Fjallkonan - 07.01.1885, Qupperneq 2
2
FJALLKONAN.
J>að var 1840, að alsherjarfundr var haldinn
í Frímúrarahöllinni 1 Lundúnum til að ræða um
afnám þrælahalds um allan heim. Fundinn sótti
fjöldi manna, og vestan um haf frá Ameríku
komu konur á fundinn, er kjörnar höfðu verið til
að mæta þar. í byrjun fundarins varð þref mik-
ið um það, hvort konunum skyldi leyfa sæti á
fundinum, og einkum urðu prestarnir óðir og
uppvægir og börðu við ritningunni á allar hliðar.
Mælskumanni einum frá Ameríku, George Brad-
burn, ógnaði svo æði prestanna, að hann sagði:
„Sannið þið af ritningunni, að kvenfókið eigi að
vera ófrjálst, að annar helmingr mannkynsins eigi
að halda hinum í ánauð; ég held ég gæti þá
ekki gert annað þarfara fyrir mannkynið, enn að
brenna allar heimsins biblíur á báli“. Síðan var
gengið til atkvæða og féllu þau svo, að konunum
var vikið af fundinum.
Tvær af konum þeim, er reknar vóru af
fundinum, hafa síðan orðið frægar fyrir framgöngu
sína í framfaramálum kvenna í Ameriku. f>ær
heita Lucretia Mott og Elisabet Stanton. þ>egar
þær komu heim aftr til Ameríku, héldu þær fundi
og stofnuðu félög til eflingar réttindum kvenna.
Síðan hefir því máli fleygt áfram í Ameríku, og
það er kunnugt, að konur njóta hvergi slikra
réttinda sem þar.
Englendingar hafa næst Ameríkumönnum
látið sér hugað um að bæta kjör kvenna. Rit Stuart
Mills hafa átt einna beztan og mestan þátt í því
að vekja Englendinga til framkvæmda í þeim
efnum. þ>ar er nú mjög barizt fyrir kosningarrétti
kvenna, og líðr vart á löngu, áðr konur ná þar
kosningarrétti að lögum.1 Lög um fjárforræði
(séreign) giftra kvenna á Englandi náðu gildi 1.
janúar 1883. Helzta inntak þeirra er þetta: Sér-
hver gift kona hefir full fjárforráð út af fyrir sig
á þeim eigum, sem hún á, eða kann að eignast,
án þess maðrinn eigi þar nokkuru um að ráða,
eða eigi að skifta sér af samningum þeim, er
hún gerir um eignir sínar. fetta er hennar sér-
stök eigri, enn ekki mannsins. Á sama hátt getr
hún eigi ráðið neinu um hans hlut af eignunum.
Sameiginleg meðferð eignanna verðr að vera
komin undir vilja beggja þeirra.
Eftir því sem mentun kvenna fer vaxandi,
má vænta þess, að þær nái meiri réttindum og
hagr þeirra fari batnandi. Konur eru nú á dög-
um farnar að taka þátt í ýmsum störfum, sem
karlmenn einir hafa áðr fengizt við. Jþannig eru
í Ameríku konur, sem flytja mál fyrir dómum og
dæma mál; konur, sem kenna á inum æðri skól-
um, konur; sem standa fyrir stórum sjúkrahúsum;
konur, sem eru verkvélameistarar, efnafræðingar,
prestar; að vér ekki nefnum inn mikla þorra af
kvenlæknum. Við fjármála-stjórnardeildina fWas-
1) J>að er merkilegt, að í fornöld tóku konur bæði þátt í
löggjöf og dómum hjá Engil-Söxum. Á þjóðfundi, er hald-
inn var í Boghampstead á 7. öld, vóru fleiri konur enn
karlar, og rituðu þær undir lög þau, er þarvóru samþykkt.
