Suðri - 03.11.1883, Síða 1

Suðri - 03.11.1883, Síða 1
Af Suðra kemur 1 blað út annanbvern laugard. Upp- sögn með 3 mán. fyrirvara. Árgangurinn 24 blöð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágústlok. 1. árg. 20. blað. Útgefendur: Einar fórðarson. Kr. Ó. |>orgrímsson. B. nóv. 1883. J ó n A r a s o n við liöggstokkinn (eptir Matthías Jocliumson). Allir orð mín lieyri, eg vil kveða og syngja, grípa lands míns gígju, gamla skapið yngja. Hátt í hinnsta sinni hljómi málið goða; yíir svik og sorgir slæ eg morgunroða. Langt og ríkt var lífið, lof se föður hæða; gefið hann mer hefur hendur fullar gæða: Erægð og gull og fljóð með fagurhvíta arma, dætur tvær með tryggð og tignarblíða hvarma. Gefið hann mer hefur hrausta sonu og fríða, vildi’ hann ei inn aldna einan láta stríða. Land var fullt af féndum fræknra purfti seggja, hart mót heljar-sinnum höggva varð og leggja. Fyrir trú og írelsi, fósturstorðin dýra, hóf eg leik í landi, lögum vildi stýra, greip inn gamla mæki, gall pá styrjar hani, út á flæðar flaustur flæmdi’ eg alla Dani. Hverjir hrósa sigri? Hví eru vellir rauðir? — Nú eru bræðir báðir, Björn og Ari dauðir. Nú mun gjalla grátur, góða landið hvíta; hvasst peir dönsku hundar hærur pessar slíta.------- Gefið gaum og pegið, grátið ei né hljóðið. Lítilsigldir lýðir, lífið mér ej bjóðið. I’eginn skal nú falla, fylgja mínum sonum; peir mér fylgdu fyrri, fer pað nærri vonum. Horfi eg á höggstokk — herra lífs og dauða, dæm nú pér til dýrðar dropana mína rauða. Fylgi mér til moldar mín in fornu vígi: Fylgist pá til foldar falstrú öll og lýgi. Einna hrópa’ eg hefnda: Herra, láttu spretta upp af okkar hlóði allt ið sanna og rétta: Trú og frelsið forna, frægð og prek og tryggðir. Drekkið svo minn dreyra, dýru fósturhyggðir. Helga, Helga, J>órunn, hjartans kveðju dýra! Nú skal breyzkan byskup blóðið endurskíra. Sjá, inn sæla Tómas') sé eg hjá mér standa. Eram, í föðurhendur fel eg líf og anda. Sampvkkt lög. Konungur liefur 21. sept. sampykkt pessi lög frá al- pingi: 1. Fjáraukalög fyrir 1878 og 1879. 2. Lög um sampykkt á landsreikn- ingnum fyrir 1878 og 1879. 3. Lög um breyting á opnu bréfi 27. maí 1859 um að ráða útlenda menn á dönsk skip, sem gjörð eru út frá einliverjum stað á Islandi. 4. Lög um að eptirstöðvar af bygg- ingarkostnaði fangelsa greiðist eigi af jafnaðarsjóðum amtanna, né af bæjarsjóði1 Reykjavíkur. 5. Lög um breyting á 1. gr. 2. lið í tilskipun handa íslandi um skrásetning skipa 25. júní 1869. 6. Lög um afnám aðflutningsgjalds af útlendum skipum. Lán hauda meistara EiríkiMag- nússyni. 28. sept. hefur ráðgjafinu fyrir ísland veitt landshöfðingjanum heimild til, að veita Eiríki Magnússyni 5400 kr. lán úr viðlagasjóði gegnveði ‘) Tómas byskup í Kantaraborg t 1170, talinn píslarvottur meS katólskum mönnum og tekinn í dýrðlinga tölu 1172. í lífsábyrgðarskýrteini, samkvæmt til- lögum neðri deildar alpingis (sbr. 17. bl. Suðra). Lán handa sveitarbúendum til að auka bústofn sinn. S. d. hefur ráðgjafinn samkvæmt pingsályktun al- pingis (sbr. 17. bl. Suðra) veitt lands- höfðingjanum heimild til að lána út með venjulegum kjörum og nægum tryggingum allt að 100,000 kr. úr við- lagasjóði, einkum sveitarbúendum peim, sem pyrftu að auka bústofn sinn. Hallærislán. Til vonar og vara hefur ráðgjafinn enn fremur veitt lands- höfðingjanum heimild til að veita sýslu- nefndum og amtsráðum lán pau úr landssjóði, er óhjákvæmilega nauðsyn- leg virðast til pess að afstýra haliæri, gegn pví að pau verði ávöxtuð og endurgreidd á pann hátt, er alpingi 1885 ákveður. Um Safarmýri. (Aðsent). Safarmýri er í sunnanverðum Holtamannahreppi, umgirt vötnum á prjávegi: Ytri-Bangá að austan, Djiip- ós að sunnan og Kátfalæk að vestan. Hún er slétt og með litlum halla, liggur lágt, lægra en vötnin í kringum liana, svo að ef vindur stendur af peim á hana, einkum sunnantil, flæðir meira eða minna yfir hana á sumrum, en á vetrum er hún öll undir vatni og ísi. Hún er nálægt 4000 vallardagsláttur að stærð og gefur af sjer 30—40,000 hesta af ágætu heyi í meðalári. Henni til varnar fyrir ágangi af Rangá hefir lengi verið garður á tveim stöðum á austurjaðri hennar, sem árlega hefir verið endurbættur af peim búendum Holtamannahrepps, er hana nota til slægna; en nú um nokkur ár hefir Djúpós prengt meir að henni en áður, svo likur póttu til, að hann spillti henni stórkostlega, ef ekki væri að gjört í tíma. Yar pví búfræðingur Ólafur Ólafsson fenginn til að skoða mýrina, mæla hana að stærð oghalla, og álíta, hvað gjört yrði henni til varnar, og fór pað fram í fyrra sumar. Áleit hann, að fram með Rangá og Djúpós pyrfti að byggja fióðgarð, hér-

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.