Suðri - 03.03.1883, Blaðsíða 1

Suðri - 03.03.1883, Blaðsíða 1
Af Suðra kemur 1 blað út annanhvern laugard. Upp- sögn með 3. mán. fyrirvara. Árgangurinn 24 blöð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágústlok. 1. árg. 5. blað. Útgefendur: Einar þórðarson. Ivr. 0. þorgrímsson. B. marz. 1883. ^lmenn sýning fyrir allt land í Reykjavík, sumarið 1883. Iðnaðarmannafjelagið í Reykjavík 3fur eins og kunnugt er, sent boðs- réf um allt land og skorað á raenn, 5 efla til almennrar sýningar fyrir llt landið í Reykjavík nú í sumar. orðlendingar hafa orðið fyrstir til úss að byrja sýningar hér á landi, D allt til þessa hafa þær einungis erið sýslusýningar, sem haldnar hafa erið, og þessi í Reykjavík að sumri erður in fyrsta álmenn sýning hér landi. Menn getur greint á um, ivort iðnaðarmannafélaginu í Reykja- 'ík hafi tekist heppilega eða ekki, með »að að velja þetta ár til sýningarinnar, >ar sem árferði hefur verið ið versta n síðustu árin. Auðvitað er það, að mjög er eðlilegt, að áhuginn á inu ilmenna verði veikur og einhvern veg- nn ístöðulítill hjá bændum vorum, segar heimilishagir standa svo hjá nörgum þeirra, að þeir vita svo að segja ekki hvað hafa skal til næsta máls. En að hinu leytinu hlýtur það að vera öllum skiljanlegt, að því meira sem menn láta bugast, því minni er viðreisnar-vonin, því meira sem menn sökkva sér niður í eymd sína, því þyngra verður heljarbjarg neyðar- arinnar að bera. Öllum hlýtur að vera ljóst, að sé nokkur vegur til við- reisnar, þá er það sá, að allir leggist á eitt, að reyna til að buga harðærið og fárið, í stað þess að láta það buga sig að fullu. Með fáum orðum sagt er það eina ráðið, að líta í kringum sig og leita allra bragða til þess að efla allar framfarir, bæta alla at- viunuvegi, þar sem hver maður verð- ur að játa, að öilu þessu er stórkost- lega áhótavant hjá oss; það er at- hugaleysi voru, hálfvolgum áhuga og fastheldni við forna ósiðu að kenna, að ið illa árferði hefur bugað oss svo, að nú má segja, að rnikill hluti lands sje í fári, ef nokkur vetur verður. Og þó að veturinn verði inn bezti, er ó- hætt að fullyrða, að framtíð þessa lands er í veði, ef menn ekki í tíma gjalda varhuga við illu árunum og reyna á allan hátt að hagnýta sjer betur allt sem notað hefur verið, bæta allt sem bæta má, og leita þess vand- lega, hvort engir nýir vegir séu til þess að hefja veg og velgengni landsins. þ>að er gamall íslenzkur málsháttur, að ,,neyðin kennir naktri konu að spinna“ Svo má nú að orði kveða,’ sem ísland sé „nakin kona“ og neyðin œtti að kenna henni „að spinna“. fannig getnm vér engan veginn á- litið, að ið komandi sumar sé illa valið til almennrar sýningar. Vér teljum það heppilegt fyrirtæki, því við- urkennt er það hjá öllum menntuðnm þjóðum, að almenn sýning sé in bezta til þess að bæta og laga allan iðnað, en það er kunnugra en frá verði sagt, hve mjög honum er ábótavant hjá oss. Iðnaðarmannafjelagið hefur kosið 5 menn í nefnd til þess að taka móti gripura og munum, er til sýningar- innar koma, og einkum er ætlazt til að verði smíðisgripir allskonar, tó- skapur, hannyrðir, verkfæri, veiðarfæri og jafnvel matvælategundir, að svo miklu leyti, sem þær eru lagaðar til að kora fram á sýningu. Eins og áð- ur er sagt, hefur iðnarmannafélagið sent boðsbréf sitt út um allt land, og þegar fengið svör og loforð frá mörgum um sendingar og muni til sýningarinnar. Nefnd sú, er íélagið hefur kosið, er einungis undirbúnings- nefnd, því svo er til ætlazt, að þingið