Suðri - 03.02.1883, Blaðsíða 3

Suðri - 03.02.1883, Blaðsíða 3
11 pi'ófað or síðast frettist. Hann liefir ált misjafnri æli að fagna. Ætt á hann eina ina göfugustu á Rússlandi, og varð því ungur «kammerlierra» hjá móður Alexanders III. Rússakoisara; svo kynntist hann níhilistum og fellst á skoðanir þeirra og þoldi þá ckki lengur mátið við hirðina, cn fékk lausn og ferðaðist um Siboríu og Kína, til að afla sér sannrar þekkingar á högum Rússaveldis og Austurlandabúa. Rptir það forðaðist hann um þvera og endi- langa Evrópu til að fullkomna mennt- un sína í allar stefnur. þegar hann þóttist svo búinn til lífsstarfs síns, scm framast or unnt, fór hann heirn til Rússlands og gcrðist þogar forkólf- oi' byltingamanna. Eór haim huldu höfði um Rússland, ncfndist Barodin og bélt frelsis-fyrirlostra fyrir alþýðu manua og verkmönnum. Svo var hann tekinn fastur og dæmdur til æfi- langs fangelsis, en keisarinn broytti þeim dómi af náð sinni í æfilanga Síberíuvist. Hvernig hann komst þaðan, er flestum enn ókunnugt. Eptir það hafðist hann við langa hríð í Ge- nofu á Svisslandi og vann fyrir sér, með því aö kenna stærðafræði og ýms tungumál. En mestum tíma síuum þar varði hann til þoss, að koma föstu skipulagi á byltingamenn í ltússlandi. Frá Svisslandi var hann rekinn af ótta fyrir ltússum. Síðan var hann í Lyon tii þess hann var tekinn fastur; þótti Frakkastjórn hann helzt til hættulegur, enda ljúka allir upp einum munni um það, að hann sé allra manna bezt menntaður, manna mælskastur og ílestum fremur sú list lagin, að telja monn á mál sitt. 1 desembermánuði óx áin Signa, er I’arís stendur við, svo mjög, að ncðri hlutar margra húsa stóðu fullir af vatni; þar á meðal voru verksmiðjur rnargar og varð sökum þess verkhvíld þar langa hríð, en við það urðu um 10 þúsundir vcrkmanna atvinnulausir. Fjölda margir bæjarbúar urðu til þess að skjóta fé saman eptir áskorunum og forgöngum ritstjóra og blaöamanna. Varð það stórfé, er saman kom. Á Egyjptalandi er nú loksins bú- ið að dæma Arabi og félaga hans. Eins og öllum mun kunnugt, var Arabi foringi landa sinna mót Eng- lendingum og Egyptajarli í sumar. Nú var hann dæmdur til dauða fyrir þær sakir, að hann vildi frelsa land sitt frá yfirráðum útlendinga. • Jarl þorði þó eigi annað, en að brcyta dómi þcim í æfilanga útlcgð. (Aðsont). Kalli úr brjefi úr Borgarijarðar- sýslu 12. jan. 1883. I’egar eg í 32. blaði «ísafoldar» f. á. las grein frá iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík, um að halda almenna sýn- ingu á næstkomanda sumri, þá datt mér í hug, að í fyrra vor hafði ein- hver ferðamaður sagt mér, að seinast- liðinn vetur hefðu nokkrir menn á Akranesi tckið sig saman, og haldið uokkurs konar samkomur á hverju sunnudagskveldi í þinghúsi hreppsins í þeim tilgangi, að temja sér að ræða og rita um alþjóðleg mál. þegar eg frétti þetta um samkomuruar, varð eg glað- ur við og hugði, að hér mundi gott af leiða, einkum með félagsskap og sam- tök, og svo gæfist mönnum því betur kostur á, að kynnast betur hverjir öðr- um, en ella væri unnt. Mér dalt jafn- vel í hug, aðáþann hátt kynni mennt- un og menningarfýsi margra mauna að koma í ljós, sem ef til vill annars hefði verið huliu um aldur og æfi. Mér þótti síðar sem hugsun mín hefði farið í rétta stefnu, þegar eg frétti, að frá þossu sama fölagi, sem mun kalla sig œjingafélay, hefði verið rituð á- skorun til sýslunefndarinnar í Borg- arfjarðarsýslu um að stofna gripa- og hlutasijningu í sýslunni. pessi upp- ástunga félagsins féll mér vel í geð, því síðan Norðlendingar héldu sýning- aruar fyrir norðan, lief eg opt óskað, að slíkur félagsskapur til framfara ætti sér stað hjá oss Sunnlendingum. l>ar eð eg nú bar gott traust til margra sýslunefndarmannanna, þótti mér, sem þetta mál væri þegar komið í gotthorf, og sýsluuefndin mundi nú starfa að þessu, enda frétti eg síðar, að