Fjallkonan - 08.09.1884, Síða 2

Fjallkonan - 08.09.1884, Síða 2
58 FJALLKONAN. kennendur í öðrum löndum séu ekki háttlaunaðir, fái líklega svo sem gott vinnumanns kaup, að sægur af stúdentum hlýði á fyrirlestra hvers eins kennara, þar sé ekki lagt í ofna á fyririestrastof- unum, heldur séu kennendurnir einlægt, meðan þeir séu að halda fyrirlestrana, að ganga um gólf til þess að halda á sér hita; en hvaðan kemur honum öll þessi speki? hann ætti þó að segja mönnum frá því, ef hann vill, að menn trúi sér til þess; og þó þetta væri dagsanna, þá gæti það engin ástæða verið til að meina landinu að koma hér á háskóla, — og loksins, hvað 4. ástæðu höfundarins snertir, þá virðist hún ljóslega benda á það, að hann vilji eigi hafa aðra embættismenn hér á landi en þá, er lært hafa við einhvern há- skóla erlendis; en mundi ekki slíkt verða býsna kostnaðarsamt fyrir landið, að kosta hvert em- bættismannaefnið þar? líklega hlýtur höfundurinn að sjá, að slíkt væri ókljúfanda fyrir landið, því hann vill þó víst ekki, að vér fáum allt eina út- lenda embættismenn, en þar að mundi sannarlega reka, ef enginn mætti fá embætti hér, nema hann hefði lært við einhvern háskóla utanlands; það sér og hver maður hversu kostnaðarmeira það er fyrir landið, þegar fé dregst út úr því, því það tapast landinu, en þegar því er eytt' í landinu sjálfu. það er og auðvitað, að ef háskóli kæm- ist hér á, þá mundu ýmsir, þegar þeir væru búnir að ljúka sér af á honum, ferðast erlendis til að kynna sér kennsluna við ýmsa háskóla þar, eins og margir gjöra í öðrum löndum, þegar þeir eru búnir að ljúka sér þar af á háskólanum, og það er vonanda, að alþingið mundi veita mjög efnilegum og fátækum kandídötum styrk til þessa. — Eg skal nú ekki rita meira um þetta að sinni, því eg þykist þess full viss, að hver sem einlæglega ann landi voru, sér að það er bezta ráðið til að koma því upp, að hér verði stofnaður háskóli. Z. Hr. ritstjóri! í síðasta blaði „Fjallkonunnar“ segir bréfriti úr Skagafirði: „Ég held að hér, og í Reyðarfirði, sé töluverð hreifing í þá átt að flytja hópum saman vestr um haf, ef stjórnin eigi bætir ráð sitt ið bráðasta“. Ég get fullvissað yðr um, að þessi ummæli bréfritans eru, að pví er Reyðfirðinga snertir, eintómr hugarburðr. Reyðfirðingar ætla hvorki að hætta við hálfnað verk hér, né heldr þjóta vestr um haf. þeir eru sér fullkomlega meðvitandi þýðingar þeirrar, sem barátta þeirra hefir fyrir alt land og vita, að þeir mundu vinna málefni því, sem þeir berjast fyrir, ið mesta ógagn, ef þeir hættu við hálfbúið og flýju af hólminum. þeir eru sannfærðir og fulltrúa um sigr sannleikans fyrir hans eiginn kraft. J>ví eru þeir einráðnir í: að stríða — og bíða. Reykjavík, 22/8 84. Jón Olafsson, 2. þingm. Suðr-Múlasýslu. LEIÐEÉTTXN ÖAE. í síðasta blaði þar sem sagt er frá norörför Qreelys, er það misritað, að hann hati lagt á stað í „fyrra vor“ í norðrför- ina. Hann fór sumarið 1881. — Sömuleiðis er misprentað: jarÖskjálfti io. marz. á að vera io. maí. Útlendar fréttir. Kaupmannahöýn, 18. ágúst 1884. Danmörk. „Svo bregðast krosstrje sem önnur trje“ má stjórnin nú segja, þar sem eptirlætis- barnið hennar Færeyjar hafa nú gjörzt henni andstæðar og kosið mannn af mótflokki hennar. Sá heitir Schreder, er þar var valinn, og er sagt að hann sje vinstri maður. jpingið var kallað saman fyrir nokkru, samkvæmt því sem lögboðið er, en því er nú slitið aptur og þingfundum frestað þangað til í október. það eina starf, sem nú lá fyrir þinginu var að rannsaka kjörbrjefin, og voru þau öll samþykkt nema kjörbrjef tveggja hægri manna, sem ólöglega þóttu úr garði gjörð, og ákveðið var að nákvæmar skyldi rannsakað. Ekki ber á því að Estrúp ætli að fara frá enn; þó eru mörg hægri blöðin farin að digna, og halda að bezt sje að vinstri menn fái að reyna sig við völdin. — Sverdrúp stjórnarforseti Norð- manna var hér á ferð um daginn og dvaldi hjer vikutíma. Hjeldu vinstrimenn Dana honum mikla veizlu og vóru þar allir þingmenn þess flokks. Til veizlunnar vóru og sendir fulltrúar úr flestum kjördæmum landsins. Til veizlunnar komu einn- ig bæði Norðmenn og Svíar. Vóru þar haldnar miklar og skörulegar ræður um frjálst stjórnar- fyrirkomulag og hvernig það ætti að vera og Sverdrúp þakkað fyrir, hve hann hefði barizt hraustlega fyrir því í Noregi, og honum hollusta sýnd sem sigurhetju. þessi veizla var haldin 6. ágúst sama dag sem þjóðhátíð íslendinga var haldin á þingvelli og fannst oss ísl. stúdentum hjer vel við eiga, að sýna að vjer einnig kynn- um að metafrjálst stjórnarfyrirkomulag og þráð- um það. Við sendum Sverdrúp því svo hljóðandi hraðfrjett: „Med forsikringen om, at ogsá vort lille folk har med loftet háb modtaget efterretningerne om, hvad Johan Sverdrup har gennemfort i dets gamle stamland, bede vi undertegnede, i de herværende islandske studenters navn, Deres Excell. modtage vor oprigtige hyldest og hjærteligste lykonskning pá en dag, som altid vil blive en skön mindedag i de nor- diske folks frihedssaga“. Á islenzku: „f>ess viljum vér fullvissa yðr, að einnig vorri fámennu þjóð hafa glaðar vonir glæðzt við fregnina um, hvað þér hafið áorkað á voru forna ættlandi, og ósk- um vér undirritaðir í nafni hérverandi íslenzkra stúdenta að votta yðr, tigni herra, einlægt fylgisþel vort og hjartan- legar hamingjuóskir á þessum degi, er jafnan mun verða fríðr minningar-dagr í frelsissögu inna norrænu þjóða“. þessu svaraði Sverdrúp í brjefi, með eiginni hendi, til ísl. stúdenta, sem nljóðar svo: „Jeg beder de islandske Studenter, der har hædret mig ved en Henvendelse, mod-

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.