Suðri - 03.11.1883, Page 2

Suðri - 03.11.1883, Page 2
78 um bil 2000 faðma langan, og að vinna og áhöld til pess mundi kosta hér um ,hil 5000 kr. Var pá afráðið að fram- kvæma pað, en um greiðslu kostnaðar- ins varð sú niðurstaðan, að eigendur jarða peirra, er mýrin til hejTÍr, greiddu í vinnu eða peningum 6 kr. fyrir hvert hundrað er peir áttu í pessum jörðum; ábúendur sömu jarða unnu (að fáum peirra undanteknum) 2V* dagsverk fyrir hvert hundrað í býlum peirra, og aðrir búendur Holta- mannahreps tæp 3 (2;/») dagsverk að meðaltali fyrir hver 5 hundrað í býlum peirra, og var , peirri dagsverkatölu jafnað niður á menn pessa, eptir peim notum, sem peir beinlínis hafa afSaf- armýri, en pau eru mismunandi. |>egar dagsverkið er reiknað á 2 kr. 50 a. verða tillög pau, sem pegar eru talin um 2800 kr. Sýslunefnd Rangárvalla- sýslu veitti fyrirtæki pessu 400 kr. styrk, búnaðarfélag suðuramtsins sömul. 400 kr., og landshöfðingi veitti af lands- sjóði 766 kr. 67 a., aulc pess að kosta búfræðing til að stjórna verkinu. Verkið var byrjað í júnimán. síðastl., og voru notuð vinnutillög hreppsbúa fram að slætti, en um slátt- inn voru, auk verkstjórans, ráðnir 9 verkmenn frá sjó, og unnu 8 peirra að pví til sláttarloka. G-arðurinn er nú allur hlaðinn, að undanteknum um 400 faðma, sem bíða verða næsta sum- ars; hann er 8—16 fet á breidd og 2—3 fet á hæð, og má fullyrða, að verkmenn allir hafa unnið vel, annars mundi peim ekki hafa orðið svona mikið ágengt, pví verkið var mjög erfitt, bæði vegna pess, að optast varð að vinna ofan í hér um bil 2 feta djúpu vatni, og líka vegna pess, að efni í garðinn var ekki allstaðar við höndina; einkum á verkstjórinn, bú- fræðingur Ólafur Ólafsson, miklar pakkir skyldar íyrir pá stöku elju og vand- virkni, er hann hefir sýnt við petta starf. Fé pví, sem áður er talið, er nú að mestu leyti eytt; einungis er lítið eitt eptir af vinnutillögum hreppsbúa, sem ekki verður nærri nóg til að full- gjöra garðinn; pessvegna var sýslu- nefndin á ný beðin styrks, og er mælt að honum sje heitið með pví skilyrði, að eigendur mýrarinnar leggi fram tvöfalt fé á móts við hann, auk pess sem peir eru búnir að greiða. En vegna pessa skilyrðis er tvísýnt, hvort styrkur pessi verður að notum; pví bæði er pað, að nokkrir af eigendunum munu pykjast búnir að «geravel», og svo .eiga peir víðsvegar heima, svo «smölun» fjárins er einginn hægðar- leikur, einkum ef pað væri ekki ljúf- lega látið af hendi. |>eir geta pó — ekki síður en aðrir, sem stutt hafa að pessu fyrirtæki — sagt: «mikið skal til mikils vinna», pví strax í sumar — prátt fyrir pað að garðurinn var ekki algjörður — sýndi pað sig að hann gjörir ómetanlega mikið gagn. Líka er vonandi, að hann, með nauð- synlegum endurbótum, geti orðið varan- leg trygging gegn eyðileggingu pessa kjörgrips, mýrarinnar. |>ess má geta, að hvatamaður til pessa fyrirtækis var pórður hreppstjóri Guðmundsson á Hala, og hefir hann — pó hann ekkert eigi í Safarmýri — allt til pessa lagt mikið kapp og alúð á, að pað hefði framgang. J>að er pví að nokkru leyti honum að pakka að nú er svona langt komið. Skrifað '°/io 1883. Á. F. Innlendar fréttir. Að norðan. Altureyri 24. sept. 1883: Hér við Eyjafjörð, og sjálfsagt í öllum eystri hluta Norðlendingafjórðungs hefur verið ágæt tíð og árferði í sumar, frá pví maímánuður endaði, pví hann var mjög kaldur, svo allopt snjóaði nótt eptir nótt ofan í sjó. Grasvöxtur varð