Suðri - 03.11.1883, Blaðsíða 3

Suðri - 03.11.1883, Blaðsíða 3
79 Ivjósarsýslu á miktð lof skilið fyrir að hafa ráðist í petta stórræði og sýnt í pví framtaksemi mikla og eigi sparað fé til, að brúin yrði svo rammbyggi- lega úr garði gerð, sem frekast voru fóng á. í raun réttri á sýslunefudin pakkir skyldar af öllu landinu, pví að Elliðaárnar hafa opt verið pröskuldur á leið bæði norðan- og vestanpóstanna. J>ess vegna hefur og landshöfðinginn veitt 1200 kr. af fé pví, sem ætlað er til vegabóta á aðalpóstleiðunum til pessa fyrirtækis. Heyrt höfum vér, að brýrnar muni kosta um 7—8000 kr. Doktorsnafnbót. Björn Magn- ússon Ólsen, kennari við latínuskólann. hefur verið erlendis í sumar og kom aptur með seinasta póstskipi 15. f. m. Hann hefur hlotið doktorsnafnbót við háskólann í Kaupmannahöfn fyrir rit- gjörð um rúnir í íslenzkum fornritum, er liann varði 21. sept. Ný lyfjabúð. Markús Johnsen, kandídat í lyfjafræði, hefur fengið konungsleyíi til að setja á stofn lyfja- In'tð á Seyðisfirði. Ný prentsmiðja í Reykjavík. Siginundur Guðmundsson, fyr yfir- prentari við Isafoldar prentsmiðju, lief- ur útvegað sér hraðpressu í Edinburgh í sumar og setur hér upp nýja prent- smiðju nú í haust, og mun hún taka til starfa 1. des. næstkomandi. Nýtt blað í Reykjavík. I hinni nýju prentsmiðju Sigmundar á að koma út nýtt blað. J>að á að heita «Fjall- konan» og á að standa framan á pví mynd fjallkonunnar íslands, sami upp- drátturinn og stendur á export-kaffinu. Útgefandi er «félag eitt í Reykjavík». Ritstjóri er sagt að Valdemar As- mundarson eigi að verða. Valdemar mun kunnur í fiestum liéröðum lands- ins, pví hann hefur víða farið og víða verið, helzt við barnakennslu, pó ekki nema eitt ár í senn sitt í hverjum staðnum, að pví er vér vitum til. Heyrzt hefur, að hr. Steingrímur Thorsteinsson væri höfuðmaðurinn 1 pessu «félagi», en vér getum fullvissað menn um, eptir pví sem hr. Stein- grímur hefur sjálfur sagt, að hann er ekkert við blað þetta riðinn. Sama er og að segja um hr. prentsmiðju- eiganda Sigmund Guðmundsson, að hann hefur sagt oss að hann væri ekkert og vildi ekkert vera við pað riðinn. Hitt er ágizkun, sem enginn fótur er fyrir, að Jón Ólafsson, rit- stjóri «|>jóðólfs», ætli að láta «|>jóðólf» kulna út og gerast undirritstjóri hjá Valdemar. Mun petta sprottið afpví, að «J>jóðólfur» hefur ekki sézt nær pví í prjár vikur (nú er föstudagskvöld, 2. nóv.), par sem vant hefurverið, að einhver snepill af honum sæist á liverjum laugardegi. Iwan Turgenjew. (9. nóv. 1818 — 4. sept. 1883). Að morgni ins 5. sept. p. á. flaug um allan inn menntaða heim fregnin um að bezta skáld Rússa, Turgenjew, hefði látizt daginn áður í Parísarborg. Menn höfðu lengi búist við peirri fregn, pví Turgenjew hafði verið mjög pjáður af sjúkleik in síðustu ár. Turgenjew var tiginborinn maður, kominn af göfugusta ættum Rússa og forfeður hans sumir bera færgðarnafn í sögu Rússa. Sjálfur var Turgenjew ríkur maður og átti jarðeignir miklar. J>egar hann varð myndugur, var til pess tekið, hve mildur og ör hann var við leiguliða sína, enda unni hann snemma frelsi og mannúð og pað svo mjög, að Nikolás keisari, sem illa geð- jaðist að slíkum kreddum, vísaði hon- um burtu frá hirðinni 1852 og valdi honum bústað langt uppi í Rússlandi. Hafði Turgenjew sér pað helzt til dægrastyttingar í xitlegðinni að ganga á veiðar, enda gafst honum pá bezta færi á, að kynnast alpýðu manna, par sem hann heyrði margt og hitti marga á veiðum sínum, er eigi báru kennsl á hann. Skömmu eptir að hann varð laus úr útlegðinni, fór hann úr landi og átti aldrei dvöl að staðaldri í Rúss- landi síðan. |>á var hann 36 ára gam- all. Hann bjó lengstum eptir pað í Parísarborg en stundum á |>ýzkalandi, helzt í Baden-Baden á sumrum. Yar hann jafnan með vinkonu sinni, frú Garcia, er eitt af pjóðskáldum Fraklca, Alfred de Musset, hafði ort mörg kvæði urn forðum; henni unni Turgenjew hugástum. Hann var nógu ríkur til að geta dvalið par sem honum bauð svo við að horfa, og skipt svo opt um bústaði, sem honum leizt. Allt, sem Evrópa átti bezt og fegurst í listum