Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 05.06.1885, Blaðsíða 4
44 FJALLKONAN. skömmu verið ger gangskör að því, að velja hæfilegar lesbækr handa alþýðuskólunum og gera þær bækr rækar, er eitthvað má að finna. þ>að er einkum eitt orð, sem ekki má finnast i neinni slíkri kennslubók; það er guðs nafn; ef höfundunum hefir orðið það á, að nefna guð í lesbókunum, eru þær gerðar rækar úr skólunum. Hæsta bygg'ing í heimi verðr turn sá, er París- ar búar ætla að reisa handa alsherjarsýningunni, er þar á að halda árið 1889. Turninn á að verða yfir 1100 fet á hæð (þ. e. á hæð við Akrafjall). fjóðráð og bendingar. ítáð við hálsbólgu (difteritis). Orsök þessarar veiki er nú talin svepptegund, er festir rætr í munninum og kverkun- um, einkum á börnum. Bezta ráðið við veiki þessari segja ameríkskir læknar að sé hreinsaðr brennisteinn (brennisteins- blóm), er blása má gegnum fjöðrstaf inn í munn eða nasir, og skal það gert 6 sinnum á dag. Ráð við barnaveiki. Frakkneskr læknir hefir kent það ráð við barnaveikinni: tílanda skal saman tjöru og ter- pentínu og kveykja í blöndunni hjá rúmi barnsins; fyllist þá herbergið af gufu, er leysir upp himnur þær, sem eru i barkanum á barninu, og eru þær eitt helzta einkenni veik- innar. Fer þá barninu að batna. þetta ráð hefir verið reynt hér á landi og heppnazt vel. Ullarfatnaðr. þýzkr visindamaðr, Dr. Jáger, hefir í mörg ár barizt fyrir þvi, að ullarklæðnaðr verði alment upp tekinn enn léreftsfatnaðr og silkifatnaðr niðr iagðr, og hafa margir aðhylzt álit hans. Hann hefir fundið upp nýjan búning, sem er alveg úr ullu, bæði nærföt og ytri fatnaðr. Hann segir, að buxurnar þurfi að vera þröngar að neðan, því að annars leggi kulda inn undir þær og leiti svo hit- inn frá fótunum upp eftír. Hann segir, að ullarfötin sé vöm við kvefi, afleysi, offitu, gylliniæð o. s. frv. jpau dragi úr fitu og vatnsfylli likamans, styrki vöðvaaflið og auki eðl- isþyngdina. því meiri sem eðlisþyngd líkamans er, því heilsubetri sé maðrinn venjulega. Offita og vatnsfylli í lík- amanum komi mest af óhollum klæðnaði, er hindri útguf- unina. Með fimleikjum og hitahöðum geti maðr aukið eðl- isþyngd sinfi, enn fæstir hafi tíma eða kost á að nota þau ráð. Hreyfing utanhúss sé mikil heilsubót. Mennirnir ætti að læra af dýrunum að klæðast ullarfötum. Léreftsfatnað telr þessi visindamaðr óhollastan vegna þess, hvé mjög hann hindri útgufunina. Hann lætr eigi standa á sama um lit- inn á fötunum; indigólitu telr hann óskaðlega, enn anilínlitu óholla. Reykjavík, 5. júní. Veðrátt er alt af köld og oftast frost á nóttum. Gróðr lítill. Fénaðarhöld í lakara lagi, þó hefir eigi orðið fellir svo teljanda sé hér í grend. Hafíshroði er sagðr við flornstrandir; sagði svo maðr, er kom í fyrradag norðan úr Hrútafirði og það, að Borð- eyrar-kaupskip lægi á ísafirði aftrreka fyrir ís. Alþingismaðr í Austr-Skaftafellssýslu er kosinn Jón prófastr Jónsson í Bjarnanesi. Mannalát. Síra Sveinbjörn Guömundsson prestr í Holti undir Eyjafjöllum, merkr prestr og vel iátinn,—Síra Hákon Espólín uppgjafaprestr frá Kolfreyjustað, fróðr um margt, sem hann átti kyn til. —Síra Arngrímr Bjarnason uppgjafa- prestr á Brjánslæk. Guðmundr Lambertsen agent, fyrrum kaupmaðr, andaðist hér í bænum 3. þ.m. 50 ára, atgervismaðr mikill og mentaðr vel. Bréfkaflar. Gullbringmýslu (Höfnum), 1. júní. Síðan um lok nokkur ýsu-afli, fer minkandi; nú nokkura daga vart við þyrskling og stútung. — Sauðburðr illr. Hangárvallasýslu, 30. maí. Fénaðarhöld hér vonumbetri, fellir eigi teijandi og hefir það fremr verið orðum aukið, er Fk. i 8. bl. þ. á. flutti um ástandið hér eystra. Seyöisfiröi, 13. maí. Hér i sveit og í öllum nyrðri Aust- fjörðum er alveg haglaust og feikna snjóþyngsli; flestir orðnir heylausir; þó vonanda, að ekki verði fellir, því að kornbirgðir eru nægar. Algert fiskileysi hér um slóðir. Norör-pingeyjars. 