Suðri - 02.06.1883, Blaðsíða 1

Suðri - 02.06.1883, Blaðsíða 1
Af Suðra kemur 1 blaðJút annanhvern laugard. Upp- sögn með 3 mán. fyrirvara. Árgangurinn 24 blöð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágástlok. Útgefenclur: Einar Jþorðarson. Kr. Ó. J>orgrímsson. 2. júní 1883. 1. árg. 11. blað. Breytingar á reglugjörð latínnskólans. Stjórnartíðindin (A. 3), er komu núna með póstskipinu færa «auglýsingu um breytingar á ákvörðunum reglugjörð- ar hins lærða skóla í Reykjavík 11. júlí 1877»; auglýsingin er gefln út af ráðgjafanum fyrir ísland 2. f. m. oger svo kveðið á, að landshöfðinginn skuli gera ráðstafanir þær, er nauðsynlegar séu til að framkvæma breytingarnar, er hann hefir leitað atkvæðis yfirstjórn- enda skólans og rektors. Aðalbreyt- ingin er sú, að þýzka og frakkneska hafa svo að segja sætaskipti, þannig, að nú skal þýzkan kennd í öllum bekkj- um, en frakkneska að eins í tveimur efstu bekkjunum; enn fremur að nátt- úrusaga skal að eins kennd í 2. 3. og 4. bekk, þar sem hún áður var kennd í 4 neðstu bekkjunum, og eðlisfræði og stjörnufræði skal nú kennd í 5. og fi. bekk, þar sem eðlisfræði áður var kennd í 3. 4. og 5. bekk og stjörnu- fræði í 6. bekk. f>etta mál er orðið svo gamalt, að full þörf er á, að ryfja fyrir sér gang þess'). Á alþingi 1879 var skipuð nefnd til þess að gera uppástuugur um ýmislegt viðvíkjandi inum lærða skóla og um endurskoðun reglugjörðarinnar. Nefnd þessi komst að þeirri niður- stöðu, að eigi væri vanþörfá, að reglu- gjörðin væri endurskoðuð ogsamþykkti þingið þá, að iandshöfðingi skipaði ina föstu kennara skólans í nefnd til þess ásamt 2 öðrum mönnum. Ráðgjafinn var eigi samþykkur þessu, en sagði landshöfðingja með bréfi 7. nóv. 1879, að hann skyldi hlutast til um, að rekt- or og inir föstu kennarar við skólann endurskoðuðu reglugjörðina og gerðu uppástungur til breytinga á henni. Samkvæmt þessu hélt rektor skólans 4—5 fundi með inum föstu kennur- um til þess að ræða málið og gerðu þeir ýmsar uppástungur til breytinga á reglugjörðinni og vorn einkum tvær af þeim verulegar að því er heyrzt hefir. Tillögur kennaranna voru sendar stiptsyfirvöldunum 30. júní 1880. Landshöfðinginn sendi málið til ráð- gjafans 25. apríl árið eptir. Enn leið eitt ár til og 14. júní 1882 ritaðiráð- 1) sbr. fyrirspurn H. Kr. Friðrikssonar á alþingi 1881, (Alþ.tíð 1881, II, bls. 1184) og bréf ráðgjafans fyrir island til landshöfðingja um reglugjörð ins lærða skóla í Reykjavík 14. júni 1882. Stjórnartíðindin 1882 B. 17. bls. 117. gjafinn iandshöfðingjanum og skoraði á hann að hlutast til um, að lagtyrði fyrir rektor, að gefa skýrt álitsskjal með ástæðum, bæði um tillögur kenn- aranna í heild sinni og um einstök atriði þeirra. þetta mun svo rektor hafa gert seinastliðið haust. Ollum þeim, er unna skóla vorum, hefir þótt það leitt og þótt það furðu gegna, hve lengi staðið hefir á því, að einhver úrslit yrðu á þessu máli. Og flestir munu hafa kennt ráðgjaf- anum, landshöfðingjanum og stipts- yfirvöldunum inn fjarskalega drátt, sem orðið hefir á málinu. En fáa höfum vér heyrt nefna þann mann, sem drátturinn er langmest að kenna, og það er rektor skólans; í bréfi því, er hann reit með tillögum kennaranna, hefur hann, að sögn ráðgjafans sjálfs í bréfinu til landsböfðingja 14. júní 1882, látið það álit í Ijósi, «að réttast mundi að fresta endurbót þeirri, er hér (í tiliögum kennaranna) ræðir um enn þá um nokkur ár“. pað er tæp- lega að vonazt eptir því, að ráðgjafinn beiti valdi sínu til þess að breytaskóla- reglugjörðinni, þegar endurbót sú, sem um er að ræða, er svo vaxin að á- liti íektorsins, að heppiiegast er að hún bíði nokkur ár. Málið er svo vaxið, að tillögur rektors hlutu að mega sín mest, einkum þar sem kennar- arnir létu engar ástæður