Austri - 29.01.1886, Side 3
7
að komið er út konungsbréf um
stjórnarskrána íslenzku.
J>ar er algjörlega neitað að samþykkja
stjórnarskrár breytinguna. |>að er tek-
ið fram, að þó næsta þing samþykki
hana aptur, þá muni stjóruin sitja
yið sinn keip. Hin nýja stjórnarskrá
semalþingi samdi í sumar er sögð stríða
á móti anda stöðulaganna og grund-
vallarlaga Dana. Kosningar til þings
eiga fram að fara eptir fyrirmælum
stjórnarinnar, og skalkosið til 6 ára,
sem að undanförnu, og verða þá 4
þing á þessum 6 árum.
England. Enska stjórniná Ind-
landi hefur átt í deilum við konungs-
ríkið Birma. Konungurinn í Birma
heitir Thibau. Að sögn vill hann
fyrir hvern mun berjast við Englend-
inga og hefur þó lítið herlið og lítt
vanið við vopnaburð og er því ekki
mikið efamál hvernig þeim ófriði muni
lúka ef til kemur. Englendingar hafa
hótað þeim ófriði innan ákveðins tíma
ef þeir iðrist ekki og bæti ráð sitt.
J>að er sagt að drottningin sé barns-
hafandi og geti með engu móti þolað
púðurreyk. Er þvi sagt að Birma-
stjórn muni fara undan í flæmingi
þangað til barnið er alið, en svo ætli
hún sjálf að segja Englendingum
stríð á hendur. Churchill, Indlands
ráðgjafinn, hefur látið í veðri vaka að
Englendingar mundu leggja Birma
undir sig.
Frakkland. Nokkrir af ráðgjöfun-
um náðu ekki kosningu til þingsins og
verða því að víkja úr ráðaneytinu. En
annars er það mjög á huldu, hverjir
muni verða ráðgjafar framvegis. En
hvernig sem fer, verður það skipað
mönnum úr báðum þjóðveldisflokkun-
um, en mönnum kemur ekki saman
um, hversu mikið hver flokkur eigi til
að leggja. J>að er ósk margra að
Clemenceau taki að sér að mynda
nýtt ráðaneyti, ekki sizt vegna þess
að hann verður öllum ráðherrum að
fótakefli, en sagt er að Grevy sé því
mótfallinn. — Nýlega var skotið á
Freycinet ráðherra, en til allrarham-
ingju sakaði hann þó ekki.
J»ýzltaland. Prins Albrecht af
Preussen er nú gjörður landstjóri í
Brunsvig. Eins og eg hef áður skýrt
frá, stóð hertoginn af Cumberland,
<tengdasonur Danakonungs, þar næst-
ur til ríkiserfða. En hann átti einnig
tilkall til Hannover, sem Bismark hef-
ur frá honum tekið, og hefur ekki
viljað gefa eptir rétt sinn. J>ess vegna
fær hann nú hvorugt. Prins Albrecht
er 48 ára gamall, hermaður allmikill,
Balkanskaginn. Jeg gat þess sið-
ast að von væri um að Rússarmundu
verða Búlgörum liðsinnandi. En ann-
aðhvort hefur sú von verið ástæðulaus
frá upphafi, eða Kússastjórn befur
séð sig um hönd. J>ess var líka
naumast að vænta, að harðstjórnar-
vald það. sem í Bússlandi er, mundi
vilja styðja frelsishreifingarnar fyrir
sunnan sig. Rússakeisari krefst nú
þess að Alexander Búlgarafursti verði
sviptur völdum og allt sett í samt lag
aptur. Til þess að gera þennan vilja
sinn sem augljósastan, hefur hann
svipt Alexander hershöfðingjanafnbót
þeirri, er hann hafði í her Rússa.
Austurríki og Prússland styðja keis-
arann að málum, svo ekki er við smá-
menni að etja. En Englendingar styðja
Alexander fursta — bróðir Alexand-
ers er giptur dóttur Yiktoríu drottn-
ingar — og Erakkar eru honum held-
ur liðsinnandi en hitt. Stórveldin ætla
nú að halda fund um málið í Kon-
stantinopel.
Ameríka. |>ar hefur nýlega ver-
ið unnið afar mikið stórvirki. |>egar
siglt er til New-York er farið upp
eptir fljótinu East River. En í miðju
fljótinu stóð afar mikill drangi, Elood
Rock, sem bæði tafði mjög fyrir inn-
siglingunni og varð skipum að grandi.
J>ar nefndu menn hlið helvítis (Hell
Gate). Aldrei hefur slíkur geysiklett-
ur verið sprengdur með manna hönd-
um. Hann var 7—8 dagsláttur á
stærð og gnæfði hátt upp úr ánni.
Newton hershöfðingi í Bandafylkjun-
um stóð fyrir verkinu, og hefur nú
verið unnið að þvi í tíu ár. Hann
hafði látið hola göng um klettinn,
þveran og endilangan, og náðu þau
50 fet niður fyrir yfirborð árinnar.
Frá norðri til suðurs láu 24 göng ept-
ir endilangri eyjunni, lengstu göngin
voru 1200 fet. En frá austri til vest-
nrs lágu 146’göng. |>au sem lengst
voru, voru 625 fet. J>egar þessum
starfa var lokið, var sprengiefni borið
í göngin; voru það 283000 pund.
Sprengiefnið var svo sett í samband
við rafurmagnsvél og vissu höfuðþræð-
iniir upp á fljótsbakkann. Hefði þá
öllu verið hleypt á stað, hefði drang-
inn fokið í lopt upp, hér um bil miðs-
vegar upp til tunglsins og það með
svo miklum gauragangi og in'istingi
að mestur hluti höfuðborgarinnar hefði
hrunið til grunna. En Newton hafði
séð við þeim lekanum, með því að
fylla öll göngin með vatni, og vatns-
þunginn stöðvaði krapt sprengiefnis-
ins. Dóttir hershöfðingjans, barn að
aldri, var látin þrýsta á dálítinn hnapp
í rafurmagnsvélinni og í sama vet-
fangi gaus upp ógurleg sjóðandi vatns-
súla 200 fet á hæð og mörg hundruð
fet að ummáli, og var það fögur sjón
í sólarljósinu. En eptir örstutta stund
var súlan aptur fallin niður í ána, og
varð þar ákafur öldugangur, en drang-
inn var horfinn. Hristingurinn varð
nokkuð mikill, en varð þó ekki að
neinu tjóni. Eptir nokkurn tíma fóru
kafarar um ána, til þess að kanna
hvernig allt hefði til gengið og lá klett-
urinn í ánni, allur í smástykkjum, og
hafði allt heppnazt mætavel. Nú er
að eins eptir að ryðja nokkru af grjót-
inu úr ánni, en þegar því er lokið,
verður þar innsigling 26 feta djúp og
12—1500 feta breið, og er það nægi-
legt dýpi fyrir stærstu hafskip. Yið
þetta styttist leiðin upp að New-York
um hér um bil 40 enskar milur.
K v a 1 i r.
(ÍYamhald).
Vér förum inní herbergi Helenu.
Störfun heilans er mjög svo rask-
að, sagði læknirinn; en ef eg á að
geta gert nokkuð við þessa vitleysu,
verð eg umfram allt, að fá að vita,
hvers eðlis hún er, það er að segja:
hvað það er sem veldur henni.
Jpað verður að gefa nákvæmar
gætur að öllu, sem hún gerir og seg-
ir í vitleysunni.
Helena lá lengi grafkyr, svo lypti
hún upp höfðinu og litaðist um með
þeim augum, er sjá það sem ekki er,
en ekki það sem er.
Getið þið gizkað á það ? sagði
hún ofur lágt. GetiS þið gizkað á
það? Jæja, þá skal cg segja ykk-
ur það.
Læknirinn, saksóknarinn og kona
hans horfðu óró hvert á annað, þau
bjuggust nú við lausn gátunnar.
Eg skal segja ykkur það: Eg
fór burt á stað, sem alls enginn þekk-
ir nema eg, og þar geta menn lært
að hálshöggva. það þarf ekki nema
lítið lag til þess; það má læra það
sem allt annað. Takið nú eptir. Lít-
ið á manninn þarna með litlu blóð-
rauðu röndina um hálsinn. J>ið meg-
ið trúa því, það er eg sem hef dreg-
ið purpurarauða strykið. J>ykirykkur
ekki fallegur litur á því ? J>að er eg
sem hef fundið það upp að hafa það
svona. Eg kann að hálshöggva svo
að enginn tekur eptir. Heyrið, lítið
nú á. Höfuðið loðir varla framar við
hálsinn á manninum. J>að þarf litla
hreifingu til, þá losnar það alveg.
J>að er eg, sem hef búið þetta allt
til. J>egar hann nú kemur til min,
þá stjaka eg við höfðinu, og þá dett-
ur það af. Horfið nú á, hvernig höf-
uðið dettur af. Eg fer að verða því
dável vön. En þið, nei, þið eruðþví
óvön enn.
Farið lengra burtu. Komið ekki
svo nálægt mér með höfuðið er hang-
ir á bolnum. Burt! burt! annars
hrópa eg á hjálp. Hví horfirðu svona
fast á mig ? Hef eg gert þér nokk-
uð, Pétur? Nei, það er víst ekki.
Hvað hef eg gert ? Ekkert! Ekkert!
Ekkert! J>að er sama. Eg er þó
hrædd. Hættu nú! Vertu eklci að
þessu. Nú eru þeir aptur að gera
honum mein. Eg segi þér, eg er
lirædd.
Hinir stóðu á öndinni til að hlýða
á orð þessi, og reyna að finna vit í
þeim. Hvaða glæpur gat það verið