og ípróttum, stóð honum opið. Og að hinu leytinu voru gáfur lians svo marg- breyttar og dómslcýrar (kritiskar), að hann lcunni manna bezt að velja úr, veiða rjómann ofan af pví öllu saman og neyta hans til að mennta skáld- gáfu sína. Turgenjew orti á móðurmáli sínu, rússnesku, en hana skilja fæstir nema Rússar. Hann hefur ort mikið, mest sögur, og er peim snúið á öll mál') í Evrópa nema íslenzku. |>annig pekkir inn menntaði heimur Turgenjew ein- ungis af pýðingum einum, en allt um pað er hann talinn með helztu stór- skáldum aldarinnar. Og pó má geta pví nærri, að mikið og margt í sögum hans hlýtur að hafa afiagazt, margt skáldlegt og fagurt týnzt og glatazt, við pað að ganga frá einni pýðingunni til annarar; og pegar nú pess ergætt, að hjá skáldunum er allt svo mjög komið ') Yilbelm Möller hefur snúið flestum sögum Turgenjews á dönsku og er sú pýbing talin bæði vönduð og góð. Helztu sögur hans þýddar á dönsku eru: En Jægers Dagbog, Foraarsbnlger, Fædre og Sonner, Det unge Rusland o. s. frv. undir málinn eða réttara sagt orð- færinu, pá gegnir frægð Turgenjews og skáldgengi hans hjá öllum mennt- uðum pjóðum mestu furðu. Og pað allt verður einungis skiljanlegt á pann hátt, að snilldarbragurinn á skáldsögum hans er svo mikill, að liann sk.n í gegnum allar pýðingar. Hann hefur valið sér eingöngu rússnesk yrkisefni. Allar höfuðpersónurnar í sögum hans eru Rússar og sögurnar fara optast nær fram í Rússlandi. Hann hefur lýst öllum stéttum í Rússlandi frá prælnum til furstans, en einkum hefur hann ætíð fundið sér skyldt að taka málstað lítilmagnans og ins kúgaða, sýna fram á hróplegt ranglæti og rótgróna for- dóma. |>að er líka mjög pakkað skáld- skap hans, að Alexander keisari II. leysti bændur úr ánauð. Lífinu í stór- bæjunum á Rússlandi lýsir Turgenjew vel og pað er auðséð á öllu, að hann er gagnkunnugur öllum lifnaðarháttum aðalsmanna og inna æðstu stétta í föðurlandi sínu og pekkir pað allt af eigin reynslu. En einu lýsir hann bezt af öllu og pað er inum ómælilegu, dauðakyrru skógum og inum hrikalegu, endalausu heiðageimum Rússlands. f ar er hann í essinu sínu, par á hann heima. Og pað er eins og slíkt eigi betur en nolckuð annað við hans pung- lynda, einveruelska skap. Hann hefur sjaldan mikla ánægju af mönnunum; honum finnast peir óhreinlyndir og svikulir, próttlausir og pollausir, fijótir til stóryrða, en seinir til afreka. Og í raun og veru finnst honum hann vera leystur undan martröð, pegar honum gefst færi á að yfirgefa pað allt og njóta einverunnar og nátturunnar. Stormurinn, sem strýkur skóginum með kaldri hendi og leggur miljónir trjáa að foldu, lætur mikið betur í eyrum hans eu glamrið og háreystið í hálf- vitunum, sem hyggjast græða eitursár ættjarðarinnar, ins mikla Rússaveldis, með ópi og óhljóðum, sem vita ekki hvað peir vilja og hafa ekki kjark til framkvæmda, ef pá rámaði í hvað peir vildu og sem að endingu vilja í raun og vera eitt í dag og annað á morgun. Náttúran er alltaf söm, alltaf jöfn og alltaf sönn. Ið sára punglyndi Tur- genjews, en mikla sorg, sem sló dimm- um skugga á allan lífsferii hans, jafn- vel hvern staf, er hann skrifaði, átti ef til vill rót sína að rekja til pess, að hann fann, að allar inar dýrustu og fegurstu hugsjónir andans, réttlæti, skynsemi, gæðska og almenn gæfa, eru náttúrunni alveg óviðkomandi, að slíkt hefur í raun réttri ekkert algildi í hennar heimi. |>á liggur ofboð beint fyrir, pegar skoðað er ofan í kjölinn, að telja allt pess háttar poku ogreyk, en hallast að náttúrunni, sem inu eina sanna. J>að gat pannig ekki hjá pví farið, að Turgenjew væri realisti, par sem hann eptir skapferli sínu og öllu eðli hlaut að telja ið náttúrlega ið eina sanna. Hann er líka einn af göf- ugustu höfðingjunum í liði realistanna. Hann lirasar heldur aldrei um prösk- ulda pá, sem realistunum er svomjög hætt við að falla um. Sumum peirra hættir við að faraflestum orðum og tala með mestri ánægju um pað, sem ljótast er og viðbjóðslegast í náttúrunnar heimi, en gleyma pví, að allt slíkt getur

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.