Fjallkonan - 07.01.1885, Blaðsíða 1
1. BLAÐ.
BEYKJAVIK, 7. JANÚAB.
1885.
Til kaupenda „Fjallkonunnar“.
„Fjallkonan44 kemrútá þessu ári, 1885, tvis-
var í mánuði, eða snemma og seint í mánuði hverjum.
Hún kostar tvau- krónur (erlendis 3kr.), og skal and-
virðið greitt til undirskrifaðs útgefanda hennar
fyrir lok júnímánaðar næstkomamli, 1885. þeir,
sem selja fimm exemplör af blaðinu, eða útvega
fimm njja kaupendr, fá ið sjötta exemplar ókeyp-
is, og sölulaun eftir sömu tiltölu ef peir selja
meira eða útvega fleiri kaupendr. peir sem vilja
takast á hendr útsölu blaðsins, eru beðnir að láta
mig vita pað sem allra fyrst.
Auglýsingar eru teknar í blaðið fynr sama
verð eða heldr minna enn í önnur blöð. þeir, sem
vilja koma auglýsingum í blaðið, verða einungis
að semja um pað við mig. þeir, sem semja um,
að auglýsa stöðugt í blaðinu, geta fengið pað fyr-
ir mjög lítið verð.
þá, sem ef til vill hafa fengið eitthvað of-
sent af 19. blaði Fjallkonunnar, er út kom 18.
oktbr. síðastliðinn, bið ég að senda mér pað með
fyrsta pósti.
Óborgað verð blaðsins fyrir 1884 óska ég
að fá með næsta pósti.
Reykjavík, 5. janúar 1885.
S'unn-'t. S-tejánóóon.
Kvenfrelsi.
pað er sjaldan, að kvenfrelsi er nefnt á nafn
í íslenzkum blöðum, og þó kvenfólkið hér á landi
sé dálítið farið að rísa upp úr dái menningarleysis,
vankunnáttu og ófrelsis, þá er eigi þess að vænta,
að jafnmikill áhugi sé vaknaðr meðal kvenþjóð-
arinnar hér á landi fyrir almennum réttindum
sem í öðrum löndum, þar sem mentun kvenna er
fullkomnari. Vér verðum að játa, að mentunarmál
kvenna hér á landi eru enn skamt á veg lcomin,
þrátt fyrir það, þó einstakir menn hafi gengið
vel fram í að beina því máli áleiðis, einkum með
því að stofna kvennaskólana, sem vitanlega er
ábótavant í mörgu, enn geta verið mjór mikils
vísir. Vér megum vona, að íslendingar láti eigi
sitt eftir liggja, að veita kvenþjóðinni smámsam-
an meira jafnrétti enn nú á sér stað, og verði
eigi eftirbátar nágrannaþjóðanna í þeirri grein,
enda hefir alþingi með lögum um kosningarrétt
kvenna, dags. 12. maí 1882, þar sem sjálfstæðum
konum er veittr kosningarréttr í sveitamálum og
kyrkjumálum, orðið á undan öllum nágrannaþjóð-
um vorum, og benda nú einkum Norðmenn á
dæmi íslendinga í þessu atriði og hvetja til að
breyta eftir því. Vér ættum því síðr að láta hér
við staðar nema.
Kristindómrinn og skynsemin segir oss,
að guð hafi skapað alla jafna sem bræðr
og systr og börn ins sama föður; að kon-
um og körlum séu af náttúrunni veitt öll in sömu
réttindi til að leita sælu sinnar og fullkomnunar,
álíka og blámenn og Indíánar eru jafnfrjálsborn-
ir af náttúrunni sem hvítir menn. Og þó hafa
menn verið að leitast við að sanna það af ritn-
ingunni, að konan eigi að vera manninum undir-
gefin; enn það getr engan veginn samrýmzt við
anda kristindómsins. þ>að er ekki fyrr enn á
þessari öld, að alment er farið að viðrkenna jöfn-
uð karla og kvenna. Ameriku-menn hafa orðið
einna fyrstir til að viðrkenna réttindi kvenna, og
baráttan í Ameriku um afnám þrælahaldsins ruddi
braut frelsishreyfingum kvenfólksins.
Ef vér lesum veraldarsöguna, sjáum vér, að
kvenfólkið hefir á öllum öldum og í öllum lönd-
um átt við harðan kost að búa, þótt ánauð þeirra
hafi eigi verið alstaðar jafnóbærileg. Enn svo
mikið er víst, að ánauð og vanvirða kvenfólksins
hefir jafnan verið bölvun lands og lýða og steypt
voldugustu þjóðum í glötunina. Hvað var það
sem steypti Aþenuborg og Róm? Fremst af öllu
það, að konur vóru þjáðar og svívirtar og svo
þrælahaldið; yfir höfuð ekkert annað enn ófrelsi
lýðsins.
Meðan meiri hluti mannkynsins er þannig
sviftr réttindum og seldr í ánauð, þá er ekki
sannra framfara að vænta. Nú er margt talað
um framfarir í heiminum og svo þykir, sem öllu
fleygi fram, enn þessar framfarir ganga flestar í
sérstakar stefnur, og eru minni enn þær sýnast.
í sumum greinum eru framfarirnar mjög lítlar,
svo sem í öllu inu siðferðislega. Enda liggr í aug-
um uppi, að mannkynið eigi muni geta náð sönn-
um þroska í siðgæði meðan meiri hluti þess,
kvenfólkið, sem að öllum jafnaði er ríkari að
siðgæðum, er engu látinn ráða.
jpað getr eigi verið aðal-ákvörðun kvenna,
að giftast og þjóna manninum. Fyrst og fremst
eru konur miklu fleiri enn karlar, og svo eykst
tala þeirra með ári hverju, er ekki gifta sig, svo
að mikill þorri af þeim verðr að vera ógiftr.
Hagir ógiftra kvenna verða þó sjaldnast betri
enn hinna sem giftar eru, enda ná þær að tiltölu
eigi jafnháum aldri sem giftar konur.