Suðri - 01.12.1883, Blaðsíða 1

Suðri - 01.12.1883, Blaðsíða 1
Af Suðra kemur 1 blað út annanhvern laugard. Upp- sögn meS 3 mán. fyrirvara. Árgangurinn 24 blðð kostar 2 kr. (erlendis 3 kr.), sem borgist fyrir ágástlok. Útgefendur: Eiiiar f>órðarso«. Kr. Ó. þorgrímsson. 1. árg. 22. blað. Sampykkt lög. Konungur vor hefur sampykkt pessi lög frá alpingi: 8. okt. fjáraukalög 1882 og 1883, s. d. lög um breyting á tilskipun 13. marz 1861 um vegina á Islandi, s. d. lög um bæjarstjórn á Akureyri, s. d. lög um bæjarstjórn í ísafjarð- arkaupstað, 8. nóv. fjarl'óg fyrir árin 1884 og 1885, s. d. fjáraukalög fyrir árin 1880 og 1881, s. d. lög um að stjórninni veitist lieimild til að selja nokkrar þjóðjavðir, s. d. lög um að stofna slökkvilið á Isafirði, s. d. lög um linun í skatti á ábúð og afnotum jarða og á lausafé, s. d. lög um löggildingu nýrra verzl- unarstaða, s. d. lög um breyting á 2. og 3. gr. lags 11. febr. 1876 um stofnun lœknaskóla í Reykjavík, s. d. lög um afnám konungsúrskurð- ar 20. jan. 1841, s. d. lög um breyting á 7. gr. laga um laun sýslumanna og bæjar- fógeta 14. des. 1877, s. d. lög um að meta til dýrleika nokkrar jarðir i Rangárvalla- sýslu. Utlendar fréttir. Danmörk. í seinustu útlendu fréttum vorum (18. blaði) gátum vér pess, að mikið hefði verið um pólitisk fundarhöld um land allt í sumar, bæði af hálfu vinstrimanna og hægrimanna. Meðan haustannir stóða yfir, slotaði fundarhríðunum nokkuð, en pegar peim var lokið, byrjaði atgangurinn aptur. Einn sögulegastur varð fundurinn í Jyderup á Sjálandi; par sló í handa- lögmál með bændum og lögregluliði, sem kvatt hafði verið til fundarinsfrá Kaupmannahöfn til að halda reglu á fundinum; urðu par mispyrningar allsmildar og skemdust eigi fáir, en enginn meiddist til ólífis. Eptir allar pessar rimmur og róstur var pingið sett í byrjunj októbermánaðar. í fólks- pinginu varð Berg forseti; er pað í fyrsta skipti, að hann nær peirri tign. Berg er aðalforingi inna einbeittu vinstrimanna. IJm leið og hann tók við forsetatigninni gat hann pess, að hann mundi eins og áður taka móti kosningu í nefndir og taka til máls, er sér pætti pess purfa, pótt hann væri forseti. Var hann líka skömmu síðar kosinn í fjárlaganefndina. Berg er «óstúderaður» maður, en tók í æsku barnakennarapróf og var um stund barnakennari, áður hann fór að gefa sig við pingmálum. J>egar hann kom á ping, var til pess tekið, hvílíka frá- bæra elju hann sýndi og hvílíkt kapp hann lagði á að kynna sér öll ping- mál. Opt sat hann í pingsölunum fram á hánótt, sokkinn niður í eld- gömul pingtíðindi og dyraverðir urðu að vísa honum á dyr til pess að geta lokað og fengið sjálfir eitthvað að sofa. Berg varð brátt atkvæðamaður á pingi pví auk pess sem hann var allra ping- manna iðjusamastur, var hann vel viti borinn, svo að eptir fá ár pótti hann manna fróðastur og gagnkunnugastur öllurn pingmálum. Berg er maður vandaður mjög og aldrei hafa fjand- menn hans getað borið honum neitt ljótt á brýn, heldur alltaf klifað á pví, að hann vildi verða ráðherra konungs og komast til valda. J>ví hefur Berg aldrei neitað, enda verður hver heilvita maður að játa, að pað er mark og mið hvers pingflokks að komast til valda og sýna ágæti pingkenninga sinna í viturlegri stjórn lands og lýðs. Að Berg er orðinn forseti fólks- pingsins er ljós vottur pess, að ein- beittir vinstrimenn bera með öllu hina ofurliða, enda fylgja nú inir hógværu vinstrimenn inum einbeittu að öllum málum. Ejármálaráðherrann lagði peg- ar eptir pingsetninguna frumvarp til fjárlaga fyrir fólkspingið. Varpargert ráð fyrir að tekjur ríkisins næsta ár næmu 53’/a miljón, en gjöldin 510/iu miljón. Við fyrstu umræðu fjárlaganna lenti flokkunum fyrst saman fyrir al- vöru. Holsteinn greifi frá Hleiðru hélt pá langa ræðu og bar stjórninni flest á brýn, sem liægt er að gefa stjórn að sök; fórust honum orð á pá 1. desbr. 1888. leið, að öll landsstjórn pessara ráð- herra væri handaskol, vandræði og vitleysur, enda væri ekki við öðru að búast, par sem ráðherrarnir væru lítt nýtir menn, sem öll pjóðin í heild sinni bæri vantraust til. Má af slíku marka, að eigi lítur út fyrir frið og samlyndi á pinginu. |>að er líka allt útlit fyrir, að fólkspingið geri frum- vörpum stjórnarinnar, að fjárlagafrum- varpinu einu undanskildu, enn lægra undir höfði en verið hefur og láti pau eigi svo mikið sem ná að ganga til annarar umræðu, heldur fleygi peim pegar öllum í sömu gröfina. Vér gátum pess í síðustu útlendu fréttum, að mörg af börnum konungs hefðu sótt hann heim í sumar. Mest varð um dýrðir, pegar Alexandar III. Rússakeisari kom með drottningu sinni og börnum peirra. Hann kom á skemmtiskútu sinni, er Derjava heitir og er forkunnarfögur og eitthvert ið stærsta skemmtiskip í heimi; með honum var mikið og frítt föruneyti og fylgdu Derjava allmargir járndrekar úr flota Bússakeisara alla leið til Kaup- mannahafnar. Dvaldi Rússakeisari hjá konungi vorum á sumarhöll hansEre- densborg nær pví hálfan annan mánuð eða fram undir miðjan október. Nokkru eptir komu keisarans kom prinsinn af Vels (Wales); var pá samankomið flest ættfólk konungs: Rússakeisari með drottningu og börnum, prinsinn af Vels með konu og börnum, Georg Grikkjakonungur með konu og börn- um, hertogainnan af Cumberland og krónprinsinn með konu og börnum. |>ess parf eigi að geta, að Rússakeisara fylgdu löggæzlumenn nokkrir rússneskir til að gæta lífs keisarans og lögreglu- liðið í Kaupinannahöfn hafði vandlega gætur á, að enginn byltingamaður (níhilisti) laumaðist inn 1 borgina. Tmsir aðrir tignir menn komu til Kaupmannahafnar meðan Rússakeisari var par, svo sem Óskar Svía konungur og Korðmanna, krónprinsinn af Portú- gal o. fl. |>ar kom og Glaðstone, inn frægi skörungur Englendinga, yfirráð- lierra hjá Viktoríu drottningu. Hann kom á skemmtiskipi einn miklu við í Kaupmannahöfn, en eiginlega fór hann sjóferð til Noregs sér til heilsubótar. Með honum voru ýmsir merkir menn, 85

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.