Austri - 21.04.1884, Blaðsíða 4

Austri - 21.04.1884, Blaðsíða 4
1. árg.] AUSTRI. 106 Árið 1883. Yínfðng: Alls konar öl 18256 pottar; brennivín 30066 pt. vínandi, 14 pt; rauða- og messuvín 1866 pt; önnur vínföng 5959 pt. og 663 flöskur. Tóbak: Vindlar 407 kassar með 100 vindl. hver; alls kon- ar annað tóbak 13624 pd. — Útfinttar ýmsar vörutegundir úr Norður-Múlasýslu árið 1883. Verkaður saltfiskur 2227364 pd.; óverkaður saltfiskur 152263 fiskar; bvít ull 141167 pd.; mislit ull, 6948 pd.; kjöt 256430 pd.; tólg 53731 pd.; gærur tals 5671; lambskinn tals 346; æðardúnn 147 pd. Englendingar fluttu héðan út 1414 sauðfjár og 11 hross. Nokkuð af kjötinu og ef til vill eitt- hvað af tólginni mun liggja eptir enn pá. — Tíðarfarið hefur verið hið bezta; pó setti niður töluverðan snjó í fjörð- um, um mánaðamótin næstliðin, en í liéraði snjóaði ekki til muna; er snjór sá nú að miklu leyti hlánaður, pví að einstök blíðviðri hafa verið að undan- förnu og eru enn, stillingar og sólar- hitar á daginn en optast frost ánótt- um. J>að er óhætt að telja vetur penna, sem nú er bráðum á enda- einhvern hinn bezta vetur á Austur- landi. — Aíii er hér töluvorður nú. J>eir sem róið hafa til fiskjar liafa flestir lilaðið og segja peir að ísa sé ný- gengin hingað að; er pví heldur gott útlit með aflabrögð. — í Mjóafirði, Norðfirði og Reyðarfirði er sagður mikið góður afli. Eg elska landíð, landið sem mig bar, |>að land, sem fóstra minnar æsku var. J>ótt fátæk sértu’ og óblíð ættjörð mín Eg uni mér við jökulbrjóstin pín. Eg elska pig mitt ítra feðramál, J>itt orð var pað, sem fyrst mín numdi [sál. Eg elska pig, pví unun býr í pér, Af öllu fögru pú ert kærast mér. Eg elska pig, mín ítra feðrapjóð Eg elska pig, pér helga’eg lífogbléð, J>ín eign skal vera æfidagsverk mitt, J>ví eg vil sýna’ að eg sé barniðpitt. Eg elska frjálsa, hrausta' og hreina [sál, Sem hatar smjaður, bleyði, víl og tál. Eg elska frelsið; fögur menntun, dáð Ei finnst hjá pjóð, sem ófrelsinu er [háð. Eg elska menntun, sóln lýðs og lands, Sem leiðir pjóð á götu sannleikans, Er sýnir pjóð hvað liennar hlutverk er Og hvað til gagns hún eigi að vinua 1 sér. 107 Eg elska pann, sem á vortlíf og sál, Eg elska pann, sem gaf oss vit og mál, |>ann anda, sem í öllum hlutuin býr Og oss til góðs á hverri stundu knýr. Austiirðingur. SLÁTTUYÍSA. Stóð ég, stórum glaður, Stund í Gránu-sundi; Felldi strá að foldu Frár í slætti skára. Smuliu harðar hellur, Hrundu langt á grundu. J>oldi grimman galdur Gramur1) með egg rama. M. S. !) „Gramur“ sverð = ljár. Á s k o r u n. „Bngin sjá I>ess merki menn, livar þú liggur lík í garði; lýsir enginn minnisvarði leiði þinu yfir enn“. Jón Olafsson. f>essi orð, er eitt sinn voru mælt á leiði skáldsins, Kristjáns sál. Jónssonar, hafa allt að þessu reynst sönn. Er það því leiðin- legra, sem oss íslendingum er mjög brugbið um vanrækt við skáld vor, sem vér þó engu fram- ar hyggjum vera löst íslendinga en annara þjóða, nema síður sé; i því að meta gildi skálda sinna og geyma minningu þeirra með ást og virðingu, munum vér, ef sanngjarnlega er álitið, standa öðrum þjóðum jafnframmi. Kristján heitinn hefir í einú af gamankvæðum sínum mælst til þess', að vér konur vildum leggja lítið blóm á leiði sitt. þessum tilmælum getum vér eigi betur SArarað en svo, að stuðla að því í orði og verki, að einkennt verði leiði skáldsins með sæmileguin minnisvarða. þess vegna skorum vér nú fastlega á alla. konur og karla þessa lands, að þeir sem unna fögrum kvæðam, og kunna að meta andlegt atgjörvi mann- legrar sálar, að þeir nieð sam- skotum vildu reisa þessu okkar unga skáldi mninismerki, skáldinu til verðugs heiðurs, en sjálfum oss bæði til ánægju og til að reka af oss ámæli — því allir munu 36 (nr. 9. 108 það játa, að slíkt hafi o f 1 e n g i d r e g i s t. Sigurður verzlunarstjóri Jóns- son á Yestdalseyri iiefir góð- fúslegast lofað oss að veita mót- tóku samskotum, ef nokkur verða, sem vér bæði óskum og vonum. Sömuleiðis biðjum vér ritstjóra blaða vorra að taka þessa áskor- un í blöð sín, og vonumst vér eptir meðmælum þeirra. í apríl 1884. Nokkrar konur á Austurlandi. SMÁYBG-IS. Hið stærsta skip í lieiminuui er Austri hinn mikli, smíðaður á Eng- landi árin 1854—58. Hann er 690 feta langur, 80 feta breiður og 58 feta djúpur. Ber 22500 tonna eða jafn- mikið sem 40 skip á stærð við danska póstskipið „Thyra“. Á honum geta verið 4400 manna. Honum fylgja auk 20 smærri báta, 2 gufubátar, liver á stærð við gránuíélagsskipið Gránu. þeir hanga á Austra aptanverðum. Minni var Ormurinn langi pótt stór pætti; kjaltréð í honum var 108 fet, árar á hverju borði 52, rúm 34 (aðrir segja 54), skipshöfn 544 menn. Mesta og- skrautlegasta kyrkja í heiminum er Péturskyrkjan í Róm. Hún var 1 smiðum 120 ár, frá 1506 til 1626. Lengd hennar er 640 fet, breidd 470 fet. Hæzta hvelfingin er 412 fet á hæð. Auglýsingar. Sterkur og vandaður fataskáp- ur og 4 stólar yfirklæddir með vönduðu taui (I)amask), ertilsölu lijá Rasmusseu á Seyðisfirði. Nýir kvarnarsteinar eru til sölu hjá A. Rasmussen á Seyðisfirði. Hér eptir og til 1. janúar næst- komandi læt ég ekki úti neitt skótöi nema móti borgun út í hönd, annað- livort í peningum eða innskrift. Sel ég með betra verði ef borgað er í peningum, en dýrara ef borgað or í innskrift. Yestdalseyri, 20. apr. 84. Einar Haildðrsson. Afgreiðsla ,,Austra“ er lijá Sig. faktor Jónssyni á Vestdalseyri. Ábyrgðarm. PállVigíússoncand.phil. P r e n t a r i: Giuðm. Sigurðarson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.