Suðri - 01.12.1883, Blaðsíða 3

Suðri - 01.12.1883, Blaðsíða 3
87 liún lítil hjá bændum). Fislcur var í háu Terði. Útlend vara: 100 pd. af rúgi 9 kr., 100 pd. af baunum 12 kr., 100 pd. af bankabyggi 13 kr., kaffi 55 a. pd., sykur 45—50 a. |>ess má geta, að verzlanir L. Popps og S. Jakobsens og Friðrikssen borgari keyptu talsvert af hrossum næst- liðið sumar. Verð á hestum mun liafa verið 65—70 kr., á hryssum 45 til 50 kr. í>ó að verzlun pessi væri laus við að liafa pann kost, að nokk- uð væri borgað í peningum, kom hún sér pó vel í pessu ári, pví að fyrir hrossasöluna höfðu seljendur meira til að borga 1 verzlanir. Haustverzlun var sem hér greinir: Kjöt, kroppar, sem vega 40 pd. og par yfir, 25 aur. pd„ 30—40 pd. kroppar 22 a„ pd„ 25—50 pd. kroppar 19 a. Mör 35 a. pd. Gærur af 1. flokki 3 kr„ af 2. flokki 2 kr. 66 a„ af 3. fiokki 2 kr„ af 4. flokki 1 kr. 75 a. Hrossa- kaupmaður Coghill keypti á sauða- sauðamarkaði að Yíðimýri í haust 1100 sauði. Verðið var 17—20 kr. Borg- un öll í gulli og silfri. fetta haust liefur skurðarfé reynzt mjög vel. Sauð- ir hafa lagt sig á 22—25 kr. og sum- ir betur. Húnavatnssýslu 10. nóv. 1883. Haustveðráttan hefir verið in ágætasta; að eins austan kafald 12. f. m„ og norðanhríð 4. p. m. með talsverðri snjókomu; að öðru leyti optast nær gott veður, og frost eigi mikil. Inn 28. f. m. brann liey í Steinnesi, er mælt að 150 hestar af heyi bafi brunn- ið til ösku. í heyi pessu (sem kvikn- aði í) voru um 400 hestar; af pessu voru um 70 hestar í öðrum enda tópt- tarinnar, sem eldurinn komst aldrei 1, en hinu varð bjargað með mikilli mann- hjálp og dugnaði. f>að gjörði mestu erfiðleikana við björgunina, að stór- viðri var á af suðaustri lagði pví log- ann á fjárhús 2, er stóðu, hjá heyinu, og varð að rífa tir peim viðu alla, til að forða peim frá bruna, og var pað mannhætta allmikil, par eð eldhríðina lagði langan veg frá heyinu. Mælt er að bóndi (sem heyið átti) hafi orðið vel við skaða sínum, og vilji helzt enga lijálp pyggja, ætla menn lika, að liann muni hafa nokkurnveginn nægilegt fóður fyrir skepnur sínar, prátt fyrir petta ið mikla tjón er hann varð fyrir. Verzlun hefir verið með daufara móti á Blönduósi í haust og fjártaka lítil; enda hefir verð á kjöti og mör verið par töluvert lægra 'en á Sauðárkrók. Á Blönduósi hefir bezta kjöt verið 22 a. en mör 34. Á Sauðárkróki hefir mest af kjöti verið 25. a. en mör 40. TTm og eptir miðjan f. m. keyptu Borðeyrarkaupmenn fé á fæti í vest- urhluta sýslunnar, og gáfu 25 kr. fyr- ir tvævetra sauði (meira fyrir eldri sauði) og fyrir geldar og vænar mylk- ar ær 20 kr. Fé hefir reynst með vænna móti í haust, en skurðui' er sárlítill nálega allstaðar, óttast menn pví mjög fyrir bjargarskorti pegar á vetur líður. Kornvara mun nokkur til hjá Höepfners verzlunum bæði á Blonduósi og Skagaströnd, en mjög er líklegt, að pað reynist eigi nóg í