Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 1

Suðri - 25.10.1884, Blaðsíða 1
\t Suðra koma 8 blöð út á mánuði. Uppsögn með 3 mán. fyrirvara frá ára- mótum. Argangurinn 34 blöð kostar 3 kr. (erlendis 4 kr.), sem borgist fyrir ágústlok ár livert. arg. Rejkjavík 25. okóber 1884. 27. blað. Aiiprlýsiiig um að birta í blaöinu „Suðra" aug- lýsingar þœr, sem um er rætt í opnu bréfi 27. maí 1859. Samkvæmt þeim myndugleika, er ráðgjafinn fyrir ísland hefur veitt landshöfðingjanum, er hér með fyrir- skipað: Erá 1. janúar 1885 skal, þangað til öðruvísi verður ákveðið, birta í blaðinu «Suðra», er út komur í Reykja- vík, auglýsingar þær, sem um er rætt í opnu bréfi 27. maí 1859, um breyt- ing á reglum peim, er gilda á íslandi um auglýsingar í blöðunum í vissum tilfellum, og sem eptir auglýsingu dómsmálastjórnarinnar 27. júní s. á. átti að birta í blaðinu <>|>jóðó]fi» þangað til öðruvísi yrði ákveðið. Jetta er hér með kunngjört öllum hlutaðeigendum til eptirbreytni. Reykjavík, 16. dag októberm. 1884. Landshöfðinginn yfir íslandi. Bergur Tliorberg. Sauðfénaðarskurður. |>að er lítil ánægja fyrir þann, sem einhverja tilfinningu hefur fyrir því, að vel sé farið með skepnur og hugsar til þess, að þær hafa tilfinningu, þó þær vanti málið, að ganga hérum göturnar um sláturtímann á haustin. J>að er bæði synd og skömm til þess að hugsa, að vér íslendingar skulum ekki vera lengra komnir í meðferð á sauðkindum vorum en svo, að ver getum ekki einu sinni stytt líf þeirra, sem fjarskalega víða eru sannkallaðar eymdarstundir, nema með þeirri aðferð, sem hverjum manni ætti að blöskra. Hér í Reykjavík og líklega víða í kaupstöðum út um lander það algengt, að kindurnar eru látnar svelta, kannske svo dægrum skipti, áður en þær eru leiddar á pyndingarstaðinn. Svo þegar stundin er komin, þá er kindin heldur óþyrmilega leidd út á aftökustaðinn, þar sem hún sér aðrar nýskornar sprikla hauslausar í dauðateygjunum, sumar liggja hálfflegnar og nokkuð flegnar til og frá og blóðugir hausar og blóð- ugar gærur liggja eins og hráviði víðs- vegar um völlinn, sem opt og tíðum flóir allur í blóði. Svo tekur skurð- armaðurinn við kindinni, leggur hana niður, sezt svo sjálfur ofboð makinda- lega ofan á hana, stingur hnífnum í munn sér, grípur annari hendi um snoppuna á kindinni, stingur þumal- fingrinum inn í munninn og keyrir hausinn aptur á bak, meðan hann með hinni hendinni er að greiða til ullina á hálsinum á henni; hann fer ekkert óðslega að; þess þarf heldur ekki með, kindin getur ekkert nema spriklað dá- lítið, hvaða ósköp sem bún tekur út af dauðaótta, því annar heldur fótun- um rígföstum og hinn liggur ofan á henni. Og svo er nú farið að skera. Fyrst er skorinn einn skurður inn í hálsinn og þar við er látið sitja um stund, meðan er að blæða; svo er verið að smákrukka í sárið til að Örfa blóð- rásina og kippa bausnum aptur á bak, svo að kvalirnar verða hinar óbærilegustu fyrir aumingja skepnuna. Og meðan á öllu þessu stendur, er skurðarmaður- inn venjulega hlægjandi að ganntast eitthvað við vinnukonuna, sem hrærir í blóðinu eða segja einhverju slátur- vallar-fyndni við þann, sem heldur fótunum, t. d. að mörhljóð sé í blóð- bununni eða eitthvað þess háttar. J>að er auðvitað að menn [eru mísjafnlega