Suðri - 20.06.1886, Blaðsíða 4
68
urfara. Eeynslan liefur sýnt hér á
landi, að vesturfarir fremur bæta en
spilla velmegun landsmanna.
Greinarhöfundinum er líka auð-
sjáanlega mjög á móti skapi þetta
strit með endurskoðun stjórnarskrár-
innar. Hann heldur að það dragi
alla krapta þings og þjóðar frá öðrum
málum. Yér höfum áður tekið það
fram og skulum fúslega taka það fram
einu sinni enn, að oss vitanlega hefur
engum lifandi manni af þeim, sem
halda fram endurskoðun stjórnarskrár-
innar, nokkurntíma dottið í hug, að
þing og þjóð eigi að leggja árar í bát
og ekkert gera nema bíða eptir end-
urbættri stjórnarskrá. ]pað vita allir,
að efnahagur hér á landi er allt annað
en góður og það er sjálfsögð skylda
þingsins að reyna til af fremsta megni
að hlynna að atvinnuvegunum, þó
pað haldi fast fram endurskoðun
stjórnarskrárinnar.
Að endingu teljum vér uppástungu
höfundarins um verðlaun fyrir þil-
skipakaup mjög heppilega og þess
verða, að henni sé gaumur gefinn.
TJppástungan er reyndar ekki ný.
Yér komum með hana hér í blaðinu
fyrir rúmu ári, 10. maí 1885 (Suðri
III. 13), og skulum fúslega enn á
ný nefa henni beztu meðmæli vor.
Ritstj.
Reykjavík 20 júi.í 1886
L tusn frá jtrestskajt veitti lands-
höfðingi 15. þ. m. þeim prestaöldung-
unum séra Stefáni porváldssyni pró-
fasti í Stafholti og séra Siguröi B.
Sivertsen á Útskálum. Séra Sigurður
vígðist 1831 en séra Stefán 1835.
Alþingiskosningar. I Mýrasýslu
er kosinn séra Árni Jónsson á Borg
með 54 atkv. J>órður bóndi Jmrsteins-
son á Leirá hlaat hin 7. -- I Rang-
árvallasýslu eru kosnir Sighra-tur
Árnason í Eyvindarholti og fiorvald-
ur Björnsson í Núpakoti. Auk þerrra
vortt 1 kjöri Jón söðlasmiður í Hlíðar-
endakoti (42 atkv.) og |>órður hrepp-
stjóri Guðmundsson í Hala (24 atkv.).
— I Arnessýslu eru kosnir porlákur
Guömundsson bóndi í Hvammkoti og
Skúli porvarðarson bóndi á Berghyl.
J»orlákur fekk öll 108 atkv. en Skúli
77. Séra Jens Pálsson á Júngvöllum
bauð sig líka fram og fekk 31 atkv.
— I Dalasýslu er kosinn séra Jakob
Guðmundsson á Sauðafelli með 84
atkv. — I Strandasýslu er kosinn
séra Páll Olafsson prófastur á Prests-
bakka með 26 atkv. — í Húnavatns-
sýslu eru kosnir Eirikur Briem presta-
skólakeunari með 97 atkv. og por-
leifur Jónsson ritstjóri með 83 atkv.
Auk þeirra buðu sig fram Páll Pálsson
bóndi í Dæli (46 atkv.) og Skapti
Jósepsson kandídat (40 atkv.) — í
Skagafjaröarsýslu eru kosnir Ólafur
Briem stúdent á Frostastöðum með
100 atkv. og Friðrik Stefánsson bóndi
á Skálá með 75 atkv. Auk þeirra
bauð sig fram Magnús Jónsson bóndi
á Fjalli (45 atkv.). — í Egjafjarðar-
sýslu eru kosnir Jón Sigurðsson um-
boðsmaður á Gautlöndum með 193
atkv. og Benedikt Sveinsson sýslu-
maður á Héðinshöfða með 190 atkv.
Auk þeirra buðu sig fram Jón A.
Hjaltalín skólastjóri á Möðruvöll-
um (47 atkv.) og Ásgeir Bjarnason
bóndi á Stóru-Brekku (21 atkv.) —
í Norður-pirígeyjarsyslu er kosinn
Jón Jónsson bóndi á Arnarvatni og í
Suður-pingeyjarsýslu séra Benedikt
Kristjánsson prófastur í Múla. —
í Barðastrandarsýslu er kosiun séra
Sigurður Jensson prófastur í Flatey.
— 1 Isafjarðarsýslu eru kosnir séra
Sigurður Stefánsson í Vigur og Gunn-
ar bóndi Hnlldórsson í Skálavík. —
Fréttir um þingkosningar vantar enn
úr Múlasýslum og Skaptafellssýslu.
