Fjallkonan - 30.10.1884, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 30.10.1884, Blaðsíða 1
20. JBLAÐ. REYKJAYÍK, 30. OKTÓBER. 1884. Ávarp til kaupenda „Fjallkonunnar“. Nýtt árfar (2. ár) „Fjallkonu“ hefst með ný- ári 1885, og er svo til ætlazt, að blaðið komi út næsta ár eigi sjaldnar enn þetta árið (24 arkir als) og verði jafnstórt og áðr, enn öllu letrdrýgra. Verð árfarsins verðr tvær krónur, og þarf eigi að skýra fyrir almenningi, hvé ódýrt það er. Vér seljum blaðið við svo vægu verði vegna þess, að oss finst alþýða eigi fær um að kaupa dýr blöð, þar sem svo hart er í ári og hagr flestra stendr á veikum fótum, enda ærin gjöld önnur að greiða, svo sem gjöld til „ins opinbera11, er mörgum verða fullþung, svo og fátækra gjaldið, auk innar óþægilegu skuldabyrði, er hvílir á flestum og afleiðing er illrar og óhaganlegrar verzlunar. Alþýða hefir sannarlega nógar byrðar að bera, þótt hún sé eigi gint til að kaupa dýr og lítt nýt blöð og bækr. Stefna þessa blaðs mun fara nokkuð á ann- an veg næsta ár enn verið hefir. Vér höfum í hyggju, að leiða að mestu hjá oss að ræða um landsmál eða stjórnarmál, að öðru leyti enn því, er fram kann að koma í fréttum eða á kann að verða bent í bréfum til blaðsins. Vér þykjumst vera komnir að raun um það, að inn mikli pólitíski hávaði í blöðum vorum hafi lítið að þýða. fað skyldi þá helzt vera, að alþýða vaknaði við hann til umhugsunar um þau misferli og þá vanhirðu, er hún á við að búa í stjórnarefnum; enn þótt alþýða vakni, kveini og kvarti, er minst unnið, þar sem mest er á valdi þings og stjórnar, og alþing verðr trauðla ’fyrst um sinn miklu betr skipað enn það er nú, og sjá allir, hvé litlu það fær ráðið og áorkað. Alpýða parf fyrst og fremst að mentast. þ>að er því miðr oftsinnis reynt, að að þeir. sem um stjórntaumana halda, láta sér aldrei segjast við neinar áminningar, og ferst ekki fimlegar, þótt að sé fundið við þá, enn gera því fleiri axarsköftin og fara hríðversnandi og stæla hjörtu sín þar til þeir eru orðnir ófærir og detta úr sögunni með allri sinni aflagis- stjórn. Vér megum vera þess vísir, að fyrir sigrafl sannleikans hljótum vér fslendingar áðr langt um líðr að verða alveg sjálfstæð þjóð og að engu öðru háðir Danmörku enn að vér höfum sama konung. pessa ósk hefir nú danskt blað „Poli- tiken“ nýlega látið í ljós, og vér vonum að gall- ar þeir, sem eru á yfirstjórn landsins og umboðs- stjórn, löggjafarvaldi og fjárráðum, verði bráðlega bættir er vinstri menn komast að völdum í Dan- mörku. Vér höfum einkum tvö pólitisk blöð, er ganga í framfarastefnu, það er „ísafold“ og „J>jóðólfr“. Vér ætlum að eigi sé brýn þörf á fleiri pólitískum blöðum, og þó eitt af blöðum vorum sé aftrhaldsmannablað, gerir ekkert til. þ>að er skemtilegt að hafa það til að hlæja að því. jþað er fyrirætlun vor, að „Fjallkonan“ verði næsta ár að öllu leyti fræðiblað og skemtiblað, og færi lesöndum ritgerðir um ný álit og athug- anir framfaramanna í inum mentuðu löndum í sem flestum greinum. — Sögur munu verða í blaðinu, einkum sögulega sannar sögur, smásögur og gamansögur, bæði innlendar og útlendar. Von- um vér, að inum innlendu sögum verði einkutn vel fagnað. Fréttir mun blaðið flytja í stuttu ágripi, bæði innlendar og útlendar. Að öllu samtöldu mun blaðið verða miklu efnisríkara, fróðlegra og skemtilegra og betr úr garði gert enn kostr hefir verið á þetta ár. Blaðið hefir þegar fengið álíka marga kaup- endr og önnur íslenzk blöð. Kveðja frá Björnstjerne Björnson. Skáldið Björnstjerne Björnson hefir sent ritstjóra pjóðólfs, alþingismanni Jóni Ólafssyni, kveðju sína sem svar upp á kveðju þá, er fundr- inn hér í Rvík 2. ágúst sendi honum, og er kveðja hans á þessa leið: „Schwaz í Týról, 10. septbr. 1884. Kæru íslenzku vinir! Á þvf er ég líka, að ísland hefði ekki feng- ið stjórnarskrá sína svo fljótt, ef Norðmenn og Svíar hefðu eigi tekið að gjörast óþolinmóðir. Enn hvílík stjórnarskrá er það svo, sem þér hafið fengið ? — Skrípamynd af stjórnarskrá Dana, sem sjálf er líka skrípi. Hvað á in látlausa, vel uppfrædda, friðsama danska þjóð að gjöra við höfðingja-þingdeild? Og hvað eigið þér að gjöra við efri þingdeild, sem varla hafið einu sinni neinn stéttamismun Og þar á ofan þessa vanhugsuðu samhræru framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, sem efri

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.