Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 4

Fjallkonan - 22.06.1885, Blaðsíða 4
48 FJALLKONAN. vJ milli hægri og vinstri manna og áðr. Hvorir- tveggja ferðast í ákafa um alt land og halda fundi: þó eru vinstrimenn hlutskarpari í því eins og fleiru. Oft hafa fundirnir verið heldr róstu- samir; legið við barsmíði og áflogum. Nýlega var haldinn einn slikr fundr í nánd við Hófn, þar sem Ballerup heitir ; áttu 2 af inum helztu mönn- um flokkanna, prófessor Matzen og Dr. Pingel að tala; urðu þar ryskingar með mönnum, barizt með stokkum og regnhlífum, og öllu sem fyrir varð; vinstrimenn voru liðsterkari, og heyrðist þá tíðar: niðr með Estrúp enn lifi Estrúp. Eg hefi áðr getið um, að skotfélög hafi verið stofn- uð um alt land; þetta var nokkuð sem stjórninni eigi líkaði alls kostar, því hún sá það af speki sinni, að þetta gat orðið til þess, að byssusting- unum yrði beint að sjálfri sér; til þess að koma í veg fyrir það, tók hún það ráð,—hún hefir eins og kunnugt er ótakmarkað einveldi til haustsins, að gefaútbráðabyrgðarlög ein enn þá,—aðbanna að flytja inn byssur, hverju nafni sem nefnast, og æfa sig í vopnaburði. Rannsóknir ganga um alt; menn settir frá embættum, ákærðir fyrir drottins svik og hnepptir í fangelsi. þ>að er eigi óhætt að tala mikið, að minnsta kosti skal maðr tala varlega um konunginn, því að það er óðara borið á æðri staði. þ>að mun nú hér um bil víst, að deilurnar milli Englendinga og Rússa verða útkljáðar vopnalaust. Hvað ófriðinn í Egiptalandi snertir, þá er það af Wolseley hershöfðingja að segja, að hann er með öllu horfinn ásamt her sínum úr Sudan, og kominn til Kairo, og er þá eigi ófriðarvon að sinni. Frakkland. Hér hefir það borið til tíðinda, að inn 22. maí andaðist þjóðskáldið og stjórnvitringr- inn Victor Hugo, 83 ára að aldri. Hann hafði verið veikr nokkra daga áðr. þ>jóðin hafði á hverri stundunni búizt við andláti hans. Mörg þúsund manna biðu nætr og daga fyrir utan hús hans, og þegar fregnin kom að átrúnaðar- goð og spámaðrinn þjóðarinnar væri látinn, þá gátu menn eigi borið harm sinn í hljóði; allir opinberir fundir hættu jafnskjótt, og borgarráðið ákvað þegar í stað að líkið skyldi flytja til Pan- theon, og jarðsetja þar borgaralegri greftrun, án nokkurrar prestlegrar aðstoðar. Victor Hugo var fæddr 26. febr. 1802 ; þegar á unga aldri tók hann að rita, og hefir ritað ódæmamikið, enn það leið eigi á löngu áðr en hann fór að gefa sig að politik, ogþað er torvelt að segja, hvort hann er meira skáld eða stjórnvitringr. fegar Napoleon þriðji, meinsærismaðrinn, á sviksamleg- en hátt brauzt til valda, var Hugo einn hans skæðasti mótstöðumaðr; varð hann að lúta i lægra haldi og fara i útlegð til lítillar eyjar Jer- sey, og þar hafðist hann við í 18 ár, enn hann var þar ejgi iðjulaus; hann greip tækifærið, hve- nær sem hann gat, til þess að sýna bæði í ræðu og ritum, hvaða maðr Napoleon var. J>egar Napo- leon gaf öllum mótstöðumönnum sínum upp sakir, þá sat öldungrinn kyrr í eyju sinni, þrátt fyrir heimfýsi sina og ást á föðurlandi sínu. Enn jafn- skjótt og fallbyssudunurnar við Sedan höfðu boð- að heiminum, að nú væri keisaradæmi Frakka fallið, og lýðveldi komið í staðinn, þá beið hann eigi boðanna enn kom óðara heim, og siðan hefir hann verið máttarstoð lýðveldisins, og Frakk- ar hafa skoðað hann sem spámann sinn og elsk- að hann sem föður. Vesúv hefir verið að gjósa við og við. Frá Islendingum í Höfn. Eins og þegar mun kunnugt á íslandi, hefir embætti það, sem Odd- geir Stephensen hafði, verið veitt dönskum manni Hilmari Stephensen, sem ekkert þekkir til ís- lands, og ekki kann eitt orð í íslenzku, og assi- stentsembættið annað veitt Jóni Finsen, syni Hil- mars Finsens, sem víst er búinn að gleyma þvi litla. sem hann hefir einhvern tíma kunnað í íslenzku; að minnsta kostigetr hann eigi ritað hana. Og þetta hefir verið gjört þrátt fyrir þó