Suðri - 30.11.1885, Síða 3

Suðri - 30.11.1885, Síða 3
143 ur 2. p, m. á Amalíuborg útgefið op. ið bréf svo hljóðandi: J>ar eð alþingi hefur fallizt á frumvarp til stjórnar- skipunarlaga um hin sérstaklegu mál- efni íslands, sem fer fram á breyting á stjórnarskrá 5. jan. 1874 um þessi málefni, pá verður samkvæmt 61. gr. í lögum þessum að leysa upp alþingi það sem nú er. Eyrir því bjóðum vér og skipum fyrir á þessa leið: Alþíngi, sem nú er, er leyst upp. Eptir þessu eiga allir hlutaðeigend- ur sér þegnlega að hegða. Nýjar Alþingiskosniugar. Sama dag hefur konungur í öðru opnu bréfi fyiirskipað nýjar alþingiskosningar á tímabilinu frá 1—10. júnímán. 1886 að báðuin dögum meðtöldum. Aukaþing 28. júlí 1886. í hinu sama opna bréíi hefur konungur stefnt alþingi sarnan til aukafundar 28. júlí 1886, er eigi skuli standa lengur en 1 mánuð. Konungleg auglýsing til íslend- inga. Enn hefur konungur sama dag gefið út auglýsingu til íslendinga um stjórnarskrármálið og skal auglýsingin verða prentuð í næsta blaði ísafjarðarsýsla og bæjarfógetaem- bættið á ísafirði er veitt 6. þ. m. settum sýslumanni og bæjarfógeta, cand. juris Shúla Thoroddseu. Forstiiðumannsemhættiðvið prestft- skólann er veitt 1. þ. m. prestaskóla- kennara Helga Hálfdánarsyni. (Auk hans sótti séra Jónas Guðmundsson á Staðarhrauui). Fensmark náðaður. Með konungs- úrskurði 6. þ. m. er hegniugu þeirri, er Fensmark var dærndur í við lands- yfirréttinn, 8 mánaða betrunarhús- vinnu, breytt í 3 mánaða einfalt fangelsi. Um sama leyti sem Fensmark var dærndur í þessa liegning við landsyfir- réttinn, var þar líka dæmt mann- tötur úr Árnessýslu í sömu hegning, 8 mánaða betrunarhúsvinnu, fyrir að hafa stolið einu lambi og þó var umtalsmál um, livort þessi mann-aumingi væri mcð öllum mjalla. Embættismaðurinn með 27000 kr. sjóðþurð sleppur með 3 mánaða eín- falt fangelsi! En auminginn, sem hefur stolið einni lambkreistu, fær 8 mánaða bet- runarhúsvinnu! Skrifað er frá Kaupmannahöfn, að landshöfðinginn hafi efdci lagt með því, að Fensmarlc yrði náðaður, en aptur á móti muni landsyfirrétturinn hafa gefið náðarbón Fensmarks góð með- mæli. Hvort sem ráðherrann npp á eigið cindæmi eða með meðmælum landsyfirréttarins hefur ráðið konungi til að náða Fensmark, þá mun það sannast áður lýkur, að þessi náðun á Fensmark var frá landsstjórnarinnar eigin sjónarmiði lang óhyggilegasta bragðið, sem gripið var til í þessu Fensmarksmáli, eins og nú stóð á. Brauð veitt. Landshöfðingi veitti Bergsstaði í Húnavatnsprófastsdæmi 19. þ. m. séra Brynjólfi Jónssyni á Hofi í Álftafirði. Sýslanir við landshankann. Eptir tillögum bankastjóranna veitti lands- höfðingi 27. þ. m. bófcarasýslanina við hinn fyrirhugaða landsbanka Sig- hvati Bjarnasyni skrifara og féliirð- issýslanina við sömu stofnun Halldóri Jónssyni prestaskóiakandídat. Manualát. Dr. med. Jóu Constant Finsen, stiptislæknir á Lálandi og Falstri, andaðist 12. f. m., 58 ára gamall. Hann var sonur Ólafs (Hann- essonar biskups) Finsens, assessors við landsyfirréttinn,bróðir þeirra Yilhjálms Finsens hæstaréttarassessors, Hannesar Finsens stiptamtsmanns í Rípum og Ó. Finsens póstmeistara í Reykjavík. Hann ólst upp hjá Árna biskupi Helga- syni í Görðum, sem giptur var föður- systur hans, Sigríði Hannesdóttur, út- skrifaðist úr skóla 1848 og sigldi til háskólans. Embættispróf í læknisfræði tók hann 1855, síðan varð hann hér- aðslæknir á Akureyri þangað til 1867 að hann fluttist til Danmerkur og varð héraðslæknir í Örsted á Jótlandi, en stiptislæknir á Lálandi og Falstri varð hann 4. júní 1875. Hann dispúteraði fyrir doktorsnafnbót