Suðri - 03.03.1883, Blaðsíða 4

Suðri - 03.03.1883, Blaðsíða 4
20 smán keisarans, keLarastóllinn valt um koll af sjálfu sér, og þjóðveldi var skip- að á Frakklandi. Allur falsljómi keis- arastjórnarinnar slokknaði á einni nóttu; slíkur feigðargustur stóð af körmung- unum og svívirðingunni við Seðan. Nokkuririnir helztu þingskörungar tók- ust á hendur hráóabirgðastjórn trl land- varna. £>ar var Gambetta fremstur og framkværndarmestur allra. f>jóverja her ruddist um mikinn hlut Frakklauds, rænti og ruplaði, sem í styrjöldum er títt, setti heikví um eina borg eptir aðra, þar á meðal París, og höfðu slík fádæmi eigi dunið yfir landið í margar aldir. Frakkar fengu eigi rönd við reist, því heriun var tekiun höndum og dottinn úr sögunni með keisaranum og eigi voru aðrir eptir til landvarna en menn, er eigi kunnu vopnahurð og lítt voru búnir að vistum og klæðum. Felmtri og skelfingu sló yfir landslýð allan og landvarnarstjórarnir á Frakk- landi sunnanverðu fengu við ekkert ráðið. Ein borgin stóö gegn annari eitt hérað gegn öðru; sumir vildu fyr láta lífið en vægja fyrir fjandmanna- hernum, en aðrir vildu þegar leggja vopnin niður og hætta allri vörn. Eigi var annað sýnna, en að allt Frakkland mundi liðast sundur í ótal smáríki. J>á kom Gambetta með loptfari frá París suðue þangað. Skipti þá skjótt um. Hönn kippti öllu í lag á skömmum tima. Mátti svo að orði kveða, að hann ynni bæði dag og nótt, og svo var afrek hans mikið. að öllum þótti hann eigi einhama. Svo var málsnilld hans frábær, að allir kváðust hans ráð- um hlýta vilja; svo var kjarkur hans óbifanlegur, að öllum óx þrek og dug- ur við. Allir risu upp til landvarnar. Ein hersveitin eptir aðra óð-móti í>jóð- verjum, svo hundrað þúsundum skipti. t>ótti fjandmönnunum fádæmum sæta, hve drottinlaus þjóð varðist frækilega. Mátti stundum nær því ei í miiii sjá, hver bera mundi hærri hlut, f>jóðverj- ar eða Frakkar. En svo lauk, að mönn- um leiddist ófriðurinn; varð Gambetta þá að leggja niður völdin og friður var saminn við {>jóðverja ; Gambetta greiddi atkvæði móti því. En tvennt hafði hann afrekað í ófriðinum, frelsað heild FrakMands og heiður þess. þaðan af til dauðadags var hann ástsælastur allra manna á Frakklandi. — — — Pegar Mac Mahon hafð þjóðveldis- forstöðu á hendi, var mjórra muna vant, að einveldi kæmist aptur á á Frakk- landi. Kona Mac Mahons var rík í skapi, skörungur mikili og holl mjög klerkum og kennimönnum, því hún var trúkona mikil; mjög hafði hún ráð fyrir þeim hjónum. Klerkar og ein- valdssinnar bundu ráð sín saman og fyrir fortölur konu sinnar lét Mac Mahon hneigjast til við þá, tók ráða- neyti úr þeirra flokki, rauf fulltrúa- deildina og lét efna til nýrra kosninga. En Gambetta lá eigi á liði sínu. Hann fór um land allt og hét á menn að duga nú og láta eigi þjóðvaldsstjórn- ina gangá sér úr greipum; minntihann menn á allar þær rauuir og allt það fár, sera einvaldsstjórn hefði leitt yflr Frakkland, og bað menn eigi gleyma meinsæri Napóleons III., glapræðinu í atförinni við þjóðverja og hrakförinni og smáninni viðSedan. Svofórað þjóðvalds- sinnar unnu mikinn sigur við kosn- ingarnar og áttu menn það mest og bezt Gambetta að þakka. J>á frels- aði hann þjöðvaldsstjórn á Frakk- landi, sem hann áður manna bezt hafði komið fótum undir. f>aðan af til dauðadags var hann talinn bæði sverð og skjöldur þjóðveldisins, fremst- ur allra landa sinna, bæði að vitsmun- um og skörungskap.