Fjallkonan - 08.09.1884, Síða 3

Fjallkonan - 08.09.1884, Síða 3
FJALLKONAN. 59 tage Bevidnelsen, af min Taknemlighed. Deres Lykenskninger har for mig noget hjeinligt Tiltalende. I hvert norsk Hjem er man fortroligmed Sagalandet, og Fællesskab i en storslagen Fortid har ovei fort en aldrig svigtende Interesse paa det Frær.defolk, der staar os nærmest af alle. Det er min For- visning, at jeg ferer Ordet i mine Lands- mænds Navn, naar jeg for Dem, mine Herrer, udtaler 0nske om, at Deres Fædrenee maa gaa en lys Fremtid imede og stedse indtage en hædret Plads i et frit, enigt og ved sig selv stærkt Norden. Joh. Sverdrup11. Á íslenzku: „Inum íslenzku stúdentum, sem sýnt hafa mér þann heiðr að ávarpa mig, óska ég að votta þakk- læti mitt. Heillaóskir þeirra eru mér því kærkomnari, sem þær eru nálega sem rödd heiman frá ættjörðu minni. Hvert norskt heimili kannast við frændsemi sína við sögu- landið, og in sameiginlega svipmikla fornöld hefir vakið hjá oss hlýleik þann, er aldrei mun bregðast, til þeirrar frændþjóðar vorrar, er næst oss stendr allra. |>að veit ég fyrir víst, að ég mæli hug allra landa minpa, er ég tjái yðr, herrar mínir, þá ósk, að feðra-ey yðar megi bjarta framtíð fyrir höndum eiga og ávalt skipa sæmdarsæti með- al norðrlanda, er öll sé frjáls, samþykk sín á meðal Og þannig sjálfstæð og voldug. Jóh. Sverdrúp“. Hægri blöðin rjeðu sjer varla fyrir reiði út af þessari hátíð, og sögðrt að það væri ófyrirgef- anlegt af æðsta ráðgjafa annarar þjóðar að sitja að veizlu með mótflokki stjórnarinnar og styrkja hans mál. Einkum þótti þeim þetta koma illa við þar, sem Sverdrúp var hjer „incognito“ og heimsótti hvorki konung nje ráðgjafa hans. En Sverdrúp sýndi hjer sem optar, að hann metur meira að sitja á bekk með frjálslyndum framfara mönnum, jafnvel þótt lítilsigldir sje sumir hverjir, en með ófrjálslyndum stórmennum. Frá io.—16. þ. m. hefur verið haldinn alls- herjar læknafundur hjer í Kaupmannahöfn og hefur því verið hjer mikið um dýrðir á þeim tíma og hver stórveizlan tekið aðra. Hafa allir hinir frægustu læknar heimsins verið hjer á hon- um og yrði of langt mál að skýra nákvæmlega frá honum, enda má vænta að þeir læknar, sem vóru þar af íslendinga hálfu riti um hann í blöð- in heima. J>ar hjelt Pasteur hinn heimsfrægi meðal annars fyrirlestur um sina nýjustu upp- götvun: vörn móti hundaæði, sem jeg drap á í vor. Hafa tilraunir þær, er hann síðar hefur gert, heppnazt ágætlega undantekningarlaust. í lok fundarins var ákveðið að halda næsta lækna- fund í Washington í Ameríku. Boð höfðu kom- ið bæði frá Rómaborg og Berlín um að hafa hann þar, en þetta varð þó ofan á, því læknar frá Ameríku komu fram með það óheyrða rausn- arboð, að láta alla lækna, sem þangað vildu sækja fundinn, fá fría ferð bæði til og frá fund- inum. — Grikkjakonungur er hjer á kynnisferð með konu og börnum. — Nýlega er hjer dáinn prófessor Sick; hann var mjög vel að sjer í frakkneskri tungu og hefur samið orðabók í henni allgóða ásamt fleiri öðrum bókum. Eug'laml. Lítill varð árangurinn af stór- veldafundinum í Lundúnum því hann strandaði að óloknum málum 2. þ. m. — Stjórnin hefurnú sent Northbrooke lávarð einn úr stjórninni suð- ur til Egiptalands til þess að rannsaka ástandið þar og stinga upp á, hvað til bragðs skuli taka. þingið hefur nú veitt 300,000 pd. sterl. til þess að senda herflokk til liðs við Gordon, og eiga nú 4000 manna, enskar og egipzkar hersveitir, að leggja af stað i þeim erindum. — Mjög eru menn æstir enn á Englandi gegn efri deild fyrir það að hún felldi kosningarlögin. Nú er sagt að Gladstone ætli að taka það til bragðs að skapa 50 nýja „peers“ til þess að fá meiri hluta i efri deild. Prinzinn af Wales styður það mál af alefli og sagt er að drottningin sje orðin því hlynt. Frakkland. Kóleran er mjög farin að rjena bæði i Toulon og Marseille, en þar á mót er hún komin til margra annara bæja á Frakklandi, og sömuleiðis til nokkurra bæja á Ítalíu. — Loksins tókst deildunum að koma sjer saman um endurskoð- un stjórnarskrárinnar, og var þá þinginu slitið um stundarsakir og efnt til þjóðfundar í Versail- les; hann stóð frá 4.—13. þ. m. Vóru þar samþykkt öll þau atriði í endurskoðuninni, er jeg hef áður í frjettum mfnum getið um, að farið hefði verið fram á, nema um áhrif öldungadeildarinnar á fjárlögin þvf varð eigi haggað. þ>rátt fyrir alla erfiðleika tókst þó stjórninni að koma endurskoðuninni fram og var hún samþykkt með 509 atkv. gegn 172; þykir Ferry hafa mjög vaxið af framgöngu sinni og dugnaði í því máli. Nú er þjóðfundinum slit- ið og þingið komið saman aptur. — Seint geng- ur með samningana milli Frakka og Kfnverja. Kínverjar draga allt á langinn og biðja ávallt um nýjan og nýjan frest. Frakkar hafa fært skaðabótakröfu sína niður í 80 milj. en þó geng- ur hvorki nje rekur enn. 9. ág. tóku Frakkar herskildi bæinn Ke-Lung, á norðurodda eyjunn- ar Formosa; þar eru kolanámur miklar. Sagt er að Frakkar muni ætla að taka eyna alla og hafa hana sem veð unz samningar komast á. Blaðið „Times“ segir nú að Kínverjar hafi sagt Frökkum strfð á hendur, enn önnur blöð bera það til baka, og nú sem stendur er því ekki hægt að segja hvaðhæft er í þvf. Frá Ameríku er það að segja að lautenant Greely, sem lengi hefur vantað, og 5 af fjelögum hans eru komnir heim aptur úr heimskautsferð sinni. Mörg skip hafa verið gerð út að leita hans, en öll komið jafnnær, uns nú að flotaforingja einum, Schley að nafni, tókst að finna leifar af flokknum. Ymsar sagnir ganga um að neyðin hafi rekið þá til að skjóta hverir aðra og hafa sjer til matar, en það mál er ekki enn rannsakað nægilega. Greely neitar því, en læknar, sem skoðað hafa lík hinna dánu (þau hafa verið graf- in upp úr dysjunum) fullyrða, að svo hafi verið. Greely hefur þó getað bjargar öllum athugunum sfnum eða eptirriti af þeim. — Fyrir skömmu kom upp eldur mikill í kon- ungshöllinni í Aþenuborg; mikið af höllinni brann; 40 menn brunnu til skemmda, en enginn Ijet lífið. Konungur var eigi heima, því hann er hjer í Danmörku eins og jeg gat um.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.