víðast mjög góður, einkum á túnum og purengi, og heyskapartíðin mátti heita in hagstæðasta, nema hvað síð- ari helmingur ágústmánaður var of votviðrasamur, en in góða og hag- stæða tíð í september hefur bætt úr pví. Bændur hafa pví fengið ný hey með mesta móti og með góðri verkun. Allur porri bænda á nú talsvert færra fé en að undanförnu, pví menn hafa orðið að fækka við sig tvö eða jafnvel prjú undanfarin haust til pess að geta haft nokkra skynsamlega von um að framfleyta skepnum sínum, enda hefur víst ekki neitt teljandi fallið af fénaði úr hungri eða hor í pessum liluta landsins í liarðæri pví sem gekk í fyrra, og mun pó hvergi liafa verið harðari tíð en hér, par sem hafís pakti allt hafið allt vorið og sumarið, og drap allan grasvöxt í nánd við sig, en bann- aði mestallar bjargir af sjó og allar samgöngur á honum og skipaferðir. Hákarlsafli á piljuskipum vorum hér varð góður pegar á allt er litið, og á sumum skipum með öllu dæm- alaus, hálft áttunda hundrað lifrar- tunnur á eitt skip, eða 450 lýsistunn- ur, en hver peirra kostar nú 55—56 krónur. J>orskafli hefur verið með minna móti, en síldarafli virðist muni verða mjög mikill á haustinu, pví fjörður pessi er nú fullur af síld, og Norðmenn, sem hér liggja á eitthvað 70 hafskipum, eru nií teknir að veiða í ákafa. Camoens er nýfarinn héðan með sauðafarm, víst mikið á priðja púsund sauða. Fyrir tvævetran sauð hafa nú fengizt hjá Skotum 20—22 krónur. Lítið verður víst um kjötsölu til ann- ara kaupmanna, peir bjóða annars fyrir sauðakjöt 25 aura pundið, pegar fallið er 44 pund eða par yfir, en fyrir minni fóll 19, 17, 15 aura pundið. 15. p. m. var fjölmenn samltoma við brýrnar á Skjálfandafljóti, sem nú hafa verið fullgerðar í sumar. Brúin yfir meginfljótið mun vera um 80 álna löng, en hún hvílir á klettum svo hvergi er sérlega langt lot, ekki mikið yfir 30 álnir. Aptur er önnur brú á kvísl úr fljótinn nokkuð frá meginbrúnni og er kvíslarbrú pessi yfir lengra millibil milli hamra, víst nálægt 40 álna. Amtmaður vor var á samkomunni við brýrnar og skýrði í snoturri ræðu frá sögu pessarar brúargjörðar. Hvalrekií Vestmanuaeyjum. Und- an Eyjafjöllum er oss skrifað 17. f. m.: Núna fyrir rúmum liálfum mánaði var hvalur róinn upp í Yestmanna- eyjum; 6 stór skip náðu konum um liádegi vestur undir Dröngum og kom- ust með hann um sólarlag austur á Eyði; hausinn var af honum, en hann var á að gizka 30—40 álnir fiiilli sporðs og höfuðs. Heybruni eystra. í sama bréfi stendur: Um pessa daga hefur brunnið hey hjá porvaldi bónda í Núpakoti, að sögu um 400 hesta. J>orvaldur bóndi var sjálfur suður í Reykjavík, er petta varð. Bru á Elliðaámun. Nú er full- gerð brúin á Elliðaánum, eða réttara sagt brýrnar, pví pær eru tvær, sín á hverri kvíslinni. Steinstöplar allmiklir eru hlaðnir beggja vegna kvíslanna, svo peir eru 4 alls; peim megin er að ánni veit eru peir 5 álna háir og 5 álna breiðir, múraðir upp i gegn. Brýrnar eru úr tré önnur 20 álna en hin 17 álna á lengd og 4 álna breiðar; ofan á peim eru rimar til beggja hliða, 1 '/* alin á hæð. Mest verkið hefur verið að hlaða og múra steinstöplana og hafa par unnið að um 20 manns í rúma 3 mánuði, en Björn Guð- mundsson, múrari í Reykjavík hefur veitt verkinu forstöðu. Forstöðu sjálf- rar brúargjörðarinnar hefur Sigurður Jónsson járnsmiður 1 Reykjavík haft á hendi. Sýslunefud G-ullbringu- og

x

Suðri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.