-------------- Skammt fyrir utan París stendur skemmtihöll ein, er skáldið Balzac átti. |>á höll eignaðist Gambetta fyrir nokkur- um árum og var vanur að leita sér þar hvíldar eptir þingstörf og aðrar annir íyrir þjóðveldið. Höllin er lítil, her- bergin smá og húsbúnaður allur frem- ur fátæklegur, því að Gambetta var enginn auðmaður. I>ar lá Gambetta banaleguna. Mjög liggur hulda yfir því, á hvern hátt Gambelta fékk sár það í höndina, er leiddi hann til bana. En sennilegust er sú saga, er nú skal greina: Með Gambetta og ekkju einni, er Léonie Léon hét, voru kærleikar miklir; hún var kona fríð sýnum og unni Gambetta af alhug. fau gátu son, sem nú er sagður kominn á 18. árið og talinn mesti efnispiltur. Léonie vildi mjög giptast Gambetta, einkum vegna sonar sins, en Gambetta þótti eigi hentugur tími til þess nú, þar sem hann vissi, að óvinir sínir og og öfundarmenn mundu leggja allt út á verra veg fyrir sér. En þessi dráttur á giptingunni fékk Léonie svo mikils hugarangurs, að hún greip skarambyssu, er þau Gambetta hittust eitt sinn, og vildi veita sér bana. Gambetta greip um handlegg henni til að bægja skotinu frá henni, en við það reið skotið af og kom í hönd Gambetta. Gambetta varð að leggjast í rekkju og af legunni og sárinu í hendinui risu sjúkdómar þeir, er leiddu hann til bana. Léonie stundaði hann í banalegunni með ástríki miklu og stakri nákvæmni og vakti yfir honum svo að segja dag og nótt. Og þegar hann var dáinn, varð hún nær örvita af sorg. --------- (Niðurl. í næsta blaði) Óveitt prestaköll. Stóruvellir í líangárvalla-prófasts- dæmi (Stóruvalla- Skarðs- og Klofa- sóknir). Veitist frá fardögum 1883. Uppbót úr landssjóði 300 kr. Metið auk uppbótarinnar 710 kr. 47 a. Aug- lýst 16. jan. 1883. Laufás í Suður-pingeyjar-prófasts- dæmi (Laufás- og Svalbarðssóknir). Prestsekkja er í brauðinu, sem nýtur llio af föstum tekjum þess. Svo skal og samkvæmt lögum 27. febr. 1880 greiða 400 kr. árlega í landssjóð af þessu brauði, og sá, er það ;fær, að öðru leyti sætta sig við breytingar þær, sem á því kunna að verða gorðar. Brauðið er metið 1382 kr. 70 a. Aug- lýst 29. jan. 1883. Bx*éí íéá Siiéra. Grein sú af Vatnsleysuströnd, sem send hefir verið "Suðran og «sjdnar- vottur» stendur undir, getur eigi tek- izt í blaðið, nema höfundurinn sctji skírnarnafn sitt undir hana, því rit- stjórinn sér sér ekki fært að bera á- byrgð á sögum, sem honum eru al- veg ókunnar, en sjálfsagt er að mál rísi af. Allar greinir og bréf sem send eru til birtingar í blaðinu eiga að sendast ritstjóranum en eigi útgefendunum. A.mg-lýsiiigai'*. Til leigu fást 2 herbergi frá 14. maí þ. á., með útidyrum fyrir sig og not af eldhúsi, ef þarf. Ritstjórinn vísar á herbergin. Bardéleben: Chirurgie und Operati- onslehre 1—4., í gylltu velsku bandi og Ulile und Wagner: Allgemeine Pat- hologie í gylltu velsku bandi, fást til kaups. Ritstjórinn visar á seljanda. Ný komin á prent er snotur ridd- arasaga af Sigurði þögula, hún er vel út gefin eptir gömlu handriti. Málið á sögunni er fallegt, og sumstaðar lið- ugt sagt frá. Sagan fæst hjá prentara Einari pórðarsyni, hún kostar 1 kr. 12 a. Henni hefur verið vel tekið þar sem [hún hefur komið. pegar ferðir falla verður hún send til bókasölu- mannanna. Reykjavík 28. febr. 1883. Einar pórðarson. Iljá Einari þórðarsyni prentara fæst skrifpappír og skrifbækur með óvanalegu lágu verði, þykkar, strykaðar, vel innbundnar á 1 kr.; bækur í kvartbroti 14 aura; bækur í átta blaða broti 10 aura og í litlum kvart 5 aura; stórir papplrspakkar strylcaðir undir bréf og reikninga 50 aura; þetta alt á góðum pappír. Kassar með allskonar skriffærum í og pappír og reikningsspjöldum og pennum á 1 kr. 12 aura; þeir hafa gengið vel út og þykja hvervetna góðir. Hér að auki fást fleiri sortir af pappír. þeir, sem vilja panta skrifbækur hjá Einari, fá þær með þessu góða verði. Húspostilla Helga biskups Thordersens. Hér með tilkynnist, að það afar- væga verð, sem ég í boðsbréfinu heti sett á postillu þessa, gildir að eins til maí-loka, þannig að þeir einir, sem ég verð búinn að fá boðsbréf frá innan þess thna, fá hana með áskriftar-verði. Eptir þann tíma hækkar verð hennar. Keykjavík, 13. febr. 1883. Kr. Ó. porgrímsson. Nú með sjómönnum að vestan hef jeg fengið dálítið af ágœtu kofna- fiðri. Flýtið ykkur að kaupa það. Kr. Ó. porgrímsson.______ Næsta blað laugardag . 17. rnarz Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Reykjavik. Prentari; einar þÓRÐABSON.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.