Austri - 22.12.1883, Blaðsíða 1

Austri - 22.12.1883, Blaðsíða 1
18 8 3. 1. árg. |j Seyðlsfirði, laugardag 22. deseaiber. || Nr. 1. 1 2 | 3 Á v a i! r. Heiöruöu landar! í>egar blaöiö „Skuld“, sem var hið fyrsta blað, er geíið va-r út á Austurlandi, byrjaði vorið 1877, var skýi't tekiö fram af ritstjóra þess hvað með því mælti, að xVust- firðingar helðu prentsmiðju út aí fyrir sig og héldu út svo sem einu blaði. Við þetta könnuðust íillir eða — að minnsta kosti — fiestir þá, og er þvi óþarfi að rifja þær ástæður upp aptur. En — eins og kunnugt er — Skuld liætti sem aústfirzkt blað eptir 3 ár, ritstjórinn fiuttii annan lands- fjórðung og prentsmiðjan lá ónot- uð á Eskifirði; en tilfinningin fyrir þörfinni á prentsmiðju og blaði lifði eptir i huga margra Austfirðinga. Og þar kom, að nokkrir menn hér eystra bund- ust i félag um, að kaupa prent- smiðjuna af fyrrverandi eiganda hennar, Jóni alþgm. Ólafssy-ni í því skyni — ásamt fieiru — að gefa út blað, eða halda áfram austfirzku blaði. Af þessum rót- um er „Austri" runninn, og vonum vér að þér takið lionum vel landar göðir! Oss er ljúft að geta þess, að eins og Austri er afkvæmi þeirrar sjálfstæðis- og jafnréttishugmyndar, sem á síð- ari árum hefir rutt sér til rúms í brjóstum Austfirðinga um það, að þeir hefðu þörf á og i'étt til að vera fjórðungur sér, og hafa yfir- stjörn héraðsmála eða fjórðungs- ráð út af fyrir sig. þannig ber nú byrjun tilveru Austra og lag- anna frá næstliðnu alþingi „um (afnám amtmannaembættanna og) skipun fjórðungaráða“ þ. e. a. s. um endurreisn Austfirðingafjórð- ungs upp á sama árið. Vér get- um þessvegna litið svo á, sem Austri hafi fengið lög jiessi að afmælisgjöf, og þott forlög þeirra kunni að verða liin sömu, sem svo margra frumvarpa frá alþingi að nndanförnu, að þau nái eigi staðfestingu konungs, þá er oss það fyrir mestu að fulltrúar þjóð- arinnar hafa viðurkennt, að þessi jafnréttiskrafa vor gagnvart hin- um fjörðungum landsins sé á rök- um byggð, og muni verða oss vísir til framfara. ]>á getum vér Austfirðingar nú heilsað nokkuð djarfmannlegar en áður upp á vður, landa vora í hinum fjörð- ungunum, og þar sem vér vonum að verða bráðum að sjálfstæðari en áður, þá vill ritstjörn Austra leitast við að sjá um, að hann vinni að því eptir beztu kröptum, aö efla með sjálfum oss félags- skap til framkvæmda og sam- keppni í því, að verða eigi eptir- bátar annara í að styðja að fram- förum landsins í heild sinni. Oss kemur eigi til hugar að lofa þvi, að Austri verði „bezta“ eða „ödýr- asta“ blað á landinu, en hitt von- um vér aö verði honum til með- mæla — ef yður á annað borð fellur stefna hans — að hann er íjórðungsblað, að hann er nýtt blað úr nýjum fjörðungi, að hann er liið eina blað, sem lit er gefið á Austurlandi. þvi að oss þykir það eiga vel við og jafnvel nauð- synlegt, nð á voru fámenna, strjálbyggða og torfæra landi sé að minnsta kosti eitt blað gefið út í hverjum fjorðungi, svo að allir landsmenn í heild sinni geti fengið ljösari þekkingu um það en áður á hverju stigi andlegar hreyfingar og líkamlegar athafnir eru hjá hverjum fyrir sig, svo að hverjum gefist kostur á að velja það hjá liinum, er betur má fara, og svo hver geti vitað hvað hin- um má treysta til að vinna að liinu eina og sama takmarki, and- legum og líkamlegum þrifum liinnar islenzku þjóðar. Yér ætl- um það eigi sizt mæla með íjórð- ungsblöðum, að full ástæða er til að álíta svo, að þau veki liina betri og skynsamari menn í hverju byggðarlagi til íhugunar og fram- kvæmda á málefuum þjóðarinnar og að þá er síður liætt við, að margir hinir beztu kraptar þjöð- arinnar liggi ónotaðir. — Vér vorium því einnig að Austri verði meðal til þess, að vér á þessu landshorni getum lagt drýgra bæði til einstakra og almennra málefna eptirleiðis en liingað til, og getum með tímanum sýnt, að vér höfum borið nokkurn ávöxt þess, að réttur vor til að vera sjálfstæður fjórðungur hefur verið viðurkenndur af þjöð og þingi. Og þött vér liöfurn komið nokkru minna við söguna fyr og síðar, en hinir fjórðungarnir, sökum fjarlægðar frá þingi og stjórn landsins, J)á vonum vér að Austri kunni að verða nokkur vísir til þess að þetta breytist eptirleiðis; og fyrir því liefur oss eigi þótt eiga illa við, að láta fyrstu blöð Austra flytja lesendum sínum lítið ágrip af sögu austfirðinga. Aust- firðingar! sér í lagi er Austri stofnaður fyrir yður; sér í lagi á hann að verða talandi vottur Jiess, hvort í brjóstum yðar lifir sú sómatilfinning, J)að þrek og þol, sem er skilyrði fyrir andlegum og líkamlegum framförum hverr- ar Jæirrar Jijóðar, sem vakna vill og vaknað getur af svefni lang- vinnrar áþjánar, armóðs og dáð- leysis. |>ess vegna ætlumst vér t-il að þé r takið Austrabezt, notið liann bezt og styrkið hann bezt; að þér eigi að eins látið yður þykja vænt um liann í orði, lield- ur einnig ritið í hann og kaupið hann betur en aðrir. Að svo mæltu skulum vér í fám orðum minnast á það, er

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.