Suðri - 05.05.1883, Blaðsíða 3
35
ell ; kom þeim saman um, að honnm
skyldi vel tekið, en ekki skyldi honum
tjá að letja stórræðanna og engar
friðarræður skyldi honum haldast uppi
að fara með fyrir vestan hafið. Einn
fundarmanna sagði, að það sem gæti
orðiðírum að nokkru liði væri þrennt:
dýnamít, dýnamít og dýnamít. Að
þeirri ræðu var gerður bezti rómur og
máafslíku marka hugarfar íra vestra.
Eptir sprengitilraunirnar var lög-
gæzluliðinu fjölgað um 1000 lögreglu-
þjóna í Lundúnum og til að vaka yfir
lífi ráðherranna eru löggæzlumenn látnir
fylgja þeim hverter þeir fara, þó eigi
sé nema í veizlur til vina þeirra. Lög-
reglustjórnin í Lundúnum hét 18000
króna verðlaunum þeim, er skýra vildi
frá hverjir valdir væru aðsprengitilraun-
unum. En enginn varð þó til að vinna
til fjárins. En fjöldi manna var tek-
inn höndum um allt England og ír-
land og margar smáverksmiðjur fund-
ust, er byltingamenn höfðu einungis til
þess að búa til sprengiefni í. Meðal
annara var einn slíkur verksmiðjustjóri
tekinn höndum, er Whitehead heitir;
hann er ungur að aldri, fríður sýnum
og barnalegur í sjón, en það þykjast
menn vita með vissu, að þar sé einn
höfuðpaurinn fundinn, er hann er. Hann
bjó hjá ekkju einni; hún vissi ekki
annað, en hann væri olíusali, og þótti
fjarska vænt um inn unga, reglusama
mann, er ætíð kom snemma heim á
kvöldin og sótti helgar tíðir hvern
sunnudag og var optast að raula sálm-
vers fyrir mnnni sér. Hjá honum fund-
ust slík firn af sprengiefni, að öllum
þótti undrum sæta, hve miklu hann hefði
safnað saman. f>egar hann var tekinn,
gleymdi hann sálmunum sínum en raul-
aði írska byltingavísu fyrir munni sér,
og var efnið það, að «heldur kysu allir
írar að láta lífið, en fá eigi komið ensku
stjórninni í hel».
Á fundi í neðri málstofunni var
það ráðið 3. apríl að setja nefnd manna
úr báðum málstofum til að hugleiða,
hvort skurð skuli grafa undir sundið
milli Frakklands og Englands.
Bússland. þ>ar er nú inn mesti
viðbúnaður til krýningar keisarans um
lok þessa mánaðar. Rúmar 50 þús-
undir hermanna eiga að vera í Mos-
kófu til að vernda keisarann og gesti
hans; inn mesti sægur hertoga, prinsa
cg fursta og svo konungar nokkurir
ætla að vera þar við staddir er inn
ríkasti drottinn heimsins kórónast. Fyr-
ir skömmu voru kórónur ög aðrir kjör-
gripir, er hafa skal við krýninguna,
fluttir á mörgum vögnum frá Péturs-
borg til Moskófu. Fylgdi mikill flokk-
ur liðsmanna gripunum, því að vel
skyldi gæta, að eigi fengju byltinga-
menn fest hönd á slíkum hlutum. |>eg-
ar komið var til Moskófu, stóð inn
mesti manngrúi við járnbrautarhýsið
til að fagna inum helgu dómum; tók
allur sægurinn með mestu lotningu of-
an fyrir gripunum og þótti alvalds-
sinnum (absólútistum) sem eigi sæist
byltingasnið á Moskófumönnum.
Enn hefir komizt upp um nýja fjár-
pretti þar í landi. Perfiljev hefir mað-
ur heitið, er var skrifstofustjóri í inn-
anríkisstjórninni. fegar vinur hans
Makoff fyrir nokkurum árum sat að inn-
anríkisstjórninni, stal hann af fé því,
er hann hafði undir böndum, svo tug-
um þúsunda skipti. Makoff sá í gegn-
um fingur með gróðahug vinar síns,
en í marzmánuði komstallt upp; Tol-
stoi, er nú er ráðherra innanríkismál-
anna, skipaði honum að borga ið stolna
aptur og fara frá embætli sínu og skyldi
hann sleppa við það. En Perfiljev vildi
fá að halda embættinu líka og reit
keisara bónarbréf, sagði honum frá
málvöxtum og bað hann líknar og misk-
unar. Keisari brást svo reiður við slíkri
óskammfeilni, að hann reit á bónar-
bréfið: «þ>etta mál skal fara með sem
sakamáL og sendi það Tolstoi til frek-
ari ráðstöfunar. þ>egar Perfiljev frétti
þetta, skaut hann sig og slíkt ið sama
gerði gerði vinur hans og samvitandi
Makoff.
Við skóla einn í Varsjá, höfuðborg
Póllands, hafa nemendur gert óspektir
ýmsar, af byltingahug, að því er talið
er. Fyrirlestrum hefur verið hætt og
um 130 nemendur reknir burtu fyrir
fullt og allt.