mál þetta het'ði verið tekið til umræðu á sýslufundi og rnargir af fundarmönn- um tokið því vel, en hvað ályktað hef- ir verið á þeim fundi, er mér ókunn- ugt, en svo mikið er víst, að ekki helir síðan, nú í nærri því lioilt ár, heyrt stunu eða hósta til sýsluuefudar- innar í þá átt, að undirbúa eða fram- kvæma sýninguna. Rannig var von mín að nokkru leyti farin að dofna. Eu nú þegar iðnaðarmannafélagið rit- ar áskorun til allra landa vorra, að styrkja til almcnnrar sýningar, þá er og ekki alvcg úrkula vonar um, að sýslunefnd vor Borgfirðinga losi svefn- inn, eða sem monn segja rumski, er hún heyrir ina vekjandi rödd í «ísa- fold», og þreifi í svefnrofunum upp á hylluua og finni þar í blaðasafni síuu tvær áskorauir, er báðar munu að þessu lúta, því önnur áskorun sama efnis mun hafa komið fyrir nokkrum árum frá búnaðarfélagi Suðuramtsins. Svo vona eg til, að nefndin þurki stýr- urnar úr augum sér, dusti rykið af blöðunum, lesi þau og taki þau lil greina, hvetji síðan almenning til þessa nytsama fyrirtækis og skoði ekki lengi huga sinn um, að styrkja þetta fyrir- tæki iðnaðarmanna í Reykjavík, of annaðhvort þætti óhagkvæmara eða ofvaxið sýslubúum, að halda sýning- una í Borgarfjarðarsýslu. Segi eg þetta vegna þess, að allstaðar eru sýningar viðurkenndar sem framfaravogur, bæði í verklegu og vísindalogu tilliti, og ættu því sera fiestir íslendingar að gefa þessu gaum eptir efnum og ásigkomu- lagi. 1 ii n 1 e n d a r f r é 11 i r. I. Að norðan og austan. Norðanpóstur kom hér 29. þ. m. Með honum og útróðrarmönnum að norðau fengum vér bréf þau og fréttir, er nú skal greina: Ur Húnavatnssýslu, bréf dags. 10. janúar: í vetur hefir heilsufar manna verið gott og veðrátta mjög hagstæð, þó hret kæmi um jólin, enda kemur það sér vel, því heyforði manna er bæði .lítiil og stórskemmdur og ásetn- ing hjá allllestum mjög á vogun; hef- ur samt fénaði verið fækkað mjög, einkum lömbum; er það mjög víða, að engin lömb eru sett á, en örfá, þar sem þau eru. Svíndælingar eru hér langbezt staddir, bæði hafa þeir ilest fé og eru hey byrgastir. Af því tíðin hefur verið svo góð, er mjög lítið gengið upp af heyjum og má heita, að byrjað væri að gefa fullorðnu fé um jól. Fiskialli var óvenjulega mikill við Húnafióa í haust. Allmikið kom hing- að til sýslunnar af gjalakorni. A Skagaströnd komu 650 tunnur frá Danmörku, ou á Borðeyri 800 tunnur frá Englaudi, og var sýslunefndinni falið á hendur, að skipta gjöfum þess- um milli hreppanna. En þrátt fyrir góðu tíðina og korngjafirnar, er það mjög tvísýnt, livort menu geta haldið þessum fáu skepnum, ef hart verður seiuui hluta vetrar. Bréf úr Vatnsdal 14. janúar: Lm jólin kom harður kaíli, en síðau um þrettánda hefir verið bezta tíð, þýða og stillur á hverjum degi, og lítur út fyrir að brátt verði öríst. — Séra Jón Kristjánsson á Breiðabólsstað hefir sagt af sér. — Sýslunofndin í Húna- vatnssýslu hefir keypt timburhús á Ytri-Ey fyrir kvennaskólahÚ3. í kaup- inu eru 2 pakkhús, tún sem fóðrar 1 kú og skipsuppsátur. Ur Skagafjarðarsýslu, bréf dags. 9. janúar: Allt fram að jólum var hér tíðin góð og gekk því lítið upp af heyjum. En á aðfangadag jóla breytt- ist veður algerlega, og á annan í jól- um var 12 stiga frost á Reaumur. Á gamlaársdag gerði blota og varð þá næstum jarðlaust. Fénaði var hér í sýslu almennt fækkað mjög í haust og þó var ásetning bænda í djarfasta lagi, svo allt útlit er fyrir, að afkoman verði in versta, ef vorhart verður. Hey manna eru venju fremur illa verkuð og víða lítt nýt til fóðurs. Fiskiafii var hér góður í haust, hæstir hlutir 1000—1200. Ur Eýjafjarðarsýslu, bréf dags. 7. janúar: Haustið mjög gott og tíð fram að jólaföstu; breyttist þá nokkuð tíð, snjóaði töluvert og gerði áfreða mikla, svo að jarðskarpt varð. Heilsu- far manna hvergi nærri gott, hefir

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.