við háskólann 4. nóvember 1874. Hann var giptur danskri konu og dó barnlaus. Dr. Finsen var vinsæll maður, höfð- inglyndur og mesti merkislæknir. — Hinn 16. þ. m. andaðist hér í bænum eptir stutta legu Hannes (Steingrímsson biskups) Johnsen, á 7. ári um sjötugt. Hann fæddist á Lambastöðum á Álptanesi 22. maí 1809. Faðir hans var þá skólameist- ari á Bessastöðum, giptur Valgerði Jónsdóttur, ekkju Hannesar Finnsson- ar biskups. Hannes sál. útskrifaðist frá Árna biskupi Helgasyni í Görðum 1830. Síðan sigldi hann til liáskól- ans og tók að stunda læknisfræði, en hætti fyrir sjúkdóms sakir öllu bók- námi og varð verzlunarstjóri hér 1 Reykjavík fáein ár, en byrjaði síðan sjálfur verzlun og var kaupmaður nær því í 50 ár. Langa liríð sat hann í bæjarstjórn Reykjavíkur og var sátta- semjari í meira en 20 ár. Árið 1835 kvæntist hann fröken Sigríði Hansen, er andaðist mörgum árum á undan honum. J>au hjón áttu 8 börn og lifa af þeim að eins þrjú: Ólafur Johnsen yfirkennari í Odense, frú Sofí'ía Thorsteinson (kona landfógetans) og Steingrímur Johnsen cand. theol. og kaupmaður. Hannes sál. þótti manna skemmtilegastur í umgengni, glaðvær og gamansamur, var hugljúfi hvers manns og öðlingur að mann- kostuin. — Hinn 12. þ. m. andaðist hér í Reykjavík húsfrú Guðný Eiu- arsdóttir, kona séra Sveins Skúlasonar á Kirkjubæ í Hróarstungu, alsystir H. E. Helgesens skólastjóra. Hún fæddist 23. sept. 1828. Húsfrú Guð- ný var ágætiskona og hin mikilhæf- asta. — Hinn 24. þ. m. varð fáheyrt slys hér í bænum. Bóndi austan úr ölvesi, Gottskálk nokkur Eiuarsson frá Sogni, bað samferðamann sinn um í staupinu inni í búð einni hér í bæn- um. þessi samferðamaður vísaði hon- um á brennivínsflösku í ferðapoka sínum. Gottskálk heitinn fór svo í þennan poka og fann þar flösku, sem hann hélt vera brennivínsflöskuna og saup á. En til allrar ógæfu var þetta karbólsýruflaska og beið maðurinn bana af sopanum eptir tæpan klukkutíma. |>að mun mega ganga að því vísu, að yfirvöldin láti rannsaka þetta mál. Sérstaklega virðist það mjög ískyggi- legt, ef satt er það er sagt er, að þessi karbólsýruflaska hafi verið án yfirbands og án flöskumiða, (etikette); það er ótrúlegt, að lyfjabúðum sé leyfi- legt að láta úti slíkt eitur sem kar- bólsýra er, án þess að láta miða á slíka flösku og binda yfir hana. |>að virðist liggja í augum uppi, að það hljóti að baka viðkomandi lyfjabúðum ábyrgð, ef eigi er gætt allrar varúðar, þegar eitur er látið úti. Árferði. Hér syðra hefur nú stað- ið blíðviðri og þíðviðri um hríð. Er vonandi, að þessar þíður hafi náð norður og austur, því Norðurland og Austurland munu mjög hafa þurft þess við. — Matvöruskortur 1 kaup- stöðum fréttist alstaðar að; þó er verst látið af matvöruleysinu vestra. J>ar er sagt að alls engin matvara sé til í nokkrum kaupstað nema 150 tunnur, sem Jón Guðmundsson kaupmaður í Flatey fekk núna með póstskipinu og sendi fiskiskip sitt eptir hingað suður. (Aðsent) Bjarnabænir séra Bjarna sál. Arngrímssonar prests á Melum eru nú nýlega gefnar út af Einari þórðarsyni prentara. Bæuir þessar hafa ætíð verið í miklu afhaldi, er sjá má af því, að þetta mun vera 10. útgáfa þeirra frá þeim tíma, er þær voru fyrst prentaðar, 1798, og mun því mega telja víst, að þær verði kærkomnar alþýðu manna hér á landi nú sein fyrri. Húslestra vinur. Anglýsingar. Eggert Tlieodór Jóuasseu bœjarfógeti í Reykjavík Gjörir kunnugt, að Klemens bóndi pórðarson í StapaJcoti í Oullbringu- sýslu hefur tjáð mér, að fyrir sér hafi glatazt Jilutabréf í hinu sunn-

x

Suðri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.