Suðri - 16.06.1883, Blaðsíða 3

Suðri - 16.06.1883, Blaðsíða 3
47 heppilega, að skólinn gat eigi óskað sér betra. pórður Thoroddsen er, eins og allir vita sem pekkja hann, einstaklega vel að sér í stærðafræði, bezti söngmaður, og sérstaklega fimur í leikfimi, auk pess er hann einstaklega lipur kennari, og ávann sér ást og virðingu allra lærisveina; við petta bættist, að hann var læknir, og voru pað mestu lilunn- indi fyrir skólann, pví ef einhverj- um verður illt, er mjög örðugt að ná til læknis af Akureyri í ófærð og illviðrum á vetrum. p>að leit pví svo út, sem skólinn hefði nú fengið pað í fullum mæli, er hann purfti og kom pví eigi neinum í hug eða hjarta, að breyting mundi verða á kennurum; allir hér nyrðra töldu pað sjálfsagt, að pórður mundi fá embættið, en stjórninni leizt pó annað í sínum órannsakanlega vísdómi, sem yfir- gengur aJJan skilning okkar smæl- ingjanna; hún sótti prest frá Ameríku til pess að kenna okkur leikfimi. 1 skólum hafði hann eigi kennt áður, hann hafði ritað kennslu- bók í ensku, og gefið út blað, en önnur frægðarverk vitum vér eigi til að liann hafi unnið. Embættið var auglýst mcð peim skilmálum, að sá er sækíi yrði að geta kennt söng og leikfimi; nú hófum vér aldrei heyrt, að kunn- átta í ensku, blaðastjórn eða prest- skapur gjöri menn góða í söng og leikfimi. Að II. Briem vilai flýja fátækt og vesaldóm í Ameríku og sækja um embætti á Islandi, var eigi undarlegt, cn hift var skrítnara, að hann einmitt skyldi sækja um petta cmbætti, sem oss pó sýnist vera svo fjarstætt pcirri menntun. sem hann líklega hefir; enn pá síður skiljum vér, hvers vegna liann fekk pað, pegar völ var á manni, sem svo ágætlega vel hafði staðið í stöðu sinni og hafði öll hin beztu meðmæli frá öllum hlutað- eigendum bæði á Norðurlandi og Suðurlandi. Svo fór sem við var að búast, kennslan I peim greinum, er nefndar voru. hefir I vetur verið mjög léleg. Kennslan í stærðafræði Iiefir verið nokkurn veginn polan- leg, af pví að par fór kennarinn eingöngu eptir fyrirlestrum pórðar Thoroddsen frá fyrra ári; hann reyndi líka allt sem hann gat til pess, að setja sig inn í pá fræði- grein, og sat kófsveittur við reikn- ing allan seinni liluta dags, og er pað allrar virðingar vert; pó finnst okkur nú samt, að pað væri viðkunnanlegra að sá, sem settur er í kennaraembætti, kynni pað, sem hann á að kenna, betur en piltar, áður en hann fær embættið. 1 söng og leikfimi má svo heita að enginn kennsla hafi verið í vetur. Söngfræði var lesin, en æfingar í söng voru svo sem engar. I fyrra lærðum vér hér I skólanum mesta fjölda af lögum (sálma- og skemmti- lög ýmisleg) og sungum pau fjór- rödduð, en í vetur ekkert nema e i n a rödd í 2 eða 3 ameríkönskum sélmalögum, enda á víst kennar- inn eigi gott með að kenna raddir; pegar sungið var, var ávallt sung- ið cinraddað, nema pegar einhverjir piltanna kunnu fleiri raddir og gátu kennt skólabræðrum sínum; hægt og stillilega var farið að öllu, og dreginn seimur líkt og gert er í sumum sveitakirkjum. Kennaranum sjálfum er lítt sýnt um söng, pví að hann er mjög veikhljóðaður, stundum hjáróma og preytist fljótt. í leikfimi gekk ekki betur, par var ekkert lært nema að ganga (marschera) og gekk pó misjafnlega og eigi hvat- lega. pegar sagt er t. d.: höT- ö-o-ö-m eins langdregið og unnt er með veikri rödd, er eigi von að menn taki fljótt viðbrögðin. Sá sem kennir leikfimi parf að