Suðri - 19.05.1883, Blaðsíða 2

Suðri - 19.05.1883, Blaðsíða 2
37 það hélber ósannindi. Eg skil ekki hvernig nokkur maður með heilbrigðri skynsemi og ögn af sannleiksá3t — ekki þarf nú meira — getur látið sér slíkt um munn fara,ef hann á annað borð hef- ir lesið grein mína, því ekki eitt einasta orð til yfirstjórnenda skölans er í grein minni svo, að það sé að neinu leyti niðrandi fyrir hlutaðeigendur, og hitt atriðið, nl. um kennarana, fellur alveg af sjálfu sér, þar sem eg get sumra kennaranna einmitt til þess gagnstæða. Að grein mín hafi vakið almennt hneyksli er að vissu leyti alveg rétt, að því, er efni hennar snertir, því að það er ein- mitt þessi makalausa umsjónarmennska, sem gerir það, en um hana er eg ein- mitt að tala. Eg er líka viss um, að sumir hafa hneykslast á því, að við henni skyldi hafa verið hreift, en eg verð að hafa mig afsakaðan, þ<5 eg eigi taki það til greina. Fréttaritarinn segir og, að greinin hafi við engin rök að styðj- ast. J>etta er eptirtektaverð ósvífni, þar sem eg tilfæri dæmi upp á hvað eina svo að segja, er eg tala um. þ>að sannar ekkert, þar sem hann segir að greinin sé í »mjög dsæmilegum «t<5n»», því órökstuddum sleggjudómum getur maður slengt svona á allt. Eg hefði annars gjört dálitla at- hugasemd við þetta hér í blöðunum, ef að eg hefði eigi viljað sneiða hjá því, að farið væri að gera skólann hér að rifrildisefni fyrst um sinn, því að slíkt er íslendingum til háborinnar háðung- ar, að vera að rífast framan í öðrum þjóð- um út af því, sem þeir ættu sjálfir að geta bætt úr heima hjá sér. það þætti líka myndarlegt, eða hitt þó heldur, þeg- ar menn vissu það, að sá eini lærði skóli, sem væri á íslandi, gæti ekki þrifizt fyrir klanfaskan tslendinga sjálfra. En það er ekki svo að skilja, að eg ætli að hlífast við því, að um skólann sé talað hér í blöðunum, ef eg sé, að hann verður að engu leyti umbættur von bráðara, og eg fyrir mitt Ieyti skal ekki telja það eptir mér, að sýna hann alveg eins og eg þekki hann, en hitt þykir mér þó réttara, að menn reyni að lagfæra fyrst heima hjá sér það, sem hægt er, áður en menn leita lækn- ingar hjá Dönum eða . öðrum þjóðum, og biðji þær um, að fara að sleikja kaunin. Kaupmannahöfn 14. d. aprílm. 1883. Jón porJcelsson. Innlendar fréttir. Eangárva llasýslu, 20. apríl 1883: Engir nýdánir, nema bændaöldungurinn Guðmundur Brynjólfsson á Keldum ; hann dó af ellilasleika á níræðis aldri 12. þ. m. Nú er veturinn liðinn, og má telja hann með betri vetrum, inn- dælistíð til þorra, og svo aptur ein- munatið frá því viku af góu til páska, en á páskadaginn rauk hann upp, og gerði rúmrar viku kast, hart og strangt, með 10—12 stiga frosti á lteaumur og snjókomu mikilli; síðan hefur optast verið landsynningur oghafátt. Fénaðar- höld eru almennt í betra lagi, hvergi eru nefnd heyþrot. Hart er manna á milli, og hefur almenningur ekki nema dropann úr kúnum, sem er mjög lítill, því að nú veitir ekki af þremur kúm móti einni í góðu ári. Af aíiabrögðum er lítið að segja, í Vestmannaeyjum mesta aflaleysi, og allflestir landmenn, er reru í Éyjum komnir upp með 20—40 fiska hlut, en fyrir Söndum hefur aldrei gefið á sjó síðan fyrir páska, en þá fiskaðist vel þrjá daga í páskavikunni. Vestmannaeyjum, 30. apríl 1883: Kaupskip eru tvö nýkomin; var hér orðið mjög hart manna á milli, því búðir voru orðnar allslausar fyrir páska, og fiskur mjög lítill, svo að naumast eða alls eigi hefur fiskazt til matar frá því í haust; en nú betur batnað dálítið, og vikuna sem leið fiskaðist vel; þó eru hlutir eigi orðnir háir. Lang-hæstur hlutur er um200, en meðalhlutir um 100 og fyrir innan 100. Austur-Skaptafellssýslu, 23. marz 1883: Tíðin góð í allan vetur, og ágæt seinni partinn af febrúar og það, sem af marz er. Mjög var þó rigningasamt framan af, og hrakaði þá skepnum, einkum hrossum. Hér er fremur ískyggilegt ástand, og verður einkum eptirleiðis. Ekki veit eg hvernig hefði farið hér þegar nú í vor, hefði ekki afli komið. Til allrar hamingju hefur fisjrazt vel, einkum í suðursveitunum, en hér í Nesjasveit hefur lítið sem ekkert aflazt af útsjó, en fiskigengd kom hér í fjörðinn og fiskuðu menn þá svo, að menn hafa fisk svona fram- eptir vorinu. Ástandið var víða orðið bágt, áður en fiskurinn kom, því þá var eigi annað að hafa on kornmat, þeir sem gátu fengið hann. íljer í austursýslunni fengu menn víst 800 hálftunnusekki