lengi að skera, en venjulega og eigin- lega aðferðin er sú, að skera ekki haus- inn af kindinni, fyr en hætt er að blæða. Vér liöfum að minnsta kosti horft á mann vera í 10 mínútur um að skera eina kind. I tíu mínídur! Að hugsa sér hvaða kvalir skepna tekur út, sem verið er að smáskera af hausinn í 10 mínútur. En í raun og veru lítur svo út, sem engiun lifandi maður hugsi, að kindin finni nokkurn skapaðan hlut til. Sjaldan sjást menn með öðrum eins ánægju- og gleðisvip eins og þegar þeir eru að slátra; það er fjör í piltunum þá og of til vill ekki síður í stúlkun- um. Vitaskuld er það, að sumt sem menn sjá fyrir sér frá blautu barns- beini, hugsa menn nær því aldrei um, hvernig sé varið í raun og veru, hvort það sé gott eða illt, ljótt eða fallegt. Menn telja það öldungis í hugsunar- leysi gott og blessað, fyrst það nú einu sinni er orðinn gamaJl landsvani. Og hvað meðferð á skopnum yfir höfuð snertir, þá lítur margopt svo út, sem sumir menn séu svo gerðir, að þeir haldi, að engin lifandi skepna finni til 101 nema mennirnir. J>eir gætu vel skilið það, að sá dauðdagi, sem þeir velja sauðkindunum, væri hinn hryllilegasti og voðalegasti, sem hugsast gæti, fyrir menn. En þess gæta þeir ekki, að sauðkindin hefur í pessu efni sjálf- sagt sömu tilfinningu og maðurinn: sömu elsku til lífsins, somu skelfingu fyrir dauðanum og sömu sársaukakvöl. Aumingja sauðkindin! Æfin hennar hér hjá oss er býsna laugt frá því, að geta kallast sældaræfi. Hún fæðist venjulega einhversstað- ar úti í haganum, kaldan vordag, stund- um í hríðarbil og opt undan móður, sem er svo kvalin og horuð undan vetrinum, að hún getur naumlega fætt hana. Ef hún svo ekki strax drepst úr kulda og eymd, þá tekur opt og tíðum hálfu verra við. Víða er húu látin í köld og óþrifaleg hús, víða sveltur htín meira og minna á hverjum vetri, víða er henni beitt út optar en veður leyfir;, til þess að standa í hríða- næðingunum og naga hvert strá, scm stendur upp úr gaddinum, og sumstað- ar er hún reisa og nærri dauð úr hor að minnsta kosti annaðhvort vor. Og þegar svo ullin er tekin af henni á vorin, þá er hún opt og mörgum sinn- um nærri króknuð úr kulda. Og allt- af endar svo þessi góða æfi hennar á sama hátt - það er að segja ef hún hrapar ekki fyrir björg svo að brotnar í henni hvert bein, hrekst í sjóinn í haust- eða vorstormunum, eða þá drepst úr hor, sem er nú tíðast — alltaf á sama hátt. Einn góðan veðurdag tekur einhver hana, sezt ofan á hana, sting- ur upp í hana þumalfingrinum með mesta gælusvip og smákrukkar svo af henni höfuðið í makindum sínum! Og þetta er nu sú skepna, sem þjóðin má þakka það, að hún er til á íslandi, því ef sauðfé þrifizt her ekki, þá dytti engum lifandi manni í hug að byggja þetta land. Ætli það væri nú okki kominn tími til fyrír oss, að reyna til að hætta þeirri aðferð við dráp sauðfénaðar vors, sem sjálfsagt er einhvor hin grimmd- arlegasta og kvalafyllsta fyrir skepnuna, sem hugsast getur? Við dráp á stór- pripum vorum höfum vér aðra aðferð, svæfingu, sem er langtum betri, og það er sú aðferð, sem höfð er við sauð- fjárdráp erlendis, að minnsta kosti í Danmörku. J>að ætti að vera ofboð auðvelt fyrir oss, að taka upp, að við

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.