Suðri - 19.08.1885, Blaðsíða 4

Suðri - 19.08.1885, Blaðsíða 4
104 a, að ganga undir burtfararpróf við hinn lærða skóla; b, að njóta kennslu og taka burtfararpróf við binar æðri menntunarstofnanir landsins*. Reykjavík, 19. ágúst 1885. þingiii. Neðri deild kaus á fundi sínum 14. p. m. Eirík Briem gæzlu- stjóra við hinn fyrirhugaða landsbanka. Efri deild kaus á fundi sínum í dag Jón Pétursson hinn gæzlustjór- ann við hinn fyrirhugaða lands- banka. Á íundi deildarinnar 16. p. m. endurkaus neðri deild Dr. phil. Grím Thomsen yfirskoðunarmann lamls- reikninganna. Efri deild kaus á fundi sínum í dag Magnús Stephensen hinn yfirskoðunarmann landsreikninganna. Drukknun. Á sunnudaginn 10. p. m. drukknaði í Markarfljóti Bjarni Thorarensen frá Móeiðarhvoli, sonur Skúla sál. Thorarensens heraðslæknis, maður á prítugsaldri, ógiptur dugnað- ar- og efnismaður. l’rófastur settur. Biskup landsins hefur sett séra Guðmund Helgason, prest í Reykholti, prófast í Borgar- fjarðarprófastsdæmi. Verðlag á vörum í Itvík í kauptíðinni: I. verðlag á íslenzkum vörum: Saltíiskur (málsfiskur), skpd. á 50 kr. (smáfiskur), — - 40 — Isa . ... . . — - 30 — Lýsi soðið . . . tunn. - 26 — Lýsi lirátt . . . — - 30 — Gota .... . — - 14 — Ull hvít . . . pundið - 50 au. TT11 mislit . . — - 35 — Dúnn .... — - 18 kr. 11. verðlag á útlendum v'órum: Rúgur .... 100 pd. á 9 kr. Bankabygg . . 14 — Baunir . . . 12-13 — Rúgmjöl . . . 10 — Overheadmjöl 10-11 — Grjón (hálfgrjón) 13-14 — Kol .... . tunn. - 472-5 — Salt .... — - 4 kr. 75 a. Kaffi . . . . pundið - 48-60 au. Kandíssykur . . — - 28-36 — Hvítasykur . . — - 24-30 — Exportkaffi . . — - 35-40 — Neftóbak . . — - 1 kr. 40 a. Munntóbak . . — - 2 — Brennivín . potturinn - 80 aura Steinolía . . - 22 — Læknisráð (eptir «Vort Hjem»). Fótakuldi. J>að er ætíð illt og stundum hættulegt að hátta kaldur á fótum. Menn, sem sitja kyrrir mestan hluta dagsins, og peir, sem ganga mikið, hafa eins og kunnugt er mikinn fótakulda. pegar kalda loptið á kvöldin kemst að fótunum, verða fæturnar rakir og ískaldir, og blóðið j stígur til höfuðins, svo menn geta eigi sofnað. p>ess vegna er bezt að verma dálítið fæturna áður menn fara að hátta. J>að eru einkum heilsutæpir og taugaveikir (nervöse) menn, sem hættast er við fótakulda, en einkum peir eiga umfram allt að varast að hátta kaldir á fótum. Heilsutæp böru. Dr. Coppland varar menn við, að láta ungbörn sofa hjá gamalmennum, pví svo virðist sem gamalmennin dragi einhvernveginn lífs- krapt úr börnunum. Dr. Coppland skýrir frá mörgum dæmum til að sanna petta. Segir hann að ýms börn, sem látin voru sofa hjá ömmum sínum, hafi smátt og smátt orðið heilsutæp, en batnað, pegar pau voru látin sofa annarstaðar. Hið sama segir hann og að stundum eigi sér stað, pegar ungar stúlkur giptast gömlum mönnum. Auglýsingar. HÚSNÆÐI. í miðjum bænum fást til leigu í góðu og nýju húsi 3 rúmgóð og björt herbergi, ásamt eldhúsi og geymslu- herbergjum. Ritstjóri pessa blaðs vísar á. [117 Uppboðsauglýsing. Eptir kröfu bœjarfógetans í Beykja- vík í bréfi dags. 21. þ. m. verður neðanrituð húseign á Akranesi, til- heyrandi þrotabúi