Suðri - 02.06.1883, Blaðsíða 2

Suðri - 02.06.1883, Blaðsíða 2
42 til vill meira en oss á þekkingu og kunnáttu í þeim efnum. Land vort er svo fátækt, að ekkert er svo áríðandi sem það, að sem flestir af oss viti, hvernig vér bezt fáum hagnýtt oss allt það, er in kalda og nauma náttúra þessa lands lætur oss í té. Öll þekk- ing er góð, en ein er þó, að oss finnst, bezt allra og nauösyniegusc alira, og það er þekking á náttúruvísindunum. Engin fræði hefur nú slíku gengi að fagna í öilum inum menntaða heimi sem náttúruvísindiu. Og það er von. Hver fær skýrt til hlýtar frá öilum framförum þeim, sem heimurinn hefur tekið með risafetnm, síðan náttúru- fræðin settist í öndvegi vísindanna? Öll heimspeki hefur fengið nýjan og mannúðlegri blæ og cin uppgötvunin hefur rekið aðra í vísindanna heimi og í verklegu tiliiti. Af þessu leiðir, að allar þjóðir reyna svo sem unnt er að, hlynna að nátturufræðisnáminu í skól- um sínum. Hjá oss eru náttúrusag- ar, og stærðafræðin olbogabörnin og eitt er það, sem sýnir einna ljósast í hve litlum metum þau eru böfð við skólann, að piltar útskrifast úr þeim í 4. bekk og vitnisburðurinn er eigi reihnaöur með til burtfararprófs. Ef námið í náttúrusögu og stærðafræði á að vera í nokkru lagi, veitir náttúru- sögu eigi af 16—18 og stærðafræði eigi af 24—28 tímum um vikuna. Og sjálfsagt virðist það, að leggja saman alla vitnisburðina bæði við fyrri og síðari hlnta burtfararprófs, þegar reikna skal aðalvitnisburð lærisveinanna við burtfararprófið. fá er að minnast á námið í nýju málunum, ensku og frakknesku. fað er synd að segja, að það megi naum- ara 9tanda. Ensku eru ætlaðir 8 tím- ar á viku. Sú tunga hefur svo mikla «praktiska» þýðingu fyrir oss íslend- inga, að oss finnst sjálfsagt, að hana ætti að kenna gegnum allan skólann Og hafa stíla í henni, Til þess að enskunámið þannig gerði skólasvein- ana verulega færa í ensku veitti að líkindum eigi af 16—20 tímum á viku. Frakknesku þykir oss gert alltof lágt undir höfði með inum nýju fyrirmæl- .um, að hún skuli að eins kennd 2 síð- ustu árin. Eins og fiestum mun kunri- ugt, er frakkneskan nú orðin það mál, sem skylt þykir öllum menntuðura mönnum að kunna og hefur þannig setzt í sæti það, er latínan hafði forð- um. Satt er það, að frakkneska hefur eigi svo mikla praktiska þýðingu fyrir oss sem enskan, en vísindalega þýðingu hefur hún eins mikla og með tiíliti til skáklskapar og listar hefur hún ef til vill langmesta þýðingu af öllum mál- um. Oss finnst því, að hana eigi að minnsta kosti að kenna í 4 efstu bekkj- unum og má eigi ætla henni færri en 14 til 16 tíma á viku, ef skólasvein- arnir eiga að vera svo að sér í henni, að þeim bæði verði Ijúft og veiti hægt að verða fullfærir í henni, þegar þeir eru komnir úr skólanura. Enn þyrfti að auka námið í dönshu töluvert. Danir verða ávallt sú þjóðin, sem oss stendur næst og vér höfura mest raök við. Eigi má heldur gleyma því, að háskóli vor íslendinga er há- 8kólinn í Kaupmannahöfn, þar sem kennslan fer fram á dönsku. |>að er kunnugt, að mörgum íslendingum verð- ur í fyrstu örðugt um nám við há- skólann sökum þess, að þeir eru eigi fullfærir í dönsku. Nú sem stendur eru dönsku ætlaðir 13 tímar. Með tiliti til þess, að danska er sú tunga, sem langskyldust er er voru máli, ætl- um vér að 18 tímar mundu nægir til þess, að skólasveinar yrðu svo færir í dönsku sem þörf er á. Vér höfum nú bent á ýmsar náms- greinir í skólanuin, sem brýna nauð- syu ber til að auka og efla. En hitt er enu eptir að sýna, hveruig hægt er af fá tíraa til þess, að þessu verði til vegar komið. þ>egar vér lítum á kenuslutöfiu latínuskólans, sjáum vér að latínau helur 42 og gríska 25 stund- ir á viku; þaunig hafa görnlu málin dauðu 67 stundir á vihu, þriðjung- inn af öllum shölatímanum, þegar söug, teikuun og skript er sleppt. Og þó er óhætt að fullyrða, að þegar menn eru farnir úr sk.ianum, eða að minnsta kosti þegar menn eru komn- ir í embætti, er það allur þorri manna sem aldrei les iatínska eða gríska bók. Enginn neitar þeim saunleik, að vér eigum «aö læra tyrir lítíð, eu ekki fyrir skólann». En þetta er að læra einungis fyrir skólann og elchi fyrir lífið. Vér eigum einn látínuskóla og leggjum svo rífiega til hans sem oss er uunt eptir efnum vorum og þá er það sannarlega ið minnsta sem vér getum réttilega kraf- izt, að tímanum í honuin sé vél varið, varið eptir kröfum tímans, sem vér lif- um á, og varið svo, að lærisveinunum megi standa bæði