Austri - 30.01.1885, Blaðsíða 4

Austri - 30.01.1885, Blaðsíða 4
8 miklu leyti komnar fiskiveiðarnar kring um löndin. Nú eru, eins og kunnugt er, fiskiveiðar og kvikfjárrækt aðal- atviunuvegir vor íslendinga. Til þess að geta stundað fiskiveiðar með nokk- urri vissu um góðan árangur, pyrftum vér að pekkja vel, betur en enn pá er orðið, eðli sjávarins kring um landið og lögun hans, hafstraumana, fiski- göngurnar, og fleira sem að pví lýtur. Hins vegar er landbúnaður vor kom- inn undir landslagi, legu og eðlijarð- vegsins, og aðferðin við ræktun jarð- arinnar verðnr að vera pví samsvar- andi, ef vér eigum að geta gjört oss von um góðan arð. jpekking á pess- um tveimur aðaluppsprettum auðsæld- ar vorrar, landi og sjó, veitir oss djörfung og áræði til að byrja og framkvæma; vér teflum ekki eins á tvær hættur, eins og meðau pekkingu vantar. Nú er „auðurinn afl peirra hluta sem gjöra skal“, og eptir pvi sem oss fyrir pelckinguna lærist að afla oss meira auðs af sjó og landi, má oss ekki gleymast pað að verja honum landi og lýð til sannra frara- fara. Landafræðin skýrir oss frá hæfi- legleikum peim sem land og sjórhafa til að gjöra pjóð pá sem landið byggir farsæla; en landshagsskýrslur sýua oss með hvaða viti og viðburðum sú pjóð leitast við að gjöra sér pá jörð undirgefna, að drottna yfir fiskum sjávarins og fuglum loptsins, og dýr- unum sem hrærast á landinu. |>ær eiga að sýna oss, hvernig pjóðin b e i t i r a f 1 i s í n u sér til fram- fara og sannrar velferðar. f>ar sem landshagsskýrslur koma út árlega, hafa pær pað fram yfir landafræði, hversu nákvæmlega sem hún er rituð, . að pær eru ávallt nýjar, og skýra frá ástandi pjóðariunar eins og pað var næsta árið á undan; breytingar á hög- um hennar geta pá ekki dulizt nema örfáa mánuði, pær eiga að koma út nákvæmar og áreiðanlegar hvert ár, og telja sem flest pað sem snertir hag landsins, pjóðarinnar. |>að eru ekki mjög mörg ár síð- an byrjað var að prenta og gjöra al- menningi kunnugar íslenzkar hag- skýrslur, og eru pær víða greiuilega og vel samdar, einkum síðan 1880, að hið siðasta reglulega manntal var tekið á landi hér; pó virðist enn að vanta muni nokkur mikilsverð atriði, sem skýrslur pessar mega ekki án vera, og viljum vér nú benda á nokk- ur peirra. Fólkstölu og atvinnuskýrl- urnar frá 1880 eru alinákvæmar og beztar peirra sem komið hafa; pó virð- ist vanta í pær: tölu allra lærðra manna (íslenzkra), hverja iðn hinir töldu iðnaðarmenn stunda, hvort veit- ingamenn eru taldir með verzlunar- mönnum, hvað pað er sem talin er „óákveðin atvinna“, hve margir hús- menn. tómthúsmenn, o. s. frv. I bún- aðarskýrsluruar virðist oss að muni vanta enn: um hina réttu stærð og gæði túna og engja um allt land, eða hve mikinn heyforða hver einn hefur, eða ætlar peningi sinum til framfærslu. Arlega er samin skýrsla um nýtt mó- tak en ekki um notað mótak, vér eig- um pví bágt með að sjá, í hverjum sveitum mótak er notað, og pví síður á hversu mörgum bæjum, eða hve mikið. Kálgarðar eru að vísu taldir árlega, og tilgreind stærð í □ föðmum; en ekki höfum vér séð enn, hverjar mat- urtir eru ræktaðar í peim, eða hvað mikið fæst pað og pað ár af hverri sáðtegund. Yér purfum að vita hvaða maturtir eru ræktaðar, geta prifizt í görðum víðsvegar um land, um ár- legar tilraunir sem gjörðar eru til pess, og hver árangur verður af peim. f>að er vist, að pví fleiri bjargræðisineðöl sem eitthvert hérað hefur við að styðj- ast, pvi meiri líkindi eru til pess, að pað fái staðizt harðæri, pegar pað ber að. Arlega sjáum