Héraðið Novgoroð sendi nýlega
nefnd manna til Pétursborgar á fund
keisarans; var tilgangur ferðarinnar sá
að biðja keisarann leyfis að mega snúa
sér beinlínis til hans, en þurfa eigi að
láta öll mál ganga gegnum inn
mikla sæg af embættismönnum, er
stæðu milli hans og fólksins. peir
fengu Tolstoi bónarbréf í hendur þessa
efnis og báðu hann færa keisaranum,
en hann skoraðist undan og sagði, að
þeim væri bezt að fara heim aptur og
réð þeim sérstaklega til að fara með
járnbrautinni kl. 11 daginn eptir. En
þeir sögðust ekkert hirða um ráð hans
og hvergi fara fyr en þeir liefðu talað
við keisarann. En um kvöldið kom
embættismaður í löggæsluliði Péturs-
borgar til þeirra og spurði þá hve nær
þeir ætluðu að fara. J>eir sögðust
ekki hafa neinn hraða á og ekki færu
þeir fyr en þeir hefðu fundið keisarann
sinn. Komumaður sagði þeim, að ef
þeir ekki væru farnir kl. 11 daginn
eptir, mættu þeir búast við langri dvöl
heimanað og það á kostnað ríkisfang-
elsanna. Nú fóru þeir að skilja við
hvað átt var, og þótti sinn kostur bezt-
ur sá, að hraða sér heim og sleppa því
að finna keisarann.
Nýtt byltingamannamál er nú fyrir
dómi; eru byltingamenn 17, bæði karl-
ar og konur, er fyrir sök eru hafðir;
enginn efi leikur á því, að þau muni
öll dæmd til dauða, en haldið er, að
keisarinn muni miskuna þeim sökum
krýningar sinnar og breyta dauðarefs-
inni í Síberíuvist.
Nýlega hafa byltingamenn látið
ávarp út ganga; það er prentað með
rauðu letri og segjast nú byltingamenn
hafa lokið öllum sínum viðbúnaði við
krýningunni og sé ins bezta að vænta
af honum. Öllum þeim, er unna h'fi
sínu og limum ráða þeir frá að koma
nálægt keisaranum meðan á krýningar-
hátíðunum stendur. Ávarpið endar
svo «Enn einu sinni viljum vér berj-
ast fyrir frelsi Kússlands og kveðjum
vér alla Rússa til þess að hjálpa oss
að leysa land allt úr þeim læðing
spillingar og kúgunar, er það stynur
í».
Unqverjáland. Þaðan er nú
einnig að frétta víg og banatilræði.
Inn 29. marzmán. fannst Mailath af
Székhely, forseti í efri málstofu Ung-
verja og forseti í hæstarétti myrtur í
rúmi sinu ; var hann kyrktur og bund-
inn á höndum og fótum er menn
komu að um morguninn. Héldu
menn í fyrstu, að hann hefði verið
myrtur til fjár, en er menn sáu, að
litlu sem engu hafði verið stolið' úr
herbergi hans var þess getið til að
hann hefði verið veginn í hefndarskyni
eða að ráðum byltingamanna. Lög-
gæzluliðið gerði allt, som unnt var,
til að komast fyrir, hverjir vegendurnir
væru; líkur þóttu til þess, að þjónar
Mailaths liefði vegið hann til hefnda
fyrir strangleik hans, en eigi var það
fullsannað, er síðast fréttist. í Pres-
burg var og hershöfðingja einum sýnt
banatilræði; sprengikúlu var tleygt að
honum, er hann var á gangi; kúlan
hitti hann ekki, svo hershöfðinginn
slapp óskemmdur.
Spánn. tJar hefur óaldarfiokkur
einn gert vart við sig, er nefnist
«höndin svarta». Sá flokkur stendurí
engu sambandi við byltingamenn álf-
unnar. Svo stendur á, að jarðeigendur
í nokkurum héröðum á Suður-Spáni
hafa mjög kúgað fútæklinga, svo að
þeir þóttust eigi geta unnið fyrir sér
og sínum á sama hátt og hingað til
og gripu svo til ræningjaiðnarinnar.
Spánverjar og ítalir eru og skjótir til
gripdeildanna, enda þykir enn mörgum
■alþýðumönnum þar, sem eigi sé frjáls-
legri og enda veglegri staða til, en
ræningjastarfið. Öll líkindi eru til, að
stjórnin grípi hér í taumana og kippi
því í lag, er mest er ábótavant í land-
búnaðarskipuninni í þessum héröðum.
í byrjun aprílmánaðar sprakk
sprengikúla í skemmtigarðinum hjá
höll konungs en varð þó engum að
tjóni.
þ>ing Spánverja hefur gert það
nýmæli að lögum, að nýir þingmenn
þurfi eigi að sverja þingmannseið,
heldur lofa þvi «fyrir guði« eða «við
drengskap sinn», er þeir áður áttu
að vinna eið að.
Italía. Konungi var sýnt fcanatil