Auglý sii Lgar.
Hér með skal auglýst fyrir almenn-
ingi, að yfirréttar-málafiutningsmanni
Franz Sienisen hefur verið falið á
hendur að innheimta skuldir í þrota-
búi kaupmanns Siguröar Magnússouar
hér í bænum, svo og að útgefa reikn-
inga til viðskiptamanna lians.
Skiptai'áðamlinn í Reykjavik, 15. júni 1886.
Jón Jensson.
settur
* * *
Samkvæmt ofangreindri auglýsingu
skora eg á alla þá, sem eiga óborgað-
ar skuldir við verzlun Sigurðar Magn-
ússonar, að greiða mér þær hið fyrsta.
Skuldirnar má greiða með íslenzkum
kaupstaðarvörum, og mun í næsta blaði
tiltekið verða, hver veitir vörunum
móttöku.
Reykjavlk, 15 jiinl 1886.
Franz Siemsen,
hittist í húsi Arnbjarnar olafssonar í þing-
lioltsstræti kl. 4—5 e. m. [90
Ujipboðsanglýsing.
Fimmtudaginn nœstkomandi, hinn
24. þ. m. verður opinbert uppboð
haldið hjá húseigninni nr. 5 við
Austurvöll hér í bænum og verður
þar þá selt hœstbjóðendum ýmislegt
lausafje, svo sem búsgögn, talsvert
af rúmfatnaði, bókbandsáhöld og
annaö fleira, tilheyrandi dánarbúi
ekkjufrúar pórunnar Thorsteinson.
ZJppboðið byrjar kl. 11 f. hádegi
og verða sóluskilmálar birtir á und-
an uppboðinu á uppboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 17. júní 1886.
Jón Jensson,
settur. [91
Bær til sölu.
Bœrinn Snnd í Skuggahverfi hér
í bœnum með tilheyrandi lóð er til
sölu hjá wndirskrifuðum.
Reykjavík 18 júní 1886.
Franz Siemsen. [92
Iá* e ui n^alár i
óskast gegn ágætu húsveði hér í Reykja-
vík, 4 eða 5 þúsundir króna, gegn 4°/»
ársvöxtum og uppsagnarlaust í 5 ár
að minnsta kosti. Hlutaðeigandi snúi
sér til ritstjórans. [93
f vor hefur brúnsokkóttur hestur
með hvítan topp aptarlega í faxi, tap-
ast frá Varmalæk í Borgaríirði. Mark:
blaðstýft fr. liægra. Finnandi er beð-
inn að koma honum til Jakobs bónda
á Varmalæk gegn sanngjarnri borg-
un. [94
Barnalærdómskver Helga Hálf-
dánarsonar fæst hjá póstmeistara ó.
Finsen og bóksala Kr. Ó. J>orgríms-
syni og kostar 60 a. í bandi.
95] GyJdendal's bókaverilun.
Til almennin^s.
Læknisaðvörun.
|>ess heíir verið óskað, að eg segði
álit mitt um «bitter-essents», sem lir.
C. A. Nissen liefnr búið til, og ný-
lega tekið að selja á íslandi og kall-
ar Brama-lífs-essents. Eg hefi kom-
ist yfir eitt glas af vökva þessum.
Eg verð að segja, að nafnið Brama-
lífs-essents er mjög villandi, þar eð
essents þessi er með öllu ólíkur hin-
um egta Brama-líl's-elixír frá herra
Mausíeld Bullner & Lassen, og því
eigi getur haft þá eiginlegleika, sem
ágæta liinn egta. [>ar eð eg um
mörg ár hefi liaft tækifæri til, að sjá
áhrif ýmsra bittera, en jafnau komizt
að raun um, að Brama-lífs-elexír frá
Mansfeld-Bullner & Lassen er kosta-
beztur, get eg ekki nógsamlega
mælt fram með honum einum um-
fram öll önnur bitteref'ni, sem ágætu
meltingarlyfi.
Kaupmannahöfn 30. júlí 1881.
E. J. Melcior
læknir.
Einkeuiii liins óegta er nafnið
C. A. NISSEN á glasinu og miðan-
um.
Einkeniii, á vorum eiua, egta
Brama-lífs-elixír eru firmamerki vort
á glasinu, og á merki-skildinum á
miðanum sést blátt ljón og gullhani
og innsigli vort MB & L í grænu
lakki er á tappanum.
Mansfeld-Bullner & Lassen,
sem einir húa til hinn verðlaunaða
Brama-líís-elixír.
96] KAUPMANNAIIÖFN.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Gestur Pálsson.
PrcntBiiiiftja ísafoldar.
/ ^