Austri - 29.03.1884, Blaðsíða 1
WT VIÐAUKÁBLAÐ VIÐ „A U S T R A“. -^®
"á'rg.j SEYÐISFIRÐI. 29. MARS. [1884.
1.
t
24. dag júním. síðastliðinn andaðist að Berufirði
prestaöldungurinn síra Pétur Jólisson á 81. aldursári.
Hann var fæddur á Arnheiðarstöðum í Eljótsdal 2. marz
1802; hann var sonur Jóns vefara. bónda á Arnheiðar-
stöðum og síðan á Kóreksstöðum, forsteinssonar prests
að Krossi í Landeyjum. Síra Pétur lærði skólalærdóm
hjá prófasti síra Guttormi Pálssyni, fyrst á Hólmum og
síðan í Vallanesi. og var skrifaður í stúdentatölu af dr.
Gísla Brynjólfssyni, presti að Hólmum, með góðum vitn-
isburði. 29. aprilm' 1827 vígðist hann aðstoðarprestur til
síra Guðmundar Erlendssonar á Klyppstað og var að-
stoðarprestur lians, par til honum var veitt Berufjarðar-
prestakall 1838. Valpjófsstaðar-prestakall var honum
veitt 1858 og pjónaði hann pví brauði til 1877, er honum
var veitt lausn frá pvi. Hann var tvikvæntur. Með
fyrri konu sinni, Onnu Bjarnardóttur, prests á Kyrkjubæ,
Vigfússonar, eignaðist hann 7 börn og lifa 6 peirra.
Hún sálaðist 18. febr. 1865. 1867 giptist hann seinni
konu sinni, ekkju Kristbjörgu f>órðardóttur frá- Kjarna í
Eyjafirði, systir síra Benidikts, prests í Selárdal,jen peim
varð ekki barna auðið.
Sira Pétur var góður kennimaður, skyldurækinn og
árvakur prestur, glaðlyndur og skemmtinn í sambúð og
hið mesta nettmenni í allri framgöngu. Hann var pvi
elskaður og virtur af sóknarfólki sinu, enda var hann
jafnan hvatamaður allra drengilegra framkvæmda í sveit
sinni. Hann var einhver hinn mesti fjörinaður og starfs-
maður og bezti búmaöur; gjörði hann mjög miklar jarða-
bætur á prestsetrum peim, er hann bjó á, einkum áVal-
pjófsstað. — Sira Pétur var allra manna fastlyndastur.
Hann var svo trúr hverju pví málefni, er hann tók að
sér og honum pótti gott vera, og svo tryggur og vinfastur,
að telja mátti pað sjaldgæft á pessari hvikulu öld. En
peir, sem eigi voru vel til hans „póttust stundum kulda
kenna af skaplyndi hans“. J>að var betra að hafa liann
með sér en móti. Hann var fríður sýnum, hár maður
vexti, sterkur vel og hinn vaskasti atgjörfismaður í hvi-
vetna. — Hann var hjartagóður og örlyndur við bágstadda,
umhyggjusamur eiginmaður og góður faðir, Hann er pví
tregaður mjög af ekkju, börnum, tengdafólki og vinuiu.
t
Árið 1882 hinn 2. nóv. andaðist að Eyjum i Breiðdal
merkiskonan |>órunn Sveinsdóttir, ekkja eptir Sigurð heitinn
breppstjóra Jónsson (Björnssonar bónda á Gilsá), sem
getið er í 23.—24. nr. „Norðra“ 1861. jpórunn sál. var
fædd á Innri-Kleif í Breiðdal 21. júlí 1804. Foreldrar
hennar, Sveinn hreppstj. Árnason og Guðríður Hinriks-
dóttir, fluttu að Eyjum vorið 1811, livar pau bjuggu síðan.
Sveinn í Eyjum var albróðir Jóns sem dó á Urriða-
vatni í Fellum og má lesa ættartölu peirra í „Norðan-
fara“ 1864 nr. 11.—12. bls. 24.