vera fjörmaður en engin rola, og pað er eigi að búast við, að vér piltar lærum fagran limaburð, sem vér pó margir pyrftum að temja oss, pegar kennarinn er eins og staur. |>að er nú reyndar eigi undarlegt pó kennarinn okkar sé eigi æfður í leikfimi, ef satt er pað, sem vér höfum heyrt á skotspónum að hann í latínuskólan- um Iiafi fengið læknisvottorð fyrir p\í, að hann væri óhæfur til pess að læra leikfimi. Hjá piltum var megn óánægja með pessa kennrrabreytingu, svo að nærri horfði til vandræða, en pó kom mönnum saman um að sætta sig við pennan kross í vetur, par eð eigi mundi hægt, að fá pessu breytt í vetur, og eigi var gott fyrir skólalífið að vekja óróa, sem gat leitt mikið illt af sér fyrir marga. |>ó nú allir piltar sjái glöggt, að reynslan í vetur ber órækan vott um, að maðurinn er m e ð ö 11 u ó h æ f u r til embættis pess sem honum hefur verið veitt, pá játa allir, að hann sé meinhægðar maður í daglegri umgengni, stilltur og einstaklega reglusamur, pví að hann bragðar hvorki vín, te né tóbak, ekkert nema blávatnið og staklcga er hann kirkjurækinn. En ósköp pykir okkur hann gamal- dags í skoðunum sínum og kennslu- aðferð. pað er almenn ósk og von, að hann sækji nú urn brauð í sumar og gerist klerkur, pví að til pess mun hann miklu betur laginn en að vera leikfimiskennari. pað eru líka lítil líkindi til, að allt gangi framvegis eins kyrlát- lega og stórslysalaust af og í vetur, ef hann situr kyr. J>að er skiljan- legt, ef hann lxefur átt bágt í Ameriku, að hann hafi langað til að komast í einhverja stöðu hér á landi, sem hann gæti lifað á, en pað væri enn skiljanlegra og miklu drengilegra af honum, ef hann tæki pað ráð að breyta stöðu sinni í tíma, pegar hann hefur daglega í allan vetur getað sannfærzt um, að enginn niaour getnr síðui* verio yaxinn stööu sinni, en liann peirri, sem hann nú stendnr í. í laxafriðnnarmálunnin. [I. pvergirðingamálið. .,IIæstaréttaradvokat Niels Levin- sen eptir kgl.boði g e g n ákærða H. Th. A. Thomsen“. [Dómur kveðinn upp í aukarétti Kjósar- og Gullbringusýslu 30. des. 1879, í inum ísl. landsyfirrétti 3. maí 1880 og hæstarétti 8. maí 1883]. Með konungsboði 19. nóvbr, 1880 er hæstarétti veittur myna- ugleiki til að taka mál petta til dómsúrskurðar, pó að málsefnið skyldi reynast að nema eigi s u m m a appellabilis. pó að álíta verði, að ákærði samkvæmt konunglegu afsalsbréfí 11. des. 1853 hefði rétt til að leggja pvergirðingarnar í Elliða- ána á nokkru svæði hennar, sem nánara er takmarkað í afsalsbréf- inu, án pess að eigendur jarða peirra, er að ánum liggja að ofan, gætu móti haft, en pannig er úr skorið gagnvart einum jarðeigand- anum með hæstaréttardómi 16. febr. 1875, pá hlýtur pó lands- stjórnin að eiga rétt á að heimta að lionum, að hann hlýði banni pví gegn pvergirðingum, sem 2. gr. inna síðar útkomnu laga 11. maí 1876 inniheldur. Téð lagaboðnær nefnilega með peim almennu orð- tækjum, sem í pví cru höfð, einn- ig til slíks tilfellis sem hér er urn að ræða; og til pess, samt sem áð- ur, að undan taka petta tilfelli frá téðum ákvörðunum, brestur næga heimild; og skal pað í pví efni fram tekið, að sú niðurlagsá- kvörðun greinarinnar, sem lands- yfirréttardómurinn skýrskotar til, mælir ekki með pví, lieldur miklu fremur á móti pví, að skilja á- kvörðunina á inn prengra veg, og sama er að segja um fyrirsögn

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.