Austri - 18.07.1885, Blaðsíða 2

Austri - 18.07.1885, Blaðsíða 2
62 24- gr. Framkvæmdarstjóri og ann ar gæzlustjóri skulu undirskrifa svo að skuldbindi bankann, ef gefa skal út eða framselja víxla, önnur peningabrjef eða aðrar skriflegar skuldbindingar. Allar kvittanir verða, til þess að skuldbinda bankann, að vera undir- skrifaðar af fjehirði og með áritun bókara um, að þær' sjeu athugaðar. 25. gr. Framkvæmdarstjóri hefur 2000 kr. 1 árslaun, en hver gæzlustjór- anna fær 500 kr. þóknun árlega. Bókarinn hefur 1000 kr. í á rslaun. Fjehirðir hefur 1000 kr. í árslaun. Framkvæmdarstjóri og fjehirðir setja hæfilegt veð, sem landshöfðingi ákveð- ur. 26. gr. Stjórn bankans er ávallt skyldug að gefa landshöfðingja allar þær upplýsingar um bankann, sem honum kann að þykja ástæða til að heimta. J.andshöfðingi getur og hvenær sem er látið ransaka allan hag bankans. 27. gr. Forstjórar bankans og sýslu- narmenn mega eigi vera skuldskeytt- ir bánkanum, hvorki sem skuldunautar eða ábyrgðarmenn annara. V. Um reikningslok, varasjóð og fleira. 28. gr. Starfár bankans er alman- aksárið. Ársreikning bankans skal semja svo snemma, að hann verði 1 síðasta lagi 4 mánuðum eptir árslok birtur í helztu blöðum landsins. 2g. gr. Landshöfðingi nefnir til end- urskoðara, er rannsaki reikninginn í. hverju einstöku atriði, og beri hann saman við bækur bankans og heima- fjeð. Endurskoðarinn skal að minnsta kosti tvisvar ár hvert sannreyna, hvort heimafje bankans og eignir sjeu fyrir hendi. Endurskoðari fær þóknun úr bank- anum, sem landshöfðingi nákvæmar á- kveður. Landshöfðingi úrskurðar og kvittar hinn endurskoðaða bankareikning. 30. gr. Utdrátt úr hinum úrskurð- aða reikningi skal birta í stjórnartið- indunum, deildinni B. J>ar að auki gef- ur stjórn bankans eptir hvern ársQórðung landshöfðingja stutt yfirlit yfir hag bankans,- sem og skal birtast þar. 31. gr. Auk þeirra 2% um árið, er 2. gr. um getur, að leggja skuli í vara- sjóð, ieggjast þar og eptirstöðvar þær, er verða kunna við árleg reikningsskil bankans. Ef reikningsskilin bera með sjer, að bánkinn hafi tapað, ber vara- sjóður tapið. VI. Ef bankinn leggst niður. 32. gr. Ef svo skyldi fara, að bank- inn yrði lagður niður eða framkvæmdir bankans hætti að fullu, skal fyrst greiða öllum lánsölum bánkans allar skulda- kröfur þeirra, að undanskildum lands- sjóði, sem lánsala að seðlaupphæð þeirri, er hann hefur lánað bánkanum. f>ær eignir, sem þá eru eptir renna í landssjóð, og leysir hann síðan til sín hina útgefnu seðla með fullu ákvæðis-j verði. Frumvarp til laga um hluttöku safnaða í veitingu brauða (eins og það var samþykkt við aðra umræðu í efri deild í fyrra dag). 1. gr. þegar brauð í þjóðkirkjunni losn- ar, tekur söfnuðurinn þátt í veitingu þess eptir reglum þeim, er nú skal greina. 2. gr. þegar auglýst hefir verið,aðprests- embætti sje laust og hinn ákveðni umsókn- arfrestur er útrunninn, skal landshöfðingi, þegar fleiri en 3 hafa sótt um embættið, er allir fullnægja hinum almennu skilyrðum fyrir því, að geta haft á hendi prestsem- bætti í þjóðkirkjunni, með ráði biskups velja þrjá af umsækjendum til kosningar, erhon- um virðist hafa bezta hæfilegleika til þess að geta komið til áhta við veitingu embættis- ins. Hafi að eins 3 slíkir umsækjendur sótt um brauð, má landshöfðingi á sama hátt velja tvo þeirra til kosningar. 3. gr. XJmsóknarbrjef þau, er þannig hafa verið valin úr, og bæði umsóknarbrjefin, hafi að eins 2 sótt um embættið, sendir biskup með athugasemdum þeim, er honum virðist ástæða til að gera, til hlutaðeigandi prófasts, en prófastur skal sjá um, að þau verði lögð fram og liggi til sýnis í 2 vikur á ein- hverjum hentugum stað í prestakallinu'; hann skal síðan stofna þar til fundar fyrir allt prestakalhð áður aðrar 2 vikur sjeu liðnar, og skal auglýsa fund þenna, svo sem þörf gerist. Á þessum fundi skal öllum þeim meðlimum þjóðkirkjunnar, sem bú- settir eru í prestakallinu, og óspillt mann- orð hafa, gefinn kostur á að greiða atkvæði um umsóknarbrjef þau, er fyrir liggja, ef þeir eru orðnir 25 ára, þegar kosningin fer fram, og hafa atkvæðisrjett á safnaðarfund- um samkvæmt lögum 27. febr. 1880, sbr. lög 12. maí 1882. 