Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 1
11. J3LAÐ. REYKJAVÍK, 5. JÚNÍ 1885. „Fjallkonan“. Eg hefi í dag selt eignar og útgáfurétt „Fjallkon- unnar“ Sigurði prentara Kristjánssyni i Reykjavík ásamt öllum útistandandi skuldum bæði frá fyrra ári og væntanlegu andvirði blaðsins fyrir þetta ár. Jafnfram og ég geri þetta kunnugt inum heiðruðu kaupöndum og útsölumönnum blaðsins, læt eg þá vita, að ég framvegis hvorki annast um útsendingu blaðsins né tek á móti borgun fyrir það, og hefi eigi framar nein afskifti af því. Reykjavík, 30. maí 1885. Su'H.nú Ste|áHöí)OH. Samkvæmt ofanritaðri auglýsingu læt eg alla kaup- endr og útsölumenn „Fjallkonunnar“ vita, að þeir eiga eingöngu við mig að skifta framvegis um út- sending biaðsins og eiga að greiða mér andvirði þess. Gjalddagi þessa árs er fyrir lok þessa mánaðar (júni), samkvæmt þvi er auglýst er í 1. og 9. bl. „Fjallkonunnar“ þ. á. ísafoldar-prentsmiðju, Reykjavík, 5. júní 1885. Sicfruzðt cíí't iotj.á HOOOH. Deilurnar í Danmörku1 milli hægri manna og vinstri manna harðna meir og meir. Vinstri menn halda fundi víða um land og eflast að liði æ meir og meir, enda fylla allir inir betri menn þann flokkinn og alþýða öll. Hægri menn láta sem dólglegast, og þykjast ör- uggir, er þeir hafi bæði landsféð og herliðið á sínu valdi. Vinstrimenn spara eigi stóryrði og hótanir, enn efndanna er vant. Hér setjum vér kafla úr tveimr ræðum, er þeir Dr. Brandes og Dr. Pingel héldu í vor á fund- um vinstri manna. Dr. Brandes sagði : Nú koma ríkisþingsmenn alls lausir heim af þinginu. Frá i. apríl er land- inu nú stjórnað með bráðabirgðarlögum, sem köll- uð eru, enn heldr mætti kalla konungsskipan. l) Alþýðu hér á landi eru enn lítt kunnar deilurnar milli vinstri manna og hægri manna í Danmörku, og því tökum vér upp þessar greinar. Vér álítum að alþýða hér þurfi að hafa vakandi auga á, hvað fram fer í stjórnmálum i Danmörku. Is- lendingar hafaviðsömu afskræmis stjórnina að sælda. Aftrhalds- menn hér á landi spara eigi að telja mönnum trú um, að deil- urnar í Danmörku sé óþarfa þras um ekki neitt. Vér höfum t.d* nýlega heyrt einn háan og hundvísan embættismann í Reykjavík segja, að ágreiningr vinstri manna og hægri í Danmörku væri ekkert „principspörgsmaal" ; það væri einungis persónulegr rígr milli- einstakra manna. — Ritstj. Eftir þessum lögum leyfir konungr ráðgjöfum sín- um að verja fé ríkissjóðsins eins og þeim gott þykir. Rikisþingsmenn koma eigi einungis tóm- hendir heim, heldr hafa þeir verið reknir af þingi með skömm og svívirðu, eins og þegar hjú er rekið úr vistinni. Danska þjóðin er svift fjárráðum. Stjórnin hef- ir farið svo með þjóðina í almennum málum sem í einstökum efnum er farið með fábjána, glæpa- menn og drykkjurúta. Féð er ekki tekiðafþeim, enn þeim eru settir fjárhaldsmenn. Viljið þér vera ráðandi fé yðru eða viljið þér vera ófullráða (ómyndugir) vesalingar og láta Estrup og Scavenius mildilega gæta fjár yðar ? Danska þjóðin er vön að álíta alt það frelsi er hún öðlast sem náðargjöf frá stjórninni ofan. Svo hefir verið litið á umbætr þær, er gerðar vóru á högum bændastéttarinnar á dögum Frið- riks 6. þ>essum manni var allra vitsmuna varnað og stjórn hans öll var einn hrærigrautr af heimsku og glappaskotum, enn hann er talinn velgjörðamaðr þjóðarinnar af því að á hans dög- um var lítið eitt bætt um hagi bænda. Fyrir slikt er þakkað auðmjúklega og skáldin yrkja lof um hann. Og þó kveljumst vér enn undir inu sama ánauðaroki, er þjóðin hefir búið við öldum saman. Vér áunnum oss ekkert frelsi 1848—það kom að ofan niðr til vor, og vér þökkuðum konung- inum fyrir. Hér á landi erum vér fjarri því, að segja að þetta eða hitt sé vor vilji. Nei, vér viljum heldr vera „sameinaðir í kærleikanum11. Nú hafið þér reynt kærleikann hjá Estrups stjórninni. Ef einhver er sá, er efast um, að nú sé frelsi voru hætta búin, þá gætum að hvað fram fer í land- inu. Hér gengr eigi á öðru enn uppljóstrunum, lögregluskipunum, málssóknum gegn blöðunum, stjórnarhótunum, drottins-brotum. Frá liði hægri manna blæs níðangalegr snapvísis og njósn- ar andi. Bráðabirgða-lögin hljóta að skifta þjóðinni í tvo andvíga flokka, er öðrum megin eru rammir aftrhaldsmenn, enn hinum megin framfaramenn- irnir. f>að er undir viðreign þessara flokka kom- ið, hvort hér í landi verða þrælar eða frjálsir menn. Dr. Pingel segir: Danska þjóðin er seinþreytt til reiði, enn hún er þrautseig og þolin, þegar búið er að egna hana upp. Ofsóknir hefjast nú gegn oss. Háskólarnir eru sviftir tillagi úr rík-

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.