Suðri - 20.04.1886, Blaðsíða 4

Suðri - 20.04.1886, Blaðsíða 4
44 legsja opt og einatt að eins grund- völlinn, pað eru fyrst eptirkomend- urnir sem byggja húsið. |>að hefði verið mjög æskilegt og fróðlegt, að hinn heiðraði höfundur hefði í samhandi við ritgjörð sína, far- ið nokkrum orðum um pað, hvernig hugmyndin um tíma og rúm (die Raum-und Zeit-Yorstellung) verður til hjá manninum, og jafnframt sagt álit sitt um hinar svonefndu nativistisku1 og genetisku2 skoðanir (Theorier). A seinni tímum hafa ýmsir merkir og skarpvitrir fræðimenn skrifað einkar fróðlegar og skemmtilegar hækur og ritgjörðir um petta efni, svo sem Bain, Helmholtz, Stumpf, Heding, AVundl og Albert Lange; um leið hafa peir kom- ið með ýmsar merkilegar athugasemd- ir um tíð og rúm yfir höfuð. Höfundurinn á að öllu samanlögðu miklar pakkir skilið fyrir ritgjörð sína; og pó maður geti ekki alstaðar verið honum samdóma, hlýtur samt bverog einn að játa, að hann er hvervetna sjálfum sér samkvæmur, og er pað ekki hvað minstur kostur á slíkum ritgjörðum. pif. B. Reykjavík 20. apríl. 1886. Bráðabirgðaruppbót til fátækra brauða. Af fé pví, sem veitt er í 13. gr. A b 2 fjárlaganna hefur landshöfðingi 31. f. m. eptir tillögum biskupsins veitt fátækum brauðum bráðabirgðaruppbót pá fyrir næstkom- andi fardagaár, sem hér segir: Kálfa- fellsstað 200 kr., Sandfelli 500, Stað í Grindavík 300, Stað í Aðalvík 600, Tjörn á Vatnsnesi 300, Goðdölum 100, Grímsey 200, Hvanneyri 300, Höfða 100, þönglabakka 400, Lundarbrekku 300, Sauðlauksdal 250, Skarðsping- um 250, Meðallandspingum 100 og J>ykkvabæjarklaustri 100. Aflabrögð. Góður afli sagður vik- una sem leið í Leiru og Njarðvíkum; hér á Innesjum reitingur, helzt 1 net. Prestar og prestaköll. Lands- höfðingi veitti séra -Jóni Brynjólfssyni í Kálfholti lausn frá prestskap frá næstkomandi fardögum. Kálfholt pannig laust. Metið kr. 1089,01. Búnaðarfélag suðnramtsins. Annar yflrskoðunarmaður reikninga félagsins, prestaskólakennari Eiríkur Briem, hef- ur sent oss svo hljóðandi yfirlýsingu: «Að pað sé eigi rétt hermt, sem stendur í síðasta blaði »Suðra», að reikningur húnaðarfélags suður- amtsins, sem eg á sínum tíma fékk 1) Hin fyrnefnda kenning fer fram á, að mönnum sé að nokkru leyti meðfætt, að bugsa hlutina í riiminu; 2) hin siSarnefnda neitar pví, og reynir að skýra petta eptir almennum sálarfræðislegum lögum. til yfirskoðunar, hafi verið fylgi- skjalalaus, vottast hér með. Reykjavík 15. apríl 1886. Eiríkur Briem». J>að var alls eigi tilgangur vor með pessari fregn um fylgiskjalaleysið, að meiða hinn háttvirta gjaldkera félags- ins, justitiarius Jón Pétursson, enda ætlum vér að pað sé skylda forseta félagsins en ekki gjaldkera að fá yfir- skoðunarmönnum í hendur reikninga félagsins með fylgiskjölum. Ritstj. Hitt og Jietta. Samtal undir Jökli. Böndi: Sælir verið pér, prestur minn! Sera J ...: Hvað viltu? Bóndi: Eg ætlaði að biðja yður að gera svo vel að skíra hjá mér. Séra J .. .: Hvar eru peningarnir? Bóndi: Já, eg hef pá nú ekki hjá mér núna rétt í svipinn, en eg skal borga yður svo fljótt sem eg get. Séra J.. .: Eg skíri ekkert fyr en peningarnir koma; eg er ekkert skyldugur til pess. Bóndi: J>að kemur mér fjarska illa; okkur langaði til að pað gæti orðið