heilljrg gagn af öllu því er þeir nema þar. Annars er tím- anum eigi varið vel. Lærisveinum! stendur hvorki heill né gagn af inu mikla latínu- og grískunámi. Miklum hlut af þeim tíma er því illa varið. Og meira að segja, það er hraparlegt til þess að vita, að þriðjung af öllum námstíma ísleuzkra námspiita, skuli vera fórnað apturgengnum tröllum, en svo ieyfum vjer oss að kalla latínu og grísku.J Vér skulum fúslega játa það, að latínan er göfug að byggingu málsins og fróðleg aö því leyti, að hún veitir nokkum styrk til að nema suður- landamálin rómönsku (frakknesku, í- tölsku og spönsku). En þarf virkile^a 42 tíma á hverri viku, til þess að fræða lærisveina svo um byggingu og eðli latínunnar, að þeira sje fullur styrkur að, til að nema almenna málfræði og við nám rómönsku málanna? Vér ætium að þeir séu fáir, er halda því fram. £ví að öllum hlýtur að vera ljóst, að hversu lengi sem menn fást við latínunámið eitt, iæra menn þó aldrei málbyggingu allra mála eðanemaróm- önsku málin svo, að nokkurt gagn sje að. Enn tala menn um dýrmæta andans fjársjóði, er fólgnir séu í lat- inskum ritum. Enn slíkt má segjaum öll mál og ef menn gá rétt að, mun latínan vera fjarri því að standa bezt að vígi í þeim efnum af forntungun- um. Að því leyti gætu menn haft fullt eins mikiðgagu afað lesafornindvershu eðaarabishuheví latínuskólai.um. Einn- ig á þeim tungum er * snildarleg- ur skaldskapur og in fegurstu speki- rit skráð. I þessu er grískan langt um fremri en latínan, auk þess sem hún er ið fegursta raál. En hún hefir enn rniuni þýðingu fyrir vorn tíma en lat- ínan og er að líkindum einkuru kennd vegna þeirra, er síðar iwwna guðfræði. En fyrir guðfræðinga er hebfeskunám- ið hér um bil eins nauðsynlegt og þó er hebreska, eins og kunnugt er, ekki kennd í skólanum. Vér gerum gis að vitleysunum og öfgunum í skóla- stiska náminu á miðöldunum. Sú kem- ur tíð, að eptirkomendur vorir gera eigi minna gis að latínu- og grísku- námi voru. f>að nám hefir sama galla og skólastiska námið: hvorugt hefir sanna þýðingu fyrir lífið. Og þegar menn eru að berja blákalt fram lat- ínu- og grískunámið, hafa menn við jafngild rök og jafnskyDsamlegar sann- anir að styðjast og skólastisku heim- spekingarnir, þegar þeir voru að hefja sitt nám til skýjanna. [Niðurl. í næsta bl.]. Eldgos norðan í Vaínajökli. 1 öræfunum fyrir norðan Vatnajökul og í jöklinum sjálfum hefir gosið ótal 6innum frá því er menn fyrst hafa. sögur af. Eldstöðvar þessar eru þó enn alveg ókunnar með því þær eru. svo langt frá byggðum og því nær ó- mögulegt að komast að þeim nema með ærnum útbúningi, tilkostnaði og fyrirhöfn. Gosið hefit' í Vatnajökli bæði að norðan og sunnan. Öræfa- jökull er eina eldfjallið að sunnan, sem er dálítið kunnugt, en auk þess hefir gosið á mörgum stöðum öðrum í suð- urrönd jökulsins án þess menn þó hafi nokkra vissu fyrir hvar gígirnir séu og væri það þó vinnandiverk aðrann- saka brúnir jökulsins að sunnan; opt er t. d. getið um gos við Grímsvötn, í Síðujökli og Skeiðarárjökli en rneira vita menn eigi. Norðan til í Vatnajökli hefir og opt gosið; gosin 1225, 1332, 1341, 1477, 1510, 1638, 1862 hafa líklega verið einhversstaðar þar um slóðir, þó ekkert viti menn um þau. Á seinni árum hafa eldsumbrotin ver- ið einna mest náiægt Kverkfjöllum. 1717 er sagt að gosið hafi nálægt upp- tökum Jökulsár í Axarfirði, barst þá mikill reykur til sjóar og öskufaii varð mjög mikið í pingeyjarsýslu; 1867 og 1873 urðu gos um sömu slóðir; eigi vita menn þó með vissu hvar gos þessi hafa verið, én töluverð líkindi eru til þess, að eldstöðvarnar séu í jöklinum sjálfum suövestur af Kverkfjöllum og þar hafa nú um langan tíma við og við sözt reyldr. f>að sest og að eld- gos þessi hafa töluverð áhrif á jökul- inn sjálfan, því við þau hefir jafnan orðið nokkur breyting á jöklurn þar suður af' og ár hafa hlaupið einkum við Skeiðarárjökul. pannig urðuhlaupí Öræfum 1867 og eins nú 1883. Tvö bréf, sem eg hefi fengið gefa góðar upplýsingar um gosið; er annað bréfið af Jökuldal, hitt úr Öræfum. Fyrra bréfið er ritað 22. marz 1883 af Gunnlaugi bónda Snædal á Eiríksstöðum á Jökuldal og þar segir svo frá: «15. janúar urðum við fyrst varir við gosið, því litlu íyrir dagsetur . heyrðust óttalegar dunur í suðri og um sama leyti sáum við nokkrum sinnum eldblossa berast á lopt upp, voru þeir fjarska breiðir um sig en svo voru leiptur þessi snögg að naumast var Vi fe M

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.