Austri - 10.05.1884, Side 4
1. irg.]
A ¥ !fc» T BI.
120
[nr. 01.
118
nokkuð mörg smáhús, er ekki ná 500 kr.
yirðingarverði.
Ein opinber bygging er 'í hreppn-
um, barnaskólahúsið á Fjarðaröldu,
virt á 7000 kr.
— Um fiskiútgcrft Norftmanna
munu fæstir okkar íslendinga hafa svo
stóra hugmynd, sem hún pó á skilið.
__ Einungis sem lítið sýnishorn tökum
vér hér skýrslu umsjónarmannsins í
verstöðinni S v o 1 v æ r n, sem er ein-
nngis e in verstöð af öllum peim mörgu
verstöðum sem eru í L o f o t e n, fiski-
plázi Norðmanna. 18 febr. (p. á.)
voru par samankomnir 400 netjabátar,
3325 línubátar, 425 . handfærisbátar,
275 fiskikaupaskip.
Ef annar eins útlendur fiskifloti
væri á fjörðum okkar, sem allt útlit er
til að geti orðið, munum vér pá ekki
blessa pá stund, er útlendir fiskimenn
fyrst fengu jafnrétti við innlenda? Vér
eíurast um pað.
Á s k o r u n.
Frikyrkjusöfnuður Reyðfirb-
inga, sendir landsmönnum kveðju
sína.
Yér höfum fundið til þess,
að fjuirkomulag það, sem nú er á
kyrkjustjórninni á íslandi skerðir
frelsi safnaðanna og að ekki sé
lengur við það hlítandi; fyrir því
höfum vér sagt oss úr félagi við
ríkiskyrkjuna og gjörzt fríkyrkju-
menn.
Nú eru þegar liðin 3 ár síðan
vér bundumst þessu félagi, en á
þeim tíma höfum vér hvorki haft
prestsþjónustu né heldur neina
kyrkju fyrir söfnuð vom. Vér
erum hvorki margir né auðugir,
en þó höfum vér nú ráðið oss
prest, og fastráðið að gjöra oss
kyrkju á næstkomandi sumri. Út-
gjöld vor eru mikil, en hvorki
þau né aðrar hindranir skulu aptra
oss frá að gjörast frjáls og óháður
söfnuður.
J>að eru margir, er eigi skilja
né vilja skilja fyrirtæki vort og
kalla það uppreist móti landslög-
um, og fyrir því verðum vér mjög
að mæta mötstöðu. Eins vitum
vér, að þeir eru en fleiri. er frí-
kyrkju unna, og óska henni vaxtar
og viðgangs.
J>ar eð þetta er fyrsta til-
raunin, sem gjörð hefir verið á
landi voru til að koma á fót frjáls-
um söfnuði og þann veg reyna til
þess að vekja hina sofandi kyrkju,
þá má nærri geta hve örðugt oss
hefir veitt, og við hve ramman reip
er að draga, þar vér hofum að
berjast -við bæðí vanafestu og
119
hleypidöma, er jafnan rísa önd-
verðir öllum nýjungum, hve þarfar
sem eru.
Er menn taka tillit til þessa,
vonum vér að engir hneyxlist á
því, þótt vér skorum á þá, sem
unna viðgangs fyrirtæki voru, að
þeir vildu styrkja oss með fjár-
tillaginokkru. — Tökum vér þakk-
samlega hvað litlu sem er — Yér
höfum í hyggju að halda hlutaveltu
á komandi vori til inntekta fyrir
kyrkjusjóð vorn, þó sérstaklega til
kyrkjubyggingar. Væri oss mjög
kært, ef menn hér nærsveitis vildu
senda oss muni til hlutaveltunnar.
Að öðru leyti tökum vér meðþökk-
um móti innskrift til Gránufélags-
verzli nar eða einhverrar annarar
verzlunar á Austurlandi; sömu-
leiðis ávisunum.
Með beztu von til landa vorra.
í sóknarnefnd fríkyrkjufélags
Reyðarfjarðar í marz 1884.
Hans J. Beck. Jónas Símonarson.
4 Sómastöðum. 4 Svínaskála.
Jón Stefánsson.
4 Sómastaðagerði.
Auglýsingar.
év leyfum oss að
minna kaupendur „Austra“ á, að
borgunarskilmálar blaðsins eru
þeir: að það sé borgað svo snemma,
að skírteini fyrir borguninni sé
komið til verzlunarstj. Sigurðar
Jónssonar á Vestdalseyri fyrir
lok ágústm. Borga má
blaðið við hverja áreiðanlega
fastaverzlun hér á landi.
Yér neyðumst til að auglýsa
að hér eptir tökum vér ekki á
möti neinum löngum eptirmæl-
um né þakkarávörpum, nema til
sérprentunar fyrir sérstaka borg-
un, annaðhvort í viðaukablöðum,
eða á lausum blöðum, sem þá
prentast á kostnað hlutaðeigenda.
Undertegnede advarer her-
red om at lade nogen af mine
Folk tage noget i min Regning,
da jeg ikke betaler saadant med-
mindre vedkommende har Seddel
fra mig.
O. Wathne.
Knýift á og mun fyrir yftur
upp lokið verfta.
Eg hefi orðið þess var, að
ferðamenn hafa oftari komið að
húsi mínu eptír venjulegan lok-
unartíma og eigi viljað gjöra ó-
næði. En bæði langferðamenn
og sjófarendur læt ég vita, að
hvort sem þeir koma á nótt eða
degi, geta þeir, ef þeir gjöra vart
við sig, fengið bæði rúm og ann-
að það er þeir kunna að þarfn-
ast.
Vestdalseyri, 8. maí 1884.
Olafur Asgeirsson.
Hér með læt ég fólk vita,
að ég sem meðeigandi að hinu svo-
kallaða „Gerðis-túni“, sem er
ofanvið Vestdalseyrina utanverðu
árinninnar — að ef menn
vísvitandi sleppa hestum sín-
um eða öðrum gripum inn á túnið,
þá set ég þá inn þar til þeir verða
leystir út og jafnframt borgaður
skaði sá er þeir hafa gjört.
Vestdalseyri, 8. maí ’84.
Ólafur Ásgeirsson.
Fjármark Magnúsar ívarssonar í
Fjallsseli: Hálftaf framan hægra; sýl-
hamrað vinstra. Brennimark: M. ívars.
Hér með auglýsist, að ég hef áform-
að að láta selja við opinbert uppboð,
ef viðunanlegt boð fæst, pann helming,
sem ég á í hinu svo nefnda gulahúsi
á Búðareyri við Seyðisfjörð. Uppboðið
fer fram í húsinu sjálfu miðvikudaginn
pann 28. yfirstandandi maímán. um
hádegisbil.
þeir, sem kynnu að vilja skoða
húsið og vita söluskilmálana, geta
snúið sér til mín fyrir uppboðsdaginn.
Búðareyri við Seyðisfjörð, 7. maí 1884.
Sigurður Eiríksson.
Sakir hins mikla átroðnings, er
skólabúið á Eyðum hefur orðið fyrir
næst uiidamarið ár af umfeað manna,
neyðist skólastjórnin hér með til að
auglýsa, að greiði verður par hér eptir
ekki veittur ferðamönnum nema gegn
sanngjarnri borgun.
p. t. Eyðum, 19. apríl 1884.
Skólastjórnin.
Afgrciftsla „Austra“ cr hjá Sig.
faktor Jóussyni á Vestdaiseyri.
Ábyrgðarm. PállVigfúsaoncand.phil.
P r e n t a r i: ttuðm. Sigurðarsón.