Austri - 29.09.1886, Blaðsíða 3

Austri - 29.09.1886, Blaðsíða 3
95 Eg nenni eigi að týna til íleira smásmygli hjá séra Helga eða öðr- um, en held mér til pess, er eg hefi einhverntima áður sagt. En lúalegt er pað, að hitta i einni sálmabók merglaust hrasl, er vera kann að sé vel sniðið að utan og liðugt í hálsliðum til með- i'erðar, eins og Goodtemplara-sálm- arnir, en par sem sakna má mest alls kjarna og andríkis. En svo að eg pó segi, að gott liafi verið að pessi sjöskáldanefnd varð til, pó að hún hafi ekki gætt sín vel, pá má pó telja pessari bók til gyldis eitt, og eru pað hinir mörgu sálmar séra Valdemars Ólafssonar (Bríems). J>á er menn lesa sálma hans eptir ýmislegt af hinu nýja dótinu, er fyrir kemur í bókinni, er par enginn sam- jöfnuður á, svo vel hefur honum alla jafna tekist, hæði að andríki, mál- snilld og allri fágun. J>ó hefði hann ekki átt að láta versorð enda á t. d. „met eg“, „get eg“ (nr. 268), 'o. tí., eins og alltítt er hjá peim séra Stef- áni og séra Helga. Hann, jafn rím- ltænn maður og hann auðsjáanlega er, hefði að sjálfsögðu getað sneitt hjá pessum skrípum íslenzks kveðskapar, og pað er að eins fyrir hina mörgu og góðu sálma séra Valdimars og svo hinna fáu eptir séra Björn sál. í Lauf- ási o. fl., að eg vil eigi alveg ráða mönnum frá, að kaupa pessa bók, meðan ekki er völ á betru; enn pó skyldi enginn kaupa hana fyrri en agentinn hefur sett verð hennar niður í 1 til 2 lírónur, pví að meira virði er hún í raun réttri alls ekki. Vér íslendingar öpum margt illt eptir danskinum, er vér „dependerum“ svo mjög af að sögn Sveins heitins lögmanns Sölvasonar. Vér ættum pá eigi síður að geta tekið pað sem gott er eptir Dönum, t. d. að laga sálma- bók vora eptir hinni almennu dönsku sálmabók, er ’VVaisenhúsið í Kaup- mannahöfn kostar, að öllum ytra frá- gangi: hafa hana með snotru skýru letri (pó latnesku), og i sterku og prykktu skinnbandi og í litlu hag- kvæmu broti eins og hana, og láta hana síðan ekki kpsta nema 1 krónu eins og hana; og slíkt stæði hver kostnaðarmaður sig vel við, vegna pess hve mikið gengi út, ef rétt væri á haldið. En jafngott væri, pó að and- ríkið væri meira í sálmabók vorri held- ur en allvíða er í pessari sjöskálda- nefndarbók, og á var drepið hér að framan, enda væri slíkt auðvelt, með pví að taka upp aptur hina mörgu og góðu gömlu sálma, er nefndinni hefur póknast að forkasta, en varpa aptur allmörgu af hinu nýja umsnún- ings andarlitla hrasli fyrir borð. ]pó að ýmislegs smávegis sé enn pá ógetið, skal hér staðar numið að sinni. Á Lafransmessu 1886. Styrbjörn í Höfn. v í 23. blaði „Austra“ p. á. stend- ur auglýsing með fyrirsögninni: „Nýr skóli á Seyðisfirði“, par sem jung- frúrnar Bachel Imsland og Björg P. Hemmert birta pað almenningi að pær hafi áformað að setja skóla á Sevðis- fjarðaröldu „til að kenna par ungum stúlkum og börnum bóknám og hann- . yrðir“. Hinar heiðruðu jungfrúr munu eflanst hafa góðan tilgang með pví áformi sínu, að mynda skóla á Seyð- isfjarðaröldu, en eg efa stórlega að pær séu í færum til pess, pví að pær kunna vart íslenzka tungu svo vel sé, og af peirri ástæðu einni álít eg pær óhæfar kennslukonur handa íslenzk- um stúlkum eða börnum, pó að peim í engu öðru væri áfátt til slíks starfa. J>ví hvað er meint með skólum? Ef- laust pað, að peir séu til pess að auka alla sanna og pjóðlega mennt- un, og pví ríður á, hvort sem peir eru í stórum eða smáum stíl, að peir séu viturlega stofnaðir og hafi pað fyrirkomulag, að peir geti náð til- gangi sínum. Eins og nú er háttað hér í Seyðisfirði, að pví leyti að all- margir hirða lítið um, hvort peir tala rétt mál, eða blandað ýmsum útlend- um (helzt dönskum) orðum, opt mjög bjöguðum, væri meiri pörf á skóla- kennslukonum og skolakennurum, er kynnu íslenzkuna að mun betur en al- menningur yfir höfuð að tala, heldur en peim, er eigi gætu annað en haft spillandi áhrif á málið og komið pví á enn lægra stig hjá mörgum, en pað nú pegar er komið á. J>essum óhagfelldu kvennaskólum ætti ekki að fjölga á landinu, pví að eg held pað sé stórkostlegt vafamál, hvort skólar peir, sem stúlkur fara til náms á, hafi leitt af sér meira gott en illt fyrir pjóðina. Mörgum kann að pykja petta gífurlega mælt, en eg vil reyna að sanna með rökum, að pað hafi við mikið að styðjast. Eg vil pví í stuttu máli drepa á, hvað mest er kennt á kvennaskólun- um, og pví næst hvað pað er, sem ís- lenzkar stúlkur almennast purfa að læra, til pess að geta staðið vel í stöðu sinni, eptir pví sem hér álandi hagar til. Eins og kunnugt er, pá er náms- timi á kvennaskólunum stuttur, en margar námsgreinir hafðar í takinu; fyrst er nú hið bóklega sem í sjálfu sér er ágætt og ómissandi að kunna, en eptir peim stutta tíma sem ætlað- ur er til pessa náms, eru námsgrein- arnar of margar, svo stúlkan hefur vart verulegt gagn af nokkru af pví, sem kennt er, sé hún fákunnandi, pegar hún kemur á skólann, eins og rnargar peirra munu vera; svo er kennt heilmikið af hannyrðum, ýmsum útsaum og pess konar glingri, er kaup- staðarstúlkur helzt gætu dálítið brúk- að; fatasaumur eða tóskapur miklu minna, eða, ef til vill, alls eigi kennd- ur; matreiðsla lítið eitt kennd; hús- stjórn eða verulegan búskap held eg stúlkur fái engu gleggri pekkingu á við að vera á skólunum, enpærhöfðu áður. Hvað er pað svo sem sveita- stúlkur hér á landi helzt purfa að kunna? J>að sem sveitastúlkur yfir höfuð helzt purfa að læra, er að mínu áliti einmitt pað, sem minnst er kennt á skólunum. |>ær ættu ekki að venjast par á petta kveifarlíf, heldur læra að vera duglegar og kunnáttusamar við alla pá vinnu, er islenzkur búskapur hefur í för með sér, læra v e 1 pær bóklegu námsgreinir, sem nauðsynleg- astar virðast, en hafa „fínu“ hann- yrðirnar í hjáverkum eða læra pess háttar að eins eptir hentugleikum. Af pví að skoðun mín er pessi, að kennslan á kvennaskólunum hér, gangi mjög í öfuga átt við parfir pjóðarinn- ar, leyfi eg mér að endurtaka pað, sem eg sagði hér að framan, að vafa- mál sé, hvort af peim leiði meira gott en illt íyrir pjóðina. J>að á efalaust mikið rót sína í pessum nýmóðins lær- dómi kvenna, hve ógeðfellt mörgum stúlkum er orðið að vera vinnukonur. og hversu peiin hættir við að vilja pröngva kostum húsbænda með pví að vilja eigi undirgangast að vinna nema suma vinnu, sem sé pá hæg- ustu. |>egar pær svo komast í hús- mæðratölu, munu pær allflestar reyna. að smá verða notin að skólanáminu. Eg veit pað vel, að í pessu efni eru undantekningar, en pví verður eigi neitað, að pessi skaðlega, ranga stefna er almennt ráðandi meira og minna bæði hjá konum og körlum. |>að er óskandi og vonandi að petta fari að breytast til batnaðar með vaxandi menntun pjóðarinnar; gjörum ráð fyrir að skólarnir taki breyting- um til batnaðar eptir pví sem menn opna betur augun f) rir pví, hve óhag- kvæmir peir í margan máta eru. |>að er heldur ekki allt komið undir peirn einum; menn geta víst nú, eigi síður en áður en skólar voru stofnaðir. menntað sig sjálfir hver á sinni púfu svo að segja, ef menn vildu gjöra sér alvarlega far um. að skilja rétt til- gang lífsins og aldrei fallast á pá fölsku trú, að bezt sé að eiga sem allra náðugasta daga, lifa eins og blóm í eggi. |>að er ekki einungis pað bezta og réttasta fyrir manninn, í hvaða stöðu sem hann er, að vinna og láta sem mest gott og gagnlegt af sér leiða í mannfélaginu, heldur hlýtur pað að vera heilög skylda hvers eins. Aðaltilgangur greinar pessarar var sá, að gjöra dálitlar athugasemd- ir við pennan Tyrirhugaða kvennaskóla á Seyðisfjarðaröldu, en við pað tæki- færi fann eg ástæðu til að lýsa skoð- un minni á kvennaskólunum vfir höf-

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/120

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.