Suðri - 09.11.1886, Blaðsíða 2

Suðri - 09.11.1886, Blaðsíða 2
114 „Falsum“. |>að var haldiun safnaðarfundur héma í Reykjavík á dögunum, eins og nákvæmar mun verða frá skfrt hér í blaðinu síðar. Fundurinn var all- fjölmennur; sóttu liann töluvert á 2. hundrað manns. Menn skyldu nú ætla, að það væri hæði hægt að herma rétt frá fundi, sem svo margir eru til frásagnar um, og eins hitt, að fæstir væru svo djarfir að hera hreina og beina lygaskýrslu á borð fyrir almenning um slíkan fund ? En svo varð þó. ]>etta hefðarblað, sem nefnist »Ejall- konans, kom með skýrslu um fund- inn, þar sem svo að segja állt var ranghermt, nema einungis úrslit mál- anna. Menn eru þar látnir halda langar hrókaræður, sem þeir töluðu ekki orð af, en öllu því sleppt, sem þeir sögðu o. s. frv. Eini maðurinn, sem ekkert erfært á verra veg fyrir, er Jón Ólafsson alþm. Hjá honum eru ræðurnar ekki breyttar að öðru en þvi, að nýjum ástæðum er skotið inn í ræður hans, sem hann ekki kom með á fundinum. Yér skulum geta þess, að þó »Jón» standi undir þessu fundarskýrslugreyi, þá dettur oss ekki í hug, að það sé Jón Ólafsson alþingismaður. Hann mun allt of alvarlegur maður til þess, og virða meir stöðu sína en svo, að hann fari að falsa fundarskýrslu frá opinberum fundi að gamni sínu. Annars fýsir oss ekkert til þess að grennslast eptir, hvaða »Jón» það er, sem er svo lítillátur að fara í laumu- spil við »Ejallkonuna». En hvað hugsar ritstjóri »Fjallkon- unnar», ef sú persóna annars hefur fyrir því að hugsa? Blygðast hann hann sín ekki blaðsins vegna? Hér er svo sem ekki að hugsa til að geta talið öllum lesendum blaðsins trú um, að nokkurn veginn sé rétt frá sagt. Allir þeir lesendur blaðsins, sem á fundinum voru og langtum fieiri, sem þaðan hafa frétt, vita, að allt er til- búningur og umsnúningur. Og þetta blað þykist sérstaklega vera menntunarblað alþýðunnar. Skárri er það nú menntunin! Hér skipta menn sér reyndar aldrei af, hvað »Ejallkonan» segir. Hvað sem stendur í því blaði, gera menn ekki annað en yppta öxlum eða segja: »fað er bara »Fjallkonan» 1 þessum vanalega tón, þegar talað er um það blað. En þessi þegjandi fyrirlitning er ekki rétt. ]>að á aldrei að láta neina lýgi komast á lopt og útbreiðast nema þó að minnsta kosti að mótmæla henni. Og það er annað atriði enn alvar- legra, sem ástæða væri til, að tala einhverntíma við »Fjallkonuna« um. ]>að eru þessar þingmannalýsingar, sem þar hafa verið að koma í fyrra og í ár. ]>að er leitun á öllu lélegra af því tagi, að því er sannleikann snert- ir. Ekki svo að skilja, að mönnum sje eiginlega skipt í tvo pólitiska flokka, og annar svo skammaður og hinum hælt. Onei, það er eklti einu sinni ætíð pólitiskur flokkslitur á þeim, sem »Fjallkonan» veiðir upp úr litunarpott- inum sínum. pingmannaskammir »Ejallkonunnar» er opt og tíðum ekki nema handa- hófsskammir, sam ékki eiga við rök að styðjast og þingmannalof »Ejallkon- unnar» er opt og tíðum ekki nema handahófslof, sem ekki er á rökum byggt. En í þetta sinn skulum vér ekki fara neitt lengra út 1 þingmannalýs- ingar »Fjallkonunnar», eða ástæður hennar fyrir álitinu á einstökum þiug- mönnum; þær sýna sig líka bezt sjálf- ar hverjum þeim, sem til þekkir og vit hefur á. Stundum er nærri því eins og »Fjall- konan» hafi í svo mörg horn að líta, eða svo mörgum »guðum» að þjóna, að hún komizt í vanda. En allt af kemst hún út úr því öllu saman upp á sinn máta. Hún er heimspekingur »Fjallkonan», þó menn brosi