fylgja breyt- ingartillögum sínum. Vér gátum þess áðan, að einkum tvær af breytingaruppástungum kenn- aranna hefðu verið verulegar, að því er heyrzt hefði. Önnur var sú, að þýzka skyldi kennd í 4 neðstu bekkj- unum. Nú hefur ráðgjafinn verið svo örlátur, að hann hefir kveðið svo á, að þýzka skyldi kennd eigi aðeins í 4 neðstu bekkjunum, heldur gegnum all- an skólann. Oss er engan veginn ljóst, hvað ráðgjafanum hefir gengið til að fara fram úr uppástungum kennar- anna í þessu efni. J>að er margreynt hér við skólann, að allur þorri pilta getur orðið allvel að sér í þýzku á 4 árum. En hitt gegnir enn meiri furðu, að hin aðalbreytirigaruppástunga kenn- aranna, að stærðafræði skyldi kennd gegnum allan skólann, hefir euga náð fundið fyrir augum ins hæstvirta ráð- gjafa. Oss Ipfði þótt betra, að náð- inni heföi’verið skipt jafnara milli þessara tveggja breytingaruppástungna. Og það verðum vér að segja, að það er næsta torvelt að skilja í, hvers vegna ráðgjafinn krafðist nákvæmra á- 41 stæðna fyrir breytingartiliögum kenn- aranna, þegar eigi er tekið meira til- lit til þeirra af hans hálfu en gert er, nema svo sé, að hraparlega hafi tek- izt með ástæðurnar, sem oss þó þykir lítt sennilegt. Helzta tillagan í þessu máli, sem ráðgjafinn hefur fullkomlega fallizt á, er sú uppástunga rektors að endurbótin skuli bíða nokkur ár. Að því er snertir stærðafræðina, þá er það kunnugra en frá þurfi að segja meðal íslenzkra stúdenta í Höfn, að þeir af þeim, er leggja stund á stærð- afræði eða náttúruvísindi þar, þurfa í fyrstu að verja löngum tima og mikl- nm peningum til þess að komaztjafn- fætis þeim er útskrifast í Danmörku, þar sem hér er hvorki kennd flatþrí- hyrningafræði (trigonometri) né þykkva- málsfræði (stereometri). Kennararnir munu hafa stungið upp á, að stærða- fræði skyldi kennd gegnum allan skól- ann einmitt til þess að tími fengist til kennslu í þessum greinum. Auk þess að stærðafræði er gagnleg fyrir allt iífið, er hún sú vísndagrein sem langmest styrkir skilning og skipulega hugsun ungra manna og hefir einmitt þau áhrif á skynsemina, sem latínan á að hafa, en sjaldan eða ald- rei hefir í raun og veru. J>að er annars sorglegt að vita, hve náttúru- sögu og stærðafræði er alveg vísað á óæðra bekk í latínuskóla vorum._J Og svo styttir ráðgjafinn, að sögn eptir uppástungu kennaranna, náttúrusögu- námið um eitt ár. £>að er nær því óskiljanlegt, að kennurunum skuli hafa dottið í hug, að hreyta svo til verra. Eða hvað á þá að kenna í 1. bekk í tímum þeim, sem náttúrusagan hefir haft þar ? Auglýsing ráðgjafans gefur enga bendingu í því tilliti. En vér getum eígi leitt hjá oss, að spá því, að næsta skólaár muni fjölga latínsk- um stíium í 1. bekk. Yér getum eigi annað skilið, en flestir verði oss samdóma í því, að bráð nauðsyn sé á, að auka stærða- fræðiskennsluna í skólanum. En bráð nauðsyn er einnig á því, að auka nátt- rúuvísindanámið. Svo er og um stú- denta héðan frá skólanum í þeirri grein sem í stærðafræðinni, að er þeir koma til háskólans og taka að leggja stund a eitthvað það, er þeir þurfa að halda á náttúrufræðisnámi sínu í skólanum við, þá sjá þeir brátt, að þeir standa á baki ollum 'öðrum stúdentum í því. J>að sjá allir, að haldi inni miklu aðsókn að latínuskólanum hér áfram, hljóta erabættisvonir íslenzkra stúdenta held- ur að fara minnkandi, og eðlileg afieið- ing þess verður sú, að þeir verða ávallt fleiri, er fara til háskólans til að nema þar náttúruvísindi, því að það verður »praktiskast» eptir því sem á stendur hjá oss. J>að er sannfæring vor, að landi voru og þjóð verði að engu meiri heill og gagn en því. Engin þjóð er svo almennt fáfróð í náttúrufræði sem vér, og engri þjóð í heimi ríður þó ef

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.