margra parfir pegar fram á vetur kemur. Fiskaíli var allgóður framan af haust- inu á Skagaströnd og Vatnssnesi; en ógæftir hafa bannað íispileitir nú um langa hríð. Aflalítið mjög á Miðfirði til pessa. Isafjarðarsýslu, 8. nóv. 1883. Sum- arið óvenjulega gott að hagstæðri veðráttu og blíðviðri, pó gjörði tals- verða rigningu í sept., en var pó óvíða til skaða fyrir atvinnu manna. En síðan um veturnætur hefnr tíðin breytzt til umhleypinga og stórviðra og hafa ýmist frostviðri eða slagviðri af land- norðri gengið síðan með vetrinum. Nær pví fiskilaæst pegar róið er, get- ur verið vegna beituleysis, pví síldar eða smokks hefur ekki orðið vart. Heilsufar almennt ekki gott, ýmsir kvillar á ferðum, bæði [taugaveiki, kvef- sótt og fleira, en pó enginn mann- dauði, svo teljandi sé. Fé eða kjöt hefur verið svo dýrt í haust, að eng- in dæmi eru slíks hér um sveitir, pd. frá 30—35 aur.; par af leiðir að marg- ir meðal inna fátækari verða að lifa eingöngu upp á sjávaraflan og pað sem fæst úr kaupstöðunum. Bátur týnd- ist í f. m. á heimleið frá Æðey með tveim mönnum. Einu skólar sýsl- unnar, barnaskóliun hér og í Hnífs- dal byrjuðu á venjulegum tíma, inn fyrri 1. sept. og eru rúm 40 börn á honum, inn síðarnefndi var settur síðasta sumardag með rúmum 20 börnum Gufubátsmálefninu miðar hægt á- fr m, pví pótt einstakir menn t. d. inn alkunni atorkumaður, alpingismaður |>orst. Thorsteinson, séra Sigurður Stefánsson og fleiri góðir menn gjöri allt sitt til að efla og hvetja til pessa brýna nauðsynjamáls, pá vantar pó enn sameiginlegan vilja sýslubúa til að koma fyrirtæki pessu áleiðis, og svo lengi sem menn óttast kostnað og geta ekki séð hvílíka nauðsyn ber til að fá máli pessu framgengt, par sem pessi sýsla fremur öllum öðrum á land- inu er af náttúrinni til svo að segja útilokuð frá öllum samgöngum á landi, pá er ekki við pví að búast, að mál- efnið fái fullan framgang; mönnum hættir hér við, að líta fyrst á sinn eigin hag, og án pess að gæta hins, að hagur og velferð héraðsfélagsins er líka hagur og velferð hvers einstaks. Dalasýslv, 10. nóv. 1S83: Tíð hefur verið hrakviðrasöm og storma- töm. Frost engin. Snjór lítill. Næg jörð. Fé í afarháu verði; sauðir 20— 30 kr.; mylkar ær hafa verið seldar, allar vænnri, 20 kr.; verturgamalt 14 —20 kr. Skurðarfé hefur reynzt í betra meðalagi, eðajafnvel betur; sök- um fjárfæðar hefði yerið fyrirsjáanleg hungursneyð, ef ekki hefði gjafakornið komið eins mikið og komið hefur. Allir hafa heyjað í meðalagi; sumir hetur. Sveitarpyngsli hafa töluvert aukist t. d. 1 Saurbæjarhreppi um '/s eða par yfir. Engir nafnkendir hafa dáið. Heilsufar gott. Sunnudagaskóli. Stúdentafélagið hér í bænum heldur áfram sunnudaga- skólakennslu sinni sem pað hóf í vor. Bæjarstjórnin leggur til kennslustofur 1 barnaskólanum, hita, ljós, pvott, allt ókeypis. Skólinn byrjaði fyrra sunnu- dag 18. nóvember. J>á