Austri - 07.11.1885, Blaðsíða 3

Austri - 07.11.1885, Blaðsíða 3
f 91 getað valið neinn betri. En nú fór Jón heim með okkur á vagninum sem var sendur okkur til hjálpar, og seinna gekk hann að eiga ekkju Harris ...“ „Ekkju hans sem . . .?“ „Ekkju hans sem fyrst var bor- inn á borð, jú það var rétt — hann kvongaðist henni, lifir farsælu lifi, er virtur af öllum og er í bezta gengi. Já, rninn góði, allt líkist þetta skáld- sögu, æfintýri, er ekki svo? En — nú ætla eg ekki að tara lengra og verð eg þvi að kveðja yður. Ef þér gætuð hagað því svo að dvelja hjá mér fá- eina daga, skyldi mér vænt um þykja og eg vera yður sérlegaþakklátur fyrir. Mér hefur getizt einkar vel að yður, og eg virði yður eins mikils eins og Harris heitinn. Verið þér sælir, og góða ferð“. " Að því búnu gekk hann burtu. Við frásögu hans var eg orðinn svo forviða og utan við mig, og fullur skelfingar að engu tali tók. Eg varð þó feginn er hann fór burtu. f>rátt fyrir alla þá bliðu og hógværð er lýsti sér bæði í öllu látbragði hans og tali, gat eg þó ekki að því gert að hryll- ingur fór um mig allan, hvenær sem hann leit sínum gráðugu augum á mig, og þegar eg heyrði að honum gazt sérlega vel að mér og að hann mat mig næstum eins mikils og Harris, tók blóðið að storkna í æðum mér af ótta. f>að var svo mikið rutl á mér, að því verður ekki með orðum lýst. Eg efaðist reyndar ekki um að frásögn hans væri sönn, því að eg hitti ekkert orð er ekkibæri ásér sannleikans merki, og þó voru hin einstöku átriði svo ógurleg og skelfandi, að eg vissi ekki, hvað eg átti að hugsa og hugur minn íór á ringulreið. Eg varð þess var að vagnstjór- inn veitti mér athygli. „f>ekktuð þér manninn, sem steig núna út úr vagnínum?“ spurði eg liann. „Já“, svaraði hann: „Hann var um tima á þingi og var einn af hin- um atkvæðamestu þingmönnum; fyrir mörgum árum varð hann fyrir því óhappi, að verða fastur í snjó á vagn- lest, og við það tækifæri var hann næstum dauður úr hungri. Heilsa hans hafði beðið þann skaða, að hann lá marga mánuði meðvitundar og rænulaus. Nú er hann aptur orðinn albata það er til líkamans kemur, en vitið er enn vanheilt og hann er ekki með öllum mjalla; þegar eitthvað verður til þess að minna hann áhina gömlu sögu, byrjar hann frásögu sína og hættir ekki fyr en hann er búinn með alla farþegjana í vagnlestinni. Ef hann hefði orðið lengur samferða, hefði hann að líkindum komizt að hin- um seinasta dauðans kandidat. Hann kann öll nöfnin utan að, og þegar hann þá er búinn með alla farþegj- ana nema sjálfan sig, er hann vanur að hringja út með þessum orðum: „|>egar hinn vanalegi timi var kom- inn til að kjósa til morgunverðar, var eg kosinn mótmælalaust, en eg neit- aði að taka við kosningu og því var ekki heldur mótmælt, þess vegna er eg enn hér“. f>að var eins og steini væri lypt af hjarta mér, þegar eg varð þess vísari að eg hafði einungis hlýtt á meinlausann tilbúning geðveiks manns en ekki á virkilega atburði í lifi mannætu. Ástandið í llólaskóla. sagt af þeim sem þangað kom 1787 og útskrifaðist 1792. Árið 1786 voru piltar 9 í skóla, bóluárið; þá var Halldór Hjálmars- son rector, en konrector var Jón Diabolus, sem dó prestur á Barði. Eptir það Qölguðu þeir smámsaman og voru orðnir 40 1792. Ölmusa var þar heil 20 rbd. og 1 króna = 64 skl.; piltar voru allir komnir á Mikaels- messu, áttu frí daginn eptir, en ann- an dag var skólinn settur af rector með latínskri ræðu og latinskum söng, nl., te deum laudamus á eptir; veni sancte spiritus á undan. Allir sunnu- dagar og mánudagar voru fríir; bæn- ir voru haldnar kveld og morgun; á morgna var látin birting ráða; rektor hringdi til bæna; sína vikuna las hvur kafla úr bibljunni og bæn á eptir; þegar morgun agenda voru búin var haldin saungur i kirkju kvöld og morgna, þá voru sungnir kvöld og morgunsálmar og lesin Davíðs Salt- ari; að því búnu borðuðu menn úr skrinum sínum sem þeir keyptu fyrir ölmusu sína, sem þeir feingu á staðn- um, korn fisk og smjör; livur piltur fjekk ekki meira en 12 fjórðunga smjörs. Dómkyrkju presturinn yfir- lieyrði úrPonta ogBibljukjarna á hvurj- um fimtudeigi og sunnudagskveldi; þá komu ekki Bektor og Conrector í Skóla; á Mánudögum var glimt inní skóla, en máttí ei utanskóla eða úti, Componendum á þriðju og föstudög- um og laugardögum af dönsku á la- tinu, explicandum á miðvikudögum, á bekk og borði voru jafnmargir; æfing- arstílar voru fyrstu vikuna, síðan exa- mensstíll og so disponerað og þá hald- in latínsk ræða af rectore. Skóla var sagt upp ætíð i vikunni fyrir Hvíta- sunnu. Biskup hjeldt examen á vor- in, nl. Compenendum og explicandum. Author lesnir: Nepos, Sallustius, í Livio, í Yirgil og Ovidio ex Ponto og Metamorphosi. Ölmusur voru 20; sumir fengu heila, sumir hálfa, og fyrir þessa peninga keiptu þeir af stiptsprófasti smjör 45 (o: skl) smjör- fjórðunginn, fiskavættina á 90 og korn eptir kaupstaðarverði; sumir keyptu grautaraska af vinnufólki einu sinni á dag fyrir 5 rdl. um veturinn með súr og mjólk, og átu það í búri, sumir keyptu ekki vökun en drukku blöndu, en átu útvigt sina í ein- hverjum kofa i bænum um miðj- an dagin og tóku sjer bita eptir fyrstu agenda á morgna og eins á kveldin; piltar keiptu sjálfir þjónustu af stúlk- um í bænum fyrir 4 mörk hvur; svefn- loptin voru 2 og 4 rúm í hvurju og sváfu 4 og fim í hvurju; 2 rekkvoðir voru festar saman undir og ifir og 2 brekán, sem prófasturinn lagði til; sjálfir máttu piltar búa um sig; lopt- in láku og fraus i þeim; bekkur og .borð var í sama húsi, so sínir sátu og skrifuðu hvurju meigin og var þar óþolandi kuldi. Á livurjum sunnu- degi fóru piltar í kirkju, sátu allir i kór, bekkur annarsvegar, borð annars- vegar, skó lögðu piltar sjer sjálfir til, aldrei smakkaðist kaffi, mölun á korni keiptu piltar sjálfir, 10 fiska á */g tunnu, en biskup ljeði kvörnina ókeip- is, en þjónustur gjörðu brauðin; sumir keiptu kindur en þjónustur suðuí piltar unnu á sumrin heima alla vinnu. J>egar piltar veiktust, lágu þeir í loptum sinum, en læknirinn sóktur, þó ekki upp á kostnað pilta; eingi var þeim hjúkrun veitt nema máske thevatn, flestum gaf hann að laxera á haustin; [skólinn var til alt- aris á haustin, flestir fóru heim um jól og páskana, áttu frí öll jólin til þrettánda og páskavikuna. Piltar út- lögðu verbo tenus N. T. grekum á latínu. Notarius Scolæ, Templi et platearum nóteraði á hverju laugar- dagskveldi. Piltar fengu frí ljós i skóla, en máttu leggja sér til ljós í rúmi sínu. Allir höfðu mussuföt spari og hvurn dag og skotthúfur og mórauða sokka. Háttað var, þeg- ar stjörnur voru milli Nóns og Mið- aptans, farið á fætur um birtingu. Skólatíð var skemst 5 ár nl. Sra. Jónas, en 12 ár lengst nl. Sra. Sig- valdi. (Eptir Arbók hina íslenzka fornleifafélags). S m á r c g 1 s. Hýrt folald. É sumar var í Danmörku 3 mánaða gamalt hestfol- ald selt og keypt fyrir 1000 krónur. (Jott ráð. Til ad hreinsa tunn- ur og hver önnur ílát sem steinolia hefur í verið, má hafa brennt kalk og vatn. Tunnan er fyllt með vatni og látið í 1 pund af brenndu kalki. Síð- an er hún látin standa nokkra daga, og er daglega hrært í vatninu og tunnan núin vel að innan. Steinolían hleypur þá saman innan á trjenu, og má vel ná henni burtu. Lyktin hverf- ur og alveg á skömmum tíma.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.