Suðri - 19.05.1883, Blaðsíða 4

Suðri - 19.05.1883, Blaðsíða 4
39 og Ásmundur Sveinssou umboðsmaður. Ekki er gott að segja hver hlutskarp- astur verður, þó er mér næst að halda að annaðhvort hljóti Hjálmur eða Indr- iði kosningu. Aflabrögð á suðurlandi á vetrar- vertíðinni hafa verið ákaíiega misjöfn ; í veiðistöðunum frá þjórsá út fyrir Heikjanes að Garðsskaga (áEyrarbakka, í J>orlákshöfn, Selvogi, Grindavík, Höfn- um, Rosmhvalanesi) eru hlutir frá 3-8 hundruð tólfræð (9 hundruð á einum stað, í Sandgerði, og ytir höfuð bezt- ur aflinn í J>orlákshöfn og Grindavík). í veðistöðunum við Faxaflóa sunnan- verðan frá Garðsskaga að Reykjavík (í Garði, Leiru, Keflavík, Njarðvíkum, Vogum, Vatnsleysuströnd, Hafnarfirði, Álptanesi, Seltjarnarnesi og Reykja- vík) eru hlutir frá 2— 6 bundruð tíræð'; í suðurveiðistöðunum eru hlutir öllu hærri en hér á Innnesjum. Alstaðar er fiskurinn fremur rýr. Síldveiðafélagið syðra. ínn 16. þ. m. árdegis lagði gufuskipið «Alf», sem síld- veiðafélögin hér syðra og eystra hafa á leigu, inn að Geldínganesi; þar eru síld- stöðvar og hús reist. Með því kom herra Otto Wathne, sem er yfirumsjónarmaður og meðeigandi í félaginu hér syðra, og verður hann hér eptir við tíunda mann við síldveiði. Hafði hann komið til Austfjarða 18 f. m. og síðan fiskað þar 2500 tunnur af síld, og fermt gufuskip þetta, sem fer héðan jafnharðan aptur með farminn á markað í útlöndum. Er þetta mjög beppileg byrjun, og allt útlit fyrir að hér muni einnig fiskast, því síld hefur verið hér mikil, en nokkuð dreif, og enn mun hún ílengjast að síldfróðra manna áliti. — Vér munum færa lesendum «Suðra» frekari fréttir af þessu fytirtæki smátt og smátt. Hæstaréttardómur í Elliðáamálinu. í bréfi frá einum farþegja á strand- ferðaskipinn, er barst hingað með síld- veiðaskipinu frá Seyðisfirði, stendur: "Elliðáamálið er unnið við hæstarétt 8. þ. m. Thomsen hefur tapað og á að borga málskostnað.» Hjálp til inna bágstöddu á Suður- landi. Landshöfðinginn hefur góðfús- lega leyft 03S. að skýra frá því, að í gær barst honum bréf samskota- nefndarinnar 1 Kaupmannahöfn, dagsett 25. apríl. I því er skýrt frá, að sam- skotanefndin hafi sent um 200 tunnur af gjafakorni með skipinu «Anna», og 80 tunnur með skipinu «Immanuel» til Papaóss, og 150tunnur með skipinu «Olivia» til Eyrarbakka. Enn fremur ætlar nefndin sér að senda 150 tunnur enn til Eyrarbakka og að líkindum 100—200 tunnur til Vestmannaeyja. f>essi styrkur mun koma að miklu haldi þeir eystra, enda mun hans og vera full þörf, því að fréttirnar að ‘) Fyrir sunnan Garðsskaga telja sjómenn að fornum sið tólfræð hundruð, en hérna megin Skagans er fiskur talinn f tíræð- um hundruðum. austan um ástandið telja hagi manna fjaska bágborna. í bréfinu frá Vest- mannaeyjum er hér er prentað að framan, er þess getið. að farið sé að fikast vel, en með seglskipi, er fyrir skömmu kom hingað ftá Vestmanna- eyjum, fréttist, að þar væri nú orðið alveg fisklaust aptur. Frakkneska herskipið meira, Du- pleix, kom 10. þ. m. Foringinn heitir Bouchéron de Boissoudy. Skipverjar eru um 220 að tölu. Prestar og prestaköll. Prestvígsla. Á annan dag hvíta- sunnu vígði biskup dr. Pétur Péturs- son prestaskólakandidat