fyrrum kaupmanns Jons Guðnasonar í Reykjavík, boðin upp við þrenn opinber uppboð eins og hér segir: laugardaginn 15. ágúst 1885, kl. 12 á hádegi, laugardaginn 29. ágúst 1885, Id. 12 á hádegi, miðvikudaginn 16. sept. 1885, kl. 12 á hádegi. Hús þetta, semer tvíloptað timburíbúð- arliús, og stendur á svonefndri Kross- hmlóð á Akranesi, er 14 ál. á lengd og 10 ál. á breidd; undir því er kjallari og auk ibúðarherbergjanna er og í því verzlunarbúð og geymslu- pláz fyrir vörur; húsinu fylgir leigu- liðaréttur til lóðar þeirrar, er það stendnr á og umhverfis það liggur, og er lóð þessari í leigidiðasamningi rnilli lóðareigandans og húseiqandans, dags. 20. júlí 1883, lýst þannig, að hún sé: „3 faðmar vestur fráhúsgafl- inum, 7 faðmar norður frá húshlið- inni, 4 faðmar austur frá húsendan- um og tilhlýðilegt gangrúm að sunn- anverðu, eða með 'óðrum orðum, 12 faðmarí 4horn“; enn fremur fylgir lending og uppsátur fyrir 1 róðrar- skip og 1 uppskipunarskip, svo og bryggjustæði og aðgangur til sjóar eins og verzlun sú, sem þar er rekin, hefir þörf á; hina nefndu lóð er húseigandinn skyldur að umgirða; árlegt lóðargjald er 75 kr. og hefir landeigandi með samningnum áskilið sér 1. veðrétt í húsinu fyrir skilvísri borgun þess; leigumáli þsssi á að standa óbreyttur um 20 ár talin frá 1. júní 1883. Tvö hin fyrstu uppboð fara fram á skrifstofu sýslunnar, en hið þriðja og síðasta uppboð verður haldið hjá húseign þeirri, er selja á. Samhvœrnt opnu bréfi 22. apríl 1817 er auglýsing þessi einnig til athugunar fyrir veðliafendur. Söluskilmálar og 'ónnur skilríki, er snerta ofannefnda eign, verða til sýnis hér á skrifstofunni frá 10. ág. næstkomandi. Skrifstofu Mýra og Borgarfj.sýslu 30. júlí 1885 Guðm. Pálsson. [H8 Til atlragiaiiax*. Vér undirritaðir álítum skyldu vora, að biðja almenning gjalda var- huga við hinum mörgu vondu eptirlíkingum á Bruma-lífs-elixír peirra Mans- f'eld Búllner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; pykir oss pví meiri ástæða til pessarar aðvörunar, sem margir af eptirh'ermum pessum gera sér allt far um, að líkja eptir einkennismiðunum á egia glösunum, en efnið í glösum peirra er ekld Brama-lífs-elixír. Vér höfum um langan tíma reynt Brama-lífs-dixír, og reynzt hann vel, til pess, að greiða fyrir melting- unni og til pess að lækna margskonar magaveikindi, og getum pví mælt með honum sem santiarlega heilsusömum „bitter“. Oss pykir pað uggsamt, að pess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof pað skilið, sem frumsemjendurnir veita peim, úr pví að peir verða að prýða pær með nafni og einkennismiða alpektrar vöru til pess að pær gangi út. Harboore ved Lemvig. Jens Christjan Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Kr. Smed R'ónland. J. S. Jensen. J. C. Poidsen. Gregens Kirk. L. Lassen. L: Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. Laust Chr. Christensen. J. P. Emtkjer. Chr. Sörensen. K. S. Kirk N. B. Nielsen. Mads Sögaard. N. E. Nörby. [119 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsson. Útgefandi og prentari: Einar þóróarsou.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.