Fjallkonan - 29.02.1884, Blaðsíða 3
F JALLKONAN.
8
8. d. Þórðr Guðmundsen, héraðslæknir í Gullbringus.,
leystr frá embætti án eftirlauna.
S. d. Jóbannes Ólafsson, cand. jur., settr af ráðherranum
málaflutningsmaðr við yfirdóminn.
ie/v Jón Gimnlaugsson, skipasmiðr, skipaðr vitavörðr á
Beykjanesi.
28/i' Benidikt presti Eiríkssyni í Guttormshaga veitt
lausn frá prestskap í næstu fardögum með 370 kr. eftir-
launum.
S. d. Janus prestr Jónsson að Hesti settr prófastr í
Borgarfjarðarprófastsdæmi.
Óveitt cmbætti.
(Talan framan við í brotslíki táknar auglýsingardaginn,
talan aftan við tekjumar í krónum, -j- að við bættu lands-
sjóðstillagi).
14/x. Héraðslæknisembætti í 2. læknishéraði (Gullbringu-
sýslu). Laun: 1500 kr.
’/„. Kirkjubæjarklaustr. 1163. Prestsekkja á hlut í.
a8/t. Beykholt. 1196. Hvílir á 800 kr. skuld til lands-
sjóðs, er borgast skal með 100 kr. á ári, auk vaxta.
‘ Holtaþing. 753+200.
%. Þykkvabæjarklaustr. 454+100. Prestsekkja áhluti.
Meðallandsþing. 468+300.
Staðarbakki. 1088. Yerðr eigi veittr fyrst um sinn enn
prestr settr.
Holt í Önundarfirði. 1356.
Grundarþing. Erá því brauði greiðast 50 kr.
Saurbær í Eyjafirði. Erá því brauði greiðast 250 kr.
Prestsekkjur eiga hlut í.
Dvergasteinn.
Yeðrátt
hefir í allan vetr verið mjög óstöðug og stormasöm
bér syðra, en frost eigi mikil og snjór eigi fallið mjög
mikill. Mest frost í Kvík. í janúar inn 26. 14° Cels.;
mestr hiti inn 16. 7°. í febrúar mest frost inn 11. 9°;
mestr hiti inn 5°. Oftast í jan. og febr. útsynningr.
Úr öðrum hlutum landsins spyrst og óstöðugt og stirt
tíðarfar, en all-vel látið yfir heýbirgðum meðal almenn-
ings. Bezt tíð i Múlasýslum.
Aflabrögð.
Alment fiskileysi hér við Paxaflóa síðan fyrir nýár.
Nýlega befir orðið fiskvart í Grindavík, og enda á Mið-
nesi ogíHöfnum. Hákarlsafli hefir verið hér vestr um,
og er enn talsverðr ef gæftir leyfðu.
Látnir menn.
18/x. Þórðr prófastr Þórðarson, Jónassonar í Reykholti f.
2S/4. 1825.
21/i- Ungfrú Ingileif Benidiktsen í Beykjavík f. 27/7. 1861.
3%. Havsteen faktor á Akreyri, faðir Júlíusar amt-
manns og þeirra systkyna.
%. Símon Hannesson Johnsen í Beykjavík, kaupmaðr og
sænsk-norskr konsúll, f. 22/6. 1848.
Skólar.
Vetrinn 1883—84.
Talan aftan við nöfnin merkir fjölda stúdenta,
lærisveina eða lærimeyja.
Lcerði skblinn : 116 (í skólanum) -j- 14 (utan-
skóla) = 130.
Prestaskólinn : 8 (i efri deild) —j— 2 (í yngri d.)
+• 1, er sækir forspjallsvísindi = 11.
Læknaskólinn : 6.
Möcfruvallaskólinn : 25.
Búnaðarskólar : Eyðar : 6. Hólar : 7. Ólafs-
dalr: 8?
Kvennaskólar : ítvík : 24. Laugaland : 20.
Ytri-Ey : 16.
KvennaskóUim í Reykjavík
vetrinn 1883—84.
Annar bekkr.
1. Elín Þorleifsdóttir úr Árnessýslu. 2. Bagnheiðr
Johnsen úr Barðastr.s. 3. Guðrún Gísladóttir úr ísafj.s.
4. Anna Ólafsdóttir úr Suðurmúlasýslu. 5. Margrét
Þorkelsdóttir úr Kjósars. 6. Sigrún Daníelsdóttir úr
Beykjavík. 7. Bóthildr Bjarnardóttir úr Borgarfj.s. 8.
Vigdís Ketilsdóttir úr Gullhr.s. 9. Ólafía Petersen úr
Gullhr.s. 10. Þórdís Jóhannesdóttir úr Barðastr.s. 11.
Bósa Jónsdóttir úr Beykjavík.
F-yrsti békkr.
12. Jóhanna Einarsdóttir úr Gullhr.s. 13. Bannveig
Þorvarðardóttir úr Bvík. 14. Þóra Ólafsdóttir úr Bvik.
15. Elín Sigurðardóttir úr Bvik. 16. María ísaksdóttir
úr Bvík. 17. Guðrún Guðmundsdóttir úr Bvík. 18. Jó-
hanna Pálsdóttir úr ísafj.s. 19. Nikoline Petersen úr
Bvík. 20. Jóhanna Stefánsdóttir úr Skagafj.s. 21. Mar-
grét Einarsdóttir úr Bvík. 22. Guðný Jónsdóttir úr
Bvík. 23. Oddrún Frímannsdóttir úr Húnav.s. 24. ísa-
fold Jónsdóttir úr Kvík.
BÖKMENTIR.
BLÖÐIN.
„ÞJÓÐÓLFRM, 36. árg. Yikublað; kostar 4 kr. 7 blöð út komin síð-
an á nýári. Ritgerðir, er vér viljum sérstaklega benda mönnum á:
„Hvað er þá að?u um endrskoðun stjórnarskrárinnar o. fl., meðal
annars um, að konungr megi að eins hafa neitandi synjunarvald. —
„Um þilskipaútveg og formenskuM eftir Markús Bjafnason (2. bl.) —
„Kafli úr amtmansræðu (Magn. Stephensens á þingi í sumar) með smá-
fleygum og randglósum frá Anti-Broddi (3. bl.). — Um skýrslu Pater-
sons konsúls um harðærið 1882—83 eftir Eirík Magnússon (4. bl.). —
„Um pósthús(leys)ið 1 RvíkM (5. bl.). — „Pólitiskt svefnþornM um til-
raunir aftrhaldsmanna og vikaseppa þeirra, að leiða athygli alþýðu
frá landsmálum (6. bl.).
„ÍSAFOLDM, 11. árg. Vikublað; kostar 4kr. 9 blöð út komin síðan
á nýári. Ritgerðir, er vér viljum sérstaklega benda almenningi á :
„Stjórnarskrá íslands“ (2. bl.). — „Hugrinn minnir á, enn hönd og
tunga framkvæmirM, eftir Finn Jónsson, um skoðanir framf.-manna og
aftrk.-manna, þjóðvald í stað konungsvalds, frjáls trúarfélög, afnám
forntungnanáms í skólum, jafnrétti kvenna á við karlmenn o. s. frv.
(3. bl.). — Um manntjónið í vetr (8. jan.) og „um bjargráð í sjáfar-
háska og nytsemi loftþyngdarmælis fyrir sjómenn (4. bl.). — Meira um
sama efni eftir Árna landfógeta. [Getr þess, að fáeinir dropar af lýsi
nægi til að jafna ferkyrnda alin á sjó, og að það hafi verið lagt til á
Skotlandi, að hver bátr ætti jafnan að hafa til taks 5—10 potta af
lýsi ef á þyrfti að halda til að draga úr ósjó. í útlendu blaði höfum
vér lesið, að af 10 pt. lýsis kom brá á sjóinn á 2000 □ álna svæði,
og veitti þá 4 mönnum léttara að róa enn 8 áðr. Þetta ráð hefir og
oft hér á landi komið að góðu liði. Loftþyngdarmælir til að hafa á
bersvæði til almenningsnota segir höf. að muni kosta 120 kr. og þar
að auk alt að 100 að setja hann upp] (6. bl.). — „Konráð MaurerM, æfi-
ágrip eftir Finn Jónsson (8. bl.). — Nokkurar greinir hafa og verið í
ísafold um ina fyrirhuguðu blautfisksverzlun við Englendinga bæði
með og mót, en fleiri munu þó vera á því, að það muni vera heilla-
vænlegt fyrirtæki.
„SUÐRIM heldr dyggilega áfram að þagga niðr raddir þær, er hin
blöðin hafa látið til sín heyra um, að yfirstjórn landsins og stjórnar-
athöfnum sé í ýmsu ábótavant, en básúnar lof stjórnarherrans og heldr
uppi skildi fyrir amtmannaembættunum.
„NORÐANFARIM syngr sitt venjulega líksöngslag, og
„FEÓÐI“ kom eigi með síðasta pósti.
„AUSTRIM heitir nýtt blað, er kemr út í prentsmiðju þeirri, er Aust-
firðingar keyptu af Jóni alþm. Ólafssyni og nú er stofnsett á Seyðis-
firði. 1. og 2. blað komið hingað. Ábyrgðarmaðr Páll Vigfússon,
cand. philos. á Hallormsstað. Árg. 3 kr.
„HEIMDALLRM heitir nýtt blað, er bóksali Björn Bjarnarson í Khöfn
er farinn að gefa út. Kemr út ein stór örk á mánuði og kostar
árg. 3 kr.
NÝJAR BÆKít.
Síðan um nýár hafa smábæklingar einir komið út, og er sumra
þeirra varla getandi.
„SULLAVEIKIN og varúðarreglur gegn henniM. Eftir dr. J. Jónassen.
Gefið út á kostnað landssjóðs í 7000 expl., og útbýtt ókeypis. Svo
stórt upplag hefir eigi verið prentað hér fyrri af neinu riti, en svo er
til ætlazt, að rit þetta komist á hvert heimili. — Ráðum vér alþýðu al-
varlega til að lesa það. (Prsm. S. G.).
„LÚTERS MINNING, íjórum öldum eftir fæðing hansM. Eftir Helga
prestaskólakennara Hálfdanarson, 64 bls. 8vo. (Prsm. S. G.).