Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 2
2
F JALLKONAN.
þekkjum jafnvel marga efnaða bændr er ekkert
blað kaupa, enda vita þeir engin deili á neinu,
ef talað er við þá um almenn málefni. Vér vilj-
um og áminna menn um, að hirða blöðin vand-
lega og safna þeim saman, en glata þeim eigi
jafnóðum og biiið er að lesa þau, svo sem flestir
gera. Fróðleikr sá, er í blöðunum er fólginn,
befir eigi minni þýðingu síðar meir, því í blöð-
unum er rituð in fullkomnasta saga nútiðarinnar.
Yér munum i blaði þessu geta um helztu nýjar
bækr er út koma, og gefa almenningi bendingar
um þær.
Svo munum vér og geta inna helztu ritgerða,
er koma út í öðrum íslenzkum blöðum, og segja
álit vort um þær, svo að lesendr þessa blaðs fái
glögt yfirlit yfir efhi hinna blaðanna, og er það
einkum gert fyrir þá, sem einungis kaupa þetta
blað.
Fréttir bæði innlendar og útlendar munum vér
flytja svo greinilegar sem kostr er á.
I hverju blaði verða fyrst um sinn á öftustu
síðu ýms heilræði og bendingar, búráð, heilbrigð-
isreglur, ráð í sjúkdómum eða annað þess konar.
Margir góðir menn hafa lofað að senda oss
ritgerðir i blaðið. Svo höfum vér og fengið
ágæta frétta-ritara.
Vor pólitíska trúarjátning.
w-------->-
trúum og vonum, og viljum að þvi styðja:
þjóð vor, þótt fátæk sé og fákunnandi,
kni brátt til meðvitundar um frjálsræði
sitt og þjóðréttindi;
að landið fái þau stjórnarlög, er samboðin eru
frjálsri þjóð og sjálfstæðri, svo að stjórn lands-
ins, sem enn er að mörgu leyti í sama formi og
á einveldistimunum, verði innlendari, einfaldari
og ódýrari enn nú gerist;
að stjórnarskráin frá 1874 verði ið bráðasta
endrbætt, svo sem brýn þörf er á, með þvi að
hún er að sumu leyti eigi annað enn þýðingar-
lítil pappírsrolla, er lögð er á hylluna, eða ný
bót á gömlu fati, er löngu ætti að vera niðr lagt;
að alþing fái óbundið löggjafarvald, fullkomið
þingræði, og fiill og óskert fjárráð, svo að laga-
drápi þvi mætti linna, er danskir stjórnherrar, sem
alveg eru ókunnugir landi og þjóð og öllum
landsháttum hér, hafa framið á lögum þingsins
síðan það fekk löggjafarvald, og sem að vísu
hefir farið svo í vöxt, að likur virðast til, að það
geti jafnvel komið fyrir, að öllum lögum frá al-
þingi verði synjað staðfestingar;
að yfirstjóm landsins verði svo skipað, að hún
hafi fulla ábyrgð fyrir alþingi, og að vér fáum
sérstakan ráðgjafa við hönd konungs, islenzkan
mann með fjölhæfri þekkingu á innlendri stjórn
vorri, lögum og landsháttum, sem fylgir með
áhuga fram málum þings og þjóðar, en láti eigi
danska kaupahéðna eða færeyskar peysur vefjast
fyrir fótum sér;
að nýjar kosningar fari fram til hvers þings,
og að kosningarréttr verði eingöngu bundinn
við fullþroskaaldr og óskert mannorð, en eigi
við peninga eða fjölda ölmusumanna og kararó-
maga í sveit hverri;
að æðsti dómr landsins verði í landinu sjálfu,
og að dómsvald hæstaréttar í islenzkum málum
verði af numið, þvi að vér vitum þess engin dæmi,
að þjóð, sem hefir löggjafarþing, hafi eigi fult dóms-
vald, jafnvel þótt það sé fjarri oss að óskaeftir, að
yfirdómrinn hér fái ið æðsta dómsvald;
að dómaskipan allri og málatilbúnaði verði
breytt, kviðdómar upp teknir enn einvaldsdómar
af numdir;
að kirkjan verði aðskilin frá þjóðfélaginu og
fai sína stjórn út af fyrir sig, með því að það
er bersýnilegt, að kirkjulífið blaktir nú að eins
á skari, og að allr trúarlegr áhugi kólnar meir og
meir af þvi að söfnuðum eru eigi veitt þau rétt-
indi, er þarfir tímans heimta, en það er fyrst og
fremst sjálfstæð kirkjustjórn, kosningar presta,
o. s. frv.
að bæði kirkna-jarðir og þjóðjarðir verði seldar
til sjálfsábúðar þeim er þess æskja, og að andvirði
kirkjujarða renni i sjóð kirkjunnar, sem verðr að
hafa sérstök fjárráð, er hún hefir sérstaka stjórn,
og að af því fé mætti veita til eflingar barnaskól-
um og alþýðuskólum, en ef til vill mætti þar á
móti fækka prestum sumstaðar;
að íjallið Hálaunadyngja hrynji smátt og smátt,
og molarnir dreifist víðsvegar út um sveitir;
að öllum inum ryðguðu hjólum frá einvalds-
timanum, sem verða æ því stirðari í hreyfingu
þvi meir sem á þau er borið, verði kastað burt
úr landsstjórnarvélinni;
að óþörf embætti verði aftekin, byskup og
amtmenn af numdir, svo og sýslumenn, en að
við störfum þeirra taki kirkjustjórn, fjórðungs-
þing og fjórðungsdómarar, og hreppstjórar eða
aðrir sýslanarmenn i héruðum;
að alþýðuskólum, bæði fyrir karla og konur,
verði komið á fót, einum í hverri sýslu, og bún-
aðarskólum, einum i hverjum landsfjórðungi;
að alþýða fái brátt svo mikinn þjóðlegan þroska
mentun og menningu, að hún viti glögg deili á
aisherjarmálum sinum og verði fær um að færa
sér í nyt þær umbætr og réttabætr, er vér höfum
hér upp talið, og fyrirliti þá ina heimsku og
illgjörnu aftrhalsdmenn, inar pólitisku aftrgöngur,
þessa þverhöfða, sem alt af horfa um öxl sér
og annaðhvort standa i stað eða mjaka sér aftr
á bak — ganga hana móður sína ofan í jörðina—
hversu sem öllu fleygir áfram i kringum þá, sem
eru starblindir fyrir ljósi sannleiks og mentunar
og kannast eigi við neinar framfarir.
Innlendar fréttir.
Einbættisskipan (frá nýári).
(Talan í brotslíki framan við táknar veitingardaginn.)
10/j. Vatnsfjörðr veittr af af konungi síra Stefáni Ste-
phensen í Holti.