30. apr. Góðr vetr til þorrakomu, síðan harðindi. íiú komnir upp litlir hagar. Hafíshroði kom um sumarmál. Suðr-pingeyjars.9. maí. Eftir miðjan vetr setti niðr snjó svo mikinn, að enginn man slíks dæmi. Fór að hlýna í apr., enn fannfergjan sein að þiðna; síðusta daga í apr. kom upp jörð fyrir fénað. Frá byrjun maí 5—8° frost (R.) og fannkoma. Fáeinir heylausir, flestir tæpir, engir aflagsfærir. AUGLÝSINGAR afhendist til útgefanda og má semja um þær við hann. J>eir kaupendr „Fjallkonunnar11 hjer í hænum, er dvelja annarstaðar í sumar, eru beðnir að gefa mjer vísbending um afgreiðslu biaðsins til sín meðan þeir eru fjarverandi. Sigurður Kristjánsson. Útsölumenn „Fjallkonunnar11, sem kynnu að hafa hjá sjer ofaukið eitthvað af 21. tbl. f. á., óska jeg að sendi mjer það með fyrstu ferðum. Siguröur Kristjánsson. Nýir kaupendur geta fengið öll blöð, sem út eru komin af þessum árgangi „Fjallkonunnar11. Pantanir í þá átt frá útsölumönnum blaðsins og öðrum verða afgreiddar fljótt og skilvíslega, að svo miklu leyti sem það hrökkur til, er nú er óútgengið af árganginum. Sigurður Kristjánsson. Pjeturs-postilla er seld á 5 kr. 50 a. í vönduðu dönsku bandi. — Er send öllum bóksölum á landinu. Nýjar pantanir um hana ósk- ast sem fyrst. Siguröur Iíristjánsson. Hjer með auglýsist, að undirskrifaður hefir fundið þorska- neta-trossu með einu korkdufli merktu F. 0. með meðfylgj- andi 60 glerkúlum; og geti rjettur eigandi sannað eignar- rjett sinn á munum þessum innan 8 vikna frá birtingu þessarar auglýsingar, má hann láta vitja þeirra með þeim skilmála, að horga sanngjörn fundarlaun og jafnframthorg- un fyrir auglýsingu þessa. Hellissandi undir Jökli 16. maí 1885. Lárus Skúlason. Máldagar og landamerkjabréf 0. s. frr. Eg hefi verið beðinn um eftirrit af svo afar mörgum máldöguru, landamerkjabréfum og öðrum eignarskjöl- um jarða víðsvegar um land, að ég get engan veginn lokið því verki í vor, og verða þeir, sem hafa sent mér bónarbréf og fyrírspurnir um það efni, að biða úr- lausnar þar til smátt og smátt síðar í sumar, í haust eða vetr er kemr. pað er eigi fyr en eftir tvö ár, eða vor- ið 1887, er landamerki jarða skulu útkljáð samkv. 5. gr. landamerkjalaganna, og virðist enn tcekr tími fyrir jarðeigendr, að afla sér allra þeirra gagna og skil- ríkja um eignir jarða sinna, er kostr er á, áðr þessi tvö ár eru liðin. Reykjavík, 28. maí 1885. Valdimar Ásmundarson. Tilboð. Ég vil kaupa handritið, er boðið varí Fjallk. II. 9, því ég á að heita meðhjálparanefna, en þætti meiri upp- hefð, ef ég gæti komizt upp á að lesa mitt faðir-vor á dönsku. Ég er augndapr og því stirðlæs, og kæmi því vel að fá „vegleiðsluna". Ég vil gefa fyrir hana 12 kr. til að forleggja hana. K.j. 0. Aths. þessi auglýsingar-höfundr verðr að segja til nafns síns, svo hægt sé að semja við hann. Ritstj. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valdimar Ásmundarson. Eigandi og útgefandi: Sigurður Kristjánsson. Prentuð í Isafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.