J>órunn sál. ólst upp hjá foreldrum sínum ogvarhjá
peim par til hún var komin undir pritugt. Fór hún pá
til síra Snorra sál. áEydölum og J>óru Björnsdóttur konu
hans og var hjá peim í 2 ár. J>aðan fór hún að Gilsá,
til Jóns sál. Björnssonar og Helgu Erlendsdóttur og var
par í 3 ár, og giptist par hinn 29. sept. 1838 hinum fyrr-
nefnda manni sínum, og fluttu pau vorið eptir að Eyjum,
livar pau bjuggu saman par til hann dó 1861. Grædd-
ist peim vel fé í búskap sínum. en engra varð peim barna
auðið. Eptir lát Sigurðar sál. hélt |>órunn sama búi
með mestu rausn og dugnuði um mörg ár og gekk ekki
saman, enda pótt að eptir fráfall manns hennar versn-
aði árferði og jykjust sveitarpyngsli mjög.
Auk tveggja unglinga, sem |>órunn sál. tók að sér og
hélt án endurgjalds um nokkur ár, fóstraði hún frá
móðurknjám pilt sem Jón heitir, er vinnuhjú hennar áttu,
og sem nú or orðinn fulltíða maður. Fyrir pessum fóstur-
syni sínum bar hún umhyggju sem góð móðir væri, og
gaf honum eptir sig nokkurn hlut eigna sinna, ásamt hálfa
ábúðar- og eignarjörð sína, Eyjar.
Breiðdalshreppi gaf hún og eptir sinn dag konunglegt
skuldabréf upp á 1000 krónur.
J>órunn sál. var mesta merkis- og sómalcona í öllu til-
liti. Hún var guðhrædd og vönduð til orða og gjörða;
búsýslukona var hún. stjórnsöm á heimili og bezta
húsmóðir; hún var höfðinglynd og hjálpsöm við bág-
stadda, vel greind, hreinlynd og fastlynd. gestrisin og
góðgjörðasöm, trygglynd mjög og vinfóst, fyrirhyggjusöm
og glaðlynd, og yfir höfuð stoð og prýði sveitar sinnar;
mun hennar lengi saknað og minnst, ekki einungis af
peim sem hún hjálpaði og gjörði gott, ekki einungis af
vinum hennar og vandamönnum, heldur öllum sem við
hana kynntust og til hennar pekktu.
Einn af vinum himiar látnu.
f
Jón bóndi Bjarnason á Hofi i Oræfum dó 25. júní
1883. Hann var fæddur í Holtaseli á Mýrum í Austur-
Skaptafellssýlu 19. marz 1817. Foreldrar lians voru
Bjarni bóndi Jónsson og Steinunn Eiriksdóttir.
Jón sál. ólst upp hjá foreldrum sínum fram um ferm-
ingu. Yar hann pá í vinnumennsku um nokkur ár í ýms-
um stöðum, par á meðal hjá heiðursbóndanum Guðmundi
Eiríkssyni í Hoffelli, hvar hann kynntist jómfrú Sigríði
Gísladóttir, sem síðan varð kona hans.
Árið 1843 byrjuðu pau búskap í Kcldholti 4 Mýrum
og voru par 2 ár. paðan ióru pau að Vindborði í sömu
sveit og voru par 6 ár. J>aðan fluttu pau að Sléttaleyti
í Borgarhafnarhreppi og bjuggu par i 7 ár. Siðan fluttu
pau að Hofi í Oræfum, og par bjó hann til dauðadags
(25 ár).
Oll pau ár, sem Jón sál. bjó 4 Hofi, var liann fjár-
haldsmaður Hofskyrkju. 19 ár var hann hreppstjóri í
Hofshreppi, og 22 ár sáttanefndarmaður í sömu sveit;
liann var og um nokkur ár hreppsnefndarmaður.
Árið 1882 fékk hann lausn frá hieppstjórninni sakir
heilsulasleika pess, sem hann var lengi pjáður af, og sem
loks dróg liann til bana. I ástúðlegu hjónabandi með
konu sinni lifði hann i 40 ár, og varð peim hjónum 9
barna auðið, af hverjum 2 dóu ung, og hið 3 íullorðið;
en hin er eptir lifa eru fullorðin að aldri, flest gipt og
öll mannvænleg.
Jón heitinn gat alldrei ríkur kallast en ávallt varhann
fremur veitandi en piggjandi. Hann hafði stilltar og far-
sælar gáfur og leysti allt pað vel afhöndum, semhonum
var á hendur falið. Hann var ráðhollur og fús til að
leiðbeina öðrum, pegar á purfti að halda. Hann var frið-
samur og sáttgjarn, en beitti pó fullri alvöru er pví var
að skipta; var hann elskaður og virtur af flestum er
hann pekktu, pví guðhræðsla hans og ráðvendni, ávann
honum hylli allra góðra manna.
Blessuð veri minning hans.
----4-----