aðhenni á milli. Hún hefur valið sér lífs- reglu, og lífsreglan er þetta spak- mæli: »Mér er sama í hvorri Keflavíkinni jeg ræ». Eitstj. Enn nm nýjn sálmabókina. Umræðurnar á safnaðarfundinum hér í Eeykjavík um nýju sálmabókina urðu allheitar. Fyrir bókinni töluðu dómkirkjupresturinn, Dr. Jón ]>or- kelsson rektor, lektor síra Helgi Hálf- dánarson, Docent ]>órhallur Bjarnar- son, Jón Ólafsson, séra Stefán Thór- arensen og Sigmundur Guðmundsson prentari. En á móti mæltu þeir amt- maður E. Th. Jónassen, Halldór Kr. Friðriksson, Jón Jensson landritari og Gestur Pálsson. ]>eir, sem með bókinni mæltu, töldu henni það til gildis, að hún bæri langt af hinni eldri, án þess þó að taka fram sérstaklega að hverju leyti, nema hvað Dr. Jón ]>orkelsson benti á að kveðandin í þeirri nýju væri rétt en aptur á móti fjarskalega hneyxlanleg í þeirri eldri. Verðið þótti meðmælendum bókarinnar ekki of hátt sett. Mótmælendur tóku það aptur á móti fram, að verðið á bókinni væri í svo hátt sett, að það væri nær því frágangssök fyrir almenning að eign- ast hana, enda væri þessi íslenzka sálmabók dýrasta sálmabókin á Uorð- urlöndum1 og að líkindum í Evrópu, að þessi nýja sálmabók væri enn svo litt kunn söfnuðinum liér í Rvík, þótt búið væri að selja hér í bænum ein hundrað exemplör af bókinni, að söfnuðurinn í heild sinni væri alls enga vissu búinn að fá fyrir, að hin nýja væri betri en sú gamla, og að atkvæðagreiðsla þar um þess vegna gæti ekki stuðst við þá sannfæringu, sem slík atkvæðagreiðsla ætti að hvíla á, og að endingu var það tekið fram, að þessi nýja salmabok hlyti að verða ódýrari rneð tímanum, ef menn þrauk- að við með að kaupa hana. Enn var líka tekið frarn, að réttast væri, að landssjóður keypti bókina til þess að landsstjórnin gæti haft hönd í bagga með verðinu. ]>etta er nú í fám orðum það helzta, sem frarn var tekið á fundin- um, nema hvað einn meðmælandi tók það fram, að nýja sálmabókin yrði sjálfsagt innleidd áður langt um liði, og þess vegna væri það sparnaður fyrir menn, að kaupa heldur strax þá nýju en þá gömlu. Eptir sömu reglu ætti sá, sem býr 1 fornu húsi, að rífa það sem fyrst og byggja sér nýtt í sparnaðarskyni, og sá sern ber slitin föt, ætti að fleygja þeim sem fyrst og kaupa sér ný, sömuleiðis í sparnaðar- skyni! Og enn er eitt atriði, sem kom fyr- ir á þessum safnaðarfundi og sem þarf að verða sem flestum kunnugt um allt land. Sigfús Eymundsson, kostn- aðarmaðurinn, lýsti ylir því að sálma- hókin í'engist keypt hjá sér í niate- ríu fyrir tvær krónur. ]>að hafði víst áður verið flestum ókunnugt, að bókin fengist í materíu og einn sann- orður fundarmaður tók það fram, að hann hefði beðið Sigfús sjálfan uin bókina í materíu, en hann hefði neit- að sjer um það. En hér eptir getiU’ Sigfús engum neitað um bókina í materíu fyrir tvær krónur samkvænfl sinni eigin yíirlýsingu. Endirinn á þessu máli á safnaðai'- fundinum varð sá, að fellt var að upp taka hina nýju sálmabók við messa 1 dómkirkjunni. ]>etta eru nú aðalatriðin 1 sálma* bókarmálinu á safnaðarfundinum 1 Reykjavík og þar við skulum ft>r 1) ]>að eru auðvitað bæði í Danmörku og annarstaðar erlendis svo stor* kostlega skrautbundnar sálmabækur tm að þær verða enn dýrari en þær bj' leuzku, en slíkar sálmabækur þuíí engir að kaupa nema þeir, sem eíD hafa til þess.

x

Suðri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðri
https://timarit.is/publication/118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.