Fjallkonan - 30.07.1884, Side 3
FJALLKONAN.
43
segja liér litla smásögu til dæmis um mannúðar-
tilfinning Airieríkurnanna. I úrasmiðju einhver-
staðar í Bandarikjunum vóru margir verkamenn frá
Noregi. Þangað fór ung, norsk stúlka, sem hafði
undr-fallegt og mikið hár. Yerkamennimir réðu
henni að binda upp hárið, því að það gæti ann-
ars flækzt í verkvélunum, enn hún skeytti því
ekki. Þetta varð henni þó síðar að slysi, og
og urðu vélarnar eigi stöðvaðar nógu fljótt og
flettu þær nálega alveg skinninu og hárinu af
höfðinu á henni. Læknirinn sagði, að stúlkunni
væri engin lífs von, nema því að eins að hann
mætti skera lifandi hold úr handleggjunum á
verkamönnunum, er við vóru staddir. Landar
hennar þögðu við og hurfu frá. Þá géngu fram
þrír amerikskir verkmenn og flettu upp ermun-
um. Læknirinn skar sína flísina úr handleggn-
um á hverjum þeirra, og með því var stúlkunni
borgið.
I Ameríku er mentunarvegrinn ekki svo af-
markaðr sem í Evrópu. I vorri álfu verða allir,
sem mentast til að ná einhverri embættisstöðu,
að leysa af hendi hvort prófið á fætr öðru, og
svara ótal ósanngjörnum spurningum, sem fyrir
þá eru lagðar. Sá, sem vill t. d. verða prestr,
verðr fyrst að ganga undir stúdentspróf, síðan
heimspekispróf og loks embættispróf. I Ame-
riku er að eins farið eftir því, hvort maðrinn sé
reyndr að þekkingu og dugnaði, enn eigi spurt
um, með hverju móti hann hafi aflað sér þekk-
ingar. Maðr, sem eingöngu hefir lært af sjálf-
um sér, getr orðið forseti Bandaríkjanna, enda
hafa forsetarnir þar á síðari árum eingöngu ver-
ið slikir sjálfmentaðir menn, eða sem Ameríku-
menn nefna þá „selfmade men“. Fillmore var
skraddari og vefari, Johnsen skraddari, Lincoln
smali, Grant skinnakaupmaðr og Grarfield var
einnig af verkmannaflokki. Hvergi annarsstað-
ar í heimi komast menn á þann hátt til æðstu
valda. (Framh.).
Til herra H. Þ.
Einhver herra H. Þ. hefir fundið köllun hjk sjer, að
segja álit sitt um rithöfundatal mitt og komið með það
fram á ritvöllinn í „Fjallkonunni11 18. þ. m. á bls. 84,
þvi skyni að benda mönnum á ýmsa galla þess og skekkjur,
og leyfi jeg mjer virðingarfyllst, að fara um það nokk-
urum orðum. H. Þ. segir: „Til þessa þyrfti alllangan-
tíma og samanburð við rit þau, er höfundurinn hefir
notað til stuðnings að rita „kritík“ yfir þetta verk“. Alt
svo þykir H. Þ. verk þetta umfangsmikið og eigi auð-
velt, því hljóti líka að vera ábótavant. J&! þetta mun
mega til sanns vegar færast, jeg hefi aldrei ímyndað
mjer að ritið væri gallalaust, hver mannanna verk eru
svo? heimildar rit min við það munu sum þeirra
berast honum seint íhendur, en flest eru þau tekin fram
í formála ritsins. Það sýnist sem hann hafi farið fljótt yfir
lestur þess, þvi hann segir „að margskonar ónákvæmni
ogvillur sjeu í ritinu“, entekur þó lítið sjerstaklega frarn,
sem mark er að, nema alsendis tvær athugasemdir n. m. er
jeg kem síðar til; honum voru þó fleiri villur auðsæjar sem
bókfræðing1, að minsta kosti þær er jeg hefi sjálfur leið-
rjett í aukablaði er prentað var eptir að ritið kom fit,
og líklega fyrr enn hann skráði ritdóminn.
1) Sjá bindatölu „Sturlungu" i „ísafold" IX 1882, bls. 19, 3. dálki.
Um niðurskipun efnisins fer H. Þ. nokkrum orðtim,
og þykir hún hafa misheppnazt; það kann nú að vera að
svo sje, en úr henni bætir nafnaskráin og fræðigreina-
talið aptanvið nokkuð. Niðurskipanin gat verið á margan
hátt og má lengi um það tæta. Jeg er eigi viss um,
hvort ritið hefði þótt aðgengilegra og skemmtilegra af-
lestrar, þótt ritin hefðu verið talin upp eptir útlendum
rithöfundatals reglum, sem alþýða eigi þekkir hjer. Þess
efnis er þetta hið fyrsta rit, erút hefir komið á íslenzku
i heild.