núna fyrst pér voruð á ferðinni. Séra «/...: Jæja, farðu pá til hans J>órarins og fáðu peninga hjá hon- um; eg ætla að skera mér í nefið á meðan. „M 0 Г. Einkennilegar sögur. «Hér stend- ur sérstaklega á með t. a. m. pær sög- ur vorar, sem gerðust fyr en þœr eru ritaðar; líkt er um Eddukvæðin*. (Bogi Th. Melsteð í ,.pjóðólfi“ 9. aprll þ á., bls. 57). AllglýsÍ T IgTLTL Hérmeð innkallast samkvæmt lög- um 12. apríl 1878, 22. gr. sbr. 90. gr., og opnu bréfi 4. jan. 1861, allir þeir, er til skulda eiga að telja hjá hinu svonefnda brennisteinsfélagi, (The North of lceland Sulphur Com- pany Limited, 14. Mincing Lane. London), í eignum þess á HúsavíJc, til þess að sanna þessar skuldakröfur sinar fyrir skiptaráðandanum hér í sýslu áður en 6 niánuðir séu liðnir frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu pingeyjarsýslu, 19. marz 1886. Benedikt Sveinsson. [54 Undirbúningsfundur undir kjörfund. Eptir áskorun frá mörgum kjós- endum í Qullbringu- og Kjósarsýslu auglýsist hér með, að fundur verður háldinn í þinghúsi hreppsins í Hafn- arfirði laugardaginn 15. maí nœst- komandi til að rœða um kosningar þœr til alþingis, er fram eiga að fara i júnímánuði nœstkomandi; skora kjósendurnir á þá, sem ætla að bjóða sig fram til kosningar í kj'órdæm- inu að mœta á fundinum, eða senda bréflega yfirlýsingu á fundinn, er verður settur ofannefndan dag kl. 11 f. h. Görðum 16. apríl 1886. 55] J>órarinn Böðvarsson. (iott verð fæst á rúmstœði nýlegu, borði, matressu, stórum hengilampa o. fl. í lok júnímánaðar. — L selj- anda vísar Ouðm. porsteinsson 56] i prentsmiðju Einars pórðarsonar. Til almennin^s. Læknisaðvörun. |>ess hefir verið óskað, að eg segði álit mitt um «bitter-essents», sem hr. C. A. Nissen hefur búið til, og ný- lega tekið að selja á íslandi og kall- ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom- ist yfir eitt glas af vökva pessum. Eg verð að segja, að nafnið Brama- lífs-essents er mjög villandi, par eð essents pessi er með öllu ólíkur hin- um egta Brama-lífs-elixír frá herra Mansfeld Bullner & Lassen, og pví eigi getur haft pá eiginlegleika, sem ágæta hinn egta. [>ar eð eg um mörg ár hefi haft tækifæri til, að sjá áhrif ýmsra bittera, en jafnau komizt að raun um, að Brama-lífs-elexír frá Mansfeld-Bullner & Lassen er kosta- beztur, get eg ekki nógsamlega mælt fram með honum einum um- fram öll önnur bitterefni, sem ágætu meltingarlyfi. Kaupmannahöfn 30. júlí 1881. E. J. Melcior læknir. Einkenni liins óegta er nafnið C. A. NISSEN á glasinu og miðan- um. Einkenni, á vorum eina egta Brama-lífs-elixír eru firmamerki vort á glasinu, og á merki-skildinum á miðanum sést blátt ljón og gullhani og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappanum. Mansfeld-Bullner & Lassen, sem einir búa til hinn verðlaunaða Braina-lífs-elixír. 57] ICAUPMANNAHÖFN. peir sem enn þá slmlda fyrir þriðja árgang „Suðra“ eru vinsam- lega beðnir að gj'öra skil sem allra- fyrst til útgefandans. Nœrsveitamenn eru beðnir uð gera svo vel og vitja „Suðra“ ífif' greiðslustofu hans, í prentsmiöju Einars pórðarsonar. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gestur Pálsso n._______ Útgefandi og prentari: Einar J>órðarson.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.