voru komnir 110; fleirum er eigi hægt að taka við í bráð. Vegna rúmleysis var stúlkum eigi veitt viðtaka og höfðu pó ýsmar farið pess á leit. Af pessum 110 eru ekki fullir 20 utanbæjarmenn, 55 eru sjómenn, 33 iðnaðarmenn, hinir vinnu- menn, eða unglingar í foreldrahúsum. Enginn tekinn á skólann yngri en 15 ára. Hér um bil 70 læra reikning, 30 skript og jafnmargir réttritun og fullir 40 hvort málanna um sig, en pau eru danska og enska. Eitthvað um 20 stúdentar og kandídatar skipt- ast á um að kenna. Kennslan veitt ókeypis. Fyrir skólanum standa peir Gestur Pálsson, Indriði Einarsson og J>órhallur Bjarnason. Mannalát. Séra Guðjón Hálf- dánson, prestur að Saurbæ í Eyjafirði lézt 25 okt. p. á. Hann fæddist 1833 var útskrifaður úr Reykjavíkurskóla 1856, af prestskólanum 1858 og vígð- ist til Flateyjar 1860. Síðar var hann prestur að Glæsibæ í Eyjafirði, Dverga- steini 1 Múlasýslum, Krosspingum í Rangárvallasýslu og seinast að Saurbæ í Eyjafirði. Séra Guðjón sál. var vand- aðasti maður, lipur prestur og vellát- inn af öllum. — pórður Sigurðurðson, hrepp- stjóri á Fisklæk í Borgarfirði dó 21. f. m. Hann hafði verið nær pví 30 ár hreppstjóri i Leirá- og Melasveit og staðið vel í stöðu sinni. -— Inn 12. dag ágústmánaðar p. á. andaðist að Kröggólfsstöðum í ölvesi merkisbóndinn Sigurður hreppstjóri G í s 1 a s o n. Hann var fæddur á Krögg- ólfsstöðum, 5. okt. 1820; ólst par upp hjá foreldrum sínum, merkishjónunum Gísla Eyjólfssyui og Solveigu Snorra- dóttur, og eptir að hann var uppkom- inn dvaldi hann enn lengi hjá peim í vinnumanns stétt. En er hann var kominn hátt á fertugsaldur (árið 1857) byrjaði hann búskap á nokkrum hluta Ivröggólfsstaða móti föður sínum, og kvongaðist sama ár og gekk að eiga Valgerði ögmundsdóttur, frá Bíldsfelli í Grafningi, og lifðu pau saman í hjónabandi hér urn bil 26 ár. jpeirn varð 11 barna auðið, og lifa af peim 7, 4 synir (einn af peim er Ögmund- ur, útskrifaður úr Möðruvallaskóla), og 3 dætur og 1 af peim gipt. 16 in síðustu ár æfi sinnar hafði hann á hendi lireppstjórastörf í ölveshreppi og einnig hreppsnefndarstörf, eptir að in nýja sveitarstjórnarskipun komst á.. 5. desember 1881 var hann af Frakka- stjórn sæmdur heiðurspeningi úr silfri. Sigurður sál. var allvel gáfum búinn, og vel að sér mörgum fremur í sinni stétt, hreinskilinn, fjörugur og frjáls- mannlegur í allri framgöngu, einkar- gestrisinn og greiðvikinn við hvern sem í hlut átti, konu og börnum inn tryggasti og umhyggjusamasti ástvinur. í inni opinberu stöðu sinni var hann ötnll, framtakssamui' og ósérhlífinn, og hugsaði um hag sveitar sinnar engu síður, en sinn eigin, og hefir félagið með honum rnisst einn af sínum rnerk- ari og betri liðsmönnum. Hans er pví að maklegleikum saknað bæði afpeim sem nær stóðu honum og fjær og minning hans geymd í heiðri. x. -f y.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.