íslenzkr kandídat með beztu einkunn sækti líka um em- bættið. £>annig sitja þá í þeim embættum sem mest yarða ísland, tómir danskir menn, nema einn Olafr Halldórsson. f>etta þótti oss mjög ilt, og það því fremr semNellemann 1878 hafði lofað, að íslendingar skyldu sitja í fyrirrúmi; var þá stofnað til alsherjarfundar og þar valin nefnd til að rita alþingi um þetta og rita í íslenzk blöð, og að síðustu var samþykt í einu hljóði svolát- andi ályktun: „Fundrinn lýsir yfir sterkri óánægju yfir hinni nýju embættisskipan í h. ísl. stjórnar- deild, og álítr, að réttindi íslendinga hafi verið fyrir borð borin, þar sem þessi embættisskipan bæði stríði á móti andanum í 4 gr. stjórnarskrár- innar, og að það ætíð hljóti að verða landinu til tjóns, að hafa hin æðstu og áhrifamestu embætti skipuð mönnum, sem hvorki þekkja nokkuð til haga landsins né hafa nokkra verulega kunnáttu í ís- lenzkri tunguý. J>að er vonandi, að íslendingar láti heyra til sín um þetta mál. Reykjavík, 22. júní. Strandferðaskipið „Laura“ kom í dag. Með henni kom fjöldi farþega ; þar á meðal flestir alþingismenn og margir kjörnir fulltrúar til þingvallafundar af Norðrlandi og Vestr- landi. Flestar sýslur hafa kosið 2 fulltrúa; þingeyingar hafa kosið 4. — I dag var hér í bænum haldinn fundr til að kjósa fulltrúa til þingvallafundar fyrir Rcykjavík. Kosnir : Björn JÓDsson ritstjóri og Indriði Binarsson endrskoðari. f iKrýdáinn er Jón prófastr jbórðarsön á Auðkúlu, einn af merkari prestum landsins. Aldarháttr II. Rógr og bakmælgi verðr sífelt algeng- ari, enda virðast sumir menn vera svo gerðir, að ekkert láti þeim jafn vel í eyrum sem lastyrði um náungann. „Rægðu röggsamlega, ætíð mun eitthvað við loða“, er regla þeirra, sem láta sér mest um það hugað að draga náungann niðr í saurinn. |>eir blanda kænlega saman sannleik og lygi, svo að rétt verði eigi greint frá röngu, og með þeim hætti tekst þeim að gera orð sín trúanleg. Jafnframt því sem þeir svivirða sér betri menn, hreykja þeir sjálfum sér og kaupa sér loftungur og smjaðrara. Með því móti geta þeir komizt áfram í heiminum, þótt aldrei hafi þeir gert ærlegt verk. Aðr börðust menn með vopnum; nú er barizt með bakmælgi og rógi. Menn eru jafnvel hættir að berjast með hnefum, og mega eigi segja neinum manni beiskan sannleika, hversu hataðr og svívirðilegr sem hann er að allra áliti; alt verðr að vera sykrað með smjaðri, ella er lagarefsing vís ; enu þótt maðr leynilega með ráðnum hug og vélabrögðum ræni náungann æru og eignum og byrli honum það eitr, er hann verðr að drekka af alla ævi, þá er öllu óhætt; með þeim hætti er hægt að verða ríkr og ná áliti. Mörg dæmi sýna að menn sem enga hæfileika hafa eru kosnir til að gegna, almennum sýslunum. Yenjulega beita þeir til þess rógi og undirróðri; smjaðra fyrir þeim mönn- um, er mestu ráða í héraðinu, og svívirða þá, sem þeir vita að hafa meiri hæfileika eða almennings hylli. Með slíkum launvopnum geta þeir oft sigrað þá menn, er ella yrðu þeim hlutskarpari. Allan þorra manna brestr oft þekkingu eða sannfæringu um það, hvern bezt er að kjósa, J>ótt tvö- faldar kosningar sé eigi jafnfrjálslegar og almennar kosn- ingar, verðr því eigi neitað, að með þeim er moiri trygging fengin fyrir því, að undirróðr og fortölur einstakra manna ráði eigi kosningunni. Menn ætti jafnan að gjalda var- huga við öllum slíkum fortölum, hvaðan sem þær koma, enn reyna heldr að hugsa sjálfir um málefnin og vera sjálfir sannfærðir um hæfileika þeirra manna, er völ er á. Fortölum og undirróðri ætti aldrei að þurfa að beita, enn þegar svo stendr á, að efldr flokkr hefir þau brögð í frammi til að koma óhæfum mönnum til valda, mega and- vígismennirnir heldr eigi liggja á liði sinu. Ritstjóri og ábyrgðarmaðr: Valdimar Ásmundarson. Eigandi og útgefandi: Sigurður Kristjánsson. Prentuð í ísafoldarprentsmiðju.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.