Austri - 19.11.1886, Síða 3
111
að hafa og ætla nægilegan tírna til
námsins.
Fyrirlestrar finnst mér ættu mik-
ið meira að vera viðhafðir á skólun-
um en nú tiðkast, t. d. um siðgæði,
fagrar menntir og framfaralíf annara
þjóða. Eg óska eptir skólum, er hefðu
af alvöru pað mark og mið að um-
skapa tíðarandann, að útrýma peim
hugsunarhætti hjá þjóðinni, er stend-
ur í vegi fyrir sönnum félagsskap og
framförum, sem rýmdu burtu félags-
leysi, tortryggni og eigingirni, er helzt
til lengi hefur við brunnið hér á landi,
sökum vanþekkingar, og sem hefur
staðið mörgum lífsnauðsynlegum fram-
förum fyrir þrifum; sem störfuðu að
því að útrýma óhófsemi, glisgirni og
leti, en innrættu nemendunum spar-
semi, manndáð og dugnað, og kenndu
mönnum að verða gagnlegir í mann-
íélaginu.
Mér kemur ósjálfrátt í hug hið
fagra kvæði Jóns Thoroddsens til ís-
lendinga „Land veit eg laugandi fót“
og vil eg setja hér kafla úr því:
„En þú alþýðustétt,
sem allra ert hagsældamóðir!
undir þér komið það er
Island hvert rétta má við;
feta þú fornmanna spor
í framkvæmdarsemi og orku;
gefin af guði þér föng
gættu að nota þér rétt!
minka þitt munaðarlíf,
því mergnum úr búinu stelur
aðfengið glingur og glys,
ginnir og veikir þitt aíi.
Jjjóðerni mettu þitt mest
er mennta þú leitar, því undir
yfirhöfn útlendri dylst
optlega biturlegt sverð,
sverð það er banasár bjó
því bezt og fegurst þú áttir,
innlendum ágætum sið,
innlendum fornaldar keim“.
Yegna þess að S. E. N. álítur
mig mótfallna kvennaskólunum og, ef
til vill, menntun kvenna, þá vil eg
hér láta þá skoðun mína í ljósi, að eg
álít rétt og sjálfsagt, að konum á ís-
landi verði hið fyrsta gefinn kostur á
að mennta sig á hverjum þeim skóla,
sein þær gætu og vildu nota, líkt og
nú er farið að tíðkast erlendis.
Uppástunga S. It. N. um að stofna
kvennaskóla hér austanlands líkar mér
í alla staði vel, og vil eg bæta því
við hana, hvert eigi sýndist ráðlegt
að sameina hann við búnaðarskólann
á Eyðum, í líkingu við það, sem eg
benti á liér að framan.
Að endingu vil eg geta þess, að
þar eð eg hef heyrt grein mína í 24.
bl. Austra eignaða öðrum, þá finxx eg
mér skylt að kannast við hana opin-
berlega, svo að eg gefi engum tilefni
til að halda, að eg þori eigi að gang-
ast við henni; enda vita ýmsir að hún
er eptir mig. Og þótt eg játi fús-
lega, að mig vanti bæði þekkingu og
reynslu til að rita til hlýtar um þetta
mál, þá álít eg mér frjálst að lýsa
skoðun minni á því. Eg kyppi mér
heldur eigi upp við það, þótt eg hafi
eigi tök á að semja ritgjörð, sem ekki
verði sett útá, því þar verður mér að
manna dæmum; en verði þessi tilraun
mín til þess að vekja þá, semtilþess
eru færir, til að athuga þetta mál
betur þá er tilganginum náð.
Hánefsstöðum 30. október 1886.
Arnbjörg Stefánsdóttir.
Hálfyrði um hrúamálið.
Grein um brúagjörð á Jpjórsá og
Olvesá eptir hr. Br. J. er nú prentuð
í tveim blöðum vorum („Austra“ og
,,J>jóðólfi“) og á hún að verasvarupp
á grein mína í „Austra“ II. 27—28.
Höf. byrjar á því að fullyrða, að grein
mín „miði til að eyðileggja brúamál-
ið“, og segir síðan að eg hafi ekki
viljað nefngreina mig, og hafi eg þó
sjalfsagt eigi efast um að greininyrði
mér til sóma. Eg skal nú segja hon-
um rétt í bróðerni,. að eg rita ekki
greinar um almenningsmál í blöð til
að afla mér lofstírs, heldur til þess
að leiða það í ljós, er eg hygg sann-
ast og réttast, og tilgangur minn með
greininni var alls ekki að eyðileggja
brúamálið, heldur að gjöra hugmynd-
ir almennings ljósari og lýsa afstöðu
þess við önnur vegabótamál og sam-
göngumál landsins. Almenningur get-
ur nú borið sarnan greinar okkar og
dæmt um, hvor okkar réttara hefur
að rnæla, eða livort báðir liafa ekki
nokkuð til síns máls, þó að hvor skoði
malið frá sinni hlið. Eg skal að eins
leyfa mér að taka hér fram nokkur
atriði, þar sem mér virðist hr. Br. J.
annaðhvoit ekki skilja hvað eg fer,
eða gefa lítinn gaum að orðum mínum.
Eg hef aldrei haldið því fram,
að brýrnar væru ónauðsynlegar,
en satt er það, að eg liefi gjört tals-
vert minna úr nauðsyn þeirra en
sumir brúasinnar, sem hafa látið eins
og öll önnur framfarafyrirtæki væru
undir þeim komnar. J>að er engin efi
á því, að það væri „gott og blessað“,
að brýr kæmust bæði á jpjórsá1 og Öl-
vesá og jafnvel allar ár álandinu, en
hitt er vafasamt hvort þessar brýr eru
svo nauðsynlegar, að því stórfé
sé kostandi til þeirra, að fjárhag lands-
ins sé sýn liætta búin (sbr. Alþ.tíð.
1883 B. 654). Vér vitum að í þeim
löndum, sem eru miklu auðugri af
náttúrugæðum en land vort, hafa menn
látið sér nægja með dragferjur á breið-
ar ár, þangað til fólksfjöldinn og vöru-
1) Sjálfsagt ætti þjórsárbrúinn að ganga
fyrir hinni, því að miklu meiri þörf er á henni,
enda er líklegt, að VesturjSkaptfellingar vildu
leggja nokkuð til hennar.
magnið hefur aukist svo að brýr yfir
þær geta borgað sig (sjá ísaf. VII.
21). En dragferjur mega Sunnlend-
ingar ekki heyra nefndar, og fyrst
þeir endilega vilja hafa brýr, þá ættu
þeir að vilja vinna nokkuð til að fá
þær, (þvi að ekki er gjörandi ráð fyr-
ir, að þá vanti „dáðina“ og „dreng-
skapinn“).
Viðvíkjandi eyðslunni, sem brýrn-
ar mundu valda, læt eg mér nægja
að vitna til reynslunnar hér á landi,
en hún hygg eg sýni ljóslega, að
aukin eyðsla gengur optast á
undan auknum framförum. fetta
er fært fram móti þvi, er brúasinnar
hafa gumað um hina framúrskarandi
nytsemi brúnna, til þess að benda á,
að brýrnar geti haft fleira í för með
sér, en eintómar framfarir, en vita-
skuld er, að ekki má láta það fæla
sig frá að auka saingöngurnar,
þar sem því verður við komið án svo
mikils kostnaðar fyrir lands-
sjóð, að sumir hlutar landsins hljóti
að verða alveg útundan um langan
aldur, eins og nú horfir til, því að
þótt verið sé að bæta fjallvegi o. s.
frv., þá gengur það frábærlega seint,
eins og von er á, vegna þess að of
lítið fé er fyrir hendi.
Landssjóður hefur í mörg liorn
að líta: auknar samgöngur og vega-
bætur eru nauðsynlegar fyrir allt land-
ið; í öllum héruðum þess erafarmik-
ið óunnið að vegabótum; hvert hérað
ætti að keppast við annað að bæta sam-
göngurhjásér;landssjóður má ekki liafa
einn landshluta fyrir eptirlætisbarn og
annan íyrir olbogabarn, on þar sem
eitt hérað hefur öðrum frernur þ ö r f
á hjálp landssjóðs, og um leið v i 1 j a
til að bjarga sér sjálft, þá hefur það
sérstaklega heimtingu á að lands-
sjóður styðji kröptuglega við-
leitni þess. J>etta átti heirna urn
Árness- og Bangárvallasýslur 1879,
og frá þeirri stofnu áttu sýslur þess-
ar ekki að hverfa. J>að tjáir ekki að
berja við fátækt sýslubúa; þeir los-
ast við bein útgjöld, þar sem forju-
tollarnir eru, ef brýr kæmust á árn-
ar, og eru þó óneitanlega færir um
að leggja nokkuð til, enda þyrfti það
ekki að koma harðara niður á þeim,
þótt þeir tækju allmikið lán til fyrir-
tækisins, heldur en brúartollar
mundu koma, og virðast þeir þó ekk-
ert hafa á móti slíkum tollum, nema
það, að erfitt sé að koma þeim við,
og það kemur okkur Br. J. saman
um. Hversu mikið það ætti að vera,
sem sýslurnar legðu til, og hversu
mikið landssjóður ætti fram að leggja,
skal eg ekkert segja um að svo komnu.
J>að er sannarlega ekki ósanngjarn-
legt, að landssjóður leggi frarn tals-
vcrt fé til brúagjörðarinnar, með því
j að hlutaðeigandi sýslur liafa minna
j gagn af strandferðunum1 en margir
1) Atinars er vert að gíeta þcss, sem séra