að sumii taki aö sér alla yfirumsjón sýningarinuar, skipi stjórn hennar og nefni menn í dóma til að dæma ina sendu muni, hvort þeir eru verðlauna verðir eða ekki. Verðlaun þau, er ætlazt er til að gjörendur hlutanna, er þess eru verðir, hljóti, eru eitt af þrennu: heiðurspeningur úr silfri> heiðurspeningur úr málmblendingi (bronce) eða þá prentað heiðursskjal. Munir þeir og hlutir, er sendir verða til sýningarinnar, mega eigi koma hingað seinua en í júnímánuði, því töluverðan. tíma þarf til að raða öllu niður og búa um allt sem bezt, áður en sýningin byrjar, sem ætlazt er til að verði í júlímánuði. Nefndin gerir ráð fyrir, að þeir er muni eða gripi sendi til sýningarinnar, borgi sjálfir flutningseyrinn til Reykjavíkur, en sýningin kosti sjálf þá hluti endur- senda, er eigi seljast. Til þess að slík sýning verði alinenn að öðru en nafninu, er það nauðsynlegt, að öll alþýða manna styrki hana með því að senda þangað allt það, er ætla má, að vert sé þess, að koma fram á almennri sýningu; hvað það snertir skulum vér leyfa oss að benda á boðs- brjef nefndarinnar, sem nú er komið um allt land, svo allir hafa færi á, að kynna sér það; í því er tekið fram, hvað ætlazt er til, að sent verði. Gerum nú ráð fyrir, að allt gangi 17 vel, munir og gripir verði almennt sendir til sýningarinnar og hún fari ið bezta fram, hver ráð eru til þess, að sýningin geti orðið öllu landinu og hverju einstöku héraði að sönnum notum? J>að er ekki hugsandi til þess, að öll héröð nái jafnt til þess að vera við sýninguna; þar standa nærsveitirn- ar bezt að vígi, eins og eðlilegt er. En ráð eru til þess, að fjærsýslurnar geti allt um það haft fullkomið gagn af sýningunni. Vér höfum hugsað oss, að sýslunefndirnar gefi þingmanni eða þingmönnum sýslunnar umboð til að verja svo eða svo miklu fé af sýslu- sjóði, til þess að kaupa þá muni á sýningunni, er ætla má að sýslunni megi að mestu gagni verða til að bæta iðnað sinn í einhverri eða einhverjum greinum. Geta svo munirnir legið til sýnis nokkurn tíma á bverjum kirkju- stað í allri sýslunni, svo allir sýslu- búar hafi færi á að kynna sér þá. Vér teljum, að það sé iðnaðarmanna- félaginu í Reykjavík til mikils sóma, að það hefur ráðizt í það stórræði, að | efla til almennrar sýningar; því stórræði er það, hvort sem litið er til árferðisins in síðustu árin eða yfir höfuð til þess, hvernig hagar til hjá oss. En hitt. teljum vér engan minni sóma, sem alþýða manna hlýtur, ef hún styrkir þetta fyrirtæki svo, sem framast er unnt með sendingum til sýniugarinnar, og tekur þau ráð sem bezt eru, til þess að nota svo sýninguna, að gagnið af henni verði mikið og almennt. „lö íslenzka fiskifjelag“. Eggert kaupmaður Gunnarsson, sem alkunnur er um allt 'and, hefir nú fengið allmarga í fylgi með sér, til þess að stofna íslenzkt fiskifélag, þann- ig að menn leggi fé saman til þilskipa- kaupa og eigendur skipanna gangi í félag um að ábyrgjast skipin innbyrð- is. fessir menn hafa nú samið og samþykktj «lög ins íslenzka fiskifélags», «lög fyrir íslenzkt ábyrgðarfélag fyrir skip», «form fyrir skuldbindingum skipseigenda», «form fyrir skuldbind- ingum skipstjóra», «form fyrir skuld- bindingum háseta» og «form fyrir er- indisbréfi handa virðingarmönnum skipanna». Svo er ákveðið, að stofn- j sjóður félagsins sé falinn í hlutabréf- I um, en hvert hlutabréf félagsins sé að upphæð 100 kr. Aðalfun dur félagsins verður haldinn á ári hverju í Reykjavík

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.