annars, pangað til jöfnuður feng- izt eptir pví, sem purfa pætti. Prestgjald einstakra manna mun einnig breytast nokkuð, og pó minna en nmrgir munu ætla. Gjald-1 ið hækkar einkum á kaupstaðarbúum, útvegsbændum og tómthúsmönnum, enda hafa peir haft allt of lág | prestgjöld hingað til í samanburði við grasnytjabænd- j ur. Ómaganmðurinn í öreigatíund hefir purft að gjalda presti nálega eius mikið og hinn hæstlaunaði embættismaður. Að vísu hverfur sá ójöfnuður ekki eins og skyldi. En sá, sem á mörg börn í fátækt parf eptir pessu ekki að gjalda nema hjer um bil 3 krónur, meðan börn hans eru i ómegð, og hann heldur ekki hjii. Nú eru hin lægstu prestgjöld á grasnytjabóndanum nálægt 7 krónum, hversu fátækur sem hann er. Aptur á móti sleppa húsmenn og lausamenn ekki frá öllu gjaldi, eins og verið hefir sumstaðar hingað til; og er pað sanngjarnt, að peir sleppi eigi, pví að peir purfa eius prests við og bóndinn. Til skýringar máli pessu fylg.r hjer með skýrsla yfir gjöld pau, sem nú er stungið upp á að afnema í Möðruvallaklaustursprestakalli eins og pau eru nú og eins og pau yrðu eptir hinni fyrirhuguðu breytingu. Oss finnst pað mjög ósanngjarnt, að eindagi á prestagjöldum skuli, eins og nú er, vera nær pví heilu ári eptir að prestur kemur að brauðinu. Svo er og tíestum gjaldendum hægra að greiða hver gjöld sem eru á haustin heldur en á vorin. Fyrir pví stingum vjer upp á pví, að gjalddaginn sje 1. dag októbermánaðar. Einnig pykir nefndinni pað sanngjarnt, að prest- ur hafi aðganginn með gjöld sín að einhverjum viss- um, par sem margir eru á heimili, og er pá sjálf- sagt, að pað á að vera húsbóndinn. Oss hefir hugkvæmzt, að pörf væri að gjöra pessa breytingu á aukaverkaborgun til presta: Fvrir barnskírn 5 álnir eptir raeðalverði en enga sjerstaka borgun fyrir kirkjuleiðslu. Presturinn parf opt að fara langa leið til barnskírnar og einatt leggja sjer til fylgdarmann. Eigi virðist heldur ástæða til að ívilna frillulífismönnum í pessu efni framyfir kvænta menn*. Fyrir hjónavígslu skal greiða 12 áln- ir, pví að sú 6 álna borgun, sem veifið hefir, má telj- ast minnkunarborgun fyrir pað verk, pegar par í felst og borgun fyrir hjónavígsluræðuna. Minnsta borgun fyrir líksöng og eina ræðu sje 10 álnir. Fermingargjald sje 12 álnir sem verið hefir. Fyrir aukaverk, er snerta sveitarlimi og öreiga, greiðist presti borgun úr sveitarsjóði. Af pví, sem að íraman er ritað, leyfum vjer oss að bera fram eptirfylgjandi uppástungur um breyt- ingu á launum presta: 1. gr. Offur, presttíund; dagsverk og lambsfoður skulu af- numin. 2. gr. Prestgjald skal um land allt vera 3 álnirá landsvísu eptir meðalverði allra meðalverða í hverju lögsagnar- umdæmi fyrir sig af hverjum manni í prestakallinu, sem er 15 ára og ekki er niðursetningur. 3. gr. Eindagi á prestgjaldi er 1. vetrar dagur ár hvert. Fjárnámi má taka prestgjald, ef pað er eigi goldið fyrir jól. 4. gr. ELver húsbóndi skal greiða prestgjaldið fyrir sig og skyldulið sitt; svo skal hann og ábyrgjast greiðslu prestgjaldsins fyrir húsfólk pað, sem heimili hefir hjá honum eða bústað hefir í landareign hans. Kjett er að gjalda prestgjald í peningum, innskript í verzlunarreikninga og í landaurum: verðlagsskrár sem ná meðal alin. 6. gr. Fyrir aukaverk á prestur borgun pá, er nú skal greina: Fyrir barnskírn 5 álnir eptír meðalverði í hverju lögsagnarumdæmi fvrir sig; fyrir hjónavigslu 9 álnir; íyrir líksöng og eina ræðu 10 álnir; fyrir fermingu 12 álnir. Fyrir ai kaverk, er snerta sveit- arlimi og öreiga, greiðist presti borgun úr sveitar- sjóði. Rjett er að borga fyrir aukaverk í sömu aur- um og nefndir eru í 5. gr. *) Og jafnvel heldur eigi órjettlátt, að sá borgi bætur, er aidrei getur að gagni komið og sviptir þaniiig öbeinlínis sóknarprest sinu tekjum.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.