Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 3

Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 3
103 grein þessi eigi heima hjá. Slíkir vesturfarar geta húizt við, að þurfa að fara sjóferðirnar tvær, og standa svo, pegar allt er húið, á sama blettinum og peir lögðu á stað frá, jafnúrræða- lausir og áður. Gufuskipafélagi pví, sem flytur slíka vesturfara, er pröngv- að til flytja pá aptur pangað, sem pað tók pá, og pað hafa pegar orðið mjög alvariegar og miklar rekistefnur út úr pví, ef eitthvert gufuskipafélag hefur viljað komast hjá pessari skyldu sinni. Útflutnings-„agentar“ peir, sem valda slíkum ónotum fyrir félag pað, sem peir eru umboðsmenn fyrir, fá náttúr- lega að kenna á afleiðingunum og pess vegna mun bezt að hyggja vandlega að hverjum einstökum vesturfara og kynna sér kringumstæður hans, áður en ferðabréf er gefið honum. Eeykjavík 25. okt. 1884. Póstskipið „Laura“ fór héðan að morgni 20. p. m. Með pví fóru cand. med. & chir. þorgrímur fórðarson með frú sinni, ungfrúrnar Guðrún Waage og Guðný Jónsdóttir, verzlunannaður D. Petersen o. fl. Prestar og prestaköll. Landshöfð- inginn veitti 21. p. m. Grundarþing í Eyjafjarðarprófastsdæmi séra Jónasi Jbnassyni á Stóruvöllum. Prestvígsla. Sunnudaginn 18. p. m. vígði biskup landsins, Dr. theol. Pétur Pétursson, prestaskólakandídat Arna Jónsson prest að Borg á Mýrum. Laugarnes. Bæjarstjórn Keykja- víkur hefur ályktað að kaupa Laugar- neseignina handa bænum fyrir 10,200 krónur. Amtsráðskosning í norður- og' austuramtinu. Dmboðsmaður Benidilct Blöndal Dbrm. í Hvammi í Vatnsdal var kosinn amtsráðsmaður með 35 atkv. í stað séra Arnljóts Ólafssonar. Kandí- dat Páll Vigfússon á Hallormsstað hlaut 25 atkv., og varð pannig vara- amtsráðsmaður. I amtsráði norður- og austuramtsins sitja pannig nú aulc forseta, amtmanns Havsteen, peir um- boðsmennirnir Einar Ásmundsson í Nesi og Benedikt Blöndal í Hvammi. Fjárkaup. Herra Coghill kom að norðan um iniðjan pennan mánuð og hafði keypt á sjötta þúsund fjár fyrir norðan og austan, sem hann sendi með «Craigforth» til Englands frá Borðeyri, Akureyri og Seyðisfirði. Eugiu ný ey við Reyjaues. Eins og vér gátum um í 23. bl. «Suðra» fóru nokkrir foringjar af frakkneska herskipinu hinu minna «la Eomance» suður á Keykjanes og póttust pá eptir tilvísun vitavarðarins sjá hina nýju eyju og mældu afstöðu hennar. Síðar fór herskipið danska „Ejdla11 fyrir Keykjanes og leitaði par alstaðar að hinni nýju eyju en fann ekkert, eins og skýrt er frá í 25. bl. „Suðra“. Nú hefur skipstjórinn á liinu frakkneska herskipi „la Romance“ ritað lands- höfðingjanum bréf frá eynni Wight 14. f. m. og hefurherra landshöfðing- inn góðfúslega sýnt oss bréf pað. Skýrir hann par frá, að hann hafi, pegar hann fór héðan, leitað hinnar nj?ju eyjar, en ekki fundið og telur hann pað með öllu áreiðanlegt, að engin ný ey sé á svæði pví, er um sé að ræða. Scgiiýhann að foringjar peir, er farið hafi áf skipi sínu til Reykjaness, hafl látið blekkjast af skýrslu vitavarðarins og ætlað eitt af Geirfuglaskerjunum (Geirfugladranga ?) nýja eyju, af pví að pað sker sé ónákvæmlega sett á sjókortinu. J>ess má enn geta, að Paterson konsúll hefur séð uppdrátt pann, er foringjarnir af frakkneska herskipinu sendu landshöfðingjanum, af eyjunni hinni nýfundnu, og kannast við, að pað sé sama eyjan og sú, er hann hafði séð. Má pví nú telja víst, að pessi nýja eyja við Reykjanes, sem svo mikið hefur verið um talað, sé ekkert annað en eitt af Geirfuglaskerj- unum gömlu og eptir lýsingunni að dæma helzt Geirfugladranginn. Aö noi'öau. (Bréf úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu 27. sept. p. á.): Tíðin hefur verið afbragðsgóð hér norðan- lands í allt sumar siðan í maímánuði að norðanáttum linnti og veðráttan snerist til suðurs. Eg man ekki eptir heyskapartíð blíðari og hagstæðari, par sem aldrei hefur komið úrfellakafli til nokkurs baga, aldrei hvassviðri og ald- rei svo mikið sem snjóað á bæstu fjöll. Hér í dalnum og víðar er pví heyafli með langmesta móti, bæði var grasið ágætt og nýtingin góð og liagkvæm. Víð Skagaströnd hefur fiskafli verið í sumar allgóður með köflum, og n ú útlit fyrir að afli verði í haust, ef gæftir bregðast ekld. En nú er skipt um tíð, kominn snjór yfir allt og norðanstormur, sem byrjaði hér 21. p. m. með bleytuhrakviðri til byggða og snjó á fjöllum; varð pví versta veður í fjárleitir, sem pá stóðu yfir, svo pær urðu að litlum notum og er nú ráð- gert að leggja upp aptur í almennar göngiii' hve nær sem gefur. Eé pað, sem heimzt hefur af afréttum, er með vænsta móti, einkum veturgamalt fé, sem sagt er, að Coghill vilji pó ekki kaupa í haust. Kjötverð á Blönduósi er skrifað pannig: Bezta kjöt á 22 aura pundið, meðalkjöt á 19 og lakasta kjöt á 17 ; bezti mör á 30 aura pundið annar ekki tekinn; gærur af sauðum prévetrum og eldri á 3 kr., tvævetrum á 2 kr. 50 a. og veturgömlum á 2 kr. Á Blönduósi mun kjöt lakast borgað af verzlunarstöðum hér, pví talsvert betra fréttist frá Borðeyri og Sauðárkrók og Akureyri. |>að mun naumast hyggilegt af kaupmönnum, að borga nú illa kjöt, pví bæði er íé með langvænsta móti og ef menn fengju pað vel borgað, mundi pað verða hvöt fyrir flesta að reyna til að losast við verzlunarskuldirnar, sem kaupmönnum mun pó vera fullt áhugamál að reyna til að ná inn. Matthías Jocliumsson. (Jijóömæli eptir Matthías Jochumsson. Með mynd höfundarins. Kvík. Á torlag Kr. Ó. porgrímssonar 1884). Áður en eg fer að tala um Matthí- as sjálfan og kvæðin, skal eg fara fá- einum orðum um fráganginn á bókinni. Allt pað, sein kostnaðarmaðurinn hefur hér lagt til, er prýðilega vandað, papp- írinn hinn bezti og prentun vönduð i alla staði, og pað er auðséð á öllu, að hann hefur ekki liorft í skildinginn, sem menn segja, til pess að allt, sem í lians valdi stóð, yrði sem bezt. En prófarkalesturinn er hraparlega af hendi leystur. Hirðuleysið skarar svo úr hófi, að heilu kvæði er sleppt úr ljóðflokk einum (Mansalsljóðum Longfellows) og er svo bætt við aptast í bókinni og par er sagt að pað hafi ,fallið úr réttri röð af vangá“! Skárri er pað nú vangáin; mér skyldi engin furða pykja, pó pað kæmist upp, að 10. hvert kvæði, sem í bókinni átti að st mda hefði «fallið burt af vangá* ; pví pegar menn geta ekki lialdið sam- an kvæðum, sem eru númeruð niður með tölustöfunum 1 — 8, hvað getur pá ekki orðið af binum kvæðunum, sem ekkert númer hafa? |>á eru nú prentvillurnar ekki fáar. J>ær fylla alveg út stigann frá stórlýtum niður að smálýtum, en eru pó flestar nátt- úrlega ofarlega í stiganum. J>ær ríma var á móti Skor (87—88), segja um Egil gamla Skallagríinsson„aHa skelfdu„ (49), segja ekki „höndin“ heldur „hönd- ins“ (58) líklega til að «punta upp», ,falda“ fyrir ,Jaldar“ (94), „signdi“ fyrir „sýndi“ (120) „hrand“ fyrir „grand“ (125), búa til ný orð svo sem „hlíftjöid“, o. s. frv., o. s. frv. Samkvæmninni í réttrituninni lýsir ef til vill ekkert betur en að „dimt“ og „dimmt“ stendur sitt á hvorri blaðsíð- unni (82—83), beint hvort á móti öðru. 1 pessari bók kemur yfir höfuð flest pað fyrir, sem óprýðapykir próf

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.