Suðri - 03.11.1883, Qupperneq 4
80
pví að eins orðið skáldskapur, að listin
felli sína snilldarblæju yfir ailt, sem
í sjálfu sér er ófagurt og hjúpi pað
með öllu, pó svo, að sannleikurinn sé
hverjum manni ljós, að náttúran skíni
hvervetna gegnum hjúpinn. [>essa list
kunni Turgenjew flestum skálduui betur.
Varla mun nokkurt skáld hafa kunnað
betur en hann að hnitmiða niður orð-
um sínum. |>ess vegna er pað svo
mikið mein, að geta ekki lesið Turgen-
jew á frummálinu.
|>ess er áður getið, að Turgenjew
var manna punglyndastur. Einu sinni
í samkvæmi, við miðdegisverð með
vinum sínum í Parísarborg, á honum
að hafa orðið að orði: «Menn finna
stundum allt í einu einhvern pef sem
peir geta ekki gert sér grein fyrir og
geta ekki orðið lausir við um stund.
Mér íinnst alltaf eitthvað pess konar
í kringum mig, alltaf sami pefurinn,
lykt af eyðileggingu, dauða ogrotnun».
Ekkert lýsir ef til vill skapferli hans
betur en pessi fán orð. Og pegar öllu
er á botninn hvolft, pá var pað víst
ósköp fátt, sem ið mikla rússneska
skáld trúði og treysti. Og ef pað var
nokkuð, pá var pað ekki rússneskt.
Rússland finnst honum alltaf ið mikla
skipbrotsins land. Turgenjew hefur
lýst inndælum meyjum, sem unnu
hugástum. En pað fer allt sömu leið-
ina. Tældar ástir og sviknar vonir eða
sviknar vonir og tældar ástir — pað
er stefið í öllu pví, sem Turgenjew
hefur um ást ort. Neshdanow nokkur
segir í einni af sögum Turgenjews í
kvæði, sem heitir «svefninn»: «Með
brennivínsstaupið í hendinni hvílir pú
höfuð pitt við norðurheimskautið og
styður fótum á Kákasus, föðurland,
föðurland; svo sefurðu, heilaga Rúss-
land, sefur dauðasvefni og hrýtur hátt,
hvað sem á gengur». Ætli Turgenjew
hefði ekki sjálfur skrifað undir pessa
bitra lýsingu á pólitisku ástandi Rúss-
lands ?
|>ar sem Turgenjews missti við,
kvaddi einn af postulum mannúðar-
innar heiminn. Hann var óskabarn
náttúrunnar, að pví er menn pekkja
til, og pó fullur af vantrú á allt og
efa um allt, en um leið af hjartanlegri
mannúð og heitri elsku.
t
Skúli Líims Einarsson.
(Aðsent)
Inn 1. maí 1882 lézt að Stóru-
Ásgeirsá í Yíðidal merkisbóndinn Skúli
Láms Mnarsson, 45 ára gamall. Hann
var fæddur að Stóruborg 1. maí 1837
og voru foreldrar hans in veglyndu
og vinsælu hjón Einar Skúlason, stú-
dents þórðarsonar, er lengi bjó á Stóru-
borg og kona hans fórdís^ Magnús-
dóttir prests í Steinnesi Árnasonar,
biskups jjórarinssonar á Hólum í Hjalta-
dal. Lárus sál. missti foreldra sína í
æsku og ólst hann eptir pað upp með
föðurbróður sínum, inum alkunna
merkismanni Jóni Skúlasyni á Hauka-
gili í Yatnsdal. Yorið 1861 byrjaði
hann búskap á Ásgeirsá, og giptist
sama vor frændsystur sinni Kristínu
Jónsdóttur, merkisbónda á Lækjamóti
og Steinvarar Skúladóttur stúdents á
Stóruborg; lifðu pau í ástúðlegu hjóna-
bandi par til hún lézt árið 1875; eptir
pað bjó hann í 3 missiri sem ekkju-
maður, en giptist aptur vorið 1877
systurdóttur sinni, ungfrú Jónínu Stein-
vöru Eggertsdóttur óðalsbónda Jóns-
sonar á Kleyfum í Gilsfirði og fyrri
konu hans Onnu Einarsdóttur. Hörn
hans frá íyrra hjónabandi lifa fjögur:
Jón Hafsteinn, Lárus Ingvar, Steinvör
og Skúli Einar. Með síðari konunni,
sem nú harmar einhvern inn bezta og
ástúðlegasta eiginmann eptir að eins
tæpra 5 ára sambúð, eignaðist hann 3
sonu: Eggert og Ásgeir, sem lifa og
Jónas, sem andaðist fám vikum á ept-
ir föður sínum úr mislingaveikinni.