vér hvað margir faðmar voru lilaðnir af túngörð- um pað ár, en pó ekki hvað mörg tún eru nú umgirt, eða hvað mikil er orðin samanlögð faðmatala tún- garðanna. Líkt má segja um vörzlu og vatnsveitinagarða. Yfir höfuð er pörf að vita hvar mest og bezt er unnið að jarðabótum, og hvers kyns pær eru. í verzlunar og vöruskýrslur vant- ar enn, að oss virðist, ýmisleg mikil- væg atriði, svo sem t. d. hve mikið petta eða hitt hérað aflar, eða flytur til verzlunar af sjávar eða landvöru, eða hvorutveggja. Ipessum skýrslum er pað að eins talið sem flyzt af pessari eða hinni vöru, frá peim kaupstað, út úr landinu, en ætti auk pess að telja, eða gjöra áætlun um pað, sem landsmenn eyða sjálfir, pótt ekki sé pví skipt fyrir aðrar vörur útlendar. Af skýrslum peim sézt að vísu nokkuð, hversu mikið flutt erafhverri útlendri vörutegund að hverjuin verzl- unarstað, en síður, og að pvi er pó gaumur gefandi, hvort pær eru seldar paðan eða lánaðar, og í hvaða héruð- um eða sveitum pær verða að eyðslu- eyri. þetta atriði sérstakt hefur mikla pýðingu pegar farið er að líta eptir hinum sanna efnahag sýslna eða sveita, pegar meta skal krapta pjóðfélagsins. I nokkrum peim liðum atvinnu og búnaðarskýrslanna sem áður voru taldar, hefur nú nýlega sézt vísír til umbóta t. d. um mótekju, garðrækt, stærð á túni og engjum og heyafla. |>etta er að vísu góð byrjun, en eins og upphafið til margs er ófullkomið hjá oss, eins mun vera hætt við að pað sé líka í pessum efnum, og að sumt sé tekið beint eptir ágizkun, t. ) d. nm stærð túna og .engja, um hey- feng af túnum og engjum o. s. frv. J>að sem optnefndar skýrslur eiga að hafa til meðíerðar og sýna öllnm sem eptir pví vilja líta er:nákvæmar og sannar skýringar yfir hið sanna á s t a n d pjóðar vorrar, yfir efnahag hennar, auð eða fátækt. eptir pví sem pað skiptist á, og ekki síður um and- legan proska og framför. Nú virðist oss sem ekki verði séð af peim nema önnur aðalhlið pess máls. |>að má nl. sjá nokkurn veginn af peim hvað vér höfum undir höndum pessa stundina; en alls ekki hvað af pví sé vor sann- arleg eign,,hvað pað er sem vér höfum til fullra umráða, sem frjálsir menn og öðrum óhAðir — hvað vér eig- um skuldlaust. J>etta er svo mikilsvert atriði fyrir einstaklinginn og pjóðina alla, að mestu furðu gegnir hve tímarit vor hafa litið sig litlu skipta að hreifa við pvi m'tli. og halda áhuga almennings á pví vakandi. Yér skulum nú líta á, og taka fram með fám orðum skuldaverzlun og skuld- lausa, og um leið benda á sumt pað sem oss virðist ábótavant í peim efnum. (Framh. næst.) — L o k s i n s fer póstur héðnn 4 mánudaginn kemur. Auglýsingar. Með pví að jörðin Hólshús í Húsa- vík, í Borgarfjarðarhreppi, verður laus um fardaga 1885, geta peir sem óska að f4 nefnda jörð til ábúðar, snúið sér til prestsins séra Jónasar Hallgríms- sonar á Skorrastað, eða undirskrifaðs, sem gefur nákvæmari upplýsingar. Seyðisfirði, 25. jan. 1885. A. ftasmussen. Marklýsing 4 óskilalambi í Breið- dalshreppi haustið 1884: liálft af apt- an, sneitt fr. hægra (illa gjört) eða tvístýft eða hálfur stúfur; ómarkað vinstra eyra. Skriðu, 14. des. 1884. E. Sigurðsson. Undirskrifaðir leyfa sér hér með virðingarfyllst að aðvara skiptavini sína um, að petta nýbyrjaða ár og framvegis verður ekki látinn úti nætur- greiði eða annað, nema móti borgun út í hönd, sökum fyrri ára vanskila. Seyðisfirði, 24. jan. 1885. Ó. Ásgeirsson. F. Sigmundarson. Ábyrgðarm. Páll Vigfússon cand.pkil. Prentari: Guðm. Sigurðarwm.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.