Á dögum Hinriks 3. sátu fjórar konur í parlamentinu og á
dögum Játvarðar 1. vóru þær tíu. Á 13. öld sat og kona í
æðsta dómi ríkisins. j>að var eigi fyrri enn 1831, að konur
vóru með lögum úti lokaðar frá parlamentinu.
hington eru 600 konur með góðum launum
(7—8000 kr. um árið). Bókavarðarstörfum gegna
konur allvíða við in stærri bókasöfn. í Danmörku
og Svíþjóð gegnir fjöldi kvenna ýmsum póststörf-
um og hraðfréttastörfum: Bankastörfum gegna
konur mjög víða. — í flestum löndum er konum
nú leyft að sækja fyrirlestra á háskólunum, og
við suma háskóla hafa konur náð kennara-em-
bættum. þ>að mun og vera alment viðrkent, að
kvenmaðrinn hafi hér um bil ina sömu andlega
hæfileika og karlmaðrinn, enn ið sanna er, að
vér þekkjum ekki kvenfólkið til neinnar hlítar
meðan það er hulið í þokumökkvum ófrelsis og
vanþekkingar. J>ær inar fáu konur, er náð hafa
mikilli mentun, hafa flestar orðið frægar fyrir lær-
dóm og dugnað. Vér skulum að eins nefna mad.
Stael, frakkneska lærdómskonu, rithöfund og
skáld, George Sand, fræga frakkneska skáldltonu
og rithöfund, George Elliot, enska skáldsagna
konu (heitir réttu nafni Mary Evans), Friðrikku
Bremer, sænska skáldsagnakonu (sögur hennar
eru þýddar á flest mál); Rósa Bonheur, frakk-
nesk, er mjög fræg fyrir listamálverk, og svo
má nefna ina frægu söngkonur, er enginn fær við
jafnazt, svo sem er Sarah Bernhardt, Jenny Lind
og Adelina Patti og fl.; frægar konur í stærða-
fræði og eðlisfræði: frú Sommerville, ensk, Sofia
Germain og Sofia Kowalevski (rússnesk, prófessor
í stærðafræði við háskólann í Stokkhólmi); miss
Martineau og mad. Chatelet, mjög frægar fyrir
rit sín, O. fl. (Framhald siðar).
Tvær vísur eftir forn höfuðskáld.
Eftir Gísla Brynjólfsson, háskólakennara í Khöfn.
Sem dæmi upp á þá herfilegu og hörmu-
legu aðferð, sem forn skáldskapr norrænn og ís-
lenzkr of alment hefir orðið fyrir og enn verðr
það, skal ég að eins nefna tvær vfsur eftir tvö
in mestu skáld, þó nóg sé annars að taka af.
Vildi eg helzt, að þessar línur yrðu prentaðar í
sama blaðinu sem orð mín um ið óvandaða
Corpvs poeticvm Guðbrands Vigfússonar í Ox-
ford og meðferðina á skáldskap Kormaks Og-
mundssonar þar og víðar annarsstaðar (sbr. „Heim-
dall“ bls. 114). — Enn að öðrum kosti mun ég
koma þeim út á annan hátt. f>ví það er ei vel
þolandi lengr, að seinni tíma mönnum skuli ávalt
haldast orðalaust uppi að gera höfuðskáldonum,
og þar með sjálfum bókmentum íslendinga, skömm
og skaða með eintómum misskilningi á því, sem
ágætt er og göfugt í sjálfu sér.
I. Vísa eftir Egil Skallagrímsson.
Egill er fyrstr og mestr allra höfuðskálda fornra á
íslandi og er ei svo lítið til eftir hann, bæði vísur ein-
stakar og kvæði. Enn þó tekr það, sem til er úr
Sonatorreki og Arinbjarnardrápu öllu öðru fram,
og svo var og talið í fornöld, enn á nýjari tímum
er eins og menn hafi gleymt að meta þann stór-
kostlega skáldslcap að maklegleikum, svo villa
hefir æxlazt af villum, og nú er ofmargt hrapar-
lega misskilið. Sannleikrinn er sá, að Egill var
aflmestr og stórgerðastr allra fornskálda — Bjarni