Engum, sem pekkti Lárus sál. gat
dulizt pað, hve ágætum mannkostum
hann var búinn; pað var hvorttveggja
að hann var maður vel ættaður, enda
kom pað snemma í ljós hvern mann
hann hafði að geyma. Hann var mað-
ur sjálfstæður og frjálslyndur í skoð-
unum sínum, einarður og hræsnislaus;
viljinn var einbeittur, hreinskilinn,
staðfastur og einlægur, og pó var hjarta-
lagið blítt og viðkvæmt; viðmótið var
vingjarnlegt og skemmtilegt og fram-
gangan látlaus og bauð góðan pokka
af sér. Hann var búsýslumaður og
starfsmaður inn mesti, en pað, sem
einkenndi starfsemi hans var pað, að
hann vann eigi einungis sjálfum sér
og sínum nánustu til gagns og nyt-
semdar, heldur og öðrum úti frá. Hann
var framfaramaður og unni menntun
og framförum og leitaðist við að efla
livorttveggja í félagi sínu, pví hann
bar heillir pess íýrir brjósti og var
annt um hag pess; í félaginu var hann
ráðhollur og hjálpsamur og tók að sér
málefni peirra, sem minni voru mátt-
ar, ekkna og munaðarJeysingja, pví
hjartalagið var blítt og viðkvæmt og
honum var eiginlegt að gleðja nauð-
stadda og hjálpa peim. Á heimilinu
var framganga lians in sarna, enda
bar heimilislífið á sér siðferðilegan blæ,
og var sannarleg fyrirmynd; hann var
árvakur og reglusamur húsbóndi, nær-
gætinn hjúum sínum; eiginmaður var
hann hinn bezti, hann unni konum
sínum hugástuni, var peim umhyggju-
samur, eptirlátur og ástúðlegur; börn
síu elskaði hann og lét sér mjög annt
um menntun peirra og framfarir. Yfir
höfuð lýsti öll hússtjórn hans sér svo
að par átti heima ið fornkveðna, «að
par var sá húsbóndinn, sem gjörði
garðinn frægan».
|>eim, sem pekktu Lárus sál. mun
eigi hnnast pað oflof, sem hér hefur
sagt verið um liann, og pví er pað
eigi að undra pó tilfinnanlegt skarð
haíi orðið við fráfall hans, eigi ein-
ungis fyrir sveitarfélag hans, sem liefur
par sem hann var, hlotið að sjá á bak
einum inum nýtasta og veglyndasta
félagsmanni sínum, sem með sanni
mátti kallast stoð pess og stytta, held-
ur og sér í lagi fyrir lieimilið, sem
hann veitti forstöðu með sæmd og
heiðri. Ekkjan harmar við fráfall
pessa ágætismanns einn inn bezta og
blíðasta eiginmann, sem í orðsins fyllsta
skilningi bar hana á höndum sér ina
stuttu samverutíð peirra, vinir og
vandamenn trega hann, sem peir virtu
og elskuðu og félagið, sem naut hans
sér með söknuði pað sætið stutt, sem
hann fyllti og sem trauðlega mun verða
jafnvel skipað. Blessuð sé minning
hans.
^YLglýsÍllgaXL
|>essar bækur fást í bandi:
Nýja sálmabókin á 2 kr. 80 a., og á
3 kr.
Passíusálmar á 1 kr. 25 a., og 2 kr.
25 a.
Balles lærdómsbók 68 a.
Biflíusögur 75 a.
Reikningsbækur I. h. 1 kr. 12 a.
Reikningsbækur I.—II. h. 2 kr. 75 a.
Saga Egils Skallagrímssonar 2 kr.
Rímur af Hálfdáni 1 kr. 50 a.
Bækur í kápu:
Brynjólfur biskup 2 kr. 30.
Saga af Sigurði |>ögla 1 kr. 12 a.
Fjörutíu tímar, til að læra af dönsku
1 kr.
Kvöldvökur I.—II. h. 1 kr.
Lýsing Islands 75 a.
Holta-J>órissaga 18 a.
Hjúkrunarfræði 75 a.
Stjörnufræði 1 kr.
Brjef Páls postula 1 kr.
Rit um jarðelda 1 kr. 25 a.
Marteinssaga málara 30 a.
Gaman og alvara 50 a.
Eðlisfræði (stafróf natturu vísinðanna)
1 kr.
Einar pórðarson.
Seint í íýrra sumar tapaðist hér úr
lieimahögum grátt mertrippi, með
hvítleitri stjörnu í enni, veturgamall,
mark: stýpt hægra; ef einhver yrði
var við trippi petta er hann vinsam-
lega beðinn að lialda pví til skila til
undirskrifaðs mót sanngjarnri borgun.
Arbæjarhjáleigu í Holtum a0A 83.
porleifur Guðmundsson.
Hjá undirskrifuðum heíur verið í
óskilum síðan snemma á næstliðnum
vetri grá hryssa líklega nú 3 vetur með
mark biti framan vinstra, og getur
réttur eigandi vitjað hennar til mín
mót sanngjarnri borgun fyrir hirðingu
á henni og pessa auglýsingu; en verði
enginn búinn að gefa sig fram fyiir
næst komandi veturnætur verður hún
seld.
Árbæjarhjáleigu í Holtum 30/? 83.
porleifur Guðmundsson.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
Reykjavík. Prentari: Einar Pórbarson.