4. gr. Kjörstjórn skal stýra kosningu; er prófastur formaður hennar, en hver sóknar- nefnd í prestakallinu kýs í hana 2 menn. 5. gr. Sóknarnefnd hver semur skrá yfir þá sóknarmenn, er kosningarrjett hafa eptir 3. gr., og sjer um, að skráin liggi til sýnis fulla viku á undan kjördeginum á ein- hverjum hentugum stað fyrir sóknarbua ; eptir þeirri skrá fer kösningin fram. Nú kærir einhver, að sjer hafi verið sleppt úr skránni, eða að annar hafi heimildarlaust verið tekinn á skrána, og skal hann þá í seinasta lagi korna fram með kröfu sína eða mótmæli á sjálfum kjördeginum, og leggur kjörstjórnin því næst úrskurð sinn á málið áður en gengið er til atkvæðagreiðslu. 6. gr. Sjerhver sá, er kosningarrjett hefir og vill greiða atkvæði, skal koma sjálfur á kjörfund. Atkvæðagreiðslan skal fram fara munnlega, og skulu tveir af kjörstjórunum taka við atkvæðum við kjörskrá hverja. þegar öllum, er viðstaddir eru og hafa kosningarrjett, hefir verið gefinn kostur á að greiða atkvæði og þau rituð 1 kjörbæk- urnar, skal atkvæðagreiðslunni lokið, enþó eigi fyr en klukkustund er liðin frá því kosningar hófust. 7. gr. Kjörstjórnin semur skýrslu um það, er fram hefir farið á kjörfundinum, og sendir hana ásamt kjörskránum og umsóknarbrjef- unum o. fl. til landshöfðingja, þegar frestur j sá er liðinn, sem ræðir um í 8. grein. 8. gr. Nú vill einhver koma fram með kæru viðvíkjandi kosningu þeirri, er fram liefir farið, og verður liann þá að senda kæru sína skriflega til formanns kjörstjórn- arinnar, áður en vika sje liðin frá því kosn- ingin fór fram, ef henni skal nokkur gaum- ur gefinn, en formaður kjörstjórnarinnar skal senda landshöfðingja kæruna ásamt áliti kjörstjórnarinnar. 9. gr. Ef að minnsta kosti helmingur safnaðarmeðlima þeirra í prestakallinu, er kosningarrjett hafa, hafa tekið þátt í kpsn- ingunni, og einhver af umsækjendum hefur hlotið að minnsta kosti helming atkvæða þeirra, er greidd hafa verið, verður honum gefið veitingabrjef af hlutaðeigandi stjórn- arvaldi, hafi kosningin farið fram eptir 3. —8. gr. laga þessara, eða sjeu eigi þeir gallar á, sem eptir atvikum geti hafa haft veruleg áhrif á úrslit hennar; ella skal senda málið heim aptur til nýrrar kosning- ar. En verði kosning eigi gild í annað sinn, þá skal við veiting embættisins taka það tillit til þeirra óska, er hafa komið fram af hálfu safnaðarins, er| álitið verður að rjett sje. 10. gr. Nú hefur laust brauð verið aug- lýst á venjulegan hátt, og hinn ákveðni um- sóknarfrestur er útrunninn, og hafi þá ekki nema einn, er fullnægi hinum almennu skilyrðmn fyrir að þjóna prestsembætti í þjóðkirkjunni, sótt um brauðið, þá skal eptir kosningarreglum laga þessara leita til- lögu safnaðarins um, hvort hann heldur kjósi að brauðið verði veitt þessum eina umsækjanda, eða prestsþjónusta í brauðinu verði fyrst um sinn fahn á hendar ná- grannapresti eða nágrannaprestum, verði því við komið, eða settur verði prestur til að þjóna brauðinu til bráðabyrgða, geti hann fengizt. 11. gr. Kostnaður við prestakosningar greiðist úr jafnaðarsjóði amtsins eptir reikn- ingi kjörstjórnarinnar, sem amtmaður sam- þykkir. 12> gr. Lög þessi öðlast gildi 1. dag jan- úarmánaðar 1887. Frumvarp til laga um helgi lands fyrir ágangi af skepn- um (samið af nefnd 1 efri deild, upp iir stjórnarfrumvarpinu um innsetning áskepn- um). 1. gr. Fyrir óheimila beit og ágang skal ávallt bæta grasnám og sjerhvern þann skaða, er búfjenaðuur gerir á annars manns eign. Eigi skal grasnám greiða fyrir sauðfje, er úr afrjetti gengur, þá er eigandi eigi á sök á því. Emnig er ferðamönnum rjett að æja bótalaust hestum þeim, er þeirhafa til ferðar sinnar, en að eins þar sem eigi liefur áður slegið verið. 2. gr. Beiti maður búfjenaði sínum af ásettu ráði í annars manns landi án hans leyfis, varðar það sektum allt að 20 kr., en fyrir meingripi, eða sje_ sýnd þrábeit eða beitt á ræktuðu lándi, túni og engi, má hækka sekt þessa eptir atvikum allt að 100 kr. 3. gr. Komi búfjenaður í annars manns land, án þess sá eigi sök á, er fjenað á, svo sem fyrir misgöngur, strok, eða önnur slfk atvik, og grasnám að eins á að bæta eptir 1. gr., á sá rjett á, er fyrir slíkum ágangi

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.