af gjafakorninu, og var mörgum það mikill styrkur í vetur. Mídasýslum í marz 1883: Nýstár- legust tíöindi héðan eru hreifingar í kyrkjunni eða kyrkjulegum málefnum og skal því minnast á það fyrst. Mest hefir kveðið að þeim í 2 sveitum, lleið- arfirði og Fljótsdal. Hreifingar þessar eru þó nokkuð með sínu móti í hvorri sókn, Hólma og Valþjófsstaðar. í Keiðar- firði sögðu á að gizka tveir þriðjungar safnaðarins sig »úr lögum við ríkis- kyrkjuna» (prestiun), er þeir fengu eigi ráðið, hverjum brauðið var veitt. pó finna þeir ekkert að prestinum og játa, eins og allir, að hann sé einhver hinn samvizkusamasti, bezti og merkasti prestur þessa lands. feir kalla sig fríkyrkjumenn, en eru eiginlega ekki neitt, þar sem þeir hafa engan prest og enga kyrkju út af fyrir sig. í Fljótsdal hefir prestur* inn átt upptökin með því að breyta kyrkjusiðunum eptir sínu höfði o: fara eigi fyrir altarið, og klæðast eigi messu- skrúða, skíra börn hempulaust á móti vilja foreldra oghafa jafnveleigi skírnar- formúluna orðrétta eptir handbókinni — að því er heyrzt hefur —; innprenta mönnum að húsvitjanir hafi, lítið að þýða, húslestrar á bæjum seu þýðingar- lausir, ef eigi siðumspillandi, segja að handbókin, kyrkjuordinanzia Kristjáns 4. og þá líklega prestaeiðurinn sé eigi bindandi fyrir sig, en segjast gjöra þetta í krapti ákvæða Ágsborgarjátn- ingarinnar. Nú kvað allt vera í upp- námi í Fljótsdal út úr þessu athæfi og meiri hluti safnaðarins hafa skorað á prestinn, að halda við sig lög og venju í þessu efni, en með því hann hefir neitað þeim að halda gamla og góða siðu, kváðu nokkrir sveitarmenn ætla að kæra hann nú fyrir kvrkjustjórn landsins. f>að, sem kátlegast er við þessar hreifingar eða uppþot, er það, að þær virðast vera gjörðar svona út í bláinn, rétt eins og engiu lög og engin stjórn væri til í landinu. Reiðfirðingar segja sig svona blátt áfram úr lögum við ríkiskyrkjuna og prestinn, en gæta þess eigi, að þeir eru f lögum við hvoru- tveggja eins eptir sem áður. J>að hlýtur að vera sitt hvað, að kalla sig “frí- kyrkjumenn eða vera löghelgað frí- kyrkjufjelag. Valþjófsstaðarpresturinn neitar, að lög og gamlar venjur ríkis- kyrkjunnar nái til sín, þótt haun sitji í embætti, er hann hefir þegið af stjórn ríkiskirkjunnar. Hvorugir virð- ast gæta þess, að það er ómögu- legt eða þýðingarlaust, að segja sig úr lögum við lögin, nema með nýjum lögum, en til að fá þau lög hefir ekkert verið gjört á löglegan hátt af þeirra hálfu, svo menn viti. Einn bóndinn í Hjaltastaðarsókn auglýsti það þjóðinni í Norðanfara í vetur, að hann segði sig «úr lögum við þjóðkyrkjuna»! f og það er svo sem auðvitað, að margir fleiri fara að taka uppá þessu, þegar blaðamennirnir taka slíkar yfirlýsingar þegjandi í blöðin og kyrkjustjórnin tekur ekki til neinna alvarlegra ráða. pessar hreifingar eru nú orðnar svo miklar hjer eystra, aðvarla mun geta hjá því farið, að héraðsfriðinum sé hætta búin, og má því beimfæra upp á þetta orð forgeirs Ljósvetningagoða «því at þat mun sattvera, at ef vér slítum lögin, þá slítu vér friðinn». pað mundi vera bæði fróðlegt og gagnlegt, ef ritstjóri «Suðri» vildi nú verða fyrstur blaðamanna hér á landi til að leiðbeina mönnum, bæði prestum og söfnuðum, er unna fríkyrkju, í því, hvernig þeir á löglegan hátt gætu fengið vilja sínum framgengt, hvernig þeir ættu að hagnýta sjer það trúar- bragðafrelsi, sem stjórnarskráin heimilar, hvort eða að hve miklu leyti prestar þjóðkyrkjunnar eru gagnvart stjórninni og söfnuðunum skyldir að fylgja lög- ákveðnum helgisiðum og venjum og hvort það muni nokkuð til eflingar kristnir.ni í landinu að verið sé að smeygja inn í þjóðkyrkjuna ameríkönsk- um kreddum. fað væri, e( til vill, þjóðráð að veita prestunmn á Ilólmum og Yalþjófsstað brauðaskipti ef kirkju- stjórnin sér sér ekki fært, að ráða þessu ólagi til lykta á annan hátt. — Bún- aðarskólamál vor Austfirðinga er nú komið svo áleiðis, að það er fastráðið, að setja búnaðarskóla á stofn á Eyðum í vor. Kostnaður við stofnun skólans kvað hafa verið áætlaður allt að 25 þúsundum króna, en þar í er fólgið verð Eyðastóls, sem var keyptur fyrir 11,000 krónur. — Eiunig er í ráði, að byrja að gefa út nýtt, austfirzkt, blað í sumar komandi, annaðhvort á Eskifirði eða Seyðisfirði, og í því skyni var prent- smiðja Jóns Ólafssonar, Skuldarprent-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.