Magnús Helga- son (bónda Magnússonará Birtingaholti í Árnessýslu) prest að Broiðabólsstað á Skógarströnd. Veitt prestaJcöll: 11. þ. m. Háls í Fnjóskadal séra Pétri Jónssyni í Fjalla- þingum. Auk hans sóttu séra Magnús Jósefsson á Kvíabekk og séra Jón Magn- ússon á Hofi á Skagaströnd. S. d. Skorrastaður séra Jónasi P. Með «Arcturus», er fór vestur og norður um land, sendi og héðan 29/7 f. á. kassa með bókum og karlmanns- fötum, merktan «G. Á. Akureyri.» Kassinn hefir aldrei komið til skila, og óska eg að fá ið fyrsta vísbending um hvar hann er niðurkominn. Keykjavík, 12. apríl 1883. Björn Guðmundsson. Góð jörð til kaups. Norður-Gröf á Kjalarnesi, 17,7 cr að nýju mati, með 2 ásauðar-og 1 kýr- kúgildi og 40 kr. landskuld, er til kaups. Jörðin getur verið laus til ábúðar í næstu fardögum. Hún hefur verið vel setin og hús ekki gömul og í góðu standi. Um kaupin skal semja við undir- skrifaðan, sem fyrst. Skrifstofu almennings, Aðalstræti. Reykjavík 6/« 83. Egilsson. Hallgrímssyni, fyrr aðstoðarpresti á Hólmum. Auk hans sótti séra Stefán Pétursson á Desjamýri. Oveitt prestaköll: þykkvabæj- arklaustur iþykkvabæjar- og Laug- holtssóknir) í Vestur-Skaptafellspró- fastsdæmi. Prestsekkja er í brauðinu er nýtur ’/u af tekjum þess. Metið 923 kr. 70 a. Augl. 23. ágúst 1881. Gufudalur í Barðastrandarpró- fastsdæmi. þessu brauði leggjast 200 kr. Metinn 518 kr. 81 a. Augl. 27. maí 1882. Dýrafjarðarþing (Mýra, Núps og Sæbólssóknir) í Vestur-ísafjarðar- prófastsdæmi. Metin 670 kr. 50 a. Augl. 18. sept. 1882. Fjallaþingí Norður-þingeyjar- prðfastsdæmi (Viðirhóls- og Möðruvalla- sókir) veitast frá fardögum 1883. Til- lag úr landssjóði 600 kr. Augl 2. okt. 1883. Stóruvellir í Rangárvallapró- fastsdæmi veitast frá fardögum 1883. Tillag úr landssjóði 300 kr. Metnir 710 kr. 42 a. Augl. 16. jan. 1883. Presthólarí Norður-þingeyjar- prófastsdæmi (Presthóla- og Ásmund- arstaðasóknir). Tillag úr landssjóði 300 kr. Augl. 12. maí 1883. verði deildar hins íslenzka bókmennta- félags í Reykjavík þessar bækur, sem fé- lagið hefir gefið út, með niðursettu verði. 1. Biskupa sögur, 2 bindi; uppruna- legt verð 16 kr. 40 a., niðursett verð 8 kr. 2. Safn til sögu íslands og íslenzkra bókmennta að fornu og nýju, 1. bindi og 2. bindis 1.—3. hepti; upprunalegt verð 12 kr. 34 a., nið- ursett verð 6 kr. 3. Skýrzlur um landshagi á íslandi, 5 bindi; upprunalegt verð 39 kr. 75 a., niðursett verð 15 kr. 4. Tíöindi um stjórnarmálefni ís- lands, 3. bindi; upprunalegt verð 24 kr. 75 a., niðursett verð 10 kr. 5. Eðlisfrœði, samin af Magnúsi Grímssyni eptir J. G. Fischer, með 250 myndum; upprunalegt verð 4 kr., niðursett verð 1 kr. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Reykjavík. Prentari: Einar Póebaeson. Aug;lýsiiigai*. ENSKUNÁMSBÓK handa byrjöndum. Eftir JÓN ÓLAFSSON. Inniheldr framburðarreglur, orðmyndafræði, lestrarkafla, orð- safn (með framburði). Framburðr sá, sem í bókinni er kenndr, er réttr menntaðra manna framburðr á ensku, en engin skozka og því síður Möðruvella! Bókin kostar i n n b u n d i n 1 kr. 50 au. 5 bækr bundnar fyrir 6 kr. borgað út á hönd. Jón Ólafsson. TIL ÁRSLOKA 1883 fást hjá bóka-

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.