Austri - 28.11.1885, Blaðsíða 4

Austri - 28.11.1885, Blaðsíða 4
104 stjóranura, að einn af embættismönn- um yið bankann hefði tekið úr hon- um 800000 krónur, en að ættingjar mannsins vildu skjóta saman 400000 krónum og borga aptur til bankans, ef málið yrði ekki rannsakað. Banka- stjórinn hugði að betra væriaðpiggja pessar 400000 krónur heldur en ef til vill að missa allt féð ef opinber rannsókn færi fram — og pannig komst allt í lag. — Svona er hægt að fara að í Ameríku. Arið 1750 dó á Englandi maður sem var svo pungur, að 12 menn purfti til að bera kistu hans upp á líkvagninn og ná henni aptur niður af honum, til að láta hana siga nið- ur í gröfina. Á 12. ári vo hann 144 pund og á 20. ári 336. Hann var 5 fet og 9 puml. á hæð en 10 fet og 11 puml um mittið. jj>ótt hann væri svona feitur, var hann fremur heilsu góður og jafnan léttur í spori. Hann át og drakk að vöxtum eins og menn vanlega. Á 30. árinu fékk hann slag og dó. J>á var hann orðinn 616 pund. Lengsfi dagur í Evrópu. Lengsti dagur í Evrópu er í Reykjavík; par og yfir höfuð á öllu íslandi varar dagsljósið 3V2 mánuð. ISTæst-lengsti dagur er i V arðeyarhúsi við Yarang- urfjörð í Noregi, par er stöðugt dag- ur frá 21. maí til 22. júlí. í Pét- ursborg og Tobólsk í Síberíu er lengsti dagur 19 stuudir, hinn stytzti 5 stund- ir. í Stokkhólmi og Uppsölum er lengsti dagur 181/2 ^stund, stytzti 5*4 stund. í Berlín og Lundúnum er að eins bjart í 17 V2 stund hinn lengsta dag. Á íslandi og Englandi er manns- nafnið Jón (John) hið langalmenn- asta og eins er í Danmörku að nafn- ið Hans er mjög altítt, pótt pað sé óalmennara nú en áður. Einnig eru mannanöfnin Jónas, Jóhannog Jóhann- es altíð. Orsökin til pess að öll pessi mannanöfn sem eru hið sama dregin á ýmsan hátt af Jóhannesar nafni, voru og eru svo altíð er sú að á mið- öldunum var sú [hjátrú almenn, að engu pví húsi par sem einhver héti Jóhannesar nafni, væri búin hætta af eldingum, af pví að Jóhannes hefði verið Jesú kærastur af lærisveinun- um. J>að bar pvi ekki svo sjaldantil að sami maður átti 3 sonu með sama nafni, er voru pannig aðgreindir Stóri- Jón, Mið-Jón og Litli-Jón. Réttindi kvenna í Nehraska. Nebraska er alkunnugt fyrir hversu mikil réttindi kvennfólkið hefur par. Yfir peirri eign erkonan á, pegarhún giptist eða kann seinna að eignast, liefur maðurinn engin ráð. Hún get- ur heimtað skilnað af sanngjörnum sem ósanngjörnum ástæðum. J>annig getur hún heimtað hjónabandið dæmt ógilt, ef maðurinn er dæmdur til fangelsisvistar 3 mánuði eða lengur, ef hann er drykkjumaður, ef hann hef- ur verið burtu frá henni í 2 ár af á- settu ráði, ef hann er mjög harður í sambúð, yfir höfuð ef hann gerir eitt- hvað sem konunni likar ekki. Auglýsingar. Tapast hefur afSeyðis- firði snemma i októbrm. síðastl. rauður hestur fjögra vetra gamall: stór vexti, með hvítan blett á nösunum og stórt kjaptsæri á und- irflipa; aljárnaður með 6 boruðum ísl. skeifum, með engu yfirmarki en máske undirbenjum. Ef nokkur skildi hafa orðið, eð- ur verða, var við hest pennan, er hann vinsamlegast beðinn hið allra fyrsta að láta undirskrifaðan vita pað, mót sanngjarnri borgun fyrir ómak sitt. Yestdalseyri 27. nóv. 1885. Sigurðr Jóusson. Mér undirskrifuðum hefur ver- ið dreginn fullorðinn sauður í haust með réttu marki mínu: geir- stýft hægra, sýlhamrað vinstra og ó- læsilegu brennim., en pareð mig vant- aði engan sauð í haust, óska eg að sá, er getur sannað eignarrétt sinn á sauð pessum, vitji hans til mín hið fyrsta, mót borgun fyrir hirðingu á sauðnum og auglýsingu pessa. jKetilsstöðum á Völlum 19/u. 85. Guttormur Pálsson. Óskilakindur seldar í Eljótsdals- hrepp haustið 1885. 1. Lamb, mark: blaðstýft fr. hægra. sýlt í helm. apt., biti fr. v. 2. — mark: stýft, vagl a. biti fr. hægra, stýft, vagl a. biti fr. vinstra. 3. — mark: stúfrifað, biti a. hægra stýft, biti aptan vinstra. J>eir sem geta sannað sér kindur pessar mega vitja peirra fyrir 1. jan. næstkomandi, eða andvirðis peirra fyrir næstkomandi sumarmál. Brekkugerði 23. nóv. 1885. Jón J>orsteinsson. — Frá Jieim degi sem auglýsing liessi birt- ist í „Austra“ verður af undirskrifaðri öllum ferðamönnum seldur greiði. Arnórsstöðum á Jökuldal 17. nóv. 1885. Hróðný Einarsdóttir. — Erá peim degi sem auglýsing pessi birtist í „Austra“ verðurafund- irskrifuðum öllum ferðamönnam seld- ur greiði. Hjarðarhaga 17. nóv. 1885. Magnús ívarsson. — Ef einhverjir vilja byggja hús geta peir fengið til kaups, með mjög vægu verði, undirgrind úr húsi, 8 álna löngu og 6 álna breiðu, með lopti og gólfi og innanpiljum öllum, allt nú- merað eptir réttri röð. Yiðirnir eru að eins tveggja ára gamlir. Umkaup á pessu ættu menn að semja við mig helzt fyrir pessa árs lok. Seyðisfjarðaröldu 23. nóv. 1885. Magnús Sigurðsson. J>eir sem eiga úr og klukkur hjá mér í aðgerð, pða hér eptir kynnu að fá gert við pess konar hjá mér, verða að borga viðgerðina í peningum, um leið og pau verða afhent. Sömuleið- is pað, sem eg hefi eða hér eptir kann að hafa til sölu, fæst að eins mót fullri borgun í peningum út í hönd. Magnús Einarsson, úrsmiður á Seyðistirði. Hver sá, er hefur í ógáti skilið eptir á verkstæði mínu í haust skjóðu með ýmsu smávegis í, getur vitjað hennar, mót pví að borga auglýsingu pessa. Vestdalseyri 26. nóv. 1885. G. Guðmundsson. Til athugimar. Vér undirskrifaðir álítum skyldu vora, að biðja almenning, gjalda var- huga víð hinum mörgu og vondu ept- irlíkingum á Brama-lífs-elixír herra Mansfeld Biilner & Lassens, sem Ijöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; pykir oss pví meiri á- stæða til pessarar aðvörunar, sem margir af eptirhermum pessum, gera sér allt far um, að líkja eptir ein- kennismiðunum á ekta glösunum, en efnið í glösum peirra er e k k i Brama-lífs-elixir. Vér liöf- um um langan tíma reynt Brama- lífs-elixír, og reynzt hann vel, til pess, að greiða fyrir meltingunni, og til pess, að lækna margs konar maga- veikindi, og getum pví mælt með hon- um sem sannarlega heilsusömum b i 11 e r. Oss pykir pað uggsamt, að pessar óekta eptirlíkingar eigilof pað skilið, sem frumseméndurnir veita peim, úr pví að peir verða að prýða pær með nafni og einkennismiða al- pekktrar vöru til pess að pær gangi út. Harboöre við Lemvig. Jens Christian Knopper. J. S, Jensen. Thomas Stausholm. Gregers Kirk. C. P- Sandsg. L. Dahlg. Kokkensberg. Laust Bruun. N. C. Bruun. Niels Chr. Jensen. J. P. Emtkjer. Ore Henrik Bruun. K. S. Kirk. Kr. Smed Rönland. Mads Sögaard. J. C. Poulsen. L. Lassen. L. Ohr. Christensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. Norby. Abyrgðarm.: SigurðrJónsson. Prentari: Baldvin M. Stephánsson.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.