Að jeg hafi sleppt ýmsum merkum rithöfundum, en
aptur tekið suma er „harðla ómerkir eru“, getur vel verið;
ritið þurfti einhverstaðar að hafa sín takmörk, og gat
þvl eigi orðið annað enn ágrip, annars hefði það orðið
æðilangt, og þá líklega aldrei fengizt prentað. Jeg get
eigi sjeð, að það sje ókostur við rit mitt, þótt jeg nefni
einstaka sinnum handrit nokkurra manna, ogvarla getur
það skaðað að geta um heimildarritin. Þótt jeg sleppti
„Leifum kristinna fræða“, er sira Þorvaldur Bjamason
hafði búið undir prentun og gefið út, ftnnst mjer eigi
að jeg verði sakaður það, þar hann hefir ekkert rit frum-
samið svo jeg viti er prentað hafi verið. nema æfi-ágrip
Jóns Guðmundssonar lögfræðings i „Andvara11 7. ári 1881,
bls. 17, því ýmsar nafnlausar blaðagreinir ætlast vist
H. Þ. eigi til, að jeg hefði tekið upp i ritið.
Þá kem jeg nú loks til 2. athugasemdarinnar i grein
H. Þ. n. m. í blaðinu. Hann segir þar, að jeg eigni
Jóni Eiríkssyni ritið: „Om Jordskjælv og Hdsprudningen
í Kötlugjá 1755“, en eigi Eggert Ólafssyni og B. Pálssyni,
er það hafi ritað, að sögn Espólins; það er svo, en hversu
mikið sem Espólín hefir að segja, hefir þó Jóni Sigurðs-
syni orðið á að segja, að hann fari stundum vilt, og
Jón Pjetursson lætur sjer það einnig verða í sýslumanna
æfum, er H. Þ. ætti eða mundi sízt segja. Hann hefir
og Dr. P. Pjetursson biskups kirkjusögu sem heimildar
rit fyrir því, og finnur H. Þ. þó villur hjá honum i æfi-
sögu Brynjólfs bisk. Er það samræmi? Jeg skal nú
benda hr. H. Þ. á annan stað, er eignar Jóni Eirikssyni
ritið (þótt jeg efist eigi um að hann þekki hann) sem
heimildarrit fyrir sögn minni. 1 æfisögu Jóns Eiríkssonar
á bls. 88, er farið er um ritið þessum orðum, þar sem talin
eru rit Jóns: „Frásögn um jarðskjálftann og eldgosið 1755
i íslandi (úr Kötlu) innfært á dönsku í Kmh. visinda fé-
lagsrita 7da bindi eptir fréttum frá Eggerti Ólafssyni
og Bjama Pálssyni, er þá tið ferðuðust um ísland fyrir
nefnt félag, Æfisagan er „samantekin af landlækni Sveini
Pálssyni11 . . . „yfirséð og löguð af amtmanni Bjama
Thorsteinsson11, Kmh. 1828. (Titilbl. æfisögunnar). í upp-
talningu rita þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar,
er ritsins hvergi getið (sjá æfisögumar 1784, bls. 21—-27.
E. Ó. og 1800, bls. 84^—86. B. P.). Sveinn Pálsson rit-
aði æfisögu Bjama, og segir hann á bls. 83: „Rit
gjörðir þessa ópenna lata manns eru þær helztu er
menn vita“, og síðar segir hann á eptir ritatalningunni
bls. 86: „Ecki eru „kunnug fleiri rit Bjarnau, mátti
hann þó þekkja þau, svo nærri tímanum. Kanske
hr. H. Þ. trúi þessum mönnum, þótt hann sje, et til vill
oflærður til þess að trúa mjer, ólærðum alþýðumanni.
Reykjavík, 25. júlí 1884.
Jón Borgfirðingur.
BLÖÐIN.
Með þvl að ýmsir af kaupendum „Fjallkonu“ hafa sagt oss að óþarft
væri að takáupp i blað vort i smáyfirliti helzta merginn úr hinum blöð-
unum, svo sem vér gerðum í vetr, þá erum vér hættir þvi. Og hvað
„Þjóðólf snertir, viljum vér miklu fremr hvetja almenning til að lesa
hann sjálfán eða kaupa hann. Ætti allir góðir menn og frjálslyndir
að styrkja það blað, og launa svo ritstjóranum drengilega framgöngu
eína i mörgum frelsis og framfaramálum. Hann hefir nú hvað eftir
annað verið dæmdr í þyngri sektir ennnokkur dæmi séu til hér á landi,
meðal annars fyrir rangborna fregn, er hann leiðrétti óðara aftr I blað-
inu, og mun svo ætlað, að honum veitist örðugt að greiða þær.—„Þjóð-
61tr“ flytr nú i ár margar góðar ritgerðir, meðal annars bankamála-
ritgerðir, eftir meistara Eirík Magnússon.
Um „lsafold“ er það að segja, að hún hefir nú mestmegnis að færa
búnaðarritgerðir, og virðist vera sokkin niðr i sömn búsýsluna og þjóð-
vinafélagið.
„Suðri“ er jafnan inn sami en—„sami saur er verstr“.