Austri - 27.07.1887, Side 3
51
og loks réð hlutkesti því að A. Th.
varð forseti.
Stjórnarfrumvðrp. fetta hefur
landshöfðingi lagt fyrir pingið af frum-
vörpum frá stjórninni:
1. Fjárlagafrumvarp fyrir árin 1888
og 1889.
2. Fjáraukalagafrv. fyrir árin 1884
og 1885.
3. Fjáraukalagafrv. fyrir árin 1886
og 1887.
4. Landsreikningafrv. fyrir 1884 og
1885.
5. Frv. um sölu nokkurra pjóðjarða.
6. Frv. ura að fá umsjón og fjár-
hald Flateyjarkirkju í þingeyjar-
sýslu söfnuðinum í hendur.
7. Frv. um bátafiski á fjörðum.
8. Frv. um peginn sveitarstyrk.
9. Frv. um fiskiveiðar félaga í land-
helgi.
10. Frv. um aðför.
11. Frv. um veð.
Fjárlög. Aðalfjárlaga frumvarp-
ið gjörir ráð fyrir 33'/2 pús. kr. reikn-
ingsprotum í lok fjárhagstímabilsins
1888—89, og ætlast til, að sá lialli
sé látinn lenda á viðlagasjóði. Er
pó eklci gjört ráð fyrir neinni linun í
ábúðar- og lausaíjárskatti, og brenni-
vinstollurinn, sem var kominn ofan í
80,000 kr. í fyrra er gjörður 100,000
kr. á ári Hann var áætlaður í nú-
gildandi fjárlögum 130,000 kr. J>að-
an stafar hallinn mest, og svo erlíka
meðal annars tillagið úr ríkissjóði
8,000 kr. minna á pessu fjárhagstíma-
bili en pví sem nú stendur yfir. Gjöld-
in eru áætluð IOjOOO1 kr. minni en í
núgildandi tjárlögum.
Annars eru svo sem engin ný-
mæli í pessu fjárlagafrumvarpi, nema
ef vera skyldi pað, að par er ýmsum
prestum, sem eru löngu dánir, sumir
jafnvel fyrir mörgum missirum, ætlað-
ur jarðneskur forlagseyrir í kr. og
aur. til ársloka 1889!
Um 9000 kr viðbót vilja fjárauka-
lagafrumvörpin fá fyrir árin 1884 til
1887, og er pað mest pegar eytt, svo
sem til póstflutnings o. p. h. nær
5,000 kr., til „Lovsamiing forIsland“
700 kr. Til að lengja prestaskóla-
húsið um 4 álnir er beðið um 1000 kr.
— í fjárlaganefnd í neðri deild voru
pessir kosnir í fyrra dag: Eiríkur
Briem (skrifari), Jrárarinn Böðvarsson
(form.), Jóii Jónsson Sig. Stefánsson,
Árni Jónsson, J>orleifur Jónsson og
Páll Briem.
f jóðjarðasala. J>essar 9 pjóðjarð-
ir vill stjórnin ía heimild til að selja
ábúendum eptir fölun peirra, við
venjulegum kjörum:
Seglbúðir í Kleifarhreppi fyrir 1200 kr.
J>ykkvabæ hálfan (í s. hr.) — 1800 —
Möðrufell í Hrafagilshr.
með hjáleigunum Hraun-
gerði og Torfum . . fyrir 6000 —
Gilsbakkai sama hreppi — 1800 —
Efri-SandvíkogNeðri-Sand-
'vík í Grímsey ... — 1500 —
Skúta í Glæsibæjarhreppi — 1700 —
Hnjúk í Vallnahreppi . — 2500 —
Flögu í Skriðuhreppi . — 2500 —
Reykhús í Hrafnagilshr. — 900 —
Bátafiski á fjörðum. J>að frum-
varp er alveg samhljóða frumvarpi
stjórnarinnar um sama efni frá 1885,
en sem pingið hafnaði pá gjörsam-
lega og bjó til nýtt frumvarp, sem
stjórnin synjaði staðfestingar og hefir
tilgreint ástæður sínar fyrir í bréfi
18. apr. p. á. í Stjórnartíð. B.
Fiskiveiðar félaga í landhelgi.
J>að frumvarp er einnig alveg sam-
hljóða stjórnarfrumvarpinu frá 1885,
sem eins íór um og bátaveiðifrum-
varpið.
Fátækralöggjöf. Stjórnarfrum-
varpið um peginn sveitarstyrk á að
vera umbót á frumvörpunum um rétt
hreppsnefnda í fátækra málum, er
séra Eiríkur Briem m. fl. bar upp að
á undanförnum pingum tveimur (1883
og 1885), en sem féll á pinginu í
fyrra skiptið, og var slátrað af stjórn-
inni í síðara sinni með konungsúr-
skurði 15. apríl p. á.
Stjórnin segist vera fullkomlega sam-
pykk peim tilgangi pingfrumvarpsins,
að draga úr sveitarpyngslum, „sem á
síðari árum virðast ætla að verða að
sönnu átumeini 1 pjóðfélaginu“. En
henni pykir isjárvert, að lögheimila
sveitastjórn að pröngva manni til að
vinna af sér sveitastyrk.
Veðsetningarlög. J>að frumvarp
—„með nokkrum ákvæðum um veð“—
og hitt, sem hér verður næst talið,
um aðför, er eflaust langmest í varið
af stjórnarfrumvörpunum. J>að er
sannarlega ekki mikil fyrirhafnarvinna
á liinum.
Um handveð eru ekki til í lög-
gjöf vorri nema mjög litlar og ónóg-
ar ákvarðanir. J>etta frumvarp á að
bæta úr peim bresti. J>að veitir veð-
hafa rétt til, ef ekki er staðið í skil-
um, að láta selja handveðið við opin-
bert uppboð, ef hann aðvarar áður
i veðsala um pað með 8 daga fyrirvara.
„Eigi missir lánardrottinn kröfu
sína, pótt liandveð glatist fyrir óhapp“.
„Enginn hefur framar rétt til að
veðsetja allt sem hann á og eignast
kann“.
Lausafjárveðsetning skal vera ó-
gild, nema pinglýst sé á fyrsta eða
öðru pingi í Reykjavík, en á næsta
manntalspingi, ef veðsali á annar-
staðar heima.
J>etta eru nokkur helztu íyrirmæli
frumvarpsins.
Lög uin aðför. J>að er allmikill
bálkur í 53. greinum, samin að mestu
eptir frumvarpi réttarfarsnefndarinn-
ar dönsku frá 1868, með peim breyt-
ingum er landshöfðingi hefur lagt til.
Ein hin helztu nýmæli pessa frum-
varps, eru pau, að par sem hingað til
hafa verið lög eða vénja hér, er full-
nægja skal dómum, er dæma menn til
einhvers annars en peningaútláta, að
pröngva mönnum með sektum til að
hlýðnast peim, pá á nú að meta til
peningagjalds pað, sem dómhafa mundi
vinnast við, að dómfelldi fullnægði
dóminum, og síðan taka pað fjárnámi.
JnngmannafrumYÖrp. J>essi frum-
vörp eru komin inn á ping frá ping-
mönnum:
1. Um stækkun verzlunarstaðarins á
Eskifirði frá Jóni Ólafssyni.
2. Um löggilding verzlunarstaðar að
Haukadal í Dýrafirði, frá Sig.
Steíánssyni o. fl.
3. Um löggilding verzlunarstaðar að
Arngerðareyri við ísafjarðardjúp,
frá Sig. Stefánssyni o. fl.
4. Umveiting og sölu áfengra drykkja
frá Jóni Ólafssyni.
Af pví kann ske öllum, einkum
peim sem fjærverandi eru, ekki kann
að skiljast rétt hvað „Austri“ meinar í
fréttakafla sínum í 4. árg. nr. 12. með
orðunum: „pá óviturlegu ráðstöfun
lireppsnefndarinnar í fyrra“ o. s. frv.
J>á vil eg sem einn af hreppsnefndar-
mönnum Seyðisfjarðarhrepps pá, skora
á útgefanda og ábyrgðarmann Austra
að færa með ljósum rökum ástæður
fyrir pví hvað „óviturlegt“ hafi verið í
gjörðum hreppsnefndarinnar í fyrra
pegar hún bannaði landsetum hrepps-
ins að taka færeyiska fiskara m e ð
báta sína á lóð hreppsins, en ef
útgefandi og ábyrgðarmaðurinn ekki
gjörir pað, pá lýsi eg pau ummæli
ó m e r k hvað mig snertir, pví um
ósamkvæmni meðnefndarmanna minna
eða annara varðar mig alls ekkert,
enda mun eg ef tækilærið býðst, gjöra
grein íyrir, sem hreppsnefndarmaður
hér, að hvað miklu leyti eg hafi ver-
ið meðmæltur Færeyinga töku oddvit-
ans og annara hér í hreppnum í ár;
pessar línur óska eg að ábyrgðarmað-
ur „Austra“ taki sem fyrst inn í blaðið.
Yestdalseyri 20. júlí 1887.
B. Siggeirsson
Til
Ábyrgðarmanns „Austra“.
Ekki er pörf að verða við áskor-
un herra B. S. hér á undan, pví að
óvíst er að fleiri en hann taki í fullri
alvöru orðin: „óviturlegu ráðstöfun
hreppsnefndarinnar o. s. frv.“, og verð-
ur liann pá að ráða sínum skilningi.