Austri - 18.07.1885, Blaðsíða 4

Austri - 18.07.1885, Blaðsíða 4
64 að þeir fengu að greiða atkvæði sitt. Glad- stone ætlar líka enn á ný að bjóða sig fram til þingkosninga, þó gamall sje, og og ef flokkur hans þá vinnur sigur, tekur hann sjálfsagt að sjer yfirstjórn ríkisins eins og áður, og er það til mikils hags fyrir flokkinn, því enginn maður á Eng- landi hefur jafnmikið þjóðarhylli sem hann. Madíinn hefur nýlega látið það boð út ganga frá sjer, að hans væri von norður i Kaíro, en menn hafa þó . góða von um að shkt sje að eins öfgar úr spámanninum. Annars er það mjög á huldu, hvort Salis- bury ætlar að halda áfram ófriðnum gegn honurn eða ekki. Frakkland. |>að er nú farið að líða undir kosningarnar til þings. það er lík- legt að þær fari fram einhverntíma í sept- emberm. f>að er þess vegna mesti ákafi í öllum flokkunum að safna að sjer atkvæð- um og búa sig að öðru leyti sem bezt undir kosningarnar. |>að er enginn hrædd- ur um, að þessar kosningar muni verða til nokkurrar eyðileggingar fyrir þjóðstjórn Frakka, þannig að einvaldsmennirnir nái stjórninni í sínar hendur. Höfuðatriðið verður þess vegna hvor af hinum tveimur stóru þjóðveldisflokkum verður hlutskarp- ari. þessir flokkar eru hinn svonefndi opportúnista flokkur,- sem Ferry stýrir og áður sat að völdum, og radikali flokkurinn, sem nú situr að völdum. Eadikali flokk- urinn hefur gefið lit auglýsingu um, hvaða málum honum þykir nauðsynlegast að vinna að í bráð, og eru þau þessi: 1. Að endur- skoða stjórnarskrána á ný, og breyta henni þannig, að kosning til öldungaráðsins fari fram eptir almennmn kosningarrjetti. 2. Að gjörður sje fullur skilnaður milh ríkis og kirkju. 3. Að allir borgarar, undan- tekningarlaust, sjeu skyldir að gjöra 3 ára herþjónustu. 4. Að skattalögin sjeu end- urskoðuð. 5. Að sporna við öllum herferð- um til fjarlægra landa. .6. Að vernda at- vinnuvegina. — Látinn er Courbet hers- höfðingi. Hann er frægur af ófriðnum í Tonkin og við Kínverja nú síðast, þótti vaskleika maður hinn mesti. pýzkaland. f>eim fækkar nú óðum hetjunum frá 1870. Tveir eru nýdánir, Friedrich Karl, bróðursonur Yilhjálms keis- ara, og Manteuffel hershöfðingi. Friedrieh var mikið riðinn við alla þá ofriði er Prúss- ar hafa átt í á seinni árum. Hann var foringi í her Prússa í ófriðnum við Dani og hafði yfirforustu hersins við Dybböl og Als. Hann var og í ófriðnum við Austur- ríkismenn og varð frægur af herstjórn sinni, en frægstur varð hann þó í ófriðnum við Frakka, og var eptir það mikið átrúnaðar- goð margra jpjóðverja. Manteuffel var á- gætis-hershöfðingi, en auk þess stjórnvitr» ingur mikill. Hann var settur landsstjóri í Elsass-Lothringen 1879 og þótti stjórna með mestumannúð og hyggindum. Hann var aldavin Vilhjálms keisara. Spánn. f>ar gengur kólera mikil víða um land og er allskæð. |>að er því ótti mikill yfir þjóðinni, sem von er. Læknir einn á Spáni, Ferran að nafni, segist nú hafa fundið ráð við henni. Hann setur mönnum kóleru, álíka og mönnmn er sett bóla. Menn verða veikir af því, en engum er hætt við dauða, og sje þetta opt gjört, geta menn nálega verið óhræddir um líf sitt, þegar kóleran kemur. Kólerulækn- arnir eru þó ekki enn þá orðnir fullkom- lega sáttir og sammála um þetta mál. Noregur. Eins og kunnugt er, hafa þeir Björnson, Ibsen og Jónas Lie lengi haft skáldlaun hjá Norðmönnum. Laun þessi eru að sönnu ekki mikil, að eins 16 hundruð kr., en það eru þó heiðurslaun frá þjóðinni og jafnframt lítilf jörlegt endur- gjald fyrir það, að menn út um alla Evr- ópu taka rit þeirra og þýða, eða leikaþau á leikhúsum og græða stórfje á, án þess að þeir sjeu að spurðir, eða fái nokkurn eyri fyrir. |>etta kemur til af því, að það eru engir samningar til milli norðurlanda og annara þjóða um eignarrjett höfunda á ritum þeirra. Aptur á móti hefur Kjel- land allt til þessa engin skáldlaun fengið. þeir Björnson og Ibsen skrifuðu nú stór- þinginu og skoruðu á það að veita Kjelland jöfn laun og þeim. Kjelland er enginn trú- maður og það eru hinir ekki heldur; nokkur hluti vinstrimanna á þinginu vildi því ekki veita honum heiðurslaunin, og voru það einkum prestar og bændur, og auk þess var allur hægri flokkurinn því mótfallinn. þessu lauk svo að áskorunin fjell. Ut úr þessu varð svo mjög mikið sundurlyndi milli vinstrimanna, en mest kveður að greinum þeim, er Björnstjerne Björnson ritaði í blaðið »Verdens Gang« um þetta mál. Hann ræðst þar meðal annars á Johan Sverdrup fyrir það að hann hafi ekki tekið þátt í umræð- um um máhð og heimtað af stórþinginu að það veitti Kjelland heiðurslaunin, og hann segir enn fremur, að hann muni leggja sömu áskorun fyrir næsta þing, og nái hún þá ekki fram að ganga, þá afsali hann sjer sínum launum. I annan stað var stofnað til samskota um allan Noreg til þess að bæta Kjelland fyrir afbrot stórþingsins við hann og jafnvel hægrimenn hafa gefið fje til þess. Danmörk. Hjer er sama þrefið og lengi hefur verið og ekki gengur á öðru enn poli- tiskum mannfundum um allt land. Helzt kveður að fundum þeim, er Berg hefur haldið víða um allt Jótland, og hefur hon- um veríð þar mjög vel fagnað og fundir mjög fjölsóttir. A einum stað af þessum fundum skeði atburður einn, er mjög mikið er talað um þessar mundir. Fundurinn var haldinn undir opnum himni og var stóll reistur handa ræðumönnunum. En þegar þeir eru upp komnir á ræðustólinn, þá kemur lögreglustjórinn og gengur þar upp á og tekur sjer þar sæti. Berg undi því illa, að hafa þennanþjónráðaneytisEstrúps við hliðina á sjer, og neitaði að tala, ef lögreglustjórinn færi ekki niður. Lögreglu- stjórinn var beðinn að fara ofan, en hann vildi ekki. Tveir menn gengu þá að hon- um og hjálpuðu honum ofan. þessir menn eru nú dregnir fyrir lög og dóm og hart haldnir. Berg á að mæta í rjettinum í dag. (Eptir „Suðra“ 16. júli). Tilvísan nm að tryggja sjer sem bezt hylli manna. Gjörðu sem minnst fyrir aðra! þ>ví minna sem þú gjörir fyrir aðra, því minna munu þeir heimta af þjer, og því minna sem menn heimta afþjer því meira munu þeir meta það, er þú gjörir fyrir þá. Sá, sem aldrei gjörir neitt fyrir aðra, fær ekki nema einn dóm um sig einu- sinni fyrir allt. Sá, sem jafnaðarlega er hjálpsamur, fær nýjan dóm í hvert sinn og hann er það eigi. Lánaðu engum neitt! Fólk fyrirgefur sjaldan þeim, sem lánar, aldrei þeim, sem það getur eigi staðið í skilum við. RáðSegð'J engum neitt! Menn fylgja aldrei ráðleggingum nema til hálfs, og dugi svo ráðlegg- ingin eigi, kasta menn allri sökinni á þig. Varastu að vera góðgjörðasamur! Menn geta því að eins fengið sig til að viðurkenna guð sem velgjörara sinn, að þeir geti látið sem þeir sjái hann eigi- ________ Brjóttu aldrei gegn landssiðnum! Lagabrot skoða menn sem einkasök milli sökudólgsins og lögreglunnar, og brot á siðalögmálinu sem sök á milli mannsins sjálfs og samvizku hans; en brot á tízku og landsið er glæpur gagnvart öllum, sem enginn getur látið óhegnt. Sá, sem gerir sig sekan í slíku, er grunaður um alla aðra glæpi, og fyrir dómstóli alþýðu er grunur sama sem kæra og kæra sama og dóm- felling. Varastu að Xáta bera nokkuð á þjer! Að bera höfuðið hærra en þorri manna gerir, er jafnógætilegt sem að horfa upp yfir brjóstvarnir á virki í umsát. það verður skoðað sem eggjan til alls þess aragrúa, sem bíður færis að miða á eitthvað. Um fram allt: forðastu já og nei! Hvergi nema mitt á milli þessara tveggja orða liggur leiðin til fólks góða álits og um- tals, og að lokunum inn í—guðatölunúllanna. Erik Bögh (þýtt). Auglysing. öránnfjelag heldur sauðamarkaöi með enskum fjárkaupamanni í Múla- sýslum í haust, sem hjer greinir: 24. sept. á Eyðum. 25. — - Hallfreðarstöðum. 26. — - Fossvöllum. 28. — - Ormarsstöðum. 29. -— - Valþjófsstað. 30. — - Hallormsstað. 1. okt. - Ketilsstöðum. Rvík, 18. júlí 1885. Tryggvi Gunnarsson. Abyrgðarmuður : Siqurðnr